Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 23 Nýbirt skjal úr Þýzkalandi nazismans Ford meðal fyr- irtækja er nýttu þrælavinnuafl Frankfurt. AP. í NÝBIRTU skjali ættuðu úr Þýzkalandi nazismans, sem pólskir sagnfræðingar fundu í skjalasafni í Rússlandi, kemur fram að Evrópu- deild Ford-verksmiðjanna var á meðal fyrirtækja sem nýttu sér þrælavinnuafl fanga úr Auschwitz- dauðabúðunum á árum síðari heimsstyrj aldar. í frétt netútgáfu BBC kemur fram, að Evrópudeild Ford, sem er með höfuðstöðvar sínar í Köln, er í hópi yfir 400 fyrirtækja sem getið er á lista yfir fyrirtæki sem á einn eða annan hátt stunduðu viðskipti sem snertu Auschwitz, en listinn mun vera sá fyrsti sinnar tegund- ar, sem byggður er á upplýsingum fengnum beint upp úr gögnum nazista. Talsmenn Ford tóku fram í gær, að bandaríska móðurfyrirtækið hefði ekki haft neitt vald yfír því hvernig Evrópudeildin stýrði sín- um rekstri á þeim árum sem nazistar réðu lögum og lofum í her- numinni álfunni. IG Farben borgar í fyrradag ákváðu hluthafar í IG Farben - einu fyrirtækjanna á list- anum sem eitt sinn var stærsta efnaiðnaðarfyrirtæki Evrópu - að setja á fót sjóð fyrir fólk sem vann nauðungarvinnu fyrir fyrirtækið í síðari heimsstyrjöld. Var sam- þykkt að fyrrverandi nauðungar- verkafólk, sem nú væri yfir átt- rætt, ætti rétt á greiðslum úr sjóðnum. I Frankfurt, þar sem hluthafa- fundurinn fór fram, stóðu meðlim- ir í ýmsum hagsmunasamtökum fórnarlamba helfararinnar og ungir þýzkir meðlimir félagsskap- arins „Landsbandalagið gegn IG Farben“ fyrir háværum mótmæl- um og kröfðust þess að fyrirtækið léti meira fé af hendi rakna í skaðabótasjóðinn en þær þrjár milljónir marka, 120 milljónir króna, sem hluthafarnir sam- þykktu. Álíta tilvist IG Farben móðgun Fyrrverandi nauðungarverka- menn krefjast þess að IG Farben verði leyst endanlega upp; þeir álíta tilvist fyrirtækisins eina og sér vera móðgun. Eitt dótturfyrirtækja IG Farben framleiddi á stríðsárunum gasið Zyklon B, sem notað var til fjöldamorða í Auschwitz. Talið er að eignir IG Farben, sem árið 1953 var skipt upp fyrir tilstuðlan sigur- velda stríðsins og er nú aðeins eignarhaldsfyrirtæki, nemi um 1110 milljónum króna. ERLENT Reuters Hóta að smita tölvur Strigaskór í Kosovo HABIB, átta ára albanskur drengur, brosti breitt þar sem hann hélt á nýjum strigaskóm á ruslahaugunum utan við Prist- ina, höfuðborg Kosovohéraðs, í gær. Friðargæsluliðar Atlants- hafsbandalagsins hafa gefið föt börnum sem leita sér og fjöl- skyldum sínum Iífsviðurværis á haugunum. TÖLVUÞRJÓTAR hafa uppi áætl- anir um skemmdarverk í banka- kerfi Indónesíu virði indónesísk stjórnvöld það að vettugi ef íbúar Austur-Tímors samþykkja í at- kvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálf- stæði héraðsins. Breska ríkisút- varpið, BBC, hafði þetta eftir Nó- belsverðlaunahafanum José Ramos Horta, einum helsta leið- toga sjálfstæðissinna. Horta sagði að um tugur tölvu- vírusa hefði verið búinn til í því augnamiði að smita tölvukerfi ef brögð verði í tafli í atkvæða- greiðslunni, sem fram fer 30. ágúst. Tölvukerfi í bönkum, fjármála- fyrirtækjum, hernum og flug- stjórnarkerfum yrðu skotmörk um eitt hundrað tölvuþrjóta í Evrópu og Norður-Ameríku. Gæti þetta valdið efnahagsöngþveiti í Indónesíu. Samira Super 60x115 sm.....i 77x150 sm...1.1 115x165 sm.1.1 160x225 sm.3.! 'Æ % 05 Smáratorgí 1 200 Kópavogi 510 7000 Holtagörajm v/Holtaveg 104 Reykjavik 588 7499 Skeifunm 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðjrtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 1 220 Hafnarfjördir ’ 565 5560 Toscana 60x110 sm.......990,- 80x150 sm........1.890,- 120x170 sm....2.990,- 170x230 sm.......5.990, 120 sm hringur ...1.990,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.