Morgunblaðið - 20.08.1999, Page 16

Morgunblaðið - 20.08.1999, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 AKUREYRI Síðasta skipa- koman SÍÐASTA skemmtiferðaskip sumarsins rennur inn á Poll- inn við Akureyri í dag. Þetta er Rotterdam VI, um 240 metra langt skip, með um 1.500 farþega og 500 manna áhöfn. Skipakoman í dag er sú 26. til Akureyrar í sumar og með skipunum hafa komið samtals um 21 þúsund farþegar. Þá virðist töluverður áhugi fyrir því að koma til Akureyrar, því þegar hefur 21 skipakoma verið tilkynnt íyrir næsta sumar. Þar sem þetta er síðasta skipakoman mun Hjálparsveit skáta á Akureyri standa fyrir mikilli flugeldasýningu við höfnina kl. 22 í kvöld. Morgunblaðið/Araaldur Strengjakvartettinn og Örn Magnússon píanóleikari á æfíngu fyrir Berjadagana. F.v. Hildigunnur Halldórs- dóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Örn, Guðmundur Kristmundsson og Sigurður Halldórsson. Tónlistarhátíð í Ólafsfírði um helgina Berjadagar haldnir í fyrsta sinn BERJADAGAR er nafn á mikilli tónlistarhátíð sem fram fer í Ólafsfírði á morgun, laugardag, og á sunnudag. Að hátiðinni stendur Félag um tónlistarhátíð á Tröilaskaga, í samvinnu við heimamenn. „Þetta er nýstofnað félag og er afar fámennt enn sem komið er en var stofnað um þessa tónlistarhátíð,“ sagði Örn Magn- ússon píanóleikari, einn aðstand- enda félagsins og þátttakandi í hátíðinni. Markmiðið með hátíðinni, sem hér eftir verður haldin á hveiju ári, er að gefa almenningi kost á að stunda menningarviðburði og njóta stórbrotinnar náttúru Trölla- skagans, sem um þetta leyti skart- ar sínu fegursta. „Við gerum okk- ur vonir um góða aðsókn, enda hefur verið vel tekið í þessa hug- mynd alls staðar. Það tekur alltaf tíma að vinna svona hátíð sess og við gerum okkur fulla grein fyrir því að það verður ekkert endilega léttur róður,“ sagði Örn. Flutt verður fjölbreytt sfgild kammertónlist en skipulagðir eru þrennir tónleikar, opnunartón- leikar á laugardag kl. 16.00 í Ólafsfjarðarkirkju, miðdegistón- leikar á sunnudag kl. 14.00 í kirkjunni á Kvíabekk og lokatón- leikar í félagsheimilinu Tjamar- borg á sunnudagskvöld kl. 20.30. Auk Amar koma fram bróðir hans Sigursveinn tónlistarmaður, Einar Kristján Einarsson, gítar- leikari, Hildigunnur Halldórsdótt- ir fíðluleikari, Sigurlaug Eðvalds- dóttir fíðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Sig- urður Halldórsson sellóleikari og söngkonurnar Marta Guðrún Halldórsdóttir og Sigrún Valgerð- ur Gestsdóttir. Þá er ráðgert að gestur úr annarri listgrein verði á hátíðinni á hverju ári. Að þessu sinni verða synd málverk eftir listakonuna Olöfu Þorláksdóttur, „Grímu“, sem búsett var í Ólafsfirði um árabil. Sýningin verður í nýju Safnaðarheimili Ólafsfjarðar- kirkju. Formaður Eyþings um vanda landsbyggðarinnar við upphaf aðalfundar í Grímsey Umræður og úttektir á vandanum skortir ekki SVEITARSTJÓRNARMENN og konur fjölmenntu til Grímseyjar í gær, þar sem hófst um miðjan dag- inn aðalfundur Eyþings, Sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslum. Fundinn sitja tæplega 50 fulltrúar en alls fóru um 60-70 manns til Grímseyjar í tengslum við fundinn, sem lýkur á morgun. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri og formaður Ey- þings, sagði í setningarræðu sinni að dagskrá fundarins bæri þess merki að byggðamál væru ofarlega í huga sveitastjómarmanna á starfs- svæði Eyþings. Hann sagði að sú áhersla sem lögð væri á þessi mál á fundinum byggðist á því viðhorfi að grundvallarforsenda þess að byggð eflist utan höfuðborgarsvæðisins sé öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. „Eg vil þó að gefnu tilefni minna rækilega á að umræður og úttektir á vanda landsbyggðarinnar skortir ekki. Það sem á skortir er að úttekt- um á vanda landsbyggðarinnar og tillögum um aðgerðir til að draga úr þeim vanda, hafi verið fylgt eftir með beinum aðgerðum," sagði Kri- stján Þór. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp að nýjum stjórnskipunar- lögum sem gerir ráð fyrir jöfnun at- kvæðavægis og breytingum á kjör- dæmamörkum. Atkvæði greidd með fótunum „Höfuðröksemdin fyrir þessum breytingum er sögð sú að draga eigi úr misvægi atkvæða með flutningi þingsæta frá landsbyggðinni til þéttbýlis á suðurvesturhorni lans- ins. Ég fullyrði hins vegar að misvægið felst í fleiru en misjöfnu atkvæðamagni og segja má að fólk hafi á undanfömum árum greitt at- kvæði með fótunum. Þetta sést m.a. þegar horft er til þess að misvægi atkvæða virðist ekki hafa dregið úr fólksflutningum frá þeim kjördæm- um þar sem atkvæði hafa vegið þyngst, til þeirra kjördæma þar sem fleiri atkvæði hafa verið að baki hverjum þingmanni." Stefnu ríkisins skortir Kristján Þór sagði að þingsálykt- un um stefnu í byggðamálum 1998- 2001 hafi einnig var samþykkt á síð- asta þingi. Hann sagði að ýmis úr- ræði fælust í endurskoðun á skipu- lagi ríkisstarfseminnar og ýmsum öðrum ákvörðunum, svo sem að nýj- um opinberum stofnunum skuh val- inn staður úti á landi. „Skort hefur að mótuð sé stefna ríkisins í fram- angreindum atriðum og henni fylgt eftir af festu og einurð. Á sama tíma og við Islendingar miklum það óskaplega fyrir okkur að byggja upp starfsemi á vegum ríkisins úti á landi, tekur þýska þingið sig til og flytur sig um set á milli borga,“ sagði Kristján Þór. Aðgerðaráætlun kynnt lngi Rúnar Eðvarðsson dósent við Háskólann á Akureyri kynnti á fundinum í gær, aðgerðaráætlun fyrir Eyþing, sem unnin var af Rannsóknarstofnun HA. „Það eru svo mörg mál brýn að okkar mati en í stórum dráttum eru það at- vinnu-, heilbrigðis-, samgöngu- og mennngarmál sem eru mest í um- ræðunni. Einnig eru tekin fyrir í skýrslunni fjarskipti, jöfnun bú- setuskilyrða og fjölmiðlar, sem eitt sterkasta valdið í þjóðfélaginu," sagði Ingi Rúnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að farið hafi verið of- an í markmið og aðgerðir ofan- greindra mála en að hugmyndin væri að Eyþing yrði eins konar hagsmunahópur og þrýstiaðih, eða sá aðili sem beitti sér í stefnumörk- um og úttektum á þessum málum og fylgi þeim eftir. Fundarboö Aukaaðalfundur hjá Lífeyrissjóði Tannlæknafélags íslands verður haldinn föstudaginn ío. september kl 16:15. Fundurinn er haldinn í félagsheimili Tannlæknafélags íslands, Síóumúla 35,4^, 108 Reykjavík. • m Dagskrá: 1. Björn Ragnarsson, stjórnarformaöur lífeyrissjóðs Tannlaeknafélags íslands, seturfundinn. 2. Nýjarsamþykktirsjóðsins kynntar. 3. Kynnt .samkomulag um sameiginlega örorkutryggingu sjóðsins. 4. Kosning um nýjar samþykktir sjóösins. 5. önnurmál. Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags fslands. Rannsóknarlögreglan á Akureyri Lagði hald á mikið magn fíkniefna RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri lagði hald á mikið magn af fíkniefnum á AkureyrarflugvelM í fyrrakvöld. I kjölfarið voru fjórir menn handteknir og teknir til yfir- heyrslu. Þremur þeirra var sleppt í gær en einn er enn í haldi og er málið í rannsókn. Lagt var hald á 130 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og smávegis af kókaíni. Daníel Snorra- son, lögreglufulltrúi á rannsóknar- deild lögreglunnar, sagði þetta mál sýna enn betur hver þróunin í þess- um málum er að verða í bænum. „Málum fjölgar stöðugt og umfang þeirra stækkar," sagði Daníel. Vinnuslys við Þelamörk VINNUSLYS varð við grunnskól- ann á Þelamörk skömmu fyrir há- degi í gær. Starfsmaður skólans féll af MtiMi vélknúinni sláttuvél og slas- aðist í baki. Maðurinn var fluttur á slysadeild FSA en að sögn lögreglu fór betur en á horfðist og voru meiðsli hans ekki talin mjög alvar- leg. Starfsmaðurinn var að snúa við á sláttuvélinni uppi á stalli en þá vMdi ekki betur til en að bremsumar gáfu sig og rann vélin afturábak niður þriggja metra stall og valt. Við það kastaðist maðurinn af vél- inni og hafnaði á bakinu ofan á steyptum vegg. Kveðjumessa séra Birgis Snæbj örnssonar HINN 31. ágúst næstkomandi mun séra Birgir Snæbjömsson láta af embætti sóknarprests í Akureyrar- prestarkalli. Þar hefir hann starfað frá því í nóvember 1960. Áður var hann í samtals átta ár á Æsustöðum í Langadal og í Laufási. Kveðjumessa séra Birgis verður sunnudaginn 22. ágúst kl. 14 og þætti honum vænt um að sjá sem flesta. Eftir messu býður sóknar- nefnd Akureyrarsóknar til kaffi- samsætis í SafnaðarheimiMnu. Séra Birgir þakkar ljúft og langt sam- starf og ótal ánægjulegar samvem- stundir. Viðtakandi sóknarpresti og presti biður hann blessunar Guðs, og væntir þess að söfnuður þeirra sýni þeim sömu velvild og honum. Kona séra Birgis, sem mjög hefur stutt hann í starfi, er Sumarrós Garðarsdóttir. Umdæmisþing Kiwanis UMDÆMISÞING Kiwanisum- dæmisins Ísland-Færeyjar verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina 20.-22. ágúst. Árlegt umdæmisþing Kiwanisfólks er aðal- vettvangur hreyfingarinnar til stefnumótunar, innbyrðis kynna Kiwanisfólks og maka þeirra, ásamt því að fara yfir störf Mðandi starfs- árs. Flöamarkaður HJÁLPRÆÐISHERINN á Akur- eyri, HvannavöMum 10, heldur í dag flóamarkað er stendur frá kl. 10-18. Gospelkvöld HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akur- eyri stendur fyrir Gospelkvöldi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í umsjá unga fólksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.