Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð afkoma hjá Þróunarfélagi islands hf, Rúmlega 349 millj- óna króna hagnaður ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. skilaði rúmlega 349 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs en skilaði 133 milljónum á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 518 milljónum og er það aukning um 270% milli ára. Raunávöxtun hlutabréfaeignar félagsins á fyrri hluta ársins nam 46% á ársgrundvelli að teknu tilliti tO arðgreiðslna. Til samanburðar má nefna að heildarvísitala Aðall- ista Verðbréfaþings hækkaði um 8,6% á sama tíma, sem samsvarar 18% ávöxtun á ársgrundvelli. Gengishagnaður hlutabréfa nam alls 547 milljónum króna, þar af er innleystur hagnaður vegna sölu hlutabréfa á tímabilinu 155 milljón- h- og óinnleystur gengishagnaður 392 milljónir. Hækkað verð hlutabréfa skýring góðrar afkomu Á fyrri hluta þessa árs hefur Þró- unarfélagið keypt hlutabréf í 13 fé- lögum að fjárhæð 120 milljónir króna og selt bréf fyrir alls 246 milijónir í 15 félögum. Að sögn Andra Teitssonar, framkvæmda- stjóra Þróunarfélagsins, hafa verið seld bréf í Opnum kerfum hf., Ný- herja hf., Granda hf., Þormóði ramma hf., Árnesi hf. og Fjölmiðlun hf., en í tveimur síðastnefndu félög- unum voru öll bréf Þróunarfélags- ins seld. „Ástæðan var sú að gengi bréfa í þessum félögum hefur verið hátt og við vildum nýta tækifærið og leysa tO okkar hagnað. Af nýjum fjárfestingum okkar, það sem af er árinu, má hins vegar tO dæmis nefna kaup á bréfum í Urði-Verð- andi-Skuld og ístúni hf. Að auki höfum við bætt við hlut okkar í Vaka hf.-fiskeldiskerfum og Net- verki hf., svo dæmi séu nefnd. Bætt afkoma Þróunarfélagsins á fyrri hluta ársins er að þakka almennt hækkuðu verði hlutabréfa í íslensk- um fyrirtækjum, einkum upplýs- ingatæknifyrirtækjunum. Megin- skýringin á því að ávöxtun bréfa okkar er þetta miklu hærri en sem nemur hækkun markaðarins að jafnaði, er mikil hlutafjáreign okkar í Opnum kerfum og Nýherja," segir Andri. Þróunarfélagið á alls hlutabréf í 78 fyrirtækjum, þar af eru 34 skráð á Aðallista Verðbréfaþings, 11 eru skráð á Vaxtalista og 33 eru óskráð, þar af 7 erlend. HeOdareignir fé- lagsins námu rúmum 3,6 mOljörðum í lok fyrri helmings þessa árs, þar af eru 77% eigna í hlutabréfum, 16% í skuldabréfum, 5% í handbæru fé og 2% í öðrum eignum. Eigið fé var í lok tímabOsins rúmir 2,6 milljarðar og var eiginfjárhlutfallið 72%. Hlutabréf skráð á Verðbréfaþingi Islands nema 70% af heOdareignum Þróunarfélagsins. Að sögn Andra má því vænta þess að afkoma fé- lagsins íylgi þróuninni á markaðn- um. Hann segir einnig að félagið hafi nýlega keypt hlutabréf í DeCODE fyrir 203 mOljónir króna. Þróunarfélag Islands hf. Milliuppgjör 30. júní 1999 Rekstrarliðir Milljónir króna 1999 1998 Breyting Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld 601,7 67,4 183,6 30,4 +228% +122% Hreinar fjármunatekjur Rekstrargjöld 534,3 15.4 153,3 13,1 +249% +18% Hagnaöur f. skatta Reiknaðir skattar 518,9 169.4 140,2 7,0 +270% Hagnaður tímabilsins 349,5 133,2 +162% Efnahaqsliðir 30. júní 1999 1998 Breyting | Eignir: | Milliónir króna Fastafjármunir 29,5 30,0 •2% Hlutabréf 2.845,1 1.851,1 +54% Aðrir veltufjármunir 805.9 472.8 +70% Eigniralls 3.680,5 2.353,8 +56% | Skuldir og eigið fé: | Eigiö fé 2.646,7 1.982,4 +34% Tekjuskattsskuldbinding 632,0 317,0 +99% Skuldir 401.8 54.4 +639% Skuldirog eigið fé alls 3.680.5 2.353,8 +56% Sióðstrevmi oa kennitölur 1999 1998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 579,9 168,9 +243% Handbært fé frá rekstri 130,4 102,1 +28% Eiginfjárhlutfall 72% 84% Innra virði 2,41 1,80 Arðsemi eigin fjár 32% 15% Skagstrendingur birtir afkomutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður eykst um tæp 80% Skagstrendingur hf. Úr milliuppgjöri 1$99 fcfeöÉÉ SAMSTÆÐA MÓÐURFÉLAG Rekstrarreikningur 30/6 1999 30/61998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 1.162,1 (922,0) 985,2 (839,3) +18,0% +9,9% Vergur hagnaður Afskriftir Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Skattar 240,0 (76,6) (10,3) (2,9) 146,0 (80,9) 3,8 (2,0) +64,4% -5,3% +45,0% Afkoma af reglul. starfsemi Aðrar tekjur og gjöld Áhrif hlutdeildarfélaga 150,2 (23,4) 3,5 66,9 5,7 0,0 +124,5% Afkoma tímabilsins 130.3 72,5 +79.7% SAMSTÆÐA MÓÐURFÉLAG Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting lEignin I Milljónir króna Veltufjármunir 771,2 400,6 +92,5% Fastafjármunir 2.170,6 2.244,5 -3,3% Eignir samtals 2.941,8 2.645,1 +11,2% I Skuldir og eigið fé: ,MS| Skammtímaskuldir 795,8 548,4 +45,1% Langtímaskuldir 1.272,5 1.348,5 -5,6% Eigið fé 873,6 748,2 +16,8% Skuldir og eigið fé samtals 2.941,8 2.645,1 +11.2% Sjóðstreymi 1998 | 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 173,9 ;i 100,9 +72,3% Sportleigan og Útilíf sameinast * Aframhaldandi sjálfstæður rekstur SKAGSTRENDINGUR hf. á Skagaströnd var rekinn með 130 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 1999, að því er fram kemur í tOkynningu frá félaginu. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 73 milljónir króna og eykst því um tæp 80%. Rekstrartekjur félagsins jukust um 18% á milli ára og rekstrargjöld um 10%. Skagstrendingur hefur stofnað erlent félag um rekstur Örvars, Örvar Ltd, og þess vegna er reikn- ingur félagsins samstæðureikning- ur. Örvar Ltd. er að fullu í eigu Skagstrendings og því á saman- burður á rekstri móðurfélagsins á síðasta ári og rekstri samstæðunn- ar á þessu ári fullan rétt á sér að sögn Jóels Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Skagstrendings hf. Góð aflabrögð og hátt afurðaverð Auknar rekstrartekjur má rekja tO góðra aflabragða skipa félagsins auk þess sem afurðaverð á sjó- frystum afurðum hefur haldist hátt það sem af er árinu. Velta skipa fé- lagsins eykst um 57% á milli ára en velta landvinnslunnar minnkar um 12% fyrir sama tímabil, að því er fram kemur í tilkynningunni. Skagstrendingur hf. og dótturfé- lag þess á og gerir út tvö skip, frystitogarann Arnar HU-1 og rækjufrystiskipið Örvar EK-9904. Félagið rekur rækjuvinnslu á Skagaströnd og frystihús á Seyðis- firði. Starfsmenn eru 170 talsins. Skagstrendingur kemur einnig að útgerð Tahkuna EK-9903 (áður Helga Björg HU-7) í samstarfi við Naseo ehf. í Reykjavík. Með tO- komu Örvars og samvinnunnar við Nasco ehf. eru horfur í hráefnis- málum rækjuvinnslunnar á Skaga- strönd góðar, en nú þegar er búið að tryggja vinnslunni nægjanlegt hráefni út árið, segir ennfremur í tilkynningunni. „Ég er nokkuð sáttur við þessa niðurstöðu og tel að við séum á réttri leið eins og þetta árshluta- uppgjör ber með sér. Þær aðgerðir sem notaðar hafa verið til að laga reksturinn að núverandi rekstrar- umhverfi hafa skilað árangri og þar á starfsfólk Skagstrendings stóran hlut,“ segir Jóel. „Góð aflabrögð hjá skipunum og hátt afurðaverð það sem af er ár- inu eru samverkandi þættir en ég á ekki von á því að þetta háa verð haldist út árið, það myndast oft þrýstingur á afurðaverð eftir kvótaáramótin. Kvótastaða félags- ins er góð og ég á von á að afkoman á árinu í heild sinni ætti að verða ágæt ef ekki verða stórar breyting- ar á aflabrögðum og afurðaverði," segir Jóel. „Hvað aukna veltu skipanna varðar, kemur þrennt t0,“ segir Jó- el. „Góður afli, hátt afurðaverð og eins þær breytingar sem gerðar vora á skipastól félagsins um síð- ustu áramót. Frystitogarinn Blængur var keyptur af Sfldar- vinnslunni og er gerður út á Flæmska hattinum í samvinnu við eistneska aðfla. Þar hafa aflabrögð verið ágæt frá því í mars en skipið hefur ekki verið í rekstri allt árið,“ segir Jóel. Óvissa vegna breytts eignarhalds Heiðar Guðjónsson, miðlari hjá Islandsbanka É&M, segir uppgjör- ið gott. „Reksturinn skilar meiru en fyrir ári, þrátt fyrir erfíðleika í rækju, og framlegðin er nú um 22% sem er það sama og Þormóður Rammi-Sæberg hf. sýndi, enda fyrirtækin áþekk. Arnar, einn afla- hæsti frystitogari landsins, malar félaginu gull en ætla má framlegð yfir 30% af rekstri skipsins. Fyrir- tækið nýtur góðs af gengisþróun, auk þess sem verðbreytingar- færsla kemur til tekna sem nemur 40 milljónum króna, þannig að segja má að fjármagnsliðir séu óeðlilega hagstæðir. Talsverð óvissa ríkir nú um fyrirtækið vegna breytinga á eignarhaldi og hefur gengi íyrirtækisins spennst upp vegna þessa,“ segir Heiðar Már. Að hans dómi er ekki tilefni til frekari gengishækkana í kjölfar uppgjörs Skagstrendings hf. SAMKOMULAG forsvarsmanna útivistaiyerslananna Sportleigunn- ar og UtOífs um samruna fyrir- tækjanna hefur verið undirritað og stendur nú yfir nánari frágangur. Baugur hf. er eigandi Utilífs frá því í maí sl. þegar gerður var samningur um kaup Baugs á versl- uninni fyrir 170 milljónir króna. Ein verslun er nú rekin undir nafni Utilífs en tvær á vegum Sportleig- unnar. Að sögn Einars Eiríksson- ar, eiganda Sportleigunnar, er bú- ist við að útivistarverslanirnar þrjár starfi áfram og einni jafnvel bætt við á árinu. „Þetta er svar við kalli tímans,“ segir Einar. „Það hafa orðið miklar breytingar í þessum geira og við gerðum samkomulag um samrun- ann meðal annars til að styrkja samkeppnisstöðu okkar. Þetta er það sem er að gerast á öllum mörk- uðum.“ Að sögn Einars munu bæði nöfnin fyrst um sinn verða notuð og verslanirnar reknar sjálfstætt. „Utilíf er stæni aðilinn en ekki hefur enn verið gengið frá eignar- hlut hvors fyrirtækis um sig í nýju fyrirtæki," segir Einar. Sportleigan hefur byggingarleyfi fyrir 300 fm húsi á lóð fyrirtækis- ins í Vatnsmýrinni og fyrirhugað var að hefja byggingu nú í haust. Einar segir byggingarframkvæmd- ir ennþá fyrirætlaðar en hugsan- lega muni þær tefjast eitthvað, ný stjórn eigi eftir að taka ákvarðanir um slíkt. Einar Eiríksson verður í stjórn nýs fyrirtækis en fram- kvæmdastjóri þess verður Halldór Hreinsson. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóra Baugs, í gær. Yfirtaka Alcoa á Reynolds verður að veruleika Pittsburgh. AP. ALCOA, stærsta álframleið- anda heims, hefur tekist það ætlunarverk sitt að taka yfir þriðja stærsta álfyrirtæki heims, Reynolds Metals, fyrir 4,4 miíljarða dollara eða 325,6 milljarða íslenskra króna. Til- boðsstríð Alcoa og Michigan Avenue Partners hefur því ekki orðið að veruleika. Hlutabréf beggja lækka Hlutabréf í báðum fyrir- tækjum lækkuðu í verði eftir tilkynninguna í gær en áður höfðu hlutabréf í Reynolds hækkað í verði vegna vænt- inga um hátt tilboð í fyrir- tækið. Alain J.P. Belda, forstjóri Alcoa, segir nýja fyrirtækið í betri aðstöðu til að takast á við alþjóðavæðingu í málmiðn- aði og breytt samkeppnisum- hverfi sem hlytist þar af. Stjórn Reynolds hafnaði á sunnudag tilboði Alcoa sem hljóðaði upp á 65 dollara greiðslu í peningum og hluta- bréfum fyrir hvern hlut í Reynolds. Alcoa tók því á það ráð að bjóða hluthöfum Reynolds 65 dollara peninga- greiðslu fyrir hvern hlut í fyr- irtækinu og hefur það nú leitt tO samkomulags um sámruna fyrirtækjanna. Sjötti hluti heimsframleiðslu Við yfirtökuna verður til fyrirtæki með sölutekjur upp á 20,5 mflljarða dollara eða um 1.500 milljarða íslenski-a króna. Starfsmenn verða 120.000 í 300 verksmiðjum í 36 löndum. Sérfræðingar segja sameinað fyrirtæki ráða yfir sjötta hluta af álfram- leiðslu heimsins. Sú staðreynd gæti leitt til þess að sam- keppnisyfirvöld gerðu athuga- semd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.