Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Baráttan um athyglina Danska akademían starfar á vettvangi málsins og bókmenntanna, fræddi J0rn Lund Sigrúmi Davíðsdóttur um. Jafn- framt kvaðst hann efast um að íslensk hreintungustefna fengi staðist til lengdar. Nordfoto/Jens Norgaard Larsen Jarn Lund er þekktur málvísindamaður í heimalandi sínu, Danmörku. Hann er ritstjóri Stóru dönsku alfræðiorðabókarinnar og ritari Dönsku akademíunnar, sem sækir Island heim um helgina. „VIÐ getum bara flett þessu upp,“ segir J«rn Lund. Líkt og gert er á um það bil 30 þúsund heimilum og vinnustöðum í Danmörku teygir hann sig í Den store danske encyklopædi og fær svarið við því sem skiptir máli varðandi Dönsku akademíuna. „Og svo hefur aka- demían auðvitað heimasíðu. Það verða allir að hafa heimasíðu nú til dags,“ bætir hann glettnislega við. Lund flettir þó upp í nýju dönsku alfræðinni af meiri kunnugleik en aðrir landar hans, því hann er aðal- ritstjóri bókarinnar, sem nú er komin á 13. bindi, en alls verða þau tuttugu. Gyldendal réðst í þetta stórfyrirtæld, en Lund situr nú einnig í þriggja manna stjóm Gyld- endalsamsteypunnar. Akademían er tilefni spjallsins, því Lund er rit- ari hennar, en hún verður á Islandi í dag og á morgun, svo því hafa helstu andans menn Dana viðdvöl á íslandi nú. Jpm Lund er ekki í vafa um gagnsemi akademíunnar, þótt hann hafi annars þekkt lítið til hennar áð- ur en hann varð félagi í henni fyrir tíu árum. I hans huga er hún óháð rödd er tekur mið af bókmenntun- um innan um raddir hagsmunaaðila og skemmtanaskapenda. „Við emm skattgreiðendum ekki byrði,“ bætir hann við. Akademían fær smá fram- lag frá menningarráðuneytinu, en einnig annars staðar frá og er því aðeins hálfopinber stofnun. Akademían hefur einnig augun á tungumálinu, nauðsynlegu verkfæri bókmenntanna, og Lund er einmitt með vegna málvísindabakgrunns síns. Hann hefur lengi haft áhuga á íslandi, bjargar sér á íslensku og hefur skilning á hreintungustefnu íslendinga, „en ég held ekki að hún standist til lengdar,“ bætir hann við hugsi. Akademía í þágu bókmenntanna Það hafa verið tO akademíur í Danmörku undanfamar aldir en „Det Danske Akademi" var stofnuð 1960, meðal annars af Karen Blixen. Hún lét síðan eignir sínar renna til akademíunnar, sem því er til húsa í Rungstedlund við Strandvejen norður af Kaupmannahöfn. Tilgangurinn er að „starfa í þágu dansks anda og tungumáls, einkum á sviði bókmennta". Akademían út- hlutar árlega 9 verðlaunum. Hin veigamestu eru „stóru verðlaunin", 300 þúsund danskar krónur, sem veitt em til að vekja athygli á mikil- vægum rithöfundi og verkum hans. Nýlega gaf danski rithöfundurinn Cecil Bedker akademíunni eina milljón danskra króna, um 11 millj- ónir íslenskra króna, til að stofna vegleg dönsk bamabókaverðlaun. „Það hljómar kannski hátimbrað þetta með danskan anda og tungu- mál,“ segir Jom Lund, „en bók- menntirnar lifa í tungumálinu og því eðlilegt að akademían snúist um þær.“ Hann er heldur ekki í vafa um mikilvægi hennar. ,Akademían er mjög mikilvæg," segir hann af þunga, „því hún er vettvangur óháðra umræðna, án þess að mark- miðið sé völd og áhrif, skoðana- myndun og athygli fjölmiðla." Næstum fslenskar aðstæður I akademíunni lifir umræða og hlustun. „Ég man ekki eftir öðmm vettvangi, þar sem þetta tvennt er í öndvegi og ekki leitast við að koma sjónarmiðum á framfæri eða næla sér í athygli," segir Lund. „Aka- demían er mikilvægur liður innan um alla atburðina, sem beinast að sölu. Við leggjum áherslu á gildið í dönskum bókmenntum, en án stórra yfirlýsinga." Og mikið rétt, því það fer ekki mikið fyrir akademíunni út á við, en samkomur hennar með upplestrum og umræðum eru vel sóttar. Einu sinni á ári er haldin rithöfundahelgi, þar sem skáld og rithöfundar, bæði félagar og aðrir, koma og lesa upp og menn ræða verldn af hjartans lyst. „Þá er aðeins lesið upp, engum textum dreift,“ segir Jpm Lund. „Þar ríkja næstum íslenskar að- stæður með þessari áherslu á hið talaða orð og kröfu um fullkomna einbeitingu. Eg er alltaf útkeyrður eftir þessar samkomur." Og heldur ekki þama er gerð til- raun til að skapa viðburði. „Það er vart haldin sú samkoma, sem ekki gengur út á að fanga athygli fjöl- miðla. Jafnvel móttökur bókaforlag- anna, sem eru ætlaðar til að fólk hittist, virðast misheppnaðar ef það er ekki sagt frá þeim með myndum í blöðunum," segir Jorn Lund og minnir á hvemig athafnir eins og brúðkaup og afmæli séu að snúast upp í myndatökutækifæri. „Atburðir hætta að snúast um að njóta þeirra hér og nú, heldur verður meginatriðið að sjóða þá niður í myndir," bætir Lund við og hristir höfuðið. Akademían tekur ekki þátt í viðburða- og niðursuðumenningunni. Islandsferð akademíunnar er að- eins önnur utanlandsferð hennar. Áður hefur hún heimsótt systur- stofnun sína í Svíþjóð, sænsku aka- demíuna. „Ég þarf helst að komast til íslands með reglulegu millibili," segir Jpm Lund með bros á vör, því að landið og umhverfið þar togar í hann. Flestir félaganna hafa verið á íslandi áður og eiga þar góða vini og góðar minningar þaðan. „Það er einfaldlega mikill áhugi á dönskum bókmenntum á Islandi," bætir Lund við „og nú er svo gleði- legt að það er einnig mikill áhugi á íslenskum bókmenntum í Dan- mörku, ekki aðeins á miðaldabók- menntunum heldur einnig á nútíma- bókmenntum, eins og sjá má á út- gáfu þeirra hér. Islandsferð er einnig vel til fundin, því ef einhvers staðar í heiminum er áhugi á bók- menntum þá er það á íslandi," full- yrðir Lund hikstalaust og er fullur þakklætis yfir gestrisni Islendinga. Hreintungustefnan fær vart staðist til lengdar Akademían fylgist grannt með tungumálinu og sama gildir um Jem Lund, sem um árabil starfaði sem málvísindamaður og þá einnig í dönsku málnefndinni. Hann þekkir einnig til nýlegra sænskra um- ræðna í kjölfar tillagna prófessor- anna Margaretu Westman og Ulf Teleman um að lögfesta verði sænskuna í Svíþjóð til að hamla gegn innrás enskunnar. „Vestanvindurinn í menningar- efnum er staðreynd og þótt það séu takmörk fyrir hvað ég þoli í mál- farslegum efnum er ég ekki eins áhyggjufullur og þau Margareta og Ulf, sem rökstyðja mál sitt þó vel,“ segir Lund og kveðst vera í minni vamarstöðu en þau. „Ég held að samfélagið þoli vel þrýsting ensk- unnar og sé ekki hvernig er til dæmis hægt að skipa dönsku fyrir- tæki eins og Novo Nordisk að senda út allt sitt efni á dönsku, þegar það er með deildir út um allan heim.“ Enn flettir Lund upp í alfræðinni máli sínu til stuðnings, nú til að vitna í nýlegar rannsóknir á orða- forða danskra blaða, sem sýna að 16-17 prósent orðaforðans komu úr þýsku, 4-8 prósent úr grísku og lat- ínu og innan við eitt prósent úr ensku. „Ensk orð koma vissulega hraðar inn en áður,“ bendb- Lundá. “Við höfum tekið inn orð eins og „computer" (tölva), en segjum „computeren" og ekki „the comput- er“. Önnur orð, til dæmis „lommeregner" (vasareiknivél) þýð- um við líkt og íslendingar, en við höfum hins vegar ekki tekið gömul orð og gefið þeim nýja merkingu eins og þið gerið.“ Lund bendir einnig á að danskan sé í hópi hundrað stærstu mála í heimi af um sex þúsund málum. „Áður vorum við undir þýskum máláhrifum, nú enskum. Við viljum búa í hnattrænum heimi og ég sé ekki hættuna á því að æ fleiri Danir kunni ensku. Danskan er eftir sem áður besta mál í heimi - fyrir Dani. Vísindamenn geta tjáð sig á dönsku, þótt þeir skrifi á ensku,“ segir Lund og minnh- á að hér gegni nýja danska alfræðin einnig mikilvægu hlutverki, því þar sé skrifað á dönsku um ýmis sérsvið. íslensk hreintungustefna liggur J0rn Lund fjarri, „en ég skil vel að þið styðjist við hana. Islensk mál- stefna hæfir vel íslenskum aðstæð- um. Það er skiljanlegt að lítið mál- samfélag grípi til öflugri aðgerða en stærri samfélög. Ég heyrði einu sinni íslending gagnrýna landa sinn harkalega fyrir að sletta, en svo kvaddi gagnrýnandinn með því að segja „bless“. Það er erfitt að vera sjálfum sér fullkomlega samkvæm- ur. Ég held að íslensk hreintungu- stefna fái heldur ekki staðist til lengdar, en Islendingar hafa vissu- lega haft gagn af henni.“ Hafnarborg viðrar safnið Listamaðurinn Egill Sæbjörns- son og einn hljómsveitarmeð- lima Járnfrúarinnar. -/elina Fegurðin kemur innon fró Laugavegi 4, sími 551 4473 Egill Sæbjörns- son kynnir sportplötu MYNDLISTARMAÐURINN Egill Sæbjömsson heldur útgáfuteiti í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21 á Kaffi Thomsen í Hafnarstræti. Hann mun sýna nokkur myndbönd sem búin hafa verið til við tónlist af nýrri plötu hans, The Intemational Rock’n Roll Summar of Egill Sæ- bjömsson. „Ég spila sjálfur á öll hljóðfærin og bý til tónlistina sjálf- ur sem tekin hafa verið upp á tölvu í heimahúsi. Upphaflega vom lögin 10 en ég fækkaði þeim niður í fjög- ur. Reyndar bætti ég svo við stuttu aukalagi, til þess að efnið væri að- gengilegra. Þetta er sportplata. Hún er svo stutt, svona eins og sportbíll," segir Egill. Tvö myndbandanna em teikni- myndir. Annað myndbandið sýnii- lítinn bíl aka í gegnum myndir utan á gömlu plötuumslögum og hitt er við lagið Dýrarokk, búið til út frá einni mynd úr bókinni Hin fjögur fræknu og Hryllingshöllin þar sem Hin fjögur fræknu taka þátt í hljómsveitakeppni og keppa m.a. við skuggalega pönkhljómsveit, Ræflana. Egill segist nota þessar aukapersónur, Ræflana, til að láta þá flytja lagið fyrir sig. Myndunum er breytt í tölvu og síðan eru þær settar saman í teiknimyndaforrit og þannig er myndbandið búið til. Egill útskrifaðist úr MHÍ 1987 og starfar nú í Berlín. MYIYDLIST llafnarborg SUMARSÝNING 1999 Opið alla daga nema þriðjudaga frá 11-18. Aðgangseyrir kr. 200. Tii 23. ágúst. HÁSUMARIÐ er tími sumar- sýninga og þá hafa listasöfnin tækifæri til að viðra myndir úr eigin eigu. Sumarsýning Hafnar- borgar er þrískipt að þessu sinni. í aðalsalnum er úrval landslags- málverka, aðallega frá fyrri hluta aldarinnar, þar sem hið klassíska íslenska landslagsmálverk frá fjórða og fimmta áratugnum er mest áberandi. Maður hefði búist við meiri breidd í myndavali og svo virðist sem að sá rammi sem sýningarstjórar hafa gefið sér til að velja inn í var fullþröngur til að byrja með. En ef úrvalið er þröngt þá er það aftur á móti ekki nógu þröngt til að geta talist einhvers konar úttekt á einhverj- um þætti íslenskrar myndlistar, enda hefur það áreiðanlega ekki verið ætlunin. En þar kennir ým- issa litríkra grasa og flestir ættu að geta fundið eitthvað sem gleð- ur augað. Myndir Finns Jónssonar frá sjávarsíðunni er margar hverjar kröftugar og málverk hans „Brim við suðurströndina" er gott dæmi þar um, með óvenjulegu og dulúð- ugu litavali, sterkum andstæðum og miklum sviptingum, sem magna upp tilfinningu fyrir veðrabrigðum og krafti brimsins. í samanburði er kyrrðin upphaf- in og tímalaus í sérlega fallegri mynd eftir Þórarin B. Þorláksson, sem sýnir Saurbæ á Rauðasandi, frá 1912. Ég staldraði líka við mynd eftir Ásgrím Jónsson, sem mér fannst búa yfir óvenjumiklum expressjónískum ofsa, af Ásgrími að vera, „Vetrarsólhvörf í Hafnar- firði“, frá 1930, þar sem kvöldsólin svífur eins og vígahnöttur yfir tog- ara á leið til hafnar. „Við beitar- hús“, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, frá 1944, sker sig úr öðr- um myndum á sýningunni, þó ekki væri fyrir annað en að sýna at- hafnalíf að vetri til, en á myndinni sést hvar fjárhópur stendur við útihús, smali með hund sinn geng- ur í átt til hans, í bakgrunni sést í bæjarhús, og yfir öllu hvílir grámi vetrarins. I Sverrissal á neðri hæðinni eru myndir úr safni Sverris Magnússonar, sem salurinn er nefndur eftir, og Ingibjargar Sig- urjónsdóttur. Valin hafa verið tólf málverk og þar er að finna marga af þeim myndlistarmönnum sem maður saknaði á efri hæðinni, eins og Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Jóhann Briem og Þorvald Skúlason. Einnig er að finna málverk eftir Jón Stefánsson, Benedikt Gunn- arsson, Nínu Tryggvadóttur, Kjartan Guðjónsson, og Kristján Davíðsson. Málverk Kristjáns, „Börn að leik í fjöruborði", frá 1949, sýnir svo ekki verður um villst, að Kristján var með putt- ana á púlsi evrópskrar myndlist- ar á þessum árum. í Apótekinu svokallaða, inn af Sverrissal, er sýning á 26 grafík- myndum, einu málverki og sjálfs- mynd í pastel, eftir Gunnar Á. Hjaltason, hafnfirskan listamann og gullsmið. Sýningin er til minn- ingar um Gunnar, sem lést á þessu ári. Gunnar ánafnaði Hafnarborg nær allar grafíkmyndir sínar og eru myndirnar úr eigu safnsins. Það er ástæða til að staldra við og skoða vel tréristur og dúkristur Gunnars, því hann hefur náð ör- uggum tökum á þeirri tækni, þar sem saman fara skýrir drættir, vandlega útfærð myndskipan, jafnvægi í formum, og lifandi og fjölbreytt línuspil. Margar mynd- anna sýna Hafnarfjarðarbæ, sér- stætt bæjarstæðið og umhverfið, þannig að það má með sanni kalla Gunnar bæjarlistamann, og er vel við hæfi að almenningur hafi að- gang að myndlist hans í Hafnar- borg. Gunnar J. Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.