Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 23 Nýbirt skjal úr Þýzkalandi nazismans Ford meðal fyr- irtækja er nýttu þrælavinnuafl Frankfurt. AP. í NÝBIRTU skjali ættuðu úr Þýzkalandi nazismans, sem pólskir sagnfræðingar fundu í skjalasafni í Rússlandi, kemur fram að Evrópu- deild Ford-verksmiðjanna var á meðal fyrirtækja sem nýttu sér þrælavinnuafl fanga úr Auschwitz- dauðabúðunum á árum síðari heimsstyrj aldar. í frétt netútgáfu BBC kemur fram, að Evrópudeild Ford, sem er með höfuðstöðvar sínar í Köln, er í hópi yfir 400 fyrirtækja sem getið er á lista yfir fyrirtæki sem á einn eða annan hátt stunduðu viðskipti sem snertu Auschwitz, en listinn mun vera sá fyrsti sinnar tegund- ar, sem byggður er á upplýsingum fengnum beint upp úr gögnum nazista. Talsmenn Ford tóku fram í gær, að bandaríska móðurfyrirtækið hefði ekki haft neitt vald yfír því hvernig Evrópudeildin stýrði sín- um rekstri á þeim árum sem nazistar réðu lögum og lofum í her- numinni álfunni. IG Farben borgar í fyrradag ákváðu hluthafar í IG Farben - einu fyrirtækjanna á list- anum sem eitt sinn var stærsta efnaiðnaðarfyrirtæki Evrópu - að setja á fót sjóð fyrir fólk sem vann nauðungarvinnu fyrir fyrirtækið í síðari heimsstyrjöld. Var sam- þykkt að fyrrverandi nauðungar- verkafólk, sem nú væri yfir átt- rætt, ætti rétt á greiðslum úr sjóðnum. I Frankfurt, þar sem hluthafa- fundurinn fór fram, stóðu meðlim- ir í ýmsum hagsmunasamtökum fórnarlamba helfararinnar og ungir þýzkir meðlimir félagsskap- arins „Landsbandalagið gegn IG Farben“ fyrir háværum mótmæl- um og kröfðust þess að fyrirtækið léti meira fé af hendi rakna í skaðabótasjóðinn en þær þrjár milljónir marka, 120 milljónir króna, sem hluthafarnir sam- þykktu. Álíta tilvist IG Farben móðgun Fyrrverandi nauðungarverka- menn krefjast þess að IG Farben verði leyst endanlega upp; þeir álíta tilvist fyrirtækisins eina og sér vera móðgun. Eitt dótturfyrirtækja IG Farben framleiddi á stríðsárunum gasið Zyklon B, sem notað var til fjöldamorða í Auschwitz. Talið er að eignir IG Farben, sem árið 1953 var skipt upp fyrir tilstuðlan sigur- velda stríðsins og er nú aðeins eignarhaldsfyrirtæki, nemi um 1110 milljónum króna. ERLENT Reuters Hóta að smita tölvur Strigaskór í Kosovo HABIB, átta ára albanskur drengur, brosti breitt þar sem hann hélt á nýjum strigaskóm á ruslahaugunum utan við Prist- ina, höfuðborg Kosovohéraðs, í gær. Friðargæsluliðar Atlants- hafsbandalagsins hafa gefið föt börnum sem leita sér og fjöl- skyldum sínum Iífsviðurværis á haugunum. TÖLVUÞRJÓTAR hafa uppi áætl- anir um skemmdarverk í banka- kerfi Indónesíu virði indónesísk stjórnvöld það að vettugi ef íbúar Austur-Tímors samþykkja í at- kvæðagreiðslu að lýsa yfir sjálf- stæði héraðsins. Breska ríkisút- varpið, BBC, hafði þetta eftir Nó- belsverðlaunahafanum José Ramos Horta, einum helsta leið- toga sjálfstæðissinna. Horta sagði að um tugur tölvu- vírusa hefði verið búinn til í því augnamiði að smita tölvukerfi ef brögð verði í tafli í atkvæða- greiðslunni, sem fram fer 30. ágúst. Tölvukerfi í bönkum, fjármála- fyrirtækjum, hernum og flug- stjórnarkerfum yrðu skotmörk um eitt hundrað tölvuþrjóta í Evrópu og Norður-Ameríku. Gæti þetta valdið efnahagsöngþveiti í Indónesíu. Samira Super 60x115 sm.....i 77x150 sm...1.1 115x165 sm.1.1 160x225 sm.3.! 'Æ % 05 Smáratorgí 1 200 Kópavogi 510 7000 Holtagörajm v/Holtaveg 104 Reykjavik 588 7499 Skeifunm 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðjrtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 1 220 Hafnarfjördir ’ 565 5560 Toscana 60x110 sm.......990,- 80x150 sm........1.890,- 120x170 sm....2.990,- 170x230 sm.......5.990, 120 sm hringur ...1.990,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.