Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fiskihagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson segir tímabært að innheimta gjald fyrir aðgang að fiskistofnunum Morgunblaðið/Arnaldur Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræöi viö Viöskiptaháskólann í Bergen í Noregi. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræói, hefur á undanfömum árum veriö áberandi í umræó- unni um stjórn fiskveióa í Noróur-Atlantshafi, eink- um hér á íslandi sem og í Noregi. Hann er ein- drægur stuöningsmaöur þess aö gjald sé tekiö fyrir aögang aö fiskistofnunum og segir aö nú sé lag því vel ári í greininni. Helgi Mar Árnason ræddi viö Rögnvald um fiskveióistjórnun og auölindagjald. Mk UÐLINDAGJALD snýst um tvennt. í fyrsta lagi um réttláta skiptingu arðsins. Ég lít svo á að fiskimiðin ' séu eign þjóðarinnar og hún eigi tilkall til þess arðs sem út úr þeim næst. Hitt er annað mál að sá arður verður mestur ef nokkrir útvaldir fá að sækja hann. I öðru lagi eru afla- kvótar góður skattstofn því hann skekkir ekki hag- kerfið og gæti jafnvel aukið hagkvæmni í greininni. Nú er kannski einmitt rétti tím- inn til áð setja auðlindagjaldið á. Það árar vel í greininni og þá ætti útgerðin að geta borið þetta betur en annars." Þetta er skoðun Rögnvaldar Hannesson- ar, prófessors í fiskihagfræði við Við- skiptaháskólann í Bergen í Noregi. Hann hefur undanfama áratugi verið búsettur erlendis en engu síður ætíð haft mikinn áhuga á því sem er að gerast í stjóm fisk- veiða á íslandi og segist sem betur fer hafa átt kost á því að koma hingað nokkuð reglulega til þess að vera með hluta af námskeiðum í fiskihagfræði, bæði við Há- skóla íslands og Háskólann á Akureyri. „Frá árinu 1988 hef ég komið hingað til lands að minnsta kosti einu sinni á ári og því getað fylgst með því sem er að gerast. Mér hefur auk þess fundist að það sem hér er að gerast í sjávarútvegsmálum og í stjómun fiskveiða sé með því athyglisverð- asta sem er um að vera í þessúm málum í veröldinni." Rögnvaldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1963 en hélt til náms í Svíþjóð tveimur árum síðar þar sem hann lagði einkum stund á þjóð- hagfræði. Hann segist snemma hafa fengið áhuga á sjávarútvegsmálum, bæði vegna uppmnans en eins vegna þess að þá vora hafréttarmál mjög í deiglunni. Rögnvaldur skrifaði doktorsritgerð sína um hagnýt- ingu fiskistofna og var meðal annars eitt ár í Vancouver í Kanada í þeim tilgangi. Að loknu doktorsprófi dvaldi hann um eins árs skeið í Tromsp í Noregi en fór þaðan til Bergen og hefur verið prófessor í fiskihag- fræði við Verslunarháskólann í Bergen frá árinu 1983. Rögnvaldur segir að leita megi forsenda fyrir fiskveiðistjórnununarkerfi því sem nú er rekið á íslandi allt aftur til útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Með tilkomu hinna svokölluðu efnahagssvæða strand- ríkja, hafi skapast ný skilyrði fyrir stjórn- un fiskimiðanna. „Þannig var hægt að loka fiskimiðunum eða takmarka aðganginn að þeim. Sum strandríki vora það heppin, þar á meðal ísland, að vel flestir fiskistofnamir við strendurnar era innan þessara efna- hagslögsagna. Þar með geta þessi ríki stjórnað sjálf veiðum úr stofnunum. En þetta tækifæri er ekki fullnýtt fyrr en ríkin takmarka einnig eigin sókn í fiskistofnana. Þetta hefur tiltölulega fáum þjóðum tekist að gera því víða er sóknin of mikil og fiski- veiðifiotinn og stór. Mörg ríki standa frammi fyrir vandamálum hvað þetta varð- ar því það er ekki hlaupið að því að minnka flotann. Sem betur fer hafa íslenskir sjó- menn aldrei verið alltof margir þó vel megi vera að þeir séu aðeins of margir. Við njót- um kannski þess að vera fámenn þjóð og þetta því verið auðveldara hér heldur en víða annarsstaðar. Stóra hættan er hins- vegar fólgin í því að fiskimiðin verði opnuð hverjum sem er og mönnum sagt að bjarga sér. Það skapast engin ný verðmæti við það að fjölga sjómönnum þegar aflamagn úr sjónum er gefið og nóg til af skipum til að ná í það. Það getur verið ávinningur fyr- ir einstakan útgerðarmann að fjölga bátum og sækja meiri afla úr sjó. En þegar litið er á heildina er ávinningurinn enginn því þá er útgerðarmaðurinn að sækja fisk sem aðrir gætu fengið. Til að stjórna þessu með einhverju viti þarf að takmarka aðganginn að fiskistofnunum." Rögnvaldur segir að eftir að erlendur floti var rekinn af Islandsmiðum hafi ís- lendingar fljótt fyllt upp í það tómarúm sem við það skapaðist. „Miðin vora ofnýtt og íslendingar áttu nógu mörg skip til að hagnýta miðin af skynsemi. Þeir tóku hins- vegar þann pól í hæðina að fjárfesta í nýj- um skipum og ráku sig fljótlega á það að þeir vora sjálfir komnir með alltof stóran flota og sóknin orðin of mikil. Þegar mönn- um varð ljóst að takmarka varð sóknina með einhverju móti voru farnar ýmsar leið- ir sem að mínu mati voru ekki sérlega góð- ar. Skrapdagakerfið svokallaða fólst þannig í að gera flotann óskilvirkari til að hlífa fiskistofnunum en arðsemislega skil- aði kerfið engu.“ Kvótakerfið tók mið af verndunar- og efnahagssjónarmiðum Má ekki segja að kvótakerfíð hafí sömu- leiðis aðeins tekið mið af verndun físki- stofnana en ekki arðsemi útvegsins þegar því var komið á“! „Kvótakerfinu var komið á á þeim tíma sem fiskistofnarnir vora í mikilli lægð og þurfti að vernda þá. Heildaraflamagnið var minnkað verulega og stjórnvöld sáu sig til- neydd til að skipta aflanum á milli skip- anna með einhverjum hætti. í hugum margra var tilkoma kvótakerfisins árið 1984 aðeins skammtímalausn vegna þessa slæma ástands fískistofnana. Ég er hins- vegar ekki í neinum vafa um að aðrir hafi litið mun lengra fram á veginn og séð að í kvótakerfinu var tæki sem mætti nota til stjórnunar fiskveiða í framtíðinni og koma í veg fyrir offjárfestingu í fiskiskipum. Það tók hins vegar langan tíma að festa kvótakerfið í sessi og upp komu ýmiskonar frávik, svo sem sóknarmarkskerfið sem ég tel að hafi verið mjög til hins verra. Það var til þess að menn gátu unnið sig upp, eins og það var kallað, á kostnað þeirra sem vora kvótakerfinu hliðhollir. Það er ekki fyrr en með breytingum á kerfinu árið 1990, þegar kvótar eru gefnir út til ótiltek- ins tíma, sem skapast virkilega hvatning til að takmarka fjárfestingar í fiskiskipaflot- anum. í sóknarmarkskerfinu sáu margir sér hag í að fjárfesta í nýjum og betri skip- um og vinna sig upp sem er kolvitlaus að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.