Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM ÞRJÁR KVIKMYNDASYNINGAR I BÆJARBIOI I DAG Bíódagar Bæjarbíós endurvaktir Hafnarfjörður státaði eitt sinn af tveimur bíóhúsum og þangað flykktist fólk til að sjá listrænar evrópskar kvikmyndir. Sunna Ósk Logadóttir rifjaði upp sögu Bæjarbíós með Böðvari Bjarka Péturssyni og Marín Hrafnsdóttur og ræddi við þau um gildi þess fyrir menningarlífíð að bíóið verður bráðlega aftur tekið í gagnið. í DAG verða þrjár kvikmyndasýn- sfc ingar í Bæjarbíói í Hafnarfírði í til- efni af Menningardegi bæjarins. Það er Kvikmyndasafn Islands sem hef- ur veg og vanda af sýningunum sem byrja klukkan 15 með íslensku fjöl- skyldumyndinni Punktur, punktur, komma, strik. Klukkan 21 verður sýnd myndin Play Time eftir franska leikstjórann Jacques Tati og um miðnætti fá kvikmyndahúsgestir að fara á tónleika með Rolling Stones. Töluvert er síðan kvikmyndasýning- ar hafa verið í Bæjarbíói en í fram- tíðinni verður breyting þar á, því Kvikmyndasafn íslands hefur nú umsjón með bíóinu og ætlar sér að færa það í upprunalegt horf og hefja þar daglegar sýningar, - Kvikmyndasafn Islands var stofn- að fyrir tuttugu árum og er Erlend- ur Sveinsson guðfaðir þess, að sögn Böðvars Bjarka Péturssonar for- stöðumanns. í dag er safnið undir- stofnun Kvikmyndasjóðs og var skrifstofa þess þar lengi vel. Núna er safnið í Hafnarfirði; skrifstofur, geymslur og bókasafn eru í gömlu Bæjarútgerðinni en auk þess hefur safnið umsjón með Bæjarbíói, sem á sér mjög langa og merkilega sögu sem kvikmyndahús. Um leið og Hafnarfjarðarbær afhenti Kvik- myndasafninu Bæjarbíó til afnota var hafist handa við endurgerð húss- ins og er það smátt og smátt að kom- ast í upprunalegt horf. Hlutverk Kvikmyndasafnsins er •'•* þríþætt. I fyrsta lagi að safna kvik- myndum, í öðru lagi að varðveita þær og í þriðja lagi að sýna þær, en þar kemur Bæjarbíó inn í myndina. „Markmiðið er að reka í Bæjarbíói það sem kallast „cinematheque" eða kvikmyndalistarbíó," segir Böðvar Bjarki, „þar sem klassískar kvik- myndir og önnur merk kvikmynda- verk verða sýnd, því líta má á kvik- myndir á annan hátt en sem dægur- menningu og að sýna það allra nýjasta eins og önnur kvikmyndahús gera." Böðvar Bjarki vonast til að % hægt verði að hafa sýningar í Bæjar- * bíói á hverjum degi og þannig auka við þá flóru kvikmynda sem sýndar eru hérlendis og færa um leið Hafn- firðingum aftur kvikmyndahús í bæ- inn sinn. Bærinn átti bíóið Bæjarbíó, sem hannað var af arki- tektunum Sigmundi Halldórssyni og Skarphéðni Jóhannssyni, var byggt árið 1946 og var starfsemi þess í upphafi í höndum bæjaryfirvalda. „Á þeim tíma voru uppi hugmyndir í þjóðfélaginu um að rekstur kvik- myndahúsa líkt og annarra stofnana, s.s. útgerðar, ætti að vera á vegum hins opinbera, enda heitir bíóið Bæj- arbíó. Hugmyndin var sú að arður bíósins rynni til rekstrar elliheimilis- Morgunblaðið/Arnaldur Marín Hrafnsdóttir, menningarfulltrúi Hafharfjarðar, og Böðvar Bjarki Pétursson, forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands, fyrir utan Bæjarbfó. Kvikmyndin Karlsen skipstjóri var sýnd í Hafnarfirði við mikl- ar vinsældir á sjötta áratugnum og þetta auglýsingaplakat frá þeim tíma er varðveitt í Byggðasafninu. Píanó sem er tíl sýnis í bíóhorni Byggðasafns Hafnarfjarð ar og notað var þegar sýndar voru þöglar myndir í Hafnar fjarðarbíói snemma á öldinni. ins Sólvangs. Bíóið var því nátengt mannlífi Hafnarfjarðarbæjar í mörg ár og ekki aðeins notað til kvik- myndasýninga heldur einnig sem tónlistarhús og leikhús auk þess sem ýmsir fundir fóru þar fram." Þegar endurgerð hússins hófst kom í ljós að ekki höfðu miklar breytingar verið gerðar á því þótt hætt hafi verið að sýna þar kvik- myndir snemma á níunda áratugn- um. Leikfélag Hafnarfjarðar hafði húsið til afnota í mörg ár og að mati Böðvars Bjarka bjargaði það að vissu leyti húsinu. „Við vitum dæmi þess að kvikmyndahúsum hafi verið breytt það mikið að þau nýtast ekki í dag sem slík. Til eru mjög vandaðar teikningar af húsinu en það er byggt í mjög fallegum funkisstíl og í endur- gerðinni hefur þessum teikningum verið fylgt mjög nákvæmlega. Við erum hins vegar aðeins rétt byrjuð að endurgera húsið, heilmikil vinna er enn eftir." Halla tekur undan fæti Að mati Böðvars Bjarka fór rekstur Bæjarbíós að ganga verr með tilkomu sjónvarpsins og fleiri kvikmyndahúsa r á höfuðborgar- svæðinu. „Við íslendingar eigum ekki langa kvikmyndagerðarsögu en hins vegar eigum við merkilega kvikmyndasögu varðandi sýningar, það er löng hefð fyrir því að fara í bíó. Kvikmyndasýningar hafa til langs tíma verið vinsælt menningar- fyrirbæri og við förum meira í bíó en flestar aðrar þjóðir. Bíóið er mjög fé- lagslegt fyrirbæri hérlendis." Hafnarfjarðarbíó var einnig rekið í bænum á sama tíma og Bæjarbíó en var byggt fyrr. „Það er merkilegt að áratugum saman skuli hafa verið rekin tvö bíó nánast hlið við hlið í bæjarfélaginu. Á ákveðnu árabili flykktist fólk frá nágrannasveitarfé- lögum til Hafnarfjarðar í bíó því mikil breidd var í sýningarhaldi. Ef- laust muna margir eftir menningar- legum bíóferðum með Hafnarfjarð- arvagninum úr Reykjavík og hinum nágrannasveitafélögunum í Bæjar- bíó eða Hafnarfjarðarbíó. Sátu margir spenntir í vagninum á leið á sýninguna en á bakaleiðinni voru Ólafur Ólafsson við syningar- véUna í Bæjarbíói. Fjölmenni fyrir utan Bæjarbítí árið 1958. Punktur, punktur, komma, strik (sýnd kl. 15) Myndin, sem er frá árinu 1981, hefur ákveðin tengsl við Hafn- arfjörð því margir leikaranna eru þaðan. Leikstjóri hennar er Þorsteinn Jónsson og er hún skemmtileg fjölskyldumynd sem nýtur sín best á breiðtjaldi. kvnningarbæklings FT£iarbKú?ermyndin nSoÍíiÍvarsýndþar. myndirnar skeggræddar. „Tímabilið 1955-68 var blómatími hafnfirskra kvikmyndahúsa. Það var mikil sam- keppni á milli bíóa, sem fólst meðal annars í því að ná í góð umboð fyrir myndir. Þeir sem stjórnuðu í Hafn- arfirði sóttu til Evrópu en kvik- myndahúsin í Reykjavík til Banda- ríkjanna. Stórklassíkin var því frum- sýnd í Hafnarfirði. T.d. voru myndir Time Is On Our Side (sýnd kl. 23) Leikstjórinn Hal Ashby, sem þekktastur er fyrir mynd sína Being There, gerði mynd um tónleika Rolling Stones árið 1982. Þeir sem eru svekktir yfir því að sveitin kemur ekki hing- að til lands geta skellt sér á ferska tónleika í Bæjarbídi í kvöld. Bergmans og Antonionis frumsýnd- ar hér." Sýningar hefjast á nýju ári ,Ástæðan fyrir því að við erum ekki ennþá farin að sýna myndir fyr- ir almenning í Bæjarbíói er sú að flutningar Kvikmyndasafnins hingað hafa kostað sitt og ég hef ekki viljað byrja fyrr en ég væri viss um að það væri hreint og klárt að hægt væri að hefja starfsemi og halda henni úti til framtíðar. Nú sér hins vegar fyrir endann á að þessu svo óhætt er að segja að á nýju ári verður haldið af stað." I framtíðinni sér Böðvar Bjarki Bæjarbíó fyrir sér sem líflegt kvik- myndahús með fjölbreytta dagskrá. Kvikmyndasafnið er aðili að Alþjóða- samtökum kvikmyndasafna og er því betur í stakk búið til að nálgast og sýna eldri kvikmyndir en önnur kvikmyndahús. „í öðru lagi ætlum við í samstarf við skóla á öllum stig- um og sýna og fræða nemendur um kvikmyndir. Svo hugsum við okkur einnig að halda hér kvikmyndahátíð- ir af ýmsum toga og hafa sýningar úr safninu okkar á gömlum myndum af íslandi." Marín Hrafnsdóttir, menningar- fulltrúi Hafnarfjarðar, segir það mikinn feng fyrir bæinn að fá Kvik- myndasafnið þangað, en Hafnar- fjörður er mikill safnabær. „Hafn- firðingar eru verulega stoltir af Bæj- arbíói en Hafnarfjarðarbíó er því miður nánast ónýtt. Bæjarbíó mun því halda bíósögu bæjarins á lofti í framtíðinni og sýningar Kvikmynda- safnsins hér byggjast á þeirri bíó- hefð sem er í bænum." Hafnfirðingar og aðrir unnendur góðra kvikmynda geta tekið gleði sína á ný og hitað upp fyrir kvik- myndaárin framundan og farið á sýningu í Bæjarbíói í dag. Fyrir marga verður það upprifjun gamalla góðra bíódaga en fyrir aðra ný og spennandi upplifun. Play Time (sýnd kl. 21) Hún er frá árinu 1968, eftir hinn frábæra franska leikstjóra Jacques Tati. Hún er líklega ein fyndnasta mynd aldarinnar og löngu sígild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.