Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 41 MINNINGAR hjarta verður aldrei lýst. Ég tel það mín forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem vin. Þú áttir engan þinn líka. Þú varst minn gleðigjafi á góðum stundum sem slæmum. Þú varst traustur og vinur vina þinna. Þú gerðir lífið skemmtilegt og hvar sem þú komst ljómaði lífsgleðin úr augum þínum. Þú varst ljósið í myrkrinu. Það breytir ekkert þeirri staðreynd að þú ert farinn frá mér og ég get ekki sagt þér með orðum hversu sár sóknuður minn er. Ég lofa þér því, Raggi, að ég mun drekka þína skál á afmælisdeginum okkar um ókomin ár. Eg gleymi þér aldrei. Hvíl í friði, minn kæri vinur, og megi guð blessa þig. Saknaðarkveðja, Angela Agnarsdóttir. Jæja, elsku yinur, þá er komið að kveðjustund. Á slíkri stund er svo margs að minnast, að það verður ekki skrifað í fáum orðum. Ég man þegar þú komst hingað fyrst árið 1995. Þá fannst mér þú svo lítill og mér fannst eins og einhver þyrfti að passa þig, en svo sá ég að þess þurfti ekki þegar ég kynntist þér. Einu man ég sérstaklega eftir, og ég get enn hlegið að því, og það er þegar við krakkarnir vorum stödd hjá ykkur strákunum í Nónási 6. Þú varst svo sæll og ánægður með fjólu- bláu peysuna hennar Rakelar, þú tróðst þér í hana og komst svo inn í stofu og dillaðir þér í henni vel og lengi. Eg man líka hvað þú áttir gott með að koma öðrum í gott skap og það var alltaf svo stutt í hláturinn hjá þér. Margra fleiri góðra stunda er að minnast og ótal fleiri smáatriði sem ég geymi í minningu minni um þig. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku vinur, og bið góðan guð að styrkja foreldra þína og systkin. Hafið er vettvangur orku og anda, athafnasvæðiogfyrirheit. Auðlindin mikla, huga og handa, Hrikalegt oft - eins og margur veit. (Hjalti Friðgeirsson) Þín vinkona Hugrún Elva Þorgeirsdóttir, Raufarhöfn. Jæja, elsku vinur. Þá er komið að því að kveðja í bili, en ég mun alltaf minnast þín sem besta vinar míns. Við gerðum mikið og margt skemmtilegt saman. En Boysen, vinur minn. Þá kveð ég þig nú, en við munum hittast á ný. Þinn ástkæri vinur Björn R., Raufarhöfn Elsku vinur. Nú kallið er komið, af hverju þú? Þetta er spurning sem enginn get- ur svarað, hvorki ég né þú. Þú varst mér alltaf svo góður vinur. Manstu þegar við sátum saman og hlustuð- um á Frelsið sem var þitt uppáhalds- lag, þá varstu alltaf tilbúinn að hlusta á vinkonu ef eitthvað bjátaði á. Þú varst trúr, elskaðir lífið, vinn- una, en fyrst og fremst voru vinirnir þér kærastir. Elsku foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur á erfiðri stund. Eg kveð þig, kæri vinur, með þessum línum. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem.) Kveðja, Þín Eva Guðrún. Elsku Raggi. Að skrifa minningar- grein um þig er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að ég ætti eftir að gera. Það er svo margt sem mig langar að segja og þakka þér fyrir, en ég veit ekki hvar á að byrja. Eg á svo margar minningar um þig og þær verða mér dýrmætar í framtíð- inni. Við áttum margar góðar stundir saman sem aldrei gleymast. Þú varst alltaf þú sjálfur, svo eðlilegur og gott að eiga þig að. Margt hefur gerst á þessum árum sem ég er búin að þekkja þig og það er ekkert eitt sem uppúr stendur, þú varst svo mikill grallari og þú komst mér alltaf til að brosa, enda var oft margt brallað, þá sérstaklega þegar þú bjóst úti á verbúð. Þú átt alltaf þinn stað í hjarta mínu og verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þer og eyða þessum tíma með þér. Ég mun sakna þín sárt. Megi guð styrkja foreldra þína, systkin og aðra aðstandendur á þess- ari erfiðu stund. Þá kveð ég þig að sinni, elsku vinur minn. Þín vinkona Sara Jenkins. Ragnar Már vinur minn, nú ertu horfinn á braut og óbætanlegt skarð stendur eftir í hjarta mínu. Við sem ætluðum að eiga svo skemmtilegar stundir saman í Grænuhlíð, en nú ertu farinn frá mér og öllum vinum okkar, en þú verður alltaf með mér í huganum. Við áttum margar góðar stundir saman í starfi og leik heima i Vogi, Raufarhöfn og í Reykjavík. Síðasta daginn sem við vorum saman í þessu lífi baðst þú mig að geyma litla gripi sem þú hafðir til skrauts í bflnum þínum þar til við hittumst er þú kæmir í land. En nú geymi ég þá lengur en ætlað var til minningar um þig- Eftir að ég var búinn að keyra þig upp á Akranes og kveðja þig datt mér ekki í hug að það væri í síðasta skipti sem við sæjumst. Hvíl í friði, vinur. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg ÍOLSTEINAK 564 3555 Samúðarkveðjur til bróður þíns, Arna, og alls þíns fólks. Ingvaldur Jóhannsson. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjan „kom til mín" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Bj.Halld.) Við kveðjum Ragnar Má, vin okk- ar, með sárum trega, sem hrifinn var burt í blóma lífsins. Ragnar kom til okkar um vor til að vinna í vorverkum, sauðburði og ýmsu öðru sem unnið er við í sveit- inni. Ragnar var að taka við af Arna, eldri bróður sínum, sem búinn var að vera hjá okkur um tveggja ára tíma- bil og hafði verið sem einn af fjöl- skyldunni. Þú varst ekki búinn að vera lengi þegar þú varst búinn að vinna hug og hjarta alls heimilisfólksins. Einstakur dugnaðarmaður, hjálpsamur og vildir hverjum manni greiða gera. Þótt þú værir nú farinn til annarra starfa komstu oft og dvaldir hjá okkur um lengri eða skemmri tíma og varst eins og einn af okkar fjölskyldu. Nú segir enginn með gleði í róm „Ragnar Már er kominn" og þú birt- ist brosandi og fallegur. Þannig lifir þú í minningu okkar glaður og hjartahlýr. Innilegar samúðarkveðjur sendum við vini okkar, Arna bróður hans, foreldrum og öðrum aðstandendum. 0, sólarfaðir signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga. Og sýndu miskunn öllu því sem andar en einkum því sem böl og voði grandar. (Matt. Joch.) Jóhann og Þórunn, Vogi. Slómabúðín v/ Trossvogskii*l<jugat*5 Sími; 554 0500 Blómastofa Friðjtnns SuðurlandsbrautlO, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elsku- legs föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS ÞORSTEINSSONAR, Snæfelli, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins á Neskaupstað fyrir góða umönnun. Jarþrúður Ólafsdóttir, Gunnar Bjarni Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jóna Valgerður Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Höskuldur Ólafsson, Guðlaugur Erlingsson, Guðrún Margrét Kjerúlf, Sigurbjörn Marinósson, Sigfús Valur Sigfússon, Lilian Jensen, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDS FREYS ÞORVALDSSONAR, Víðimel 63. Sérstakar þakkir sendum við Hjúkrunar- þjónustunni Karítas, starfsfólki líknardeildar Kópavogs og starfsfólki deildar A-3 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Stefanía Baldursdóttir, Baldur Úlfar Haraldsson, Edda Hrönn Gunnarsdóttir, Þorvaldur Haraldsson, Guðrún Helga Jónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför SKÚLA JÓNSSONAR frá Þórormstungu í Vatnsdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi, fyrir alúð og umhyggju. Sigurjón Skúlason, Bryndís Sigurjónsdóttir, Skúli Heimir Sigurjónsson Ingvi Arnar Sigurjónsson og langafabörnin. Arnþrúður Kristín Ingvadóttir, Eðvarð Ingólfsson, Linda Ólafsdóttir, + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæru MARÍU SVEINSDÓTTUR, Víðigrund 8, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Sauðárkróks. Guð blessi ykkur öll. Þórarinn Sveinsson, Halldóra Pálsdóttir, María Þórarinsdóttir, Þórarinn J. Þórarinsson, Margrét Björk Andrésdóttir, Pétur Önundur Andrésson og fjölskyldur. + Þökkum öllum þeim sem vottuðu virðingu, sýndu samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, GÍSLA GUÐMUNDSSONAR fyrrv. forstjóra vélsmiðjunnar Kletts hf., Hafnarfirði. Ólöf Elínbjört, Hildur, Ágústa, Auður og Sigrún Gísladætur. + Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar sonar míns og föður okkar, ARNALDAR VALDEMARSSONAR, Skaftahlíð 10, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur og allra þeirra sem gerðu honum lífið léttara í veikindum hans. Jóhanna Björnsdóttir, Arnhildur, Óttar, Gauti og Daði. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS SVEINSSONAR, Þverholti 30, áður Skipholti 47. Anna G. Helgadóttir, Hulda Jónsdóttir, Svavar Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.