Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 64
fRtfgmiliIiifrife Tölvueftirlitskerfi sem skilar arangri 05>nýherji S: 569 7700 MORGUNBLADW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 569 USl PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFYANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 22. AGUST 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Þrír ráð- herrar Fram- sóknar á Eyjabökkum ÞRÍR ráðherrar Framsóknar- flokksins voru á ferð um Eyjabakka í gær, laugardag, og ræddu þar ým- is málefni flokks síns og ráðuneyta sinna. Að sögn Halldórs Ásgríms- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, var þetta eina leiðin fyrir ráðherrana þrjá til að ná saman. Nýttu tækifærið Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra hefur síðustu daga verið á ferð um Austfirði og Halldór var á Eyjabökkum í gær en þangað i Wlomst hann ekki á dögunum þegar iðnaðarráðherra var þar á ferð með forsvarsmönnum Orkustofnunar. Halldór sagði að brýnt hefði verið orðið að þeir tveir og Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra næðu að eiga saman fund og því hefði verið brugðið á það ráð að þau nýttu tækifærið að hittast á Eyjabakka- svæðinu. Verkefni þeirra sé að undirbúa ýmis mál, sem m.a. stendur til að leggja fyrir Alþingi í haust og rædd ^yerða á fundi landstjórnar og þing- "^rokks Framsóknarflokksins næst- komandi þriðjudag. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fískihagfræði í Bergen Auðlindagjald liður í sátt um fískveiðikerfið RÖGNVALDUR Hannesson, pró- fessor í fiskihagfræði við Verzlunar- háskólann í Bergen, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að eðlilegt sé að innheimta auðlindagjald af út- gerðinni. Slíkt gjald væri liður í því að ná meiri sátt um fiskveiðistjórn- arkerfið og mundi dreifa ágóðanum réttlátar. Auk þess valdi slíkt gjald engum skekkjum í hagkerfinu. Rögnvaldur segir, að þótt útgerð- armenn þyrftu að borga fyrir að fá að veiða fiskinn mundu þeir veiða hann engu að síður, svo fremi sem þeir fengju einhvern hagnað til þess að borga kostnað og þar með talinn fjár- magnskostnað. Auðlindagjald mundi •feifa áhrif á hagnað útgerðarinnar en Slíkt gjald mundi ekki valda skekkjum í hagkerfinu það mundi ekki hafa áhrif á rekstur fyrirtækjanna, hvort þau væru vel eða illa rekin. Það mætti jafnvel halda því fram, að þau yrðu betur rekin ef auðlindagjald yrði lagt á þau. Rögnvaldur Hannesson nefnir nokkrar aðferðir við álagningu auð- lindagjalds, uppboð á kvóta, fyrn- ingarkvóta og gjald, sem væri ákveðið hlutfall af aflaverðmæti og yrði ákveðið á hverju ári út frá markaðsaðstæðum. í samtalinu við Morgunblaðið segir Rögnvaldur, að það taki ekki langan tíma að koma á einhvers konar gjaldtöku, ef menn á annað borð komi sér saman um að gera slíkt. Lágmark að gjald dugi fyrir stjórnunarkostnaði Þá segir Rögnvaldur það algert lágmark að útgerðin standi straum af kostnaði við stjórn fiskveiðanna. „Mér þykir ólíklegt að það gjald sem nú rennur í Þróunarsjóð sé meira en helmingur stjórnunar- kostnaðarins. Það er fyrir utan haf- rannsóknirnar. Útgerðin gæti þá eðlilega gert kröfur til að hafa áhrif á rekstur kerfisins og rannsókn- anna og það væri af hinu góða," seg- ir Rögnvaldur. Rögnvaldur bendir á að nýta megi auðlindagjald af sjávarútvegi til að bæta fólki í litlum sjávarpláss- um upp það tap sem það hefur orðið fyrir, t.d. vegna verðlausra fast- eigna. Slíkir staðir eigi sér enga framtíð í nútíma þjóðfélagi og megi því gjarnan fara í eyði. ¦ Auðlindagjald/10 Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Steypumót fjarlægð STEYPUMÓT voru fjarlægð af brúnni yfir Miklubraut við Skeiðar- vog í gær. Af þessum sökum var Miklabraut lokuð að hluta frá morgni til klukkan fimm síðdegis sem olli því að uokkur umferðar- teppa skapaðist á Bústaðavegi um skeið, að sögn lögreglunnar. ? ?? Islensk hótel Ná ekki 5 stjörnum NÝLEGA var lokið við gerð gæða- flokkunarstaðals fyrir gististaði á ís- landi. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra er afar hæpið að nokkurt hótel á íslandi uppfylli í fyrstu umferð þær kröfur sem gerð- ar eru til fimm stjörnu gististaða. I Gæðaflokkunarstaðall/Cl Leitarmyndavélin kemur sér vel AÐ SÖGN Grétu Gunnarsdóttur hjá utanríkisráðuneytinu hefur íslenska björgunarsveitin, sem stödd er í Íorginni Izmit í Tyrklandi, verið tiUuð tvisvar út með leitarmyndavél til að leita í rústum. Gréta segir hóp- inn hafa tekið strax til starfa á föstudag og hafi nóg að gera. ís- lenska björgunarsveitin sinnir ýms- um verkefnum í samvinnu við banda- rískar björgunarsveitir en aðalþörfin er á notkun leitarmyndavélarinnar. íslenski hópurinn kom til Tyrk- ds í fyrradag og var tekið á móti honum á fiugvellinum. Islendingun- um og pólskri björgunarsveit sem kom á sama tíma var síðan ekið í bíla- lest á áfangastað í lögreglufylgd. Afangastaðurinn, borgin Izmit, varð mjög illa úti í jarðskjálftanum. Gréta segir allt hafa gengið hnökra- laust fyrir sig hjá íslensku sveitinni og öllum líði vel. Þeim hafí alls staðar verið vel tekið og tali sérstaklega um hversu miklum velvttja þau mæti í Tyrklandi. Gréta segir óráðið hversu lengi íslendingarnir muni dvelja í Tyrklandi, gert hafi verið ráð fyrir vikudvöl en aðstæður verði látnar ráða um lengd dvalarinnar. Tíundi hluti þjóðarinn- ar óttast tannlækna NIÐURSTÖÐUR könnunar sem dr. Þórður Eydal Magnússon gerði á tannheilsu, ótta fólks við tannlækna o.fl. benda til þess að um 10% þjóðarinnar séu haldin ótta við tannlækna. Könnunina framkvæmdi Þórður árið 1995 á hópi sem þátt tók í rannsókn hans á tannheilsu, tannbein- og vaxtar- þroska barna 22 árum fyrr. Niðurstöður nýrri könnunarinn- ar hafa sýnt að þeir sem haldnir eru tannlæknaótta hafa marktækt færri tennur í munninum en þeir óttalausu og að sjálfsímynd þeirra sem notið höfðu tannréttinga hefðu tekið stórum framförum. Fælni getur leitt tíi að i'ólk fari ekki til taunlæknis Niðurstöður könnunarinnar á tannlæknaóttanum eru jafnframt þær að um það bil fimmti hluti þeirra sem óttast tannlækna eru haldnir tannlæknafælni sem lýsir sér þannig að fólk frestar för til tannlæknis fram í rauðan dauðann eða sleppir henni alveg. Óttinn við tannlækna reyndist hafa neikvæð áhrif á líf hinna fælnu. Þeir fá oftar höfuð-, andlits- og tannverki en ófælnir og mun fleiri þeirra sem haldnir eru tann- læknafælni segja útlitið valda þeim örðugleikum í samskiptum við annað fólk samanborið við hina sem ekki þjást af óttanum. ¦ Tannskekkja/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.