Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 58
r58 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ? BARBRA Streisand leggur mikla áherslu á fjölskyldulífið og vill halda því algjörlega fyrir utan fjölmiðla. Síðasta sumar giftist liún leikaranum James Brolin og í kjölfar þess kærði hún þyrluflug- mann sem sveimaði yfir athöfn- inni. Flugmaðurinn heitir Robert Butler og segist hann alls ekki hafa ætlað að trufla athöfnina en var engu síður sektaður um 35 þúsund krónur og þrjátíu daga flugbann. Á miðvikudag í síðustu viku var hann auk þess dæmdur til að vinna samfélagsvinnu og fékk skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum eftir sjö mánaða rannsókn málsins. TRUFLAÐI BRUÐKAUP STREISAND Tölvunámskeié Tölvu- og verkfiæðiþjónustan l^^^^I'WNAÞAQU býður mörg spennandi námskeið í allan vetur: KerfisfræðiTV Nýtt tveggja anna diplóranám ryrir umsjónaimenn tölvmála fyrirtækja eða þá sem vilja skipta um starfevettvang. Stýrikeifi og netfiæði, notendafoirit, gagnagrunnar, forritun, Internet, rekstur upplýsingakerfa og lokaverkefhi. Tekin eru próf sem veita TÖK rettindi. Einkunn gefin fyrir lokaverkefhi. 380 kennslustE5ESE?u3 Tölvuumsjón í nútímarekstri Námskeið fyrir þá sem vilja verða ferir tölvunotendur með víðtæb pekkingu á sviði upplýsingatækni. Farið er ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis sem notuð eru í fyriiíekjum, skólum og stomunum. Stýrikerfi og netumsjón, Word, Excel, Access, PowerPoint, fjölvar, tölvusamskiptí, vefsíðugerð og Intemetið. 145kennslustB2E]FÍ1 Netumsjón í nútímarekstri Námskeið sem sniðið er að þðrfum þeirra sem viija sérhæfa sig í rekstri töivuneta í fyrirtækjum eða skapa sér ný tækifæri á vinnumarkaði. Netfræði, netþjónar, búnaður, Windows 95/98 í netum og TCP/IP. Windows NT og Noveil netstýrikerfin, Intraaet og Internetið. 120 kennslust|«jEa Tölvunámskeið fyrir 9-15 ára Frábær námskeið fyrir hressa krakka sem gefa þeim forskot i skólanum og lí finu. Grunnnámskeið og framhaldsnámskeið. Meira en 10 ára reynsla af þessum námskeiðum. 3 mánuðir BEBBÍaES Almenn námskeið EHECaLMlsjgr; Windows, Word, Excel, Access, Outlookjntemetið, vefsíðugerð, PowerPoint, Windows 95 og 98, FileMaker, tölvuteikning og mörg fleiri! Microsoft sérfræðinámskeið Bjóðum nú gott úrval sérfræðinámskeiða fyrir fagfólk í tölwgreininni í samvinnu við breskan tölvuskóla. Nánari upplýsingar á vefnum. Viðurkennd prófmiðstöð Fyisti tölvuskólinn á Norðurlöndum til þess að hljóta viðurkenningu % til þess að bjóða MOUS (Microsoft Office User Specialist) próf. Einnig viðuikenning Skýrslutæknifélagsins til þess að halda TÖK próf (European Computer Driving Licence). TOboð og fréttir í Netklúbbi TV Skráðu þig í netklúbbinn okkar og fáðu send tilboð, fréttir og hagnýt ráð um tölvunotkun. Ókeypis!! http://www.tv.is/netklubbur/ GÓÐAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ KOMA Á NÁMSKEIÐIN OKKAR: * Þátttakendur fi aukinn afslátt cftir því sem þcir sækja fleiri námskcið. * Irmifalin cr símaaðstoð í faeilan raánuð cflir að námskeiði lýkur. * Góð staðsetning, næg bilastasði. ' Námsgðgn og veitingar innifalin í þátttökugjaldi. Tölvu- og S*%H iTOLvuHMBMIfl verkfræðiþjónustan SaUQOÍMI Grensásvegi 16 • Reykjavík [símaHBBU ,£^ XZÍL jEURO' Raðgreiðslur • VISA| REYKJAVIKURMARAÞON ER HALDIÐ I DAG Morgunblaðið/Golli Hlut.i hópsins sem hittist fjórum sinnum í viku við Vesturbæjarlaugina. Ólafur Þorsteinsson, Flosi Kristjánsson, Sif Jónsdottir, Gísli Ragnarsson, Halldór Pétur Þorsteinsson, Agúst Kvaran, Gylfi Magn- ússon, Þórarinn Eldjárn, Brynja Guðmundsddttir og Olöf Þorsteinsdóttir. Hlaupið um alla borg Sagt er að hlaup veiti vellíðan og í dag munu ungir sem aldnir fá að sannreyna það. Birna Anna Björnsdottir spjallaði við hóp fólks sem hittist reglulega og hleypur saman og ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu. IDAG fer Reykjavfkurmaraþon fram í sextánda sinn. Hlaupur- um standa fimm mislangar vegalengdir til boða, maraþon sem er 42 kflómetrar, hálfmaraþon sem er 21 kflómetri, auk þriggja, sjö og tíu kflómetra hlaupa. Þar að auki er boðið upp á nýjung sem er 10 kflómetra hlaup á línuskautum, en að sögn Ágústs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Reykjavíkur- maraþons, er orðið mjög algengt i stærri maraþonum sem haldin eru úti um heim að einnig sé keppt á línuskautum og þá jafnvel í öllum vegalendum sem boðið er upp á. Ræst verður í maraþonið, hálf- maraþonið og 10 kílómetra hlaupið klukkan 10, 3 og 7 kflómetra hlaupin klukkan 12:30 og línu- skautahlaupið klukkan 9:50. Safna maraþonum Ágúst segir að heildarfjöldi þátttakenda í Reykjavíkurmara- þoninu verði líklega svipaður og hann hefur verið undanfarin ár, eða um 3.000. Hann býst þó við metþátttöku í maraþoninu sjálfu en það hlaupa lfklega um 200 manns, þar af 140 erlendir hlauparar. Hann segir að sumir þeirra komi til að reyna að sigra en aðrir séu hlauparar sem fari á milli hlaupa og „safni" maraþon- um. Það sé þeim kappsmál að hlaupa maraþon í sem flestum löndum og á sem ólfkustum stöð- um. Þeirra á meðal er japanskur hlaupari, Hajimenshi, sem hefur hlaupið maraþon í fjölmörgum löndum og er að skrifa bók um hundrað bestu maraþonhlaupin sín. Annar athyglisverður gestur er Þjóðverjinn Waldimar Ciert- inski sem varð ólympíumeistari í maraþonhlaupi bæði árið 1976 og 1980 og segir Ágúst að fjölmargir aðrir góðir hlauparar verði á með- al keppenda í dag. Hópurinn hefur hlaupið saman í um 15 ár og meðlimir hans hafa margoft tekið þátt í Reykjavikurmaraþoninu og ætla einnig að gera það í dag. Lýkur maraþoni á afmælisdaginn Þórarinn Eldjárn verður fimm- tugur í dag og ætlar að byrja af- mælisdaginn sinn á því að taka þátt í maraþoninu. Hann segist hins vegar hafa annan hátt á en hinir, hann hlaupi heilt maraþon en skipti því á milli ára. „Ég híjóp fyrri helming í fyrra og hleyp seinni helming núna. Ég hef fengið leyfi til að gera þetta hjá stjórn maraþonsins, hins vegar er smáá- greiningur um tímatökuna. Þeir vilja reikna allt árið þarna á milli með, en ég vil að tímarnir tveir úr hlaupunum verði lagðir saman. Það hefur ekki náðst samkomulag um þetta," segir Þórarinn. Morgunblaðið/Arni Sæberg Ræst verður í Reykjavíkur- maraþonið klukkan tíu í dag. Ætla ðll að taka þátt Fjórum sinnum í viku hittist hópur fólks við Vesturbæjarlaug- ina, hleypur saman og fer svo í heitu pottana. Hópurinn er misstór hverju sinni en „yfirleitt erum við einhvers staðar á bilinu sjö til þrjá- tíu", segir Ólafur Þorsteinsson, for- maður hópsins, en hann er sá eini innan þessa óformlega félagsskap- ar sem gegnir einhvers konar emb- ætti. Þau ætla öll að taka þátt í maraþoninu í dag og í röðum þeirra eru mjög vanir og öflugir hlauparar. Þau hafa hlaupið saman í 15 ár og hafa meðlimir hópsins margoft tekið þátt í Reykjavíkur- maraþoninu. Um fimmtán manns úr hópnum hlupu heilt maraþon í fyrra og segja þau að það verði lík- lega sami fjöldi í ár. Huudrað kíldmetra hlaupari Ágúst Kvaran hefur tvisvar sinnum hlaupið hundrað kílómetra hlaup, bæði á ítalíu og í Hollandi. Þegar hann er spurður hvernig honum hafi liðið eftir að hafa hlaupið hundrað kflómetra í einni lotu hugsar hann sig um eitt augnablik og segir svo brosandi: „Ég var þreyttur." „Skæðar tungur segja að hann muni hlaupa tvöfalt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu," segir Ólafur og þau hin grínast með það að hann muni örugglega ekki láta sér nægja að hlaupa einn hring og sé alveg líklegur til að byrja upp á nýtt þegar hann komi í mark. Þingstaðahlaup Hópurinn hleypur lfka ýmis önnur hlaup. Fyrir þremur árum fór hann af stað með svokallað Þingstaðahlaup. Þar er hlaupið frá Lögbergi á Þingvöllum til Alþing- ishússins við Austurvöll og svo í Vesturbæjarlaugina, en þetta eru alls 50 kflómetrar. Fyrsta árið tóku þrír þátt í Þingstaðahlaupinu, annað árið sex, í fyrra tólf og í ár verða því að sjálfsögðu tuttugu og fjórir þátttakendur og stefnt er að því að þetta verði fjöldahlaup á næsta ári. Hlaup veitir vellíðan Þau segja að það sé margt sem geri það að hlaupa svona skemmti- legt. Það að hlaupa í góðum félags- skap sé auðvitað miklu skemmti- legra og að félagslega hliðin sé ekki síður mikilvæg. Maður verði vissulega þreyttur lfkamlega eftir svona langhlaup en að andlega líði manni mjög vel. Eftir að hafa hlaupið ákveðið lengi fari lfkaminn að framleiða efnið endorfín sem veitir vellíðan og séu það viðbrögð heilans, „við óþægindum", laumar einhver út úr sér og allir í pottin- um skella upp úr að þessari hálf- kaldhæðnislegu staðreynd. En það mun víst vera sagt að hlaup séu upplífgandi fyrir lundina og er jafnvel mælt með þeim gegn þunglyndi. Að minnsta kosti segir hlaupahópurinn í Vesturbæjar- lauginni að það að hlaupa veiti þeim nrjög mikla ánægju og það er heldur ekki annað að sjá en að hjá þeim ríki bæði gleði og fjör og hvort öll hlaupin eigi sinn þátt í því er aldrei að vita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.