Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 39
H MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 39á MINNINGAR i 4 Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst honum. Fjölskyldu þinni og Auði sendum við samúðarkveðjur okkar á þessari erfiðu stundu. Asdís og Þórir. Elsku Hanna mín. Þú varst mér eiginlega sem önnur móðir í vetur þegar mamma byrjaði í skólanum. Þú varst svo dugleg að leika við mig og við gátum verið heil- lengi í bíló, kubbó eða bara að lesa bækur. Stundum kom Auður með þér og þá komst ég í feitt því að þá fékk ég helmingi meiri athygli og tvær voru að leika við mig. Mamma reyndi að útskýra fyrir mér að þú værir farin til Guðs en ég skildi ekki af hverju þú þurftir að fara. Hún sagði að það væri vegna þess að það væri svo mikið af litlum börnum sem þýrfti að passa þar. Mér fannst óþarfí að þau fengju Hönnu mína en spurði samt hvort hún gæti ekki komið aftur þegar þau væru orðin stór. Ég veit að þú fórst til Himna eins og Múfasa, pabbi hans Simba, sem var það eina sem hægt var að tengja við. Ég sakna þín og mig langar til að fá þig aftur, en rnamma segir að það sé ekki hægt. í vega- nesti langar mig að lána þér uppá- haldsþænina mína. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt hafðuþarsessogsæti signaði Jesú mæti. (Höfók.) Takk fyrir allt. Þinn Axel Valur. Nú í sumar hóf Hanna Björg Pét- ursdóttir störf hjá okkur í Gufunes- kirkjugarði. Hún birtist hæglát með sitt glansandi rauða hár. Hún barst ekki mikið á, en gaf af sér þokka og hlýleika sem gott var að finna. Yfír engu kvartaði hún og gekk hreint til verks af fumlausri ákveðni. Hún var ósérhlífin og reyndist afskaplega góður og þægilegur starfskraftur. 011 eigum við eftir að sakna þess að fá hana ekki tO okkar aftur. Við vottum fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúð og biðjum al- góðan guð að láta henni líða vel í nýjum heimkynnum. Samstarfsfólk í Gufunes- kirkjugarði. Nú, þegar daginn tekur að stytta og sumarið er senn á enda berst okkur sú harmafregn að Hanna Björg Pétursdóttir sé látin. Hanna Björg hóf nám við Kvenna- skólann í Reykjavík haustið 1997. Hún setti fljótlega sinn svip á bekk- inn og ljóst var þar var á ferðinni sjálfstæður og hæfileikaríkur nem- andi sem hikaði ekki við að fara sínar eigin leiðir í náminu ef því var að sldpta. Hún var afburða námsmaður því auk þess að vera samviskusóm og nákvæm í vinnubrögðum hafði hún til að bera frjóan og skapandi huga. Þessir hæfíleikar hennar nutu sín til dæmis vel í allri ritun en þar var hún í essinu sínu. Hún var feiki- góður penni og hrein nautn að lesa þann texta sem hún lét frá sér fara. Þegar Hanna Björg hóf nám á öðru ári í Kvennaskólanum kom í Ijós að hún hafði valið sér tungu- málabraut. Hún var svo fjölhæf að hún hefði sjálfsagt notið sín á hvaða braut sem var en augljóst var að hún var ánægð í þessum bekk. Bekkjarandinn var mjög góður og samskipti nemenda innbyrðis hlý og innileg. Hennar verður sárt saknað af samnemendum sínum og öllu starfsfólki Kvennaskólans. Erfitt er að koma orðum að þeirri ólýsanlegu sorg sem ríkir í hjarta okkar við fregnina um fráfall Hönnu Bjargar en eftir lifir minn- ing um einstaklega hæfileikaríka og sérstaka stelpu. Starfsfólk Kvennaskólans vottar foreldrum hennar og systrum ásamt öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Fyrir hönd Kvennaskólans í Reykjavík, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Einarsdóttir. Okkur langar til að kveðja bekkj- arsystur okkar, Hönnu Björgu, með örfáum orðum. Við eigum mjög erfitt með að trúa því að Hanna skuli vera farin og að hún eigi ekki eftir að sitja með okkur í tímum lengur. Okkur fannst Hanna alltaf vera í góðu skapi og til í að taka þátt í einhverju gríni með okkur og manni leiddist ekki í félagsskap hennar. Við viljum þakka fyrir þann tíma sem við fengum með henni, þótt hann hafi verið alltof stuttur. Við munum sakna hennar og bekkurinn mun ekki verða samur. Við viljum senda fjölskyldu henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og vonum að Guð styrki ykkur í sorginni. Gyða, Lilja, Sólveig og ÞoVa. Ég sit og hugsa um vinkonu mína sem fór alltof fljótt í burtu frá okk- ur. Hanna Björg var yndisleg stelpa sem mér þótti mjög vænt um. Þegar hún fæddist var eins og fyllt væri upp í tóm hjá mér en mig hafði alltaf langað að eignast lítið systkini og þar sem Guðný, systir hennar og ég, vorum óaðskiljanlegar vinkonur má segja að Hanna Björg hafi kom- ið í þess systkinis stað. Skömmu fyrir fæðingu Hönnu var ég á leið- inni í mína fyrstu utanlandsferð með foreldrum mínum. Við Guðný ræddum mikið um það hvort væri nú meira spennandi að fara til út- landa eða eignast systkini. Við komumst að þeirri niðurstöðu að auðvitað væri miklu meira spenn- andi og skemmtilegra að eignast systkim þar sem það mundi endast en undanlandsferðinni mundi ljúka. Sem betur fer grunaði okkur ekki að ævi elsku Hönnu okkar endaði svo fljótt. Hanna Björg var sterkur sólar- geisli inn í líf okkar á Eiðum. Hún var svo ljúf og góð og brosið og glettnin aldrei langt undan. Ein- hverra hluta vegna tók hún miklu ástfóstri við mig og það var því mikill söknuður þegar fjölskyldan flutti á Kjalarnes. Þá var ekki hægt að skreppa í heimsókn en alltaf voru fagnaðarfundir þegar við hittumst hvort sem það var fyr- ir austan eða á Kjalarnesinu. Eftir að ég flutti suður hittumst við öðru hvoru og oft fyrir jólin hitti ég þær systurnar til að skiptast á jóla- pökkum. Æskuárin höfðu tengt okkur sterkum böndum og stund- irnar dýrmætar og góðar þegar við hittumst. Þegar ég lít til baka vildi ég að þær stundir hefðu verið fleiri en þannig er það alltaf þegar sorg- in kveður dyra. Eitt kvöld er mér mjög eftir- minnilegt en þá fórum við Hanna Björg í langa gönguferð niður í fjöru, en þetta var eitt af þessum fallegu kvöldum eins og þau gerast best á Kjalarnesinu. Sjórinn spegil- sléttur og allt svo kyrrt og hljótt. Eg skO oft ekki hvað þessi heimur getur verið erfiður. Ung, falleg og hæfileikarík stúlka hverfur af sjón- arsviðinu og við sem stöndum eftir með þúsund spurningar fáum engin svör. Elsku Pétur, Guðrún, Guðný og Kolla. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð í þessum erfiðleikum. Eg bið Drottin Jesú Krist að gefa ykkur styrk tO að halda lífinu áfram sem breyttist svo snögglega við fráfall ástkærrar dóttur og systur. Öllum öðrum aðstandendum samhryggist ég innOega. Hildur Margrét Einarsdóttir. Okkur langar tO að minnast Hönnu Bjargar Pétursdóttur. Hanna og Auður kynntust siðast- liðið haust þegar þær byrjuðu í sama bekk á öðru ári í Kvennaskól- anum. Vinátta þeirra varð strax ein- stök. Þær voru öOum stundum sam- an og Hanna varð fljótt eins og hluti af fjölskyldu okkar. Yngri systkini Auðar, þau Edda og Daníel, dýrk- uðu Hönnu og þótti óskaplega vænt um hana. Helgina áður en Hanna dó voru þær vinkonur að undirbúa sig fyrir skólann, kaupa bækur o.þ.h. Það verður erfitt fyrir Auði að mæta í skólann í haust án Hönnu. Erfitt að halda áfram án Hönnu. Hanna var besta og nánasta vin- kona Auðar. Auður hafði aldrei áður eignast slíkan vin og við foreldrarn- ir glöddumst innOega yfir þessari vináttu. Missir Auðar er mikill. Missir foreldra Hönnu og systra er mikOl. Við sendum fjölskyldu Hönnu og öðrum ástvinum innOeg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Minn- ingin um Hönnu mun lifa með okk- ur alla ævi. Áslaug, Sighvatur, Edda og Daníel. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir OUen, útfararstjðri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 * Sími 581 3300 AUan sólarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuf ramleiSslu. AlúSleg þjónusta sem bjggir á langri reynstu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhííð 2-Fossvogi-Sími 5511266 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK__________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 + Ástkær maðurinn minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, PÁLL KR. STEFÁNSSON auglýsingastjóri, Blómvangi 10, Hafnarfirði, lést á heimili sínu fimmtudaginn 19. ágúst. Útförin auglýst síðar. Anna Guðnadóttir, Hildur E. Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Kári Ingólfsson, Stefán Pálsson og barnabörn. + Hjartans móðlr okkar og tengdamóðir, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, áður til heimilis á Grettisgötu 28B, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Erla Ólafsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Sigurður Jón Ólafsson, Asta Lilja Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnaböm, barnabarnabarnabörn og tengdaböm. + Ástkaer systir mín, mágkona og frænka, HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL, Leifsgötu 30, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 23. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Ingibjörg Blöndal Stenning, Alan Stenning, Ragnheiður I. Blðndal, Ágúst I. Sigurðsson, Sigrún Óskarsdóttir, Kristín Blöndal, Pétur Björn Pétursson og böm. + Ástkær frændi okkar, GUÐMUNDUR MARGEIR GUÐMUNDSSON, Miðtúni 50, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Guðmundur Elías Níelsson, Elsa Margrét Nfelsdóttir, Guðmundur Margeir Skúlason, Skúli Lárus Skúlason, Ingi Þór Skúlason, Karólína Guðmundsdóttir, Jacob A. de Ridder, Sigrún Ólafsdóttir, Björk Gísladóttir. + Okkar ástkæri EÐVARÐ SIGURGEIRSSON Ijósmyndari, Möðruvallastræti 4, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Marta Jónsdóttir, Egill Eðvarðsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir, Bjarni Torfason, Anna Dóra Harðardóttir, HJörleifur Einarsson, Kristin Huld Harðardóttir, Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.