Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ k TANNSKEKKJA KVELUR OHI VIÐ TANN- LÆKNA NAGAR TÍUNDA HLUTA ÞJÓÐARINNAR Veturinn 1972-73 gerði dr. Þórður Eydal Magnússon könnun á tannheilsu, tann-, bein- og vaxtarþroska barna. Jón Ásgeir Sigurvinsson spjallaði við Þórð sem 22 árum seinna gerði könnun ásamt samstarfsfólki sínu á tannheilsu þeirra sem þátt tóku í rannsókninni sem börn, ótta þeirra við tannlækna o.fl. DOKTOR Þórður Eydal Magnússon, prófessor emeritus við tannlækna- deild Háskóla íslands (THÍ), er að ýmsu leyti frumkvöðull í tannlækningum á íslandi. Hann lauk tannlæknaprófí 1956 og varð fyrsti viðurkenndi sérfræðingurinn í tannlækningum hér á landi þegar hann öðlaðist réttindi sem sérfræð- ingur í tannréttingum 1964. Braut- ryðjandastarf Þórðar má meðal annars greina af því að 15 ár liðu þar til næstu íslensku sérfræðing- arnir hlutu viðurkenningu innan tannlækninga. Framhaldsnám í sér- grein sinni stundaði hann í Kaup- mannahöfn við Danmarks Tandlæ- geskole 1956-58 undir handleiðslu dr. Arne Björk prófessors, sem varð leiðandi á sínu sviði í heiminum fyr- ir rannsóknir sínar á yexti andlits og höfuðbeina, og í Osló 1958-59 undir handleiðslu dr. Káre Reitan, sérfræðings í tannréttingum, sem á sama hátt öðlaðist heimsathygli fyr- ir rannsóknir sínar á þeim breyting- um sem verða í beini og mjúkum vefjum við tannfærslu og þær ábendingar sem hann gaf um notk- un veikra krafta við tannfærslu. Eftir heimkomu sína frá námi kom Þórður því til leiðar að Tann- læknafélag Islands leitaði eftir þeirri breytingu á lögum um tann- lækningar að tannlæknar gætu öðl- ast sérfræðingsviðurkenningu frá heilbrigðisráðuneytinu, sem fékkst, og vann hann síðan í sérfræðinefnd að samningU reglugerðar þar að lút- andi. Þannig urðu íslenskir tann- læknar fyrstir tannlækna á Norður- löndunum til þess að öðlast sérfræð- ingsviðurkenningu heilbrigðisyfir- valda, þar sem sérfræðingsviður- kenning á hinum Norðurlöndunum var á þessum tíma einungis í hönd- um tannlæknafélaganna. Síðan féll það Þórði einnig í skaut að stofna og verða fyrsti formaður Tannrétt- ingafélags íslands og Félags sér- menntaðra tannlækna. Þórður hóf rekstur tannlækn- ingastofu í Reykjavík 1959 og rak hana til ársins 1995 og einskorðaði starfsemina frá fyrsta degi við sér- grein sína, tannréttingar. Auk al- mennra tannréttinga annaðist hann sérhæfða tannréttingameðferð hol- gómasjúklinga og annarra með meðfædd tann- eða andlitslýti og oft í samvinnu við Árna Björnsson lýta- lækni. Ennfremur annaðist hann, fyrstu 15-20 árin eftir heimkomu frá sérnámi, meðferð kjálkabrota og aðra slysameðferð ýmist á sjúkra- húsunum eða stofu sinni þar til tannlæknar, sérmenntaðir í skurð- lækningum munns og kjálka, höfðu menntast, komið heim frá sérnámi og hafið störf. Þórður segist hafa notið þeirra forréttinda að koma að kennslu í tannlæknadeild 1962, þá vanþróaðri stofnun undir yfirstjórn læknadeOd- ar, í gluggalitlu þröngu húsnæði í kjallara Landspítalans. Aðstæður voru svo bágar í kjallaranum að heilbrigðisyfirvöld hótuðu ítrekað lokun deildarinnar í þessu bráða- birgðahúsnæði, sem vera átti til 5 ára, en stóð deildinni fyrir þrifum í um 25 ár, þar til flutt var í það ágæta, rúmgóða húsnæði sem deild- in nú hefur yfir að ráða og búið er prýðilegustu tækjum til kennslu og smám saman einnig til rannsókna eftir því sem þarfir kennara, sér- fræðinga skólans, hafa kallað á. St- arfið í deildinni gaf því mikil tæki- færi til alhliða baráttu fyrir bættri aðstöðu til kennslu og rannsókna, að sögn Þórðar. Kenndi í nær 37 ár Frá 1962 til 1970 var Þórður stundakennari í tannréttingum við læknadeild Háskóla íslands, eða þar til hann var skipaður prófessor í tannréttingum við læknadeild HÍ í ársbyrjun 1971. Þegar tannlækna- deild varð sjálfstæð deild í byrjun árs 1972 færðist prófessorsembætt- ið sjálfkrafa yfir í hina nýju deild og gegndi Þórður því til 1. september 1998 er hann hafði gert starfsloka- samning við THÍ sem tryggir hon- um áfram rannsóknaraðstöðu sína við deildina og deildinni starfs- krafta hans til sjötugs. Þórður hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum við tannlækna- deildina í nær 37 ára starfi sínu við háskólann. Hann vann ásamt öðrum kennurum THÍ að faglegum kröf- um, skipulagi og hönnun tann- læknadeildarhúss frá 1964 til 1972 og var skipaður af rektor í hönnun- arnefnd THÍ frá upphafi hennar 1973 til starfsloka hennar 1983 og var jafnframt sama tíma skipaður af ráðherra í YMÁL, yfirstjórn bygg- ingamála á Landspítalalóð, sem fór með allan undirbúning varðandi byggingu Læknagarðs, sem hýsir tannlæknadeild og hluta lækna- deildar. Stærstan hluta starfstíma síns við tannlæknadeild hefur Þórð- ur tekið mjög virkan þátt í stjórn hennar, verið deildarforseti og varadeildarforseti nær helming starfstímans og setið jafnframt í há- skólaráði sem fulltrúi deildar sinn- ar, auk þess að vinna fjölda annarra stjórnunar- og nefndarstarfa á veg- um hennar. Þórður var jafnframt aðalhvatamaður að því að tann- læknadeild tók upp doktorsnám 1995 og er nú leiðbeinandi fyrsta og eina formlega doktorsnema tann- læknadeildar. Doktorsneminn, Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, hefur sýnt afburðadugnað, að sögn Þórðar, og er nú langt komin með doktorsverkefni sitt. Með Þórði og Berglindi vinnur einnig eftirmaður Þórðar í starfi, Arni Þórðarson, lektor og sérfræðingur í tannrétt- ingum. Fyrsta doktorsvörnin Þórður varð fyrstur tannlækna, sem menntast höfðu við Háskóla ís- lands, til að verja doktorsritgerð sína við skólann árið 1979 og er enn 20 árum síðar eini tannlæknirinn sem það hefur gert í 54 ára sögu tannlæknakennslunnar. Dr. Pálmi heitinn Möller tannlæknir og pró- fessor við tannlæknaskólann í Burmingham, Alabama, lauk dokt- orsprófi við Háskóla íslands 1971 fyrstur tannlækna. Þórður kveður rannsóknavirkni meðal íslenskra tannlækna hafa aukist mjög í takt við sérmenntun þeirra, eins og best verður séð af því að verulegur hluti sérfræðinga hefur lokið námi sínu erlendis með meistaraprófí og tveir með doktorsprófi. Fyrir utan Þórð og Pálma, hafa dr. Sigurður Rúnar Sæmundsson, sérfræðingur í barna- og félagstannlækningum, og dr. Margrét Rósa Grímsdóttir lokið námi með doktorsprófi. Sigurður varð árið 1995 þriðji íslenski tann- læknirinn til þess að \júka doktors- prófi og fyrstur til þess að vinna það verk á erlendri grund, en hann nam við bandarískan háskóla, en Mar- grét Rósa, sem varð fjórða í röðinni, varði doktorsritgerð sína 1998 við Óslóarháskóla. Nokkur fjöldi ís- lenskra tannlækna vinnur nú að doktorsverkefnum sínum bæði heima og erlendis, svo mikil gróska er nú á vísindasviðinu í hópi þeirra. Þórður segir að rannsóknavirkni í tannlæknadeild sé nú orðin mikil og fjölþætt og fjölmargir kennarar deildarinnar séu vel virkir í rann- sóknum svo á komandi árum megi vænta nokkurra nýrra doktora frá THÍ, deildinni til mikils sóma. Fór í alla grunnskóla í Reykjavík Doktorsrit sitt, „Maturation and Malocclusion in Iceland: An Epidemiological Study of Ma- locclusion and of Dental, Skeletal and Sexual Maturation in Icelandic School Children", byggði Þórður á rannsóknum sem hann gerði vetur- inn 1972-1973 meðal barna og ung- linga, 6-16 ára að aldri í öllum barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur. Með faraldsfræðilegri greiningu var könnuð tíðni tann- skekkju hjá börnunum sem og tann- , bein- og kynþroski þeirra og aldur stúlkubarna við fyrstu blæðingar. Engir þessara þátta höfðu fyrr ver- ið greindir hér á landi. Upplýsingar um tann- og beinþroska barna og kynþroska stúlkna (fyrstu tíðir) eru mikilvægar vísbendingar um hvar börn eru stödd í þroska, en þessir þættir þroska reyndust hér mjög svipaðir og á hinum Norðurlöndun- um, þar sem sambærilegar upplýs- ingar voru til. Því er ljóst að ís- lenskir sérfræðingar í tannrétting- um geta nýtt sér þessar upplýsing- ar um bein- og kynþroska sjúklinga sinna við val á heppilegasta tíman- um til tannréttinga sem fer eftir vandamálum sjúklingsins og geta ýmist verið að nýta sér mesta vaxt- arskeiðið til tannréttinga ellegar að tryggja sér að öllum vexti sé lokið eins og gera þarf í þeim tilfellum, þegar senda þarf sjúkling í kjálka- skurðaðgerð til kjálkafærslu. Upp- lýsingar um meðalaldur stúlkna við fyrstu tíðir, sem reyndist vera við 13 ára og þriggja mánaða aldur, og staðalfrávik þeirra eru að sjálfsögðu ekki síður nauðsynlegar fyrir ýmsa heilbrigðisstarfsmenn, sem og ís- lenskar stúlkur og uppalendur þeirra. Einstakt yfirlit yfir komutíma tanna „Næsta stóra rannsóknarverk- efni mitt eftir doktorsverkefnið," segir Þórður, „var rannsókn á tann- og bitskekkjum barnatanna og á komutíma þeirra, allt unnið með sömu rannsóknaraðferðum og fyrra verkefnið. Rannsóknaraðferðirnar voru hannaðar af hópi kennara við tannlæknaskólann í Kaupmanna- höfn og eru enn í dag undirstaðan í Tafla yfir komutíma barna- og f ullorðinstanna, sem nýtast á bæði tannlæknum og þeim sem koma að réttarfræðilegum rann- sóknum. Greint er á milli drengja og stúlkna og gefinn meðaltalskomutími og tvö stað- alfrávik í sitt hvora átt; í 68,3% tilvika koma tennurnar fram á því tímabili sem fyrri staðalfrá- vikin ná yfir og í 95,5% tilvika á tímabilinu sem seinni frávikin ná yfir. Hver tönn er merkt, bæði samkvæmt haderup-kerfinu og WHO-kerfinu. rannsóknaraðferðum WHO, Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar og hafa því staðist tímans tönn." Niðurstöður beggja rannsókn- anna notaði Þórður meðal annars til að útbúa veggspjald er sýnir á skipulegan hátt meðalkomutíma barna- og fullorðinstanna með stað- alfrávikum hverrar tannar. Vegg- spjaldið, sem Tannlæknafélag Is- lands, ásamt Tannverndarsjóði, kostaði útgáfu á og dreifði meðal fé- lagsmanna sinna, hangir nú hvar- vetna á íslenskum tannlæknastofum og er í þeirri stærð að tannlæknir- inn á að geta nýtt sér þetta hjálpar- gagn úr sæti sínu við tannlækna- stólinn. „Þegar ég sendi veggspjald- ið kollegum mínum," segir Þórður, „skrifaði starfsbróðir minn í Kaup- mannahöfn mér að það væri synd hvað þetta kæmi fyrir lítinn hóp. Sérfræðingur í tannréttingum í Gautaborg spurði mig hvort ég gæti ekki snarað þessu yfir á sænsku, hann skyldi hjálpa mér við það, og prófessor í tannlækningum í Ósló sagði við mig: „Þú lætur norska tannlæknafélagið gefa þetta út líka og senda öllum norskum tannlækn- um eins og íslenska tannlæknafé- lagið gerði." Fyrst viðbrögðin voru svona fékk ég það á tilfinninguna að þetta væri hlutur sem alla vantaði. Þá fór ég að kanna hvernig við stæðum miðað við niðurstöður ann- arra þjóða en Norðurlandaþjóð- anna, sem ég hafði borið okkur sam- an við og séð að voru svo til þær sömu. Samanburðurinn leiddi í ljós að komutíminn er með litlum frávik- um frá einni þjóð til annarrar, hvort sem það eru hvítir í Bandaríkjun- um, svartir í Bandaríkjunum, pima- indíánar, eskimóar, Kínverjar !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.