Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Nýjung í Lindaskóla
Námskeið fyrir for-
eldra barna í 1. bekk
Morgunblaðið/Rax
Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri og Guðrún Soffía Jónasdóttir,
aðstoðarskólastjóri Lindaskóla.
Morgunblaðið/Þorkell
Kópavogur
GUNNSTEINN Sigurðsson,
skólastjóri Lindaskóla í
Kópavogi, hefur boðað for-
eldra þeirra sextíu 6 ára
barna, sem hefja nám í 1.
bekk í skólanum í haust, á
námskeið. Lindaskóli er í
nýju og barnmörgu hverfi og
Gunnsteinn segir að margar
fjölskyldur séu nú að senda
sitt fyrsta barn í skóla; skól-
inn sé alltaf að breytast og
margt hafí breyst í starfinu
og umhverfinu á síðustu ár-
um. „TO þess að búa sem
best í haginn fyrir bamið og
fjölskylduna höfum við
ákveðið að efna til þessa
námskeiðs," segir Gunn-
steinn. „Tilgangurinn er
fyrst og fremst að kynna fyr-
ir foreldrum skólaumhverfið,
sem bíður bamsins. Einnig
þekkir skólinn ekki alltaf
þær væntingar sem foreldr-
amir gera til skólans og for-
eldramir ekki þær kröfur
sem skólinn gerir til foreldra
og heimila. Námskeiðið skap-
ar því vettvang fyrir báða að-
ila til að kynnast og koma
sjónarmiðum sínum á fram-
færi.“
Gunnsteinn sótti um styrk
td skólanefndar bæjarins til
að halda námskeiðið en fékk
hann ekki. „Þetta er tilrauna-
verkefni, sem hefur verið
reynt á fleiri stöðum, og ég
er ákveðinn í að halda þetta
námskeið og afla fjár með
öðrum hætti,“ segir hann um
þau málalok.
Hvað er það sem Gunn-
steinn er að vísa til þegar
hann segir að foreldrar og
skólinn þekki ekki alltaf
væntingar hvor annars til
skólans? „Skólinn er alltaf að
breytast og það er ekki alveg
verið að fást við sömu hluti í
dag og fyrir 10 áram. Það
hefur verið reynt að undh'-
búa nemendur fyrir það að
hefja skólagönguna en á
þeim stutta tíma sem ég hef
verið skólastjóri hér hef ég
fundið að foreldrarnir eru
líka dálítið óöraggir. Það sem
við ætlum okkur með þessu
fyrst og fremst er að upplýsa
fólk um hvað er í vændum og
kynnast foreldranum per-
sónulega. Það auðveldar öll
samskipti."
Gunnsteinn segir að óör-
yggi foreldra geti t.d. átt
rætur að rekja til spuminga
um heimanám og heilsdags-
skólann. „Við höfum lagt
mikla áherslu á að standa
sem allra best að heilsdags-
skólanum, sem við köllum
Dægradvöl, og það er þáttur
sem við tökum fyrir og kynn-
um á þessu námskeiði."
Gunnsteinn segist hafa
fengið góð viðbrögð við nám-
skeiðinu. „Þeir sem hafa haft
samband við mig fagna
þessu,“ segir hann. „Ég er
búinn að kynna þetta fyrir
foreldraráði og þetta hefur
spurst út. Það er búið að inn-
rita í skólann 66 böra, sem
verða í fjóram bekkjardeild-
um og ég geri mér vonir um
að hér verði kannski 100 for-
eldrar á þessu námskeiði."
Foreldram bamanna hefur
verið sent bréf þar sem boðað
er til námskeiðsins tvö kvöld í
september með sameiginleg-
um kvöldverði. Námskeiðið
kallast I skólanum, í skólan-
um er skemmtilegt að vera.
Þar verður starfsemi skólans
og skólaskrifstofu Kópavogs
kynnt og einnig flutt erindi
um þroska barna við upphaf
skólagöngu, samskipti, sam-
vinnu og líðan barna í skóla,
misþroska, ofvirkrii og hegð-
unarfrávik; kynning verður á
heilsdagsskólanum og náms-
efni, auk þess sem foreldrar
fá upplýsingar um tilboð skól-
ans um mánaðaráskrift að há-
degisverði og morgunverði í
skólanum. Einnig verður
fjallað um tónmenntakennslu,
læsi og greiningu á þroska-
frávikum barna.
F ákshús-
unum
fækkar
Bústaðahverfi
VERIÐ er að rífa helming
hesthúsa Fáks við Bústaða-
veg. Að sögn Helgu Bjarg-
ar Helgadóttur, fram-
kvæmdastjóra Hesta-
mannafélagsins Fáks, hafa
húsin aðeins verið nýtt að
hluta undanfarið og verða
jafnmargir hestar í þeim í
vetur og verið hafa.
Átta hesthús, hvert með
plássum fyrir 28 hesta eru
á svæðinu en nú verður
helmingurinn rifinn. „Það
hefur verið vinsælt að vera
þarna. Þarna er bæði
margt eldra fólk með hesta
og eins unglingar; fólk sem
þykir gott að þurfa ekki að
fara alla leið upp í Víðidal
til að hugsa um hestana
sína,“ sagði Helga Björg.
Reykjavíkurborg á lóð-
ina sem hesthúsin standa á
og eru húsin rifín sam-
kvæmt samningi Fáks og
borgarinnar. Sá samning-
ur gerir ráð fyrir að Fák-
ur haldi hesthúsunum sem
eftir standa til ársins
2004.
Námsmanna-
íbúðir rísa við
Háteigsveg
Björn H. Jóhannesson
Holt og Hlídar
BYGGINGARFÉLAG náms-
manna hefst handa við bygg-
ingu námsmannaíbúða á Há-
teigsvegi í næsta mánuði.
Áætlað er að húsið verði full-
búið í ágúst 2000 með 13
íbúðum og leikskóla.
Lóðin þar sem náms-
mannaíbúðimar munu rísa er
við hom Háteigsvegar og
Stakkahlíðar; þar er nú gras-
blettur milli Sjómannaskólans
og Háteigskirkju. Að Bygg-
ingarfélagi námsmanna
stendur Bandalag íslenskra
sérskólanema og í næsta ná-
grenni við Háteigsveginn era
fjórir skólar sem félagsmenn
BISN sækja; Kennaraháskól-
inn, Stýrimannaskólinn, Tón-
listarskólinn í Reykjavík og
Myndlista- og handíðaskólinn.
Leikskóli
og íbúðir
Að sögn Höllu Katrínar
Svölu- og Amardóttur, fram-
kvæmdastjóra Byggingafé-
lags námsmanna, verður leik-
skóli á fyrstu hæðinni og
þrjár íbúðir en 10 íbúðir á
annarri hæð, álls þrettán eins
og tveggja herbergja íbúðir.
A lóðinni er búið að auglýsa
deiliskipulag sem gerir ráð
fyrir tveimur húsum á vegum
Byggingarfélags námsmanna.
Halla Katrín segir að fram-
kvæmdir við hitt húsið, þar
sem verða 22 íbúðir, tveggja
°g þriggja herbergja, hefjist
væntanlega næsta sumar og
er áætlað að taka það í notkun
haustið 2001.
Þá gerir deiliskipulag ráð
fyrir að námsmenn fái lóð við
Vatnsholt, austan við vatns-
geymana, og geti byggt þar
félagsmiðstöð fyrir sérskóla-
nema, með félagsaðstöðu,
bóksölu og fleiru. „Eg sé fyrir
mér að framkvæmdir hefjist
þar eftir 3-5 ár og það hús
verði tilbúið í kringum 2005,“
segir Halla Katrín.
Byggingarfélag náms-
manna er 10 ára á þessu ári.
Samtökin era viðurkenndur
félagslegur byggingaraðili
leiguíbúða, sem eignuðust
sína fyrstu eign árið 1992,
Hótel Höfða í Skipholti, sem
er 36 herbergja hótel, sem er
notað sem nemendagarður yf-
ir vetrartímann en leigt undir
hótelrekstur á sumrin. Bygg-
ingarfélagið á einnig blokk við
Gullengi í Grafarvogi þar sem
sex tveggja og þriggja her-
bergja íbúðir era leigðar
námsmönnum árið um kring.
Um þessar mundir er félagið
að ljúka byggingu húss við
Bólstaðarhlíð þar sem eru 42
eins, tveggja og þriggja her-
bergja íbúðir.
180 m. kr.
byggingarkostnaður
Halla Katrín segir að áætl-
aður byggingakostnaður við
framkvæmdimar í haust sé
180 milljónir króna, 90 m. kr.
vegna leikskólans og 90 m. kr.
vegna íbúðanna. Félagið fær
lán frá Ibúðalánasjóði til
byggingar á félagslegu leigu-
húsnæði en fjármagnar leik-
skólann á almennum markaði
en Leikskólar Reykjavíkur
munu annast reksturinn.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
aðili eins og við fer út í að
fjármagna svona stóra fram-
kvæmd á almennum markaði
og leigja út til sveitarfélags.
Þetta geram við vegna þjón-
ustu við okkar nemendur.
Okkur bauðst sá kostur frá
Leikskólum Reykjavíkur að
gera þetta í samstarfi við þá;
við eram að hjálpast að, vitum
að Leikskóla Reykjavíkur
vantar leikskóla á þessu svæði
og við viljum sjá til að okkar
nemendur fái aðgang að leik-
skóla á svæðinu," segir Halla
Katrín Svölu- og Amardóttir.
Arkitekt hússins er Björn
H. Jóhannesson. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðsins
að við hönnun hússins hefði
annars vegar verið leitast við
að ramma inn háskólasvæðið,
sem er risið á holtinu, og hins
vegar hefði hann lagt áherslu
á að nýbyggingin yrði ekki til
að draga úr því að hús Sjó-
mannaskólans og Háteigs-
kirkjan fengju notið sín.
Bjöm sagði að húsið yrði í
svipuðum stíl og námsmanna-
garðarnii- við Bólstaðahlíð,
sem Bjöm teiknaði einnig og
ramma skólahverfið inn sunn-
an frá. Húsið verður 1379 fer-
metrar að stærð á, klætt að
utan með lökkuðum álplötum
og hitalagnir verða í stigum
og stéttum hússins.