Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 37
36 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 3?
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BANKAR í NÁLÆG-
UM LÖNDUM
IUMRÆÐUM síðustu vikna um eignaraðild að bönkum
hefur komið fram, að flestir eru sammála um það mark-
mið, að við einkavæðingu ríkisbankanna eigi eignaraðild að
þeim að verða sem dreifðust. Um það er nánast enginn
ágreiningur. Hins vegar greinir menn á um það hvort hægt
sé að ná því marki með lagasetningu eða á annan veg.
í þessu sambandi er upplýsandi að sjá hver veruleikinn er
á Norðurlöndum og í flestum ríkjum Vestur-Evrópu, að
eignaraðild að bankastofnunum er yfirleitt mjög dreifð.
Stórir hlutir í eigu einstakra aðila eru undantekning en ekki
regla. Þetta kemur skýrt fram í viðtali í Morgunblaðinu í
gær við Gunnar Þ. Andersen, framkvæmdastjóra alþjóða-
og fjármálasviðs Landsbankans.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem þar koma fram er ljóst
að t.d. í Noregi er málum þannig háttað að ef undan er skil-
inn hlutur norska ríkisins eru eignarhlutir einstakra aðila
6% og þaðan af minni. í Svíþjóð eru dæmi um eignarhluti,
sem eru á bilinu 10% og upp undir 20% en meginreglan virð-
ist vera sú að eignarhlutur sé vel innan við 10%. I Dan-
mörku eru líka dæmi um svo stóra eignarhluti, sem áður
voru nefndir, en meginreglan virðist vera sú að um 6% og
minni hluti sé að ræða. Hið sama má segja um Bretland, Ir-
land, Spán og Frakkland en í Þýzkalandi og Hollandi er al-
gengast að um sé að ræða 5% til 10% hluti, þótt dæmi séu
um stærri hluti.
Það er líka athyglisvert að sjá í viðtali Morgunblaðsins
við Gunnar Þ. Andersen hverjir eiga hluti í bönkum. Hann
segir: „Það eru yfirleitt lífeyrissjóðir, tryggingafélög eða
ýmis fjármálafyrirtæki, sem eru stærstu hluthafar í erlendu
bönkunum. Það er mjög sjaldgæft, að fyrirtæki í öðrum at-
vinnugreinum eigi stóra hluti í bönkum því ekki nást bein
samlegðaráhrif með slíku eignarhaldi. Mest samlegðaráhrif
nást út úr fjárfestingum banka og annarra fjármálafyrir-
tækja í bönkunum. Hagræðing næst náttúrlega með sam-
runa, þegar fyrirtæki eru í skyldum greinum, þá er hægt að
sameina deildir og þjappa starfseminni saman. Slíkur ár-
angur næst ekki þegar ólík fyrirtæki eru sameinuð, þá eru
markmiðin annars eðlis.“
I umræðum eins og þeim, sem staðið hafa um bankamálin
um skeið í tilefni af sölu sparisjóðanna á hlut þeirra í FBA
til Orca S.A. verður smátt og smátt til mynd af því um hvað
þjóðin getur sameinast, þegar um er að ræða endurskipu-
lagningu bankakerfisins og einkavæðingu ríkisbankanna.
Tæpast fer á milli mála, að hún getur sameinast um það, að
eignaraðild að bönkum skuli vera dreifð. Ætla má að hún
geti líka sameinast um að æskilegt væri að setja lög og regl-
ur til þess að tryggja að því markmiði verði náð. Hins vegar
eru skiptar skoðanir um það, hvort það sé yfirleitt fram-
kvæmanlegt. Sumir stjórnmálamenn halda því fram að svo
sé ekki og það á einnig við um marga starfsmenn fjármála-
fyrirtækjanna.
Svo eru aðrir stjórnmálamenn sem halda því fram, að
þetta sé hægt og þeir hafa síðustu daga fengið stuðning við
sín sjónarmið bæði frá forráðamönnum Búnaðarbanka og
Landsbanka. Verkefnið á næstunni hlýtur því að vera að
kanna mjög rækilega hversu raunhæft það geti verið að
setja löggjöf og reglur, sem tryggi dreifða eignaraðild að
bönkum. Morgunblaðið hefur í þessu sambandi bent á, að úr
því hægt sé að setja og fylgja fram ákveðnum reglum um
eignarhald á fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafsins sé það
sama hægt í fjármálageiranum.
En jafnframt mega menn ekki gleyma því mikilvæga
markmiði að ná fram aukinni hagræðingu í bankakerfinu
með samruna banka, samdrætti í útgjöldum og endurskipu-
lagningu, sem leiði til þess að bankaþjónustan verði ódýrari
fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Um alla Evrópu stend-
ur yfír rótgróinn uppskurður á bankakerfinu og ein ástæðan
er sú, að forráðamönnum evrópsku bankanna er ljóst, að til
þess að standast samkeppni verða þeir að fækka starfs-
mönnum um tugi þúsunda á næstu misserum og taka aukna
tækni í sína þjónustu.
Gunnar Þ. Andersen bendir á í samtalinu við Morgun-
blaðið að það geti farið saman að ná þessum tvíþættu mark-
miðum er hann segir: „Með auknum samruna verða eining-
arnar stærri og stærri og því erfiðara fyrir einstök fyrir-
tæki að verða stórir hluthafar í svo stórum fyrirtækjum.
Eignaraðildin verður því ennþá dreifðari og má reikna með
að svo verði hér á landi á næstu árum.“
Q
o:
VLAR urðu árið 1917 fyrstir þjóða til að
skipa siðanefnd og móta siðareglur til að
taka á kvörtunum vegna skrifa blaða.
Embætti blaðaumboðsmanns, eða
„pressombudsman" var sett á fót rúmum fimm-
tíu árum síðar til að styrkja þessa starfsemi enn
frekar.
„Embætti blaðaumboðsmanns var stofnað ár-
ið 1969,“ segir Jigenius. „Töluverð gagnrýni
hafði þá komið fram gegn fjölmiðlum fyrir lélega
blaðamennsku og fyrir að fara illa með einstak-
linga með óvönduðum fréttaflutningi. Með stofn-
un embættisins voni fjölmiðlarnir að bregðast
við þeirri gagnrýni og reyna að lagfæra það sem
aflaga hafði fai-ið.“
Jigenius segir að ekki hafi þótt nægilegt að
hafa siðanefnd, því nefndarmenn voru allir í öðr-
um störfum og höfðu hvorki aðstöðu né tíma til
að beita sér eins og þörf var á í þessum málum.
Embættið „ombudsman", eða umboðsmaður,
er sænskt að uppruna en er orðið að alþjóðlegu
hugtaki. Fyrsti umboðsmaðurinn var skipaður
fyrir tvö hundruð árum til að gæta réttinda
borgara gagnvart yfirvöldum. Islendingar hafa
einnig tekið upp þetta fyi-irkomulag með skipan
umboðsmanns Alþingis og umboðsmanns barna.
Jigenius bendir þó á að sænski blaðaumboðs-
maðurinn sé ólíkur öðrum slíkum að því leyti að
hann er ekki skipaður af stjómvöldum, og kostn-
aður við embættið er ekki greiddur með skatt-
peningum. „Yfirvöldin hafa engin áhrif á skipan
mína eða starfsemi. Kostnaðurinn er að öllu leyti
greiddur af samtökum fjölmiðlanna."
Hlutdrægur umboðsmaður tilgangslaus
Jigenius samsinnir því að hugsast gæti að í
þessari stöðu yrði fjölmiðlaumboðsmaðurinn
háður fjölmiðlunum og afstaða hans myndi mót-
ast af því. „Grandvallarhugsunin er sú að um-
boðsmaðurinn starfi sjálfstætt og sé óhlutdræg-
ur. í reynd hefur embættið gott orð á sér og
nýtur trausts bæði hjá almenningi og stjóm-
málamönnum. Það er ekki litið á það
sem einhvers konar hagsmunagæslu-
tæki fjölmiðlanna. Ef nánar er að gáð
áttar maður sig á því að embættið
væri tilgangslaust ef það væri hlut-
drægt og fylgdi alltaf fjölmiðlunum
að málum."
Starf umboðsmannsins er að taka
við og kanna réttmæti athugasemda
sem berast vegna skrifa í sænskum
blöðum. Hann getur gert kröfu um
að fá upplýsingar frá blöðunum sem
tengjast málinu og er þeim skylt að
láta þær af hendi innan viku. I sum-
um tilvikum tekst að leysa deilur
óformlega með aðstoð umboðs-
mannsins, en í öðrum tilvikum tekur
hann afstöðu til málsins og vísar því
síðan áfram til siðanefndarinnar sem
fellir dóm um það.
Stundum velja menn að halda
áfram með málið til dómstóla, en Jig-
enius segir að á hverju ári komi þó
ekki upp nema 4-5 dómsmál gegn
dagblöðum í Svíþjóð. „Það er flókið
og því fylgir mikil fjárhagsleg áhætta
að kæra dagblað til dómstóla. Ef
menn tapa þurfa þeir að borga máls-
kostnaðinn sem getur verið mörg
hundrað þúsund [sænskar] krónur.
Einn tilgangurinn með blaðaumboðs-
manninum er að auðvelda fólki að
leita réttar síns, því þjónusta emb-
ættisins er því að kostnaðarlausu."
Gætir réttar
borgaranna
gagnvart
dagblöðunum
Meðal þátttakenda á fundi Norðurlandadeildar alþjóða-
samtaka ritstjóra, IPI, sem haldinn var hér á landi í vik-
unni, var Pár Arne Jigenius, blaðaumboðsmaður í Sví-
þjóð, sem á hverju ári tekur við 400-450 kvörtunum
vegna meintra ófaglegra vinnubragða sænskra dagblaða.
Helgi Þorsteinsson ræddi við hann um siðareglur sem
mótast hafa á þeim rúmlega áttatíu árum sem eru síðan
siðanefnd dagblaða tók til starfa, og ný verkefni sem
fylgja Netinu og aukinni ágengni slúðurblaða.
Útlendingar geta einnig Ieitað
til umboðsmannsins
Allir sem skrifað er um í sænskum
dagblöðum geta leitað til umboðsmannsins,
jafnt innlendir sem útlendir menn. „Á hverju ári
berast mér 40CM50 kærar. Að auki er oft hringt
í mig og leitað ráða. Þannig hringir stundum
fólk sem stendur frammi fyrir því að fara í við-
tal við blaðamann, en er því óvant. Það spyr til
dæmis hvort það geti krafist þess að lesa það
sem haft er eftir því áður en grein er birt. Svar-
ið í því tilviki er að það megi lesa það sem haft
er eftir þeim, en ekki alla greinina, ef upplýsing-
ar úr öðrum áttum koma þar einnig fram.“
Jigenius bendir þó á að þetta sé alltaf sam-
komulagsatriði. Blaðamaður getur neitað ósk
viðmælandans og þá getur hann, eða viðmæl-
andinn, hætt við að láta það fara fram. ,Aðalat-
riðið er að málið sé rætt áður en viðtalið fer
fram, en ekki eftir á. Ef það hefur ekki verið
gert er viðmælandinn í erfiðri stöðu.“
Reglur um samskipti blaðamanns og viðmæl-
anda era aðeins að hluta til bundin í lög, en
einkum er farið eftir siðareglum blaðamanna og
umboðsmaðurinn tekur jafnframt mið af þeim.
Nafnbirtingarreglur mismunandi
eftir löndum
Jigenius segir að töluverður munur sé á siða-
reglum sænskra blaðamanna og til dæmis engil-
saxneskra, enda byggist þær á mismunandi
hefð. „I Svíþjóð er til dæmis algengt að beðið sé
með að birta nöfn manna sem granaðir eru um
afbrot, en í engilsaxnesku löndunum era þau oft
birt þó litlar upplýsingar liggi fyrir um málið.“
Jigenius segir að blaðamenn og blaðaumboðs-
Morgunblaðið/Jim Smart
Par Arne Jigenius, blaðaumboðsmaður í Svíþjóð, fundaði fyrr í vikunni í Reykjavík með ritstjórum og fleira
fjölmiðlafólki frá Norðurlöndum.
maðurinn þurfi alltaf að hafa í huga annars veg-
ar gildi og mikilvægi upplýsinganna fyrir al-
menning og hins vegar þann skaða sem birting
þeirra gæti valdið. „Upplýsingar sem hafa mikið
gildi á auðvitað að birta þó að þær hafi slæmar
afleiðingar fyrir einstakling og öfugt á að sleppa
því að birta upplýsingar sem lítið gildi hafa en
geta skaðað einstakling. Dæmi um hið fyrra er
að ef opinber embættismaður gerist sekur um
misferli hefur birting upplýsinganna slæm áhrif
fyrir hann og fjölskyldu hans, en hagsmunir al-
mennings af því að þær komi fram eru miklir.
Dæmi um hið síðamefnda, þar sem einnig kem-
ur fram munur á sænskri og engilsaxneskri
hefð, era frásagnir af sjálfsmorðum. Ef venju-
legur borgari fremur sjálfsmorð er samkvæmt
venju sænskra blaða útilokað að nefna nafn
hans. Fyrir kemui- að sagt sé frá atburðinum án
nafnbirtingar, en yfirleitt er það ekki einu sinni
gert. I Bretlandi er á hinn bóginn algengt að
segja frá sjálfsmorðum almennra borgara, nöfn-
um þeirra og jafnvel ástæðum verknaðarins."
Jigenius segir að í Svíþjóð sé þó sagt frá
sjálfsmorðum fólks sem áberandi er í þjóðlífinu,
til dæmis háttsettra embættismanna. „Þá er
talið að gildi upplýsinganna fyrir almenning sé
svo mikið að það vegi meira en skaði sá sem frá-
sögnin getur valdið fjölskyldu hins látna.“
Rétturinn til að svara fyrir sig
samdægurs mikilvægur
Annað algengt umkvörtunarefni sem berst
Jigenius og sem hann segist líta alvarlegum
augum á er að einstaklingum, fyrirtækjum eða
stofnunum sem fjallað er um á neikvæðan hátt í
dagblaði, sé ekki gefið færi á að svara gagnrýn-
inni í blaðinu samdægurs. „Það er grandvallar-
atriði í siðareglum sænskra blaðamanna að sá
sem er gagnrýndur í frétt í blaði hafi rétt á að
tjá sig í sama tölublaði. Þetta á þó ekki við á
sama hátt um leiðara og slíka texta. Það nægir
ekki að hann fái að svara fyrir sig fjórum dög-
um síðar, þá hefur upplýsingunum sem komu
fram í uppranalegu greininni verið ósvarað um
skeið, sem veldur þeim sem fjallað hefur verið
um skaða.“
Jigenius segir að eftir því sem samkeppni
milli dagblaða sé meiri aukist líkurnar á að
brotið sé gegn þessari reglu. „Það er þá aukin
freisting fyrir blaðamann sem er með góða
frétt í höndunum, en hefur ekki tekist að ná í
þann sem hún fjallar um, að birta þær engu að
síður. Það er þó mikilvægt að hafa í huga í
þessu sambandi að ef hann neitar að tjá sig um
málið er ekkert því til fyrirstöðu að birta frétt-
ina.“
Enn ein tegund algengra kvartana er að blöð
neita að birta leiðréttingu eða andsvar við um-
mælum sem birtast í leiðara eða annarri álíka
grein þar sem skoðanir blaðamanns koma fram.
„I sumum löndum Evrópu hafa menn sett lög
um rétt til leiðréttingar eða andsvars og slíkar
hugmyndir hafa verið ræddar á sænska þing-
inu. Við viljum þó helst komast hjá því að slík
lög verði sett, því ef slík mál koma fyrir dóm-
stóla verður mun þyngra í vöfum að fá lausn á
málinu heldur en ef blaðaumboðsmaðurinn er
látinn sinna því.“
Kvartanir vegna myndbirtinga
verða algengari
Jigenius nefnir í fjórða lagi að æ oftar komi
upp mál sem varða óánægju vegna myndbirt-
inga blaða. „Myndir geta verið meiðandi eða
jafngilt birtingu nafns á manni sem ætti ekki
koma fram opinberlega. Stefna sænskra blaða
er á þessu sviði að jafnaði mildari heldur en í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Sem dæmi má
nefna að ef bflslys verður og ökumennn-nir far-
ast er það óheimilt samkvæmt sænskum siða-
reglum að birta myndir þar sem hinir látnu
sjást í bílnum, en þetta má í engilsaxnesku lönd-
unum.“
Nýlega urðu miklar deilur í Svíþjóð út af
annars konar myndbirtingu. Deilt var um tvö
tilvik sem bæði tengjast slúðurblaðinu „Se och
Hör“. „I öðru tilvikinu hafði með tölvutækni
verið skeytt saman mynd af Viktoríu krón-
prinsessu og fyrii’sætu í skjóllitlum baðfötum.
Niðurstaða málsins var sú að tímaritið var talið
hafa brotið gegn siðareglunum og myndbirting-
in var auk þess mjög gagnrýnd í öðrum fjöl-
miðlum.“
í hinu tilvikinu var um að ræða mynd sem
svonefndur „paparazzi“-ljósmyndari tók af
poppsöngkonunni Evu Dahlgren berbrjósta á
hóteli. „Þetta var engin fölsun, heldur var
myndin tekin í mikilli fjarlægð með aðdráttar-
linsu. Skömmu áður en ég hélt til Islands hafði
ég einmitt lokið athugun á þessu máli, og vísaði
því áfram til siðanefndarinnar. Niðurstaða mín
var að tímaritið hefði brotið gegn siðareglum
blaðamanna. Dahlgren var ekki stödd á opin-
beram stað og myndimar vora teknar í laumi úr
mikilli fjarlægð. Þarna var því verið að ganga á
rétt hennar til einkalífs.“
Úrskurðir blaðaumboðsmannsins og siða-
nefndarinnar hafa fyrst og fremst siðferðflegt
gildi, því þessir aðilar geta ekki
knúið blöðin tfl að greiða skaða-
bætur. Ef niðurstaðan er blaðinu
í óhag er það þó látið greiða sem
nemur um 220 þúsund íslenskum
krónum í málskostnað. ,Aðalat-
riðið er að blaðið er látið birta
dóminn og láta þannig eigin les-
endur vita að það hafi gert mis-
tök. Einnig er mikilvægt að at-
hygli annarra fjölmiðla á málinu
er vakin og orðspor blaðsins
versnar. Það getur haft áhrif á
stöðu þess og einnig valdið því að
ritstjórnir sem oft hafa gert mis-
tök af þessu tagi verði látnar
víkja.“
Slúðurblöðin verða ágengari
en önnur blöð ekki
Jigenius segir að sænsk slúð-
urblöð séu orðin ágengari heldur
en áður var, en þau séu þó aðeins
lítill hluti af sænska blaðamark-
aðinum. Önnur blöð hafi ekki
breyst hvað þetta varðar.
Að undanfömu hefur þó mikið
verið rætt um greinaflokk sem
kvöldblaðið Aftonbladet, sem er
stærsta dagblað Svíþjóðar, hefur
birt um unga nýnasista í Stokk-
hólmi. „Nýnasistarnir hótuðu
tveimur þekktum borgarbúum
og blaðið sagði frá hótununum í
greinunum. Mikil umræða hefur
farið fram um réttmæti þess.
Þetta mál hefur einnig leitt í Ijós
galla í löggjöf um prentfrelsi, því
þar er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að
blað geti verið notað sem tæki til að hóta ein-
staklingum. Rætt er um að breyta löggjöfinni
vegna þessa.“
„Smit“-hætta frá vefsíðum með
ótryggum upplýsingum
Jigenius segir að löggjöfin og siðareglur blað-
anna breytist hægt, í takt við breytingar á gildis-
mati í samfélaginu. Hraðar breytingar á fjöl-
miðlatækni á undanfömum áram hafi hins vegar
vakið nýjar spumingar og geri starf blaðaum-
boðsmannsins og siðanefndai-innar erfiðari. ,A
Netinu ræður einhvers konar villta-vesturs-
hugsunarháttur sem erfitt er að ráða við. Blaða-
umboðsmaðurinn hefur ekki lögsögu yfir því sem
birtist á hinum og þessum vefsíðum og vegna
þess að Netið er alþjóðlegt nær löggjöf einstakra
landa aðeins í takmörkuðum mæli tfl þess.“
Jigenius segir að Netið valdi einnig ákveðinni
„smit“-hættu hvað varðar fréttaflutning dag-
blaða. Hættan er sú að dagblöð freistist til að
fjalla um óstaðfestar fregnir sem birtast á ýms-
um vefsíðum og slaki þá á þeim kröfum sem
venjulega eru gerðar til upplýsinga sem birtast í
blöðunum.
Annai’ vandi sem Netið veldur er að hraðinn í
fréttaflutningnum verður meiri þegar birt er
jafnóðum á Netinu. Fréttir netfjölmiðla geta því
oft á tíðum verið óvandaðri en þær sem birtast í
hefðbundnum dagblöðum, þar sem meiri tími
gefst tfl yfirlestrar og til þess að leita andsvara
frá þeim sem fjallað er um.
Náttúruvernd á norðurheimskautssvæðum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aðgerða þörf vegna
ósjálfbærrar nýtingar
Norðurheimskautið
nær yfir umfangsmikið
svæði en engin ein almennt
viðurkennd skilgreining er
tfl á mörkum þess. Fjölmargir hópar
koma að náttúruvernd á svæðinu.
CAFF, samstarfshópur um vemdun
lífríkis á norðurslóðum er einn þeirra.
Snorri Baldursson er framkvæmda-
stjóri starfshópsins sem hefur skrif-
stofu á Akureyri.
CAFF er einn fimm hópa sem
starfa að umhverfisvemd á vegum
norðurheimskautsráðsins. Að ráðinu
standa átta þjóðir. Þær eru, auk Is-
lands, Bandaríkin, Danmörk/Græn-
land, Finnland, Kanada, Noregur,
Rússland og Svíþjóð. Rovaniemi-yfir-
lýsingu umhverfisráðherra heim-
skautslandanna sem undirrituð var
árið 1991 var fylgt úr hlaði með
vemdaráætlun fyrir heimskautssvæð-
ið sem CAFF og hinum starfshópun-
um sem heyra undir norðurheim-
skautsráðið er ætlað að framkvæma.
I tilefni af samþykkt umhverfisráð-
herra Norðurlandanna á náttúra-
vemdaráætlun fyrir norðurheim-
skautssvæðin sem unnin var á vegum
Nomænu ráðherranefndai’innai’ gerði
Snorri Baldursson blaðamönnum
grein fyrir ýmsu er einkennir náttúra
á svæðinu og ógnum er að henni
steðja.
Viðkvæm náttúra
Að sögn Snoma er kalt loftslag og
stuttur vaxtai’tími plantna á meðal
þess sem einkennir norðurheim-
skautssvæðið, þar er vaxtarhraði
plantna einnig lítill og niðurbrot efna í
umhverfinu hægt sem torveldar allt
endumeisnarstarf. Lífverur á svæðinu
hafa ýmsa sérstaka eiginleika svo sem
mikla einangi-un, sérstök vaxtarform
og ýmsar þeima flytja sig milli staða
líkt og farfuglarnir. Tiltölulega fáai’
tegundir lífvera era á svæðinu en oft
stórir stofnar og margir einstaklingar
innan hvers þeima. Fæðukeðjur á
svæðinu eru fremur einfaldar.
Umdeilt hefur verið hvort náttúran
við norðurheimskaut sé viðkvæmari
en náttúra annars staðai’, til að
mynda í hitabeltislöndunum, að sögn
Snoma. Hann treystir sér ekki til að
skera úr um það en segir óhætt að
fullyrða að hún sé viðkvæm og lengi
að ná sér eftir röskun.
Margt ógnar náttúru á svæðinu
Snomi segir ómögulegt að skil-
greina „ógnina“ við náttúra á norður-
heimsskautssvæðinu, margt ógni líf-
fræðilegum fjölbreytileika á svæðinu
en misjafnt sé eftir því hvar borið er
niður hvað helst sé ástæða til að ótt-
ast og gi’ípa þurfi til aðgerða gegn.
Ósjálfbær nýting náttúraauðlinda
fyrr og nú gefur tilefni til aðgerða.
Hvalveiðar áður fyiT eru dæmi um
slíkt, auk tiltekinna fiskveiða og beit-
ar nú. Híbýlamissir lífvera, meðal
Hvað einkennir helst
náttúru á norðurheim-
skautssvæðum? Hverjar
eru helstu ógnir er steðja
að umhverfí þar? Erla
Skúladóttir leitaði svara
við þessum spumingum
og gluggaði í nýsam-
þykkta náttúruverndar-
áætlun fyrir Island,
Grænland og Svalbarða.
annars vegna vegagerðar, virkjana,
skógarhöggs og beitar, veldur og
sums staðar áhyggjum. Vandamál
stafa einnig af staðbundinni mengun
og ferðamannaþjónustu sem er vax-
andi á svæðinu. Þá era loftslagsbreyt-
ingar og mengun af völdum þrávirkra
eiturefna mikil ógnun við náttúru á
norðurheimskautssvæðum í framtíð-
inni, að mati Snorra.
Erfitt að afla fjármagns
til brýnna verkefna
Starfshópar norðurheimskauts-
ráðsins hafa átt í erfiðleikum með að
fjármagna verkefni sín, meðal annars
vegna tregðu Bandaríkjamanna til að
kerfisbinda starfið á nokkurn hátt eða
veita því föst fjárframlög. Tregða
þeirra stafar, að sögn Snorra, af ótta
við að stofnsetja nýtt alþjóðlegt bákn
sem erfitt gæti orðið að stjórna.
Við gerð náttúruverndaráætlunar-
innar sem norrænu umhverfisráð-
herrarnir samþykktu á mánudag var
haft að leiðarljósi að vera ekki að
vinna á sviðum þar sem aðrir era fyr-
ir, að sögn Trausta Baldurssonar sem
vann að gerð áætlunarinnar. „Við
fjöllum helst um þessa hefðbundnu
náttúravernd; ferðamál, landslags-
vernd, líffræðilega fjölbreytni og
reyndum að halda okkur innan þess
ramma,“ sagði Trausti.
Snorra Baldurssyni finnst vel hafa
tekist til í náttúruvemdaráætluninni
og öll verkefnin sem lagt er upp með
mikflvæg. „Eg hefði þó kosið að sjá
meiri beinan stuðning og tengsl við
verkefni CAFF sem ekki eru síður
brýn,“ sagði Snorri.
Náttúruverndaráætlun
til fimm ára
Náttúruverndaráætlunin fyrir ís-
land, Grænland og Svalbarða kemur
til framkvæmda á næsta ári. Hún er
til fimm ára og er fyrirhugað að
verja um 60 til 75 milljónum ís-
lenskra króna til framkvæmdarinnar
á því tímabili. Norðurlöndin kosta
hana en ekki hefur verið ákveðið
hvernig kostnaðurinn mun skiptast.
Áætlunin hefur meðal annars að
geyma tillögur um 14 samstarfsverk-
efni á 4 sviðum þar sem gert er ráð
fyrir sérstökum aðgerðum. Áætlunin
felur í sér yfirlit yfir verkefni sem enn
á eftir að vinna nánar. Náttúravernd-
aráætlunin var unnin á vegum Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í kjölfar
umhverfisáætlunar Norðurlandanna
fyrir árin 1996 til 2000.
Sjö manna vinnuhópur undir stjóm
Norðmannsins Tores Isings vann'
náttúruverndaráætlunina. Trausti
Baldursson hjá Náttúrafræðistofnun
Islands var í hópnum sem hittist sex
sinnum á tveggja ára tímabili, frá
júnímánuði 1997 til júní í ár. Á meðal
þess sem Trausta fannst athyglisvert
við gerð áætlunarinnar var samantekt
á stöðu umhverfismála á svæðunum
þremur og vinna við samræmingu
reglna og hugsunarháttar. Honum
finnst mikilvægt að koma á samvinnu
á mflli landanna.
Þrátt fyi’ir að náttúruverndaráætl-
unin taki í orði kveðnu einungis til Is-
lands, Grænlands og Svalbarða geta
önnur Norðurlönd einnig tekið þátt í
verkefnum hennar. I áætluninni kem-
ur fram að ástæða afmörkunarinnar-
er meðal annars óskir sem uppi hafa
verið um að auka samstarf milli
þeirra eyja á Norðurlöndum sem
heyra norðurheimskautssvæðinu til.
Samþætting umhverfissjónarmiða
Á meðal þess sem náttúraverndar-
áætlunin tekur til er framkvæmd
Staðardagskrái- 21 á norðurslóðum.
Gert er ráð fyrir samþættingu um-
hverfissjónarmiða í ferðaþjónustu,
vísindarannsóknum og skólakerfinu.
Framkvæmd áætlunarinnar felur í
sér aukna fræðslu í skólum um menn-
ingu og umhverfismál á norðurheim-
skautssvæðum. Þá verður aukin
áhersla lögð á varðveislu náttúra- og
menningarminja. Svokölluð græni
ferðaþjónusta er einnig_ liður í nátt-
úruverndaráætluninni. I þessu sam-
bandi er landvörðum og leiðsögu-
mönnum meðal annars ætlað að auka
vitund um umhverfismál innan ferða-
þjójiustunnar.
Áætlunin gerir ráð fyrir að hugað
verði sérstaklega að vemdun gæsa,
sjófugla og selategunda. Þá á að meta
áhrif veiðarfæra og veiðiaðferða á líf-
ríki sjávar.
Sérstaklega er fjallað um umhverf-
isglæpi í náttúravemdaráætluninni
og áhersla lögð á samstarf um for-
varnii’ gegn þeim, meðal annars meí/
dreifingu upplýsinga á Netinu.
Á blaðamannafundi að lokinni sam-
þykkt umhverfisráðhérra Norður-
landa á náttúruverndaráætluninni
kom fram að með henni vilja þeir
beina sjónum sínum í vaxandi mæli að
sjálfbærri þróun í umhverfismálum
og vernd menningai’landslagsins á
norðurheimskautssvæðum.