Morgunblaðið - 26.08.1999, Page 46
±6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Okkar ástkæra,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Eyri í Kjós,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 24. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00.
Haraldur Hjartason, Helga S. Backmann,
Sigrún Hjartardóttir, Skúli Guðlaugsson,
Jón Hjartarson, Stella Bæringsdóttir,
Arnheiður Hjartardóttir, Pétur Sigurðsson,
Þorsteinn Hjartarson, Guðrún Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
MARÍA G. JÚLÍUSDÓTTIR
frá ísafirði,
Njálsgötu 86,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 18. ágúst, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
27. ágúst kl. 10.30.
Katrín Pálsdóttir, Sveinn Sigursteinsson.
+
Hjartkær frænka mín,
INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR,
Bráðræði, Eyrarbakka,
sem lést fimmtudaginn 19. ágúst sl., verður
jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn
27. ágúst kl. 15.00.
Kristín Bragadóttir.
+
Okkar ástkæri,
SIGFÚS SIGURÐSSON
frá Hrísdal,
Miklaholtshreppi,
síðan Selfossi og Stykkishólmi,
er lést laugardaginn 21. ágúst, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn
27. ágúst kl. 13.30.
Ragnheiður Esther Einarsdóttir,
Guðríður Sigfúsdóttir Haugen, Thormod Haugen,
Margrét D. Sigfúsdóttir,
Einar Sigfússon,
Dómhildur A. Sigfúsdóttir,
María K. Sigfúsdóttir,
Sigurður Sigfússon,
Ragnheiður E. Briem,
Sigurður Petersen,
Anna K. Sigþórsdóttir,
Kristbjörn Theódórsson,
Sjöfn Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILMUNDUR INDRIÐASON
bóndi,
Efsta-Dal,
J lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, laugar-
daginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardag-
inn 28. ágúst kl. 14.00.
Kristrún Sigurfinnsdóttir,
Sigurfinnur Vilmundarson, Margrét J. Þórarinsdóttir,
Theodór L. Vilmundarson, Ragnheiður B. Sigurðardóttir,
Gunnar Vilmundarson, Jóna B. Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar,
JÓNU SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbrautar 27.
Valdís Kjartansdóttir
og fjötskylda.
OLAFUR
SIG URÐSSON
+ Ólafur Sigurðs-
son fæddist í
Reykjavík 4. ágúst
1915. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
13. ágúst síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 25.
ágúst.
Genginn er nú til
feðra sinna Olafur
læknir Sigurðsson á
Akureyri á áttugasta
og fimmta aldursári. I úrslitaorustu
langs og erfiðs banastríðs laut hann
að síðustu í lægra haldi fyrir þeim
vágesti, sem hann hafði att kappi
við í sjö ár af æðruleysi og þraut-
seigju. Með Olafi er genginn einn af
stórhöfðingjum íslenzkrar lækna-
stéttar og mun hans ávallt verða
minnst af virðingu, þökk og aðdáun
af þeim, sem honum kynntust og
nutu afskipta hans og félagsskapar.
Að Ólafi stóðu sterkir stofnar ein-
staklinga, sem hvergi fóru troðnar
slóðir og skáru sig á ýmsan hátt úr
fjöldanum. Æska hans og uppeldi
mun ásamt meðfæddum eðliseigind-
um hafa stuðlað að því, að hann varð
snemma maður íhugull með næma
skynjun en jafnframt hógvær og
dulur. Hann hélt sér löngum um of
til hlés og mér er til efs, að margir
hafi þekkt hann vel, enda maðurinn
þeirrar gerðar, að seint varð hann
lesinn sem opin bók. Svo marg-
breytilegur persónuleiki og fjölgáf-
aður mannkostamaður var hann.
Þótt Ólafur fengi ekki að ganga í
barnaskóla var náms- og starfsferill
hans afar glæsilegur. Hann var í
fararbroddi þeirra lækna íslenzkra,
sem sóttu sér starfsþjálfun til virtra
fræðasetra vestan hafs, auk þess
sem hann styrkti síðar menntun
sína með þriggja ára starfi á heims-
frægum sjúkrahúsum í Lundúna-
borg. Að framhaldsnámi loknu
stóðu honum ýmsar dyr opnar, en
hann kaus að verja starfsævi sinni á
æskuslóðunum, þar sem hann fann,
að rætur hans lágu. Hann varð þar
brautryðjandi, því hann var fyrsti
sérfræðingurinn í lyflæknisfræði,
sem settist að norðan heiða. Fljót-
lega varð læknishróður hans mikill
sakir yfirburðaþekkingar, starfs-
leikni og sálfræðOegrar skarp-
skyggni en ekki síður vegna góð-
vOja hans og hjartavits. Hann lagði
fremur stund á læknislist en læknis-
þjónustu og hollusta hans við fræði-
grein sína og hinn vísindalega
grundvöll hennar var takmarkalaus.
Um hann mynduðust smám saman
þjóðsögur, svo sem gjarnan tíðkast,
þar sem menn með hans burði eiga í
hlut.
Ég átti ekki því láni að fagna að
njóta rómaðrar kennslu og hand-
leiðslu Ólafs Sigurðssonar, en
kynntist honum samt sem áður
nokkuð á ævikvöldi hans. Af þeim
kynnum varð mér fullljóst, að þar
fór einstakur maður að lífsþekkingu
og göfgi. Minni hans var fágætt og
fróðleiksfýsnin óslökkvandi og gOti
það jafnt um læknisfræðOeg efni
sem önnur vísindi, fagurbókmennt-
ir, heimspeki, persónufróðleik, ætt-
fræði eða mannlegt eðli í víðustu
merkingu. Ég átti þess kost að
kynna mér bréfaskipti hans við
aldraða sveitakonu, sem fyrir
nokkru er látin. Þar
má glögglega sjá, að
Ólafur hafði yfirburða-
tök á íslenzku máli og
framúrskarandi bók-
menntaþekkingu. Rit-
mál hans var afar
vandað og blæbrigða-
ríkt, og framsetning öll
bar vott um skarpa
dómgreind og smekk-
vísi. Fátt mannlegt
virðist hann hafa látið
sér óviðkomandi að
hugsa um og brjóta tO
mergjar. En hógværð
hans í bréfum þessum,
lítOlæti og siðvit vöktu þó mesta at-
hygli mína. Hann var þaulkunnugur
á gróðurlendum heimsbókmennt-
anna ekki síður en víðemum ís-
lenzks menningararfs og dró
stöðugt ályktanir og jók lífsvizku
sína til hinzta dags af því, sem hann
las og kynnti sér.
Ólafur naut ástríkis, umhyggju,
virðingar og uppörvunar mikilhæfr-
ar konu sinnar, Önnu Bjömsdóttur,
og mun það vafalítið hafa átt sinn
þátt í því, hversu vel honum vannst í
starfi og frístundum. Henni og niðj-
um þeirra hjóna votta ég samúð
mína og virðingu og vitna til orða
gengins heimOisvinar þeirra, að
góðar konur skapa góð heimOi og
góð heimOi skapa gott samfélag.
Ólafur heitinn hafði það eftir föð-
ur sínum, Sigurði skólameistara, að
„æðri menntun væri fengin fyrir
fróðleiksfýsn og skilningsþrá og
væri fólgin í hlutlægri dómgreind,
sem greinir aðalatriði frá aukaatrið-
um, lífsverðmæti frá hégóma og
hismi, metur hvað er staðreynd og
hvað er hugarburður, finnur orsakir
atburða og aðgerða og sér fyrir
áhrif þeirra og afleiðingar, hlut-
lægni í framkomu og viðhorfi og
hófsemi í trú og skoðun". Ólafur
Sigurðsson var gagnmenntaður
maður, sem bar að brautu mannvit
mikið.
Pétur Ingvi Pétursson.
Fáum mönnum á ég meira að
þakka en Ólafi Sigurðssyni yfir-
lækni, sem kvaddur er í dag. Hann
var læknir minn haustið 1948 þegar
mikil veikindi herjuðu á fjölda fólks
á Akureyri og ég var í þeim hópi.
Yndisleg hjúkrunarkona vakti yfir
mér, Þorbjörg Eyfjörð, ekkja Stein-
gríms Eyfjörð, læknis á Siglufirði,
og átti að gera lækninum viðvart ef
ekki liti vel út með sjúklinginn. „Þú
bjargaðir lífi mínu,“ sagði ég eitt
sinn við Ólaf vin minn þegar þetta
barst í tal. „Nei, nei, þú varst ekk-
ert að fara,“ sagði hann og kímdi en
bætti svo við alvarlegur á svip: „en
þetta leit ekki vel út“. Þá sögu
heyrði ég á Akureyri mörgum árum
síðar, að Ólafur læknir hefði verið
niðri í bæ, þegar skilaboð komu frá
Þorbjörgu, sem taldi hjartaslög
mín, og að hann hefði stöðvað fyrsta
bíl sem hann sá og látið aka með sig
upp á spítala til að sækja þar súr-
efni og fara með heim til mín. Súr-
efnið kom, óljóst man ég eftir ein-
hverju við rúm mitt, hjartaslögum
fjölgaði og ég tórði.
Olafur Sigurðsson var einstakur
öðlingsmaður og stórgáfaður. Það
var afskaplega gaman að spjalla við
hann um hvaðeina. Hann ræddi oft
um ættir og ættarfylgjur og ein-
hvem veginn fannst mér stundum
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef út-
íor er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir há-
degi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
að hann hefði átt að verða vísinda-
maður. Það var líka gaman að hlæja
með Ólafi að því spaugilega, sem
hann var glöggur á, en fyrst og
fremst fannst mér hann alvörumað-
ur og brot af heimspekingi. Gagn-
vart sjúklingum sínum held ég að
hann hafi verið sálfræðingur engu
síður en læknir og hin fleygu orð
skáldsins Einars Benediktssonar:
,jVðgát skal höfð í nærveru sálar“
hefðu vel getað verið einkunnarorð
hans. Aldrei sagðist elsti bróðir
minn, Örn, hafa fyrirhitt gáfaðri né
betri mann en Ólaf Sigurðsson. Þeir
þekktust vel og voru vinir og Ólafur
reyndist honum ómetanleg stoð_ í
erfiðleikum og veikindum. Ég
hringdi norður 4. ágúst sl. eins og
oft áður en fékk þá ekkert svar. Nú
verða ekki fleiri afmælishringingar
frá mér til Ólafs eða frá honum til
mín. Með þessum línum fylgja hlýj-
ar samúðarkveðjur frá okkur Birgi
til Önnu frænku minnar, barna
þeirra hjóna og annarra aðstand-
enda.
Anna Snorradóttir.
Á kveðjustund vill Læknafélag
Akureyrar minnast Ólafs Sigurðs-
sonar með nokkrum orðum.
Ólafur Sigurðsson lauk embættis-
prófi í læknisfræði frá HÍ 1941.
Hlaut almennt læknaleyfi 1945 og
sérfræðiviðurkenningu í lyflækn-
ingum 1951. Framhaldsmenntun
sína stundaði hann bæði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi. Ólafur var
fyrsti lyflæknir sem hóf störf á
Ákureyri. Þegar nýbygging við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
var tekin í notkun var Ólafur ráðinn
þar lyflæknir og honum falið að
móta það starf. Hann var þannig
frumkvöðull að fyrstu lyflækninga-
deildinni utan Reykjavíkur. Hann
var yfirlæknir deildarinnar allt þar
til hann hætti störfum 1985. Ólafur
var farsæll í starfi sem yfirlæknir.
Kom þar margt til. Hann var vel að
sér um flest það er viðkom hans
sérgrein, enda kappkostaði hann að
halda sér vel við í fræðunum með
lestri tímaritsgreina og var óspar á
að miðla því til annarra. Hann til-
einkaði sér nýjungar og var óragur
að taka þær upp. Ólafur var ekki
bara vel lesinn í læknisfræðinni
heldur var hann og hafsjór af fróð-
leik um mörg önnur málefni. Hann
var ættglöggur maður og á þann
hátt átti hann auðveldara með að
skilja skjólstæðinga sína og vanda
þeirra. Ólafur var alla tíð mjög hóg-
vær maður og tranaði sér ekki fram
en átti þó auðvelt með að stjórna
deild sinni. Honum var lagið að
kenna læknanemum, sem alltaf
báru mikla virðingu fyrir hinni
miklu þekkingu hans, jafnt innan
læknisfræðinnar sem utan. Hann
gegndi margvíslegum trúnðarstörf-
um fyrir Læknafélag Akureyrar og
sat í stjóm félagsins í mörg ár. Sótti
hann félags- og fræðslufundi félags-
ins dyggilega svo eftir var tekið
löngu eftir að hann hætti læknis-
störfum. Hann skráði sögu Lækna-
félags Akureyrar 1934-1994, rit
sem er og verður ómetanlegt fyrir
læknafélagið. Vegna mannkosta
sinna, réttsýni og andlegs atgervis
gerði Læknafélag Akureyrar hann
að heiðursfélaga 1994.
Læknafélag Akureyrar vottar
eiginkonu Ólafs Sigurðssonar, böm-
um hans og öðrum aðstandendum
dýpstu samúð.
F.h. Læknafélags Akureyrar
Kristinn Eyjólfsson, formaður.
Kveðja frá Félagi
íslenskra lyflækna
í júní 1998 var 13. þing Félags ís-
lenskra lyflækna haldið á Akureyri.
Eyjafjörðurinn skartaði sínu feg-
ursta og Vaðlaheiðin speglaðist í
Pollinum.
Á þessu þingi vora tveir læknar
kjörnir heiðursfélagar, hinir fyrstu í
sögu félagsins. Annar þeirra var
Ólafur Sigurðsson. Eins og kunnugt
er var Ólafur Sigurðsson um ára-
tuga skeið ótvíræður forystumaður
í lyflækningum norðan heiða. Ófáir
eru þeir læknar, sem á náms- og
þroskabrautinni hafa notið styrkrar