Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 4
 '+ 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________FRETTIR___________________ Ráðherra í Serbíu gagnrýnir íslendinga, Finna og Austurríkismenn /N / A ->C • 1 ->C • Sérfræðingar sakaðir um ófagleg vinnubrögð ÍSLENSKIR, finnskir og austur- rískir sérfræðingar, sem rannsök- uðu ellefu lík í fjöldagröf í Ugljari í Kosovo í júlí sem talið er að séu af Serbum, eru sakaðir um ófagleg og óheiðarleg vinnubrögð af aðstoðar- dómsmálaráðherra Serbíu. Hann segir að stríðsglæpadómstóllinn í Haag og friðargæslusveitir NATO hafi skipulega unnið að því að koma í veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á líkin. Svend Richter tannlæknir, sem var einn þriggja Islendinga sem unnu að rannsókninni, segir deil- una um fjöldagröfina orðna að póli- tísku máli og að rangar upplýsing- ar hafí birst um hlutverk íslensku sérfræðinganna í rannsókninni. Gagnrýni aðstoðardómsmálaráð- herrans, Zorans Balinovac, birtist í blaðinu Politika, en einnig er sagt frá henni á fréttasíðu serbneska upplýsingaráðuneytisins á Netinu. Svend segir að rannsóknin á fjöldagröfinni í Ugljare sé svo við- kvæmt mál sem raun ber vitni vegna þess að talið er að þar hafi Serbar verið grafnir, en í öðrum til- vikum þar sem fjöldagrafir hafa fundist er um Kosovo-Albana að ræða. „Þess vegna varð þetta mál hápólitískt, en við tengjumst því ekki á annan hátt en þann að við rannsökuðum dánarorsök og skráð- um auðkenni á líkunum til þess að hægt væri að þekkja þau. Við kom- um hins vegar ekkert nálægt söfn- un upplýsinga um hina horfnu." Gunnlaugur Geirsson prófessor vísar ásökununum algeriega á bug Serbneski ráðherrann gagnrýnir meðal annars það að of langur tími hafi liðið frá því að líkin fundust þar til þeim var komið fyrir í kæli- geymslu þar sem tryggt væri að þau rotnuðu ekki. Hann segir að leyfa hefði átt serbneskum sér- fræðingum að fylgjast með rann- sókninni, en þeir hefðu ekki fengið að sjá líkin fyrr en 2. september sl. Einnig segir hann að framburði Serba, sem segjast þekkja ættingja sína af ljósmyndum af líkunum, hafi verið hafnað. Balinovac segir að rannsóknin hafi viljandi verið illa unnin í því skyni að koma í veg fyrir að hægt væri að bera kennsl á lík Serbanna. „Við erum búnir að heyra ýmsar útgáfur af þessu,“ segir Svend. „Það var hringt til okkar frá Kosovo og við látnir vita um að það væru miklar deilur út af þessu máli. Það hafði komið upp kvittur um að við hefðum borið kennsl á líkin.“ Svend segir að einnig hafi verið sagt að fatnaður af líkunum hefði verið tekinn með til íslands til rannsóknar, sem hann segir al- rangt. „Það var fullt af einkennum á líkunum sem væri hægt að nota til auðkenningar, meðal annars fatnaður og auðkenni á tönnum. Við skráðum líka kyn, hæð og fleira. Þessi gögn voru öll skilin eftir til að hægt væri að vinna áfram að þvi að bera kennsl á lík- in.“ Svend segir að það hafi þegar verið orðið ljóst við upphaf rann- sóknarinnar á líkunum að ókyrrð yrði um málið. „Meðal annars var aukin gæsla á svæðinu þar sem við vorum að vinna. Sendur var skrið- dreki okkur til varnar íyrir utan allt byssuliðið sem var venjulega í kringum vinnustofu okkar.“ Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði, var einnig í hópi Islendinganna sem fóru til Kosovo en þeir voru sendir þangað á vegum kennslanefndar ríkislög- reglustjóra. Hann segir að ásakan- ir Serba komi í raun ekkert á óvart, vegna þess að vitað var að þetta yrði hápólitískt mál, en hann vísar þeim algerlega á bug. „Þær rannsóknir sem við gerðum voru gerðar að beiðni stríðsglæpadóm- stólsins. Þær voru mjög ítarlegar, og fóru fram eftir staðli [alþjóða- lögreglunnar] Interpol.“ Gunnlaug- ur segir að endanleg skýrsla verði lögð fram fljótlega, að öllum líkind- um í nóvember. Beðið er eftir upp- lýsingum frá Austurríkismönnum sem unnu með íslendingunum og eru enn í Kosovo, en að sögn Gunn- laugs eru upplýsingarnar frá ís- lensku rannsóknarmönnunum í raun tilbúnar. Vegagerðin Eitt tilboð barst í Norðfjarðarveg EITT tilboð barst Vegagerðinni í framkvæmdir við Norðfjarðarveg við Neskaupstað og var það 163% af kostnaðaráætlun. Það er Haki ehf. á Neskaupstað sem átti tilboðið og býður rúmar 8,2 milljónir í verkið en kostnaðaráætl- un er rúmar 5 milljónir. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, umdæmis- verkfræðings Vegagerðarinnar á Austurlandi, er þetta í fyrsta sinn sem einungis eitt tilboð berst vegna framkvæmda á vegum Vegagerðar- innar. „Þetta er lítið verk og kannski ekki margir verktakar á Norðfirði og aðrir virðast hafa það mikið að gera að ekki hafi þótt ástæða til að bjóða í það,“ sagði hann. „Við fáum venjulega fjöldann allan af tilboðum. Þetta er því mjög óvanalegt." Einar sagði að ekki væri afráðið hvort tilboðinu yrði tekið. „Við þurfum að skoða þetta,“ sagði hann. „Þetta er ansi hátt til- boð og langt fyrir ofan kostnaðará- ætlun. Við verðum því að vega og meta hvað gert verður.“ Heilsdagsskólar í grunnskólum Reykjavíkur Vandræði þar til fleira fólk fæst til starfa Þjónusta númer eitt! Til sölu Subaru Impreza nýskráður 11.12.97., 4x4, 5 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 17.000 km, geislasp. Ásett verð kr. 1.520.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu í sima 569 5500. Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞINGáEKLU Núwe-r eiff í nofvZvm t>ílvrv)l ILLA gengur að ráða fólk til starfa í heilsdagsskólum í grunnskólum Reykjavíkur og er svo komið að vandræði hafa skapast í sumum skólum. Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, segir að verr hafi gengið að ráða starfsfólk í heilsdagsskól- ann hjá þeim en áður. „Það vantar að minnsta kosti sex manns hjá okkur ennþá,“ segir Ragna. „Það er búið að auglýsa víða og mikið en enn er langt í land með að við get- um tekið á móti öllum þeim bömum sem við höfum verið beðin fyrir.“ Ragna segir að staða þeirra sé sú að aðeins sex ára bömin fái að vera all- an daginn í heilsdagsskólanum. Tími sjö, átta og níu ára bamanna hafi hins vegar verið skertur og þau séu send fyrr heim. Þetta ástand muni vara þar til fleira fólk fáist til starfa. Ragna segir að mikið framboð af störfum á vinnumarkaðnum sé lík- lega ein ástæða vandans og að auki séu lág laun í boði fyrir þessi störf. Hún segist vita að fleiri skólar séu í vanda vegna þessa og segir enn- fremur að foreldrar séu óhressir því að þetta komi sér illa á mörgum heimilum. „Kannski þyrftu foreldr- ar að láta heyra í sér um þetta mál, samtakamáttur foreldra væri kannski það sem þyrfti tU að leysa vandann." stöðvar Reykjavíkur, segir að treg- lega hafi gengið að ráða fólk til al- mennra starfa innan gmnnskól- anna. Tölur um hversu marga starfsmenn vanti séu þó ekki á reið- um höndum en þær verði teknar saman fljótlega, nú þegar skólahald sé hafið. Júlíus telur vera tvær megin ástæður fyrir því hversu illa gangi að ráða fólk núna. Annars vegar er störfum að fjölga bæði vegna þess að skólum er að fjölga og vegna þess að fleiri skólar eru einsetnir og hins vegar vegna þess að færra fólk fæst tU þessara starfa. Hann segir að erfiðara sé að manna heilsdags- skólana í sumum hverfum en öðrum og líklega sé það vegna aldursam- setningar í hverfunum. Verr gangi í grónu hverfunum þar sem meðal- aldur er hærri og fólk orðið ráðsett- ara í vinnu, en betur í nýrri hverf- um þar sem fleira fólk er með yngri börn og vill kannski aðeins vinna úti hluta úr degi. Laugavegi 174,105 Reykjavík. sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Fleiri störf og færra fólk Júlíus Sigurgeirsson, deildar- stjóri rekstrardeildar Fræðslumið- Þýðing Windows langt á veg komin Ólögleg- um hug- búnaði út- rýmt fyrir árslok FYRSTU íslensku þýðingu Windows hefur verið skilað tU yfirferðar hjá Microsoft-fyrir- tækinu og er þýðing forritsins langt á veg komin að sögn Arnórs Guðmundssonar, deild- arstjóra Þróunar- og áætlun- ardeUdar menntamálaráðu- neytisins. Islenska þýðingin er nú tU yfirferðar hjá Microsoft, sem fól sænska þýðingarfyrirtæk- inu L&H Mendez að hafa um- sjón með þýðingunni, en L&H Mendez valdi síðan Navision Software ísland til samstarfs að íslenskri þýðingu Windows. Islensk málstöð hefur þó haft eftirlit með þýðingunni og hafa þeir ráðgjafarétt um einstök orð. Arnór segist gera ráð fyr- ir að þýðingunni verði lokið fyrir áramót líkt og samningar gera ráð fyrir. Ráðuneytið gerir einnig ráð fyrir að um áramót verði búið að útrýma ólöglegum hugbún- aði hjá ríkisstofnunum. Ríkisendurskoðun hefur undanfarið kannað hvaða hug- búnað ríkisstofnanir eru með og segir Arnór könnun þeirra langt á veg komna. Ekki hafa þó enn borist svör frá öllum ríkisstofnunum. Næsta skref verður síðan að því er Amór segir að kanna lögmæti hugbúnaðarins. I framhaldi verði þeim stofnun- um sem notast við ólöglegan hugbúnað send viðvörun og þeim gefið færi á að ganga frá nauðsynlegum leyfisveitingum áður en gripið verði til annarra aðgerða. Amór segir þó ekki hafa verið gengið frá viðurlög- um haldi stofnanirnar slíkri notkun áfram. Eldur í íbúð í Kópavogi TALSVERÐAR skemmdir urðu á rishæð í íbúðarhúsi við Holtagerði í Kópavogi um miðjan dag í gær. Eldri hjón sem búa i íbúðinni höfðu kom- ið sér undan áður en Slökkvilið Reykjavíkur kom á vettvang og sakaði þau ekki. Reykkafarar fóru inn í íbúð- ina og tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins. Rífa þurfti úr veggjum og lofti til að hefta útbreiðslu eldsins. Að sögn að- alvarðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur urðu talsverðar skemmdir á íbúðinni af völdum hita og reyks en óvíst er um upptök eldsins. Mikið annríki var hjá slökkviliðinu í gær í sjúkra- flutningum, bæði vegna veik- inda og slysa en seinni partinn í gær var búið að fara um fimmtiu sinnum í sjúkraflutn- inga. Sótt um framhald greiðslustöðvunar Á FUNDI á Húsavík í dag verður lánardrottnum Kaupfélags Þingey- inga kynnt fyrirætlan um að sækja um áframhaldandi greiðslustöðvun fyrirtækisins. Kaupfélagið hefur haft greiðslu- stöðvun undanfarna mánuði og sagði Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umsjónax-- maður með fyrirtækinu á greiðslu- stöðvunartímabilinu, í samtali við Morgunblaðið að sótt yrði um fram- lengingu í skamman tíma til að hægt yrði að ganga frá frumvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.