Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kápa hinnar nýju veiðilýsingar um Elliðaárnar. FLUGUVEIÐISKÓLI er í burðar- liðnum og verður hann starfræktur á bökkum Langár á Mýrum frá og með næsta sumri. Skólinn verður í tíu tveggja daga hollum dagana 1.-21. júní, eða áður en hefðbundin vertíð hefst. Alls verða átta nemend- ur í hverju holli, eða sem svarar þeim stangarfjölda sem notaður er á þessum tíma. Þegar er byrjað að skrá í hollin og að sögn Ingva Hrafns Jónssonar, leigutaka Langár og skólastjóra, má heita að fullbókað sé í fjögur námskeið. „Þetta er hugmynd sem hefur verið að gerjast í hausnum á mér síðustu 3-4 vikurnar og í raun ekki eftir neinu að bíða. Þetta spurðist aðeins út og viðbrögðin voru strax svo góð að engin ástæða er til að ótt- ast að móttökumar verði annað en frábærar. Við munum kenna allt sem viðvíkur fluguveiði, einhendur, tvíhendur, línur, aðferðir, grunn- kennsla verður í fluguhnýtingum og svo munum við kenna mönnum að sleppa laxi. Það er vissulega veiði- von í ánni á þessum tíma, mest að sjálfsögðu neðst og fer vaxandi eftir því sem námskeiðunum fjölgar. Öll- um laxi sem veiðist verður sleppt, en ef nauðsynlegt verður að drepa físk þá endar hann í pottinum hjá kokk- inum. Með þessu viljum við kynna fyrir mönnum leyndardóma flugu- veiðinnar og undirbúa þá fyrir far- sæla samleið með Langá,“ sagði Ingvi Hrafn í samtali við Morgun- blaðið. Fluguveiði- skóli á Langár- bökkum Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út litskrúðuga leiðarlýsingu fyrir stangaveiðimenn sem sækja Elliða- ámar heim. Veiðistaðalýsingin bygg- ist á texta Ólafs E. Jóhannssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, sem þekkir veiðistaði á svæðinu eins og handarbökin á sér. Til fulltingis hefur hann þó fengið fleiri þraut- reynda kappa og eru nefndir til Garðar Þórhallsson, Asgeir Ingólfs- son, Magnús Sigurðsson, Grímur Jónsson, Jón Þ. Einarsson, Rafn Hafnfjörð, Rósar Eggertsson, Þór- arinn Sigþórsson og fleiri. Lýsingin, sem er myndarlegur bæklingur, er enn fremur skrýddur hinum þekktu ljósmyndum Rafns Hafnfjörð. Nokkrar loftmyndir eru einnig í bæklingnum, veiðimönnum til glöggvunar. Enn er lítið að gerast á sjóbirt- ingsslóðum í Skaftafellssýslum og ef eitthvað er hægt að segja þá er það að dálítill reytingur er að ganga af fiski í Grenlæk. Það er lítið miðað við hvað ætti að vera farið í gang, en „alltaf einhver hreyfing" eins og Sig- mar Helgason, veiðieftirlitsmaður á svæðinu, komst að orði í gærdag. Þá voru komnir 484 fiskar úr Fitja- flóði og er þá vorveiðin og staðbundn- ir silungar veiddii' í sumar taldir með. Seglbúðasvæðið hafði gefið 91 fisk um helgina og er eitthvað af þehri tölu bleikja síðan í sumar. Stærsti fiskurinn þar í sumar var 9,5 pund. 72 fiskar voru komnir af svæði 6, sem er kennt við „Fossinn“ og 15 fiskar voru komnir af svæði 7, þar sem lítið hefur verið reynt enn sem komið er. Þar var kominn einn 10 punda. 96 fiskar voru komnir úr Vatna- mótunum, upp í 12 pund og er það bara sumarveiðin, 50 fiskar úr Geir- landsá, þar af 11 laxar og reytingur af bleikju, innan við 20 fiskar af neðra svæði Hörgsár, þar af 4 laxar, bara sumaraflinn og 19 fiskar úr Fossálum, allur sumaraflinn og mest af því bleikja síðan í sumar. Hólma- svæðið í Skaftá gaf 130 fiska og þar er veiði svo að segja hætt. Sem fyrr segir er fjarri því fisklaust í Grenlæk þótt aflinn sé enn fremur rýr, þannig höfðu 919 fiskar farið um teljarann síðan í vor og megnið af því sjóbirtingur nú síðsumars. Northbrook OMT Sportteg dúnúlpa fyrir krakka. Ásmeltt hetta og mittisreim. Góöir vasar. 70% dúnn og 30% fjaðrir. Fæst í 4 litum, svörtu, dökkgráu, rauöu og bláu. St. 120-170 Generatíon Faiieg síö vattúlpa fyrir stelpur. Ásmellt hetta og góöir vasar. Fæst í 3 litum. Dökkgrá, Ijósgrá og kaki St. 1.20-170 kr. 6,390,-. St. J£S-L kr. 7.390,- Haustið er komið í Intersport. Við bjóðum mikið og breitt úrval af sportfatnaði, úlpum, töskum og skóm fyrir skólann. VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavlk • 510 8020 • www.intersport.is Ráðstefna um skynmat og gæðamál Skynmat mikilvægt Emilía Martinsdóttir DAGANA 9. til 11. september nk. verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um skynmat og gæðamál í matvælafram- leiðslu. Að ráðstefnunni standa Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, SIK og SMRI í Svíþjóð, MATFORSK í Noregi, VTT í Finnlandi og Biot- eknologisk Institut í Dan- mörku. Ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar annað hvert ár og er þetta áttunda ráðstefnan sem efnt er til og sú_ fyrsta sem haldin er á Islandi. Emilía Martinsdóttir hef- ur haft umsjón með und- irbúningi ráðstefnunnar fyiir íslands hönd. Hún var spurð hvert væri markmið þessara ráðstefna? Þar er alltaf fjallað um skyn- mat en misjafnt er hvernig sú umfjöllun er. Núna verður mest fjallað um gæðaeftirlit og notkun skynmats í framleiðsluferii mat- væla frá meðhöndlun hráefnis til fullunninnar vöru á borð neyt- enda. - Hvað er skynmat? Það er þegar skynfæri manns- ins eru notuð til að meta gæði matvæla. Þetta er gert eftir ákveðnum aðferðum, til eru margar mismunandi aðferðir og það fer eftir markmiði skyn- matsins hverju sinni hvaða að- ferð er notuð. Skynmat er nauð- synlegur þáttur í gæðaeftirliti, vöruþróun og markaðssetningu matvæla. -Hverjir taka þátt í þessum ráðstefnum? Þetta er fólk úr matvælaiðnaði, en líka fólk úr háskólum og rann- sóknarstofnunum á sviði mat- væla. Flestir þátttakenda eru frá Norðurlöndum en á hverri ráð- stefnu taka þátt fulltrúar víðar að úr heiminum. Þess vegna fer ráð- stefnan fram á ensku. Þáttakend- ur eru þegar orðnir um hundrað en ennþá er hægt að skrá sig og fá meiri upplýsingar um ráðstefn- una á vefslóðinni http://nordsens.rfisk.is - Um hvaða efni verður fjallað núna? Yfii’skriftin er Skynmat og gæðamál. Fyrirlesarar eru sautján, þar af þrettán erlendir. Fjallað er í meginatriðum um fimm þætti í skynmati, í fyrsta lagi; Viðhorf neytenda, þá Mark- aður - vörumerki - verslun, Skynmat í gæðaeftirliti, Aðferðii- skynmats og loks Tæki til stuðn- ings skynmati, (það er hugbúnað- ur, tölfræði og svokölluð rafnef). - Hvað er rafnef? Það er tæki með mismunandi skynjurum sem greina rokgjörn efni í matvælum. Verið er að þróa íslenskt tæki af þess- ari gerð. - Hvaðan koma hin- ir erlendu fyrirlesarar á ráðstefnunni? Þeir koma frá fyrir- tækjunum sem standa að ráðstefnunni, einnig frá mat- vælafyrirtækjum, verslunarkeðj- um og háskólum. - Er skynmat þýðingarmikill þáttur í meðferð matvæla? Já, það er það. Skynmat er al- gerlega nauðsynlegur þáttur til þess að meta gæði matvæla. Ekkert tæki hefur komið í stað- inn fyrir skynmat, það kemst næst því að lýsa óskum neyt- enda. - Hverjar eru aðferðu- skyn- mats? ►Emilía Martinsdóttir er fædd 1949 í Vestmannaeyjum. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969 og prófi í efnaverkfræði frá Nor- ges Tekniske Hogskole (NTH) 1974. Hún hefur starfað á Rannsóknastofu fískiðnaðarins frá því hún lauk námi. Hún er gift Sigurði I. Skarphéðinssyni, gatnamálastjóra Reykjavíkur, og eiga þau þijú börn. Fólk er þjálfað í að meta mat- vælin og gefa þeim einkunnir eft- ir lýsingum á bragði, lykt og áferð. Það er mikil hefð á íslandi fyrir að nota skynmat í sambandi við fiskframleiðslu. Fiskur er skoðaður m.a. með tilliti til augna og tálkna til þess að meta fersk- leika, hann er soðinn og þjálfað fólk sem vinnur í frystihúsunum bragðar hann og metur eftir ákveðnum aðferðum sem eru í raun og veru krafa frá erlendum kaupendum. - Er fólk sérþjálfað hér á landi í skynmati? Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur þjálfað fólk um árabil í skynmati, einkum í fiskvinnslu- fyrirtækjum og stendur fyrir námskeiðum árlega á þessu sviði. Við kennum líka skynrnat í mat- vælafræði við Háskóla Islands, í Fiskvinnsluskólanum í Hafnar- firði og við Háskólann á Akur- eyri. - Hefur Rannsóknastofnun fískiðnaðarins yfír að ráða sér- stökum skynmatshóp, ef svo má segja? Já, hópur starfsfólks (16 til 20 manns) hefur lengi verið þjálfað í skynmati og við höfum sérstaka aðstöðu, sérherbergi, til þess að meta gæði matvæla af ýmsu tagi. Algengast er að við metum fisk og fiskafurðir en við höfum tekið að okkur að meta kjöt, kex, sæl- gæti og tilbúna rétti svo dæmi séu nefnd. Það má segja að þrir starfsmenn hafi að auki skynmat sem sitt aðalverksvið. -Hafa svona skyn- matsráðstefnur skilað mikilli þekkingu til okkar? Ég held að þær skili mikilli þekkingu til allra sem taka þátt í ráðstefnunum. Skynmat lærir fólk mest á námskeiðum þótt það sé hluti af háskólanámi, það er ákaflega nauðsynlegt fyrir fólk bæði úr rannsóknargeira og frá matvælaiðnaðinum að hafa tæki- færi til að bera saman bækur sínar á þessu sviði. Það er skemmtilegt við þessar ráðstefn- ur hvað þátttaka er úr mörgum ólíkum geirum þar sem fjallað er um matvæli. Mikil þróun er í að- ferðum og notkun skynmats um þessar mundir. Ráðstefna sem skilar mikilli þekkingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.