Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 25 Bandaríski fjárglæframaðurinn Martin Frankel handtekinn í Hamborg eftir fjögurra mánaða flótta BANDARÍSKI fjármálamaður- inn Martin Frankel var hand- tekinn á hóteli í Hamborg sl. laugardagskvöld, eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni í fjóra mánuði. Hann bíður nú framsals til Bandaríkjanna í þýzku fangelsi. Frankel er gefið að sök að hafa með sviksamlegri fjár- málaumsýslu tekizt að hafa yfir 16 milljarða króna af bandarísk- um tryggingafélögum. Hann hvarf frá heimili sínu í Connect- icut í Bandaríkjunum - sem met- ið er á sem svarar um 200 millj- ónir króna - í byrjun maí sl., og er talið að hann hafí haft dem- anta að verðgildi um 150 millj- ónir króna með sér á flóttanum. Eftir að rannsóknarlögreglu- menn höfðu lengi verið á villi- götum endaði loks leitin að Frankel í íbúð á Hótel Prem við Alster-vatnið í Hamborg. Þar höfðu Frankel og vinkona hans, Cynthia Allison, dvalið undir fölskum nöfnum í tvo mánuði þegar óeinkennisklæddir lög- reglumenn ruddust inn og hand- tóku þau. Við húsleit í íbúðinni fundust tvö fölsuð vegabréf, seðlabúnt, ferðatölva og demantar. „Það kom okkur á óvart að við skyld- um fínna þetta allt hjá honum,“ hefur Wall Street Journal eftir Thomas Pickard, yfírmanni sakarannsóknadeildar banda- rísku Alríkislögreglunnar, FBI. Flótta Frankels, sem er 44 ára, varð fyrst vart í byrjun maí, þegar brunavarnakerfíð fór í gang í yfirgefnu glæsihúsi hans í Grenwich í Connecticut, einni útborga New York. Lögregla sem skoðaði vettvang kallaði FBI til, þegar hálfbrunnin skjöl fundust í húsinu, þar á meðal blað sem merkt var „verkefna- listi“, en á því stóð efst: „þvo peninga". Þegar hér var komið sögu var fjármálaveldi það sem Frankel mun hafa tekizt að byggja upp til að fjármagna dýr- an lífsstíl, að hruni komið. Hann á nú allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir þær sakir sem á hann eru bornar, aðallega pen- ingaþvætti og verðbréfasvik. Komið hefur í ljós að leyfí Frankels til að stunda verð- bréfaviðskipti var innkallað árið 1992, en hann rak engu að síður umfangsmikla fjármálaumsýslu í gegnum nokkur leppfyrirtæki. Þannig mun honum hafa tekizt að hafa að minnsta kosti 215 milljónir bandaríkjadala, yfír 16 milljarða króna, út úr banda- riskum tryggingafyrirtækjum og komið fénu inn á bankareikn- inga í Sviss, sem hann svo seinna keypti demanta fyrir í því skyni að gera það erfiðara að rekja slóð hans. Hafði ekki aðgang að fénu á flóttanum Á flóttanum hélt Frankel fyrst til Ítalíú, í fylgd lagskonu sinn- ar, Monu Kim. Kim yfirgaf Frankel í júní og var handtekin í Bandaríkjunum. í Wall Street Journal segist hún liissa yfir því að hann skyldi hafa „endað í Þýzkalandi“, þar sem hann hafi sjálfur sagzt óttast að þekkjast þar, auk þess sem hann talar ekkert annað tungumál en ensku. Konan sem var í fylgd með Frankel er hann var handtek- inn, Cynthia Allison, er úr hópi um það bil 20 kvenna sem unnu fyrir hann er allt virtist leika í lyndi. Fullyrt er að sjö þeirra að minnsta kosti hafí verið ástkon- ur hans, en að sögn heimildar- manna bandarískra fjölmiðla var Allison ekki þeirra á meðal. Hún hafí hins vegar verið „skot- in“ í honum. Fregnir herma að á síðustu vikum flóttans hafí Frankel ver- Bíður nú framsals í þýzku fangelsi ið þunglyndur og hann hafí ekki haft mikið fé handbært. Þrátt fyrir demantana sem hann hafði meðferðis fékk hann ekki að- gang að bankareikningi í Róm, þar sem hann hafði komið 500.000 bandaríkjadölum fyrir. „Hann segist vilja fremja sjálfsvíg vegna þess að hann sér fram á að eyða því sem eftir er lífsins í fangelsi,“ Ijáði kunningi Frankels Wall Street Journal, áður en hann náðist. „Hann er í andlegu uppnámi vegna þess að lögfræðingi hans tekst ekki að semja [við löggæzluyfírvöld]. Heimur hans er hruninn. Hann ásakar sjálfan sig stöðugt fyrir að hafa ekki skipulagt flóttann almennilega áður en hann lét sig hverfa frá Bandaríkjunum." Martin Frankel Nýr stoöur fyrir notoðo bfla Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi L ----- Toyota Hilux DLX, m *5jj X árg* 90’ 3000> 5 g« 3 d- / /// X rauóur. fullbrevttur bíll ek. 195 þ.km. Renault Megane Wp Coupe, árg. 97, 1600, V 5 g., 3 d., rauóur, ek. 25 þ.km. Hyundai Elantra Wagon. árg. 97, 1600, 5 g., 5 d., silfur, ek. 41 þ.km. Veró 1.190 þús Hyundai Coupe FX, árg. 97. 2000, 5 g., 3 d., gulur, leður, topplúga, ek. 30 þ.km. Í^ÉÉ|] Veró 1.270 þús. Renault Megane RT, árg. 97, 1600, ssk., 4 d., blár, ek. 30 þ.km. VWGolfGL, árg. 97, 1600, 5 g., 5 d., vín rauður, áj/ ek. 52 þ.km. ^**’*’*^ Hyundai Accent LSI. árg. 98, 1300, 5 g., 5 d., grænn, ek. 31 þ.km^^g^^ Verá 1.190 þús. Verð 1.090 þús. Land Rover Discovery XS, árg. 97, 3900, ssk., 5 d., k blár, ek. 47 þ.km. Toyota Corolla XLI árg. 94, 1300., ssk. 5 d., rauður, ek. 60 þ.km. Jjá Veró 990 þús. Jeep Grand Limited Cherokee, árg. 95, 5200, ssk., 5 d., - grænn, ek. 59 þ.km. Veró 790 þús. Renault Clio RN, árg. 97, 1200, 5 g. 5 d., rauður, ek. 41 þ.km. v**’* Renault Laguna, árg. 97, 2000, ssk., 5 d., grænn, leóur, ek. 45 þ.km. ^ Veró 2.900 þús. Hyundai Sonata V6, árg. 97, 3000, ssk., 4 d., brons, ek. 31 þ.km^^g^B Toytoa Corolla, árg. 99, 1600, ssk., 5 d., rauður, ek. 10 þ.km. J Veró 1.5SO þús. Gg'óthálsi 1, símí 575 1230 notaóir bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.