Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 2 7 ERLENT Forsetafrú Bandaríkjanna biður mann sinn að draga til baka tilboð um að náða skæruliða frá Púertó Ríkú Washington. AFP. Hillary og Bill Clint- on á öndverðum meiði? LEIÐTOGAR Bandaríkja- manna, sem eiga ættir að rekja til Rómönsku Ameríku, gagnrýndu Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, harðlega í gær fyrir að hafa hvatt eiginmann sinn, Bill Clinton Bandaríkjaforseta, til að draga til baka boð um að náða sextán meðlimi skæru- liðahreyfingar í Púertó Ríkó, sem allir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum. Mál þetta hef- ur vakið mikla athygli vestan- hafs enda ekki annað að sjá en forsetahjónin séu á öndverðum meiði í afstöðu sinni. Dregur stuðning sinn til baka Jose Serrano, sem á sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, lýsti „gífurlegum vonbrigðum sinum og reiði“ með afstöðu Hillary í The New York Times í gær og lýsti því um leið yfir að hann væri hættur við að styðja hana í væntanlegu framboði hennar til öldungadeildar Bandaríkj aþings. „Ég dreg til baka stuðning minn við framboð hennar,“ sagði Serrano, sem er demókrati frá New York. „Fyrir mér er þetta mál eins mikilvægt og málefni Irlands eru írskum innflytjendum og hagur Israels er bandarískum gyðingum,“ bætti hann við en Serrano er ættaður frá Púertó Ríkó. Clinton hafði um miðjan ágúst boðist til að veita mönn- unum sextán, sem eru meðlimir vopnuðu frelsissamtakanna FALN í Púertó Ríkó, almenna sakaruppgjöf en forsetafrúin hvatti hann síðan á laugardag til að draga boðið til baka á þeirri forsendu að mennirnir hefðu ekki orðið við óskum um að þeir lýstu því yfir að þeir hygðust aldrei framar taka þátt í ofbeldisverkum. Clinton gaf Púertó Ríkó- mönnunum frest fram á föstu- dag til að samþykkja tilboð sitt, en Hillary sagði í yfirlýsingu sinni um helgina að mennirnir hefðu þegar haft nægan tíma til að gera upp hug sinn. „Draga ætti boð um náðun til baka,“ sagði í yfirlýsingu hennar. Skaðlegt fyrir kosninga- baráttu Hillary? FALN-hreyfingin átti þátt í meira en eitt hundrað hryðju- verkum sem framin voru á átt- unda og níunda áratugnum í Bandaríkjunum, en þeir sextán menn, sem nú er deilt um, munu þó aldrei hafa átt beina aðild að afbrotum sem ógnuðu lífi fólks. Clinton hafði í ágúst sagt að mennirnir hefðu hlotið óvenju harða dóma, sem væru í engu samræmi við afbrot þeirra, en nokkrir þeirra voru dæmdir í meira en fímmtíu ára fangelsi. Fréttaskýrendur sögðu á sínum tíma að tilboð Clintons tengdist kosningabaráttu Hillary og að markmiðið væri að tryggja henni stuðning þeirra 1,3 millj- óna Púertó Ríkó-manna, sem búa í New York. Að vandlega íhuguðu máli hafi forsetafrúin hins vegar komist að þeirri nið- urstöðu að í raun hefði þetta skaðleg áhrif á kosningabaráttu hennar. Segja sumir að Hillary telji að heppilegra sé fyrir hana að virðast hörð í horn að taka þeg- ar að glæpum og hryðjuverkum kemur, og reyna þannig að höfða til íhaldssamra kjósenda í New York-ríki. „Hillary Clint- on er einfaldlega að fylgja frumkvæði Rudys Giulianis,“ sagði Jose Rivera, sem er demókrati frá Bronx, en Giuli- ani, sem er borgarstjóri í New York, hefur aflað sér mikilla vinsælda fyrir að hafa beitt sér ötullega gegn glæpum í borg- inni. Hann þykir jafnframt lík- legur til að verða keppinautur Clinton um þingsætið í New York-ríki. Vel skipulagt leikbragð? Reyndar er þetta ekki í fyrsta skipti sem Hillary Clint- on tekur afstöðu sem er í hróp- legu ósamræmi við stefnu Hvíta hússins. Segja frétta- skýrendur að hún hafi komist að sömu niðurstöðu og AI Gore varaforseti, sem sækist eftir því að taka við forsetaembætt- inu eftir Clinton, að bráðnauð- synlegt sé fyrir hana að sýna kjósendum að þau Bill séu gjör- ólíkir sljórnmálamenn. Menn velta hins vegar vöng- um yfir því hvort Hillary ræði þessi mál við bónda sinn, og hvort yfirlýsing hennar um helgina sé vandlega íhugað bragð af hálfu hjónanna, eða hvort deilur hjónanna séu raunverulegar og þess megi vænta að þau taki sér stöðu sitt hvorum megin víglínunnar í tilteknum hitamálum. Sotheby’s seldi fölsuð húsgögn um árabil TALSMENN alþjóðlega upp- boðsfyrirtækisins Sotheby’s viðurkenndu um helgina að Sotheby’s hefði um árabil selt fölsuð húsgögn og hafa tveir háttsettir yfirmenn í hús- gagnadeild fyrirtækisins þeg- ar sagt af sér vegna málsins. Frá þessu var sagt í helgar- blaðinu The Sunday Times á sunnudag. Nýlega var sýnt fram á að fjórir stólar sem sagðir voru frá átjándu öld, og höfðu selst fyrir samanlagt um 140 millj- ónir ísl. króna, voru í raun falsaðir. I kjölfarið kom jafn- framt í ljós að tveir viðskipta- vinir Sotheby’s til viðbótar höfðu keypt antík-húsgögn hjá fyrirtækinu sem reyndust falsanir. „Menn í antíkheiminum hafa lengi kvartað yfir því að Sotheby’s hefur verið með vafasamar vörur til sölu,“ sagði Michael Hogg, sem verslar með antík-húsgögn í London. „Ef litið er til þess að um langt tímabil er um að ræða, og hversu margir fölsuðu munirnir eru, tel ég að bæði fornmunaheimurinn og almenningur hafi rétt á að vita alla málavexti. Sotheby’s ætti nú að rannsaka alla muni, sem þeir hafa selt, sem komu frá vafasömum seljendum. Jafn- framt ætti fyrirtækið að hafa samband við kaupendurna og skoða munina á nýjan leik,“ bætti Hogg við í samtali við The Sunday Times. Graham Child og Joseph Friedman, sem báðir voru yf- irmenn í húsgagnadeild Sot- heby’s, hafa sagt af sér vegna málsins en Child viðurkennir að hafa ekki áttað sig á að húsgögnin, sem um ræðir, voru falsanir. Talsmenn Sot- heby’s segja að kaupendur muni fá peninga sína endur- greidda en þetta mál þykir á hinn bóginn hafa kastað nokkui’ri rýrð á fyrirtækið og hefur jafnframt valdið upp- námi meðal þeirra sem lifa og hrærast í antíkmunaheimin- um. Fyrsíi vinningurinn í Víkingalottóinu er þrefaldur og áætlaður rúmar Fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur á morgun. AÓeins 25 kr. röðin! L#T¥# Til mikils að vinna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.