Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 18

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Helgi Björnsson jöklafræðingur um Mýrdalsjökul Engin merki um vatns- söfnun undir jöklinum Fagradal _ HELGI Björnsson jöklafræðingur segir að engin merki sjáist um það að vatn hafí safnast fyrir undir Mýrdalsjökli, en að núverandi mælingar í ánum séu sennilega ekki nægilega nákvæmar til að greina rennsli sem er til kom- ið vegna jarðhita undir jöklinum. Ámi Snorrason, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar, seg- ist búast við að svör fáist í vikunni um það hvort fjárveiting fáist til kaupa á sjálívirkum mælingabún- aði til að geta fylgst betur með rennsli úr ám sem koma úr Mýr- dalsjökli. „Það er verið að tala um það að setja mæla í Markarfljót, Hólmsá og hugsanlega í Skálm,“ segir Ámi. „Við emm með tvær stöðvar uppi núna, í Jökulsá á Sól- heimasandi og í Múlakvísl, en það hafa engar breytingar mælst þar um helgina." Ámi segir að hver mælir kosti um eina milljón króna. Helgi segir að ísinn sem bráðnað hafi undir Mýrdalsjökli að undanfömu sé í raun og veru ekki mjög mikill og því ekki víst að mælitækin greini rennshð sem bráðnunin veldur. „Sú bráðnun sem þarna gæti verið er í mesta lagi 30 teningsmetrar á sekúndu og væntanlega er hún minni. Hún dreifist á nokkrar ár og núna í þessari rigninga- og leys- ingatíð held ég að erfitt sé að greina hana. Þegar hins vegar dregur úr leysingu á jökMnum seinna í haust þá ætti vera hægt, með bættu mælakerfi sem búið er að sækja um, að fá úr þessu skor- ið.“ Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Markaðsumhverfið Markaðshlutun Arðsemi Árstíðarsveiflur Dreifing Auglýsingar Samkeppni Markaðsáæltanir Markaðsvirkni Sölustjórnun Sölutækni Markmið Stefnumótun Ferðaþjónusta á Islandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15-22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Islands Bfldshöfða 18 567 1466 Morgunblaðið/Atli Vigfusson Miklar vega- framkvæmd- ir á Tjörnesi Laxamýri - Langþráðar vega- bætur á Tjörnesi eru nú í aug- sýn en í sumar hefur verið unnið við þjóðveginn í norður- átt frá Héðinshöfða. Ljóst er að um mjög kostn- aðarsamar breytingar á vegar- kaflanum er að ræða og þykir mörgum sem hönnunarkostn- aður sé of mikill og breyting- arnar þurfí ekki að vera svo umfangsmiklar sem raun ber vitni. Eigi að síður eru vegfarend- ur mjög ánægðir með að fá bundið slitlag, en vegurinn um Tjörnes hefur oft á tíðum verið mjög slæmur og jafnvel hættu- Iegur vegfarendum. FRETTIR Yfírlýsing1 frá V erðbréfaþingi Islands hf. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá stjórn Verð- bréfaþings íslands hf. „í fjölmiðlum undanfama daga hefur verið rætt um hugsanlegt vanhæfi þriggja stjórnarmanna Verðbréfaþings íslands hf. til að fjalla um hvort samþykktir Skag- strendings hf. fái staðist þær kröf- ur sem gerðar em til hjutafélaga sem skráð era á þinginu. Álitamálið var að í stofnsamningi og sam- þykktum Skagstrendings hf. era ákvæði um að Höfðahreppur geti ávallt tilnefnt 2 menn af 5 í stjórn félagsins. Daglegt eftirlit með að reglum þingsins sé fylgt er í hönd- um starfsmanna og framkvæmda- stjóra. Starfsmenn þingsins tóku málefni Skagstrendings til skoðun- ar í kjölfar þess að boðað var til hluthafafundar í félaginu um breyt- ingar á samþykktum þess. Fram- kvæmdastjórinn vísaði síðan mál- inu til stjórnar þar sem henni er skylt samkvæmt reglum þingsins að meta skráningarhæfi félaga. Umfjöllun stjórnar Á fundi sínum hinn 12. ágúst sl. ákvað stjórn Verðbréfaþings ann- ars vegar að samþykktir allra skráðra félaga skyldu skoðaðar til að kanna hvort fleiri ákvæði kynnu að orka tvímælis og hins vegar að óska eftir áMtsgerð Lagastofnunar Háskólans í málinu. Framkvæmda- stjóri samdi við Viðar Má Matthías- son, prófessor við Lagadeild Há- skólans, um að skila áliti. Viðar Már skilaði áliti sínu ásamt vand- aðri greinargerð með bréfi til Verð- bréfaþings hinn 1. september og var það tekið til umfjöllunar á stjórnarfundi daginn eftir ásamt fjölmörgum öðram málum. Það var einróma niðurstaða stjórnar og framkvæmdastjóra Verðbréfa- þings, að fylgja áMti Viðars Más. Akvæðið um stjórnarkjör í Skag- strendingi hf. brýtur ekki í bága við nýjar reglur um skráningu hluta- bréfa í kauphöll. Verðbréfaþing íslands hf. er þjónustufyrirtæki íslenskur verðbréfamarkaður hefur þróast mikið á fáum áram. Verðbréfaþing íslands hf. hefur og mun kappkosta að bregðast við breytingum og stuðla að því að byggja upp heilbrigðan markað sem stenst samanburð við þróaða markaði erlendis. Verðbréfaþing er hlutafélag og þjónustufyrirtæki í eigu þingaðila, skráðra hlutafélaga, lífeyrissjóða, samtaka fjárfesta og Seðlabanka íslands. Það fékk starfsleyfi samkvæmt nýjum kaup- hallalögum 1. júlí sl. Félagið vill leggja aukna áherslu á þjónustu- hlutverk sitt, afmarka eftirlitshlut- verkið og skerpa á verkaskiptingu milli þingsins og Fjármálaeftirlits- ins. I stjórn félagsins era tveir full- trúar þingaðila, þeir Tryggvi Páls- son og Ingólfur Helgason; tveir fulltrúar skráðra hlutafélaga, þeir Þorkell Sigurlaugsson og Róbert Agnarsson; fulltrúi lífeyrissjóða, Þorgeir Eyjólfsson; fulltrúi sam- taka fjárfesta, Erna Bryndís Hall- dórsdóttir, og fulltrúi Seðlabank- ans, Sveinbjörn Hafliðason. Hæfi stjórnarmanna Langsótt er að efast um hæfi Tryggva Pálssonar, framkvæmda- stjóra hjá íslandsbanka hf., til um- fjöllunar um ofangreint mál þó Burðarás hf. eigi hlut í bankanum. Einar Sigurðsson, varamaður í stjórn þingsins og framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum hf., taldi sig hæfan þar sem Flugleiðir eiga enga beina hagsmuni tengda málefnum Skagstrendings. Þorkell Sigur- laugsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskips, sem á beinan hlut að málefnum Skagstrendings vegna eignarhlutar Burðaráss til- kynnti til stjórnarmanna þingsins fyrir fundinn 12. ágúst að hann liti á sig sem vanhæfan til þátttöku í umræðum um málið. Hann sat ekki þann fund og tók ekki þátt í um- ræðu eða ákvörðunartöku á fundin- um 2. september. Sú almenna regla er viðhöfð hjá stjórn Verðbréfa- þings að þegar hagsmunaárekstrar kunna að verða taka stjórnarmenn ekki þátt í umræðum og ákvörðun- um eða víkja af fundi. Stjómin mun meta hvort verklag það sem við- gengist hefur á umliðnum áram varðandi hæfismat þurfi endur- skoðunar við. I þessu máli var afdráttarlaus niðurstaða stjórnarinnar byggð á vönduðu og ítarlegu lögfræðiáliti og vandséð að það hefði nokkru breytt um niðurstöðuna þó fleiri stjórnar- menn en Þorkell Sigurlaugsson hefðu lýst sig vanhæfa. Engu að síður er stjórn Verðbréfaþings ís- lands hf. ljóst að ábyrgð hennar er mikil að viðhalda því trausti sem þingið nýtur. Það traust er nauð- synlegt fyrir alla þá sem við þingið skipta og þróun fjármagnsmarkaða á Islandi. Reykjavík 6. september 1999.“ Valt eftir árekstur ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúki-abifreið eftir að bifreið hans lenti í árekstri við aðra á gatnamótum Suðurlandsbraut- ar og Grensásvegar um miðjan laugardag með þeim afleiðing- um að önnur bifreiðin valt og lenti upp á umferðareyju. Kranabifreið var kölluð á vett- vang til að fjarlægja báðar bif- reiðamar. „Opinberunarbókin“ ■ Biblían er auðsHildari en þig grunari Við höfum ánægju af hví að hjálpa fólki að kynnast Biblíunni betur og sýna hvað hún hefur að segja um spurningar, sem leita á fóik. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson, sem hefur staðið fyrir s|íkum námskeiðum áratugum saman á íslandi og erlendis. Mánudagar og miðvikudagar kl. 20.00. Hittumst tvfsvar í vihu!- Við byrjum 13. sept. Þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður, er skynsamlegt að innritast sem fyrst. Með einu símtali tiyggir þú þér þátttöku. Þátttaka, Biblía og litprentuð námsgögn í möppu, ókeypis. Innritun og nánari upplýsingar alla daga í símum 554 6850,564 6268 og 861 5371.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.