Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 41

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 41
wSaBBumm .... .. _______wHhwPI f I 1 9 1 ■ | I i MORGUNBLAÐIÐ_________ UMRÆÐAN LÍN fær falleinkunn DAGANA 26.-29. ágúst síðastliðinn fór fram ráðstefna á veg- um norrænu stúd- entasamtakanna NOM í Reykjavík. Það var Stúdentaráð Háskóla Islands sem átti veg og vanda af undirbúningi ráð- stefnunnar en þar var fjallað um lánasjóðs- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Borin voru saman hin ólíku kerfi og síðan samin stefnuyfirlýs- ing sem samþykkt var á síðasta degi ráð- stefnunnar. Ohætt er að fullyrða að íslenska lánasjóðskerfíð hafi komið mun verr út en lána- og styrkjakerfí hinna Norðurland- anna. I stefnuyfirlýsingunni sem samþykkt var er íslenska kerfið sums staðar tekið sérstaklega út og gagnrýnt. Ekki samtímagreiðslur á íslandi Fyrst má nefna að Island er eina landið sem ekki býður upp á Námslán Ráðstefna sem þessi af- hjúpar augljósa galla íslenska námslánakerf- isins, segir Eiríkur Jónsson, og gegn þeim munu stúdentar berjast af krafti. samtímagreiðslur námsaðstoðar- innar. Annars staðar á Norður- löndunum er aðstoðin greidd mán- aðarlega, eða áður en skólaönn hefst. í stefnuyfirlýsingunni sem samþykkt var einróma segir m.a.: „Aðeins á íslandi setur ríkis- stjórnin aukaálag á stúdenta með því að greiða námsaðstoðina fyrst allt að mánuði eftir að þeir hafa lokið prófum. Ef styrkirnir eða lánin eru ekki greidd fyrr en eftir próf setur það mikið aukaálag á námsmenn, sem getur haft nei- kvæð áhrif á árangur þeirra. Is- lenska kerfíð er jafnvel enn óá- byi'gara þar sem námsmaður sem fellur á prófum situr eftir með bankaskuld á fullum markaðsvöxt- um.“ Frítekjumarkið lægst á íslandi ísland er einnig eina landið þar sem tekjur maka námsmannsins hafa áhrif á upphæð námslána. Þetta gagnrýna norrænir stúdent- ar harðlega, eða eins og segir í áð- urnefndri stefnuyfirlýsingu: „Is- land er hið eina Norðurlandanna þar sem tekjur maka hafa áhrif á upphæð námsaðstoðarinnar. Þessi tenging við tekj- ur maka er algjörlega óásættanleg og brýtur gegn réttindum stúd- enta. Fjárhagslegt sjálfstæði einstak- lingsins er mannrétt- indamál." Fleira mætti tína til. Er t.d. ljóst að frí- tekjumarkið er mun lægra á Islandi en á hinum Norðurlöndun- um og norrænir stúd- entar þurfa almennt ekki að hafa ábyrgðar- menn fyrir námslánum eins og tíðkast hér. Auk þess má benda á þá grundvallarstaðreynd að á Is- landi er einungis hægt að fá náms- lán en á hinum Norðurlöndunum fá stúdentar námsstyrki og geta síðan tekið námslán til viðbótar. Augljósir gallar hjá LÍN Nú er því ekki haldið fram að ís- lenska námslánakerfið sé alslæmt, enda hafa stúdentar á undanfórn- um árum veitt stjórnvöldum öfl- ugt aðhald og náð fram ýmsum mikilvægum breytingum. Ráð- stefna sem þessi afhjúpar þó aug- ljósa galla kerfisins og gegn þeim munu stúdentar berjast af krafti. Hin Norðurlöndin hafa löngum staðið okkur Islendingum framar í menntamálum og gert sér grein fyrir því að fjárfesting í menntun skilar sér margfalt til baka. I takt við þetta er þeirra lána- og styi'kjakerfi mun ábyrgara en hér- lendis. Það er óskandi að íslenskir ráðamenn fari að fordæmi kollega sinna á hinum Norðurlöndunum og leggi meira upp úr fjárhags- legri aðstoð við námsmenn. Lána- sjóðskerfið er órjúfanlegur hluti af menntakerfinu og óábyrg stefna í málefnum Lánasjóðsins er því óábyrg menntastefna. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu off er fulltrúi ráðsins i sljórn LIN. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía GÓLFEFNABÚÐIN Mikið urval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Eiríkur Jónsson ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 B O G E N S E Minni matarlyst • Hraðari brennsla A F L A N Regla á meltingunni BOGENSE PILLEN ! MEIRI HOLLUSTA MEIRA HEILBRIGÐI Klassiskur ballet - og nútímadans Kennsla hefst 8. september. Bjóðum faglega kennslu í klassískum ballett og nútímadansi Kennt er í litlum hópum. Tökum nemendur frá 5 ára aldri. Bjóðum einnig einkatíma og fiamh aldsþjálfún. Eldri nemendur athugið, nú eru 3 valkostir: 1. Klassískur ballet eingöngu. 2. Nútímadans eingöngu (Ólöf Ingólfsdóttir). 3. Klassískur ballet og nútímadans. KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN er einkarekinn balletskóli, sem leggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins. Áhersla er því lögð á einstaklingsbundna kennslu í minni hópum. Skólastjóri og aðalkennari er Guðbjörg Skúladóttir listdansari. Ólöf Ingólfsdóttir kennir nútímadans. Katla Þórarinsdóttir er aðstoðarkennari. KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN MJÓDD Álfabakka 14a Sími: 587 9030. Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.