Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 40
>40 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________________UMRÆÐAN Risaálbræðsla - tíma- skekkja við aldahvörf RÁÐAGERÐIN um risaálbræðslu á Reyðarfirði er ein- hver óskynsamleg- asta hugmynd sem fram hefur komið í at- vinnumálum hérlend- is. Ekki er á þær sveiflur bætandi sem fylgja áliðnaði í ís- ' ’ lenskum þjóðarbú- skap. Landsvirkjun tekur nú þegar óhóf- lega áhættu að því er varðar orkusölu til stóriðju og margt bendir til að almennir raforkunotendur séu látnir axla umtals- verðar byrðar af þeim sökum. Á síðasta ári var meðalorkuverð Landsvirkjunar til almennings- veitna þrisvar sinnum hærra en til stóriðjufyrirtækjanna, 286 aurar á kílóvattstund á móti 88 aurum sem stóriðjan greiddi. Slíkur verðmun- ur verður á engan hátt skýrður .með hagræði af sölu til stórnot- enda. Hér virðast því á ferðinni ólögmætir viðskiptahættir. Nú á að bæta um betur með því að tryggja Reyðarfjarðarbræðslunni rafmagn „samkvæmt langtíma- samningi á samkeppnishæfu verði“, eins og stendur í yfirlýs- ingu Noral-aðila frá 29. júní 1999. Samkeppnishæft verð vel að merkja út frá forsendum álbræðsl- unnar. Jafnframt ætlar ríkis- stjórnin að „kanna möguleika á því að gera Noral álfélaginu kleift að kaupa rafmagn frá fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun á samkeppnis- hæfu orkuverði er ákvarðast af áætlun um kostnað við fjárfesting- una“! - stendur í sama plaggi. Röng og skammsýn orkunýting Áætlanir um þessa risaálbræðslu gera ráð fyrir að afköst hennar verði innan tíðar 480 þúsund tonn á ári. Þetta yrði stærsta ál- bræðsla í Vestur-Evr- ópu og raforkuþörfin röskar 7 teravattstund- ir. Það er ívið meiri orka en framleidd er samtals á Islandi á þessu ári og meira en þriðjungur þess sem líklegt er að sátt verði um að nýta af vatnsafli í framtíðinni! Áframhaldandi ráð- stöfun raforku í þungaiðnað hér- lendis er algjört óráð. Með því er verið að loka á skyn- samlega orkunýtingu í framtíðinni, eins og til framleiðslu vetnis. Jafn- framt minnkar stórlega það svig- rúm sem þjóðin hefur til að þyrma náttúru landsins. Þeir sem að und- irbúningi þessa risafyrirtækis standa stefna að því að Jökulsá í Fljótsdal og Jökulsá á Dal ásamt Kreppu verði virkjaðar í þágu þessa eina fyrirtækis! Miklu af vatni þessara fljóta er ráðgert að veita austur í Lagarfljót með af- leiðingum sem enginn sér fyrir hverjar geti orðið. Þriðjungs aukning Staða Islands gagnvart ramma- samningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er þegar í upp- námi. Þó lætur ríkisstjórnin í veðri vaka að hún stefni að aðild að Kýótó-bókuninni. Það verður ekki með þeirri stóriðjustefnu sem stjórnvöld standa fyrir. Fyiár hvert tonn af áli losna úr læðingi hátt í 2 tonn af gróðurhúsaloftttegundum. Risaálbræðslan myndi auka losun slíkra lofttegunda hérlendis um þriðjung! Ætla valdhafar fyiártæk- inu að kaupa slíkan losunarkvóta annars staðar frá? Um það hefur ekkert heyrst og þó eru fjárfestar nú að búa sig í að stofna undirbún- ingsfélag. Getur verið að menn ætli almennum skattgreiðendum að Stóriðja Það væri hörmuleg nið- urstaða á aldamótum, segir Hjörleifur Gutt- ormsson, ef teknar yrðu skammsýnar ákvarðanir. borga brúsann eða er meiningin að ísland standi til langframa utan við Kýótó-bókunina fáist ekki frekari undanþágur? Staðsetning bætir gráu ofan á svart Fráleitt er út frá frá þjóðarhags- munum að ætla að ráðast í þetta fyrirtæki. Ekki batnar málið við það að setja þetta mengandi stór- fyrirtæki niður í Reyðai'firði, þar sem bæði umhverfis- og félagsleg- ar aðstæður eru mótdrægar. Um- hverfi Reyðarfjarðar er tiltölulega lokað og staðviðri eru þar algeng. Þeir sem fylgst hafa með mengun frá fiskimjölsverksmiðjum þar í Hjörleifur Guttormsson firðinum vita hvernig útblástur þeirra getur lagst yfir langtímum saman. Verst verður þetta á góð- viðrisdögum. Álbræðslan myndi losa allt að 480 tonn af ryki ár hvert auk flúor- íðs, brennisteinssambanda og enn varhugaverðari efna. Umhverfi Reyðarfjarðar breytist ótvírætt til hins verra. Skíðamiðstöðin í Odds- skarði verður ekki sá heilsubrunn- ur sem hún nú er. Matvælafram- leiðslu er stefnt í tvísýnu. Áróðurs- menn fyrir verksmiðjunni segja sem minnst um þessa þætti. Óyndislegur vinnustaður Ekki tekur betra við þegar litið er á félagslegar afleiðingar slíks stórfyrirtækis. Hvergi annars stað- ar dytti mönnum nú á dögum í hug að velja slíkri verksmiðju stað í fá- mennu samfélagi eins og hér eystra. Afleiðingarnar íyrir aðra atvinnustarfsemi og atvinnuþróun geta orðið neikvæðar og gert meira en vega upp meintan ávinning. Samfélag sem hvílir á einni risa- verksmiðju er ekki öfundsvert, síst er fram líða stundir. Um það hafa menn mörg dapurleg dæmi frá ná- grannalöndum. Þar við bætist að verksmiðjur sem þessar höfða öðru fremur til karla, en það eru störf fyrir konur sem landsbyggðin þarf sérstaklega á að halda. Nú þegar eru karlar um 5% fleiri pn konur í Austurlandskjördæmi. Álbræðslur eru óyndislegir vinnustaðir og ör- ugglega ekki heilsusamlegir. Halda menn virkilega að austfirsk æska þyrpist inn í kerskálana? Og var einhver að tala um hátækniiðnað í sambandi við þessa frumstæðu stóriðju?! Illa dulbúið nýlendusnið Verksmiðjuhugmyndin sem upp- haflega byggðist á því að Hydro Aluminium yrði meirihlutaeigandi í álbræðslunni og drægi vagninn er nú komin í allt annan fai*veg. Nú er talað um að norski auðhringurinn eigi aðeins fimmtung í verksmiðj- unni. Af yfirlýsingu aðila að Noral- verkefninu, ríkisstjórnarinnar, Landsvirkjunar og Hydro Alumini- um, frá 29. júní 1999 er ljóst að Norðmennirnir ætla að hafa allt sitt á þurru. Þeir munu gulltryggja sína hagsmuni „með fjölmörgum langtímasamningum milli Noral-ál- félagsins og Hydro Aluminium AS, þ.m.t. um rekstur álversins, útveg- un tækniþekkingar, sölu- og mark- aðssetningu hrámálms, og útvegun súráls og rafskauta.“ Og í þessari yfirlýsingu segir jafnframt: „Hydro Aluminium AS geiii' ráð fyrir að fjármagna hluta af fjár- festingu sinni í hlutabréfum félags- ins með framlagi í öðru formi en beinum greiðslum." Ollu ódulbún- ara nýlendusnið er vart unnt að hafa á samskiptum en hér er bók- að. Vörumst skammsýnar ákvarðanir Um fátt er nú meira rætt en virkjanirnar sem knýja eiga stór- iðjudrauma ráðamanna. Þjóðin hef- ur verið að vakna til vitundar um þau gæði sem felast í óraskaðri náttúru óbyggðanna. Búi eitthvað að baki yfirlýsingum ráðherranna um að leita sátta um meðferð há- lendisins verða menn að hægja á ferðinni og gaumgæfa framhaldið. Lögformlegt mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar væri lóð á þá vogarskál, en jafnhliða og ekki síður þurfa menn að fara gagnrýn- ið yfir sjálf stóriðjuáformin því að það er stóriðjan sem er frek á orku og kallar á virkjanir. Sveitarstjórnarmönnum sem horfa upp á fólksfækkun getur ver- ið vorkunn, en það leysir hvorki þá né aðra undan þeirri kvöð að skoða málin í víðu samhengi. Það væri hörmuleg niðurstaða á aldamótum ef teknar yrðu skammsýnar ákvarðanir þvert ofan í vilja og til- finningar stórs hluta þjóðarinnar. Það á þeim mun fremur við sem til- efnið, sjálf risaálbræðslan, er al- gjör tímaskekkja. Höfundur er fv. þingmaður. EINS og komið hef- ur fram í fjölmiðlum að undanfömu hafa fjölmargir lagt leið sína á fyrirhuguð virkjunarsvæði norðan Vatnajökuls nú í sum- ar til að kynnast stað- háttum af eigin raun. Þarna hafa bæði verið á ferð einstaklingar og skipulagðir hópar, en mikil eftirspum hefur verið í hópferðir á svæðin. Þessar ferðir kallar Jón Kristjáns- son þingmaður áróð- ursferðir gegn virkj- unarframkvæmdum. Mörg rök hafa verið færð fyrir því að halda fast við óbreytt virkjunaráform, m.a. að mjög fáir hafi komið á ^ virkjunarsvæðin. I því ljósi er skiljanlegt að þeir sem vilja halda fast í stóriðjuáform ríkisstjómar- innar séu lítt hrifnir af þeim fjölda sem komið hefur til að skoða þau svæði sem á að setja undir miðlun- arlón. Mjög margir em að sjá þessi landsvæði í fyrsta sinn, hafa varla vitað að þau væru til. Grein- ar og fréttaflutningur um fyrir- hugaðar virkjanir norðan Vatna- jökuls hafa vakið áhuga sem fellur að sama skapi undir áróður gegn framkvæmdum á þessu svæði að mati Jóns Kristjánssonar og þá sérstaklega umfjöllun ríkisfjöl- miðlanna og Morgunblaðsins. Flestir sem koma á fyrirhuguð virkjunarsvæði hrífast og skynja að þarna eru náttúrufarsleg verð- mæti sem þarf að fara mjög var- lega í að hreyfa við. Umhverfisráð- jherra var áður óbreyttur þingmað- *ur og gat þá látið eftir sér að hríf- ast af umhverfinu og talað fyrir lögform- legu umhverfísmati Fljótsdalsvirkjunar og að náttúran ætti að njóta vafans við fram- kvæmdir. Umhverfismat Fegurð virkjunar- svæðanna er ekki ein og sér rök fyrir vemd- un þeirra, heldur nátt- úmfarsleg sérstaða. Landsvirkjun hefur unnið að grunnrann- sóknum og úttekt á virkjunarsvæðunum norðan Vatnajökuls og liggja nú þegar niðurstöður fyrir á mörgum þáttum. Vísað er til þessara rann- sókna þegar því er haldið fram að ekki þurfi að fara fram umhverfis- mat - Landsvirkjun sjái um það. Ég er ekki að gera lítið úr rann- sóknum eða úttekt Landsvirkjunar með því að fullyrða að það muni aldrei nást sátt um Fljótsdals- virkjun án lögformlegs umhverfis- mats. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki er hægt að koma með athuga- semdir eða mótmæli við hönnun virkjunarinnar ásamt uppistöðu- lónum nema með lögformlegu um- hverfismati. Umhverfismat er eina tækið sem við höfum til að ná fram sáttum um framkvæmdir. Allt tal um að ná sátt um fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun án lögformlegs umhverfismats er blekking sem Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra skýlir sér á bak við. Óttast iðnaðarráðherra e.t.v. að athuga- semdir við Fljótsdalsvirkjun verði svo miklar að umtalsverðar breyt- ingar verði að gera á uppistöðulón- Virkjanir Ég tel, segir Þuríður Backman, að álver við Reyðarfjörð muni ekki snúa byggðaþróuninni við til frambúðar. um eða jafnvel að hætta verði við svo stóra virkjun? Eða óttast hann að þurfa að færa til peninga í ríkis- bókhaldinu vegna rannsóknarvinn- unnar milli ríkissjóðs og Lands- virkjunar? Gerði það þá nokkuð til? Eigum við íslendingar ekki Landsvirkjun? Og hver ætti þá hlutur Orkustofnunar að vera í þegar útlögðum kostnaði við grunnrannsóknirnar? Við eigum að kortleggja landið vel og eiga góðan grunn til að byggja á og sú vinna sem Landsvirkjun hefur þegar unnið m.t.t. virkjana norðan Vatnajökuls nýtist í gagnabankann fyrir komandi virkjanir, því vissu- lega á að virkja hér fyrir austan. Allt tal um að umhverfismat muni seinka framkvæmdum við virkjun og álver við Reyðarfjörð er fyrirsláttur, því um væri að ræða nokkra mánuði eða ár. Norsk Hydro ætlar ekki að eiga nema lít- inn hluta í verksmiðjunni svo við íslendingar hljótum að ráða ferð- inni. Hvað eru svo nokkrir mánuð- ir í þessu stóra máli? Byggðasjónarmið Önnur rök sem höfð eru fyrir stóriðju og Fljótsdalsvirkjun eru: Byggðasjónarmið ofar umhverfis- í dagu sjónarmiðum, annaðhvort 13 þús- und gæsir eða 13 þúsund menn. Vissulega erum við Austfirðingar í vörn eins og annað landsbyggðar- fólk, hér verður að snúa fólksflótta upp í stöðuga búsetu og fjölgun íbúa. En það verður ekki gert nema til komi fjölbreyttara at- vinnulíf, jöfnuður á kjörum og verðlagi, möguleikar til náms og afþreying svo eitthvað sé nefnt. Mun álver við Reyðarfjörð snúa byggðaþróuninni við til frambúð- ar? Ég tel að svo verði ekki, sér- staklega í byggðum utan Fjarða- byggðar þar sem erfitt hefur verið að manna stöður sem hafa losnað þegar fólk hefur flust í burtu eða farið annað í vinnu. Vissulega munu allar þessar framkvæmdir skapa umsvif og tímabundna upp- sveiflu. Við skulum líta til frænda okkar Norðmanna varðandi byggðaþróun og stóriðju. Orkuþörf Getum við leyft okkur að reisa fleiri álbræðslur bæði vegna Ríó- samkomulagsins og ekki síður vegna eigin orkuþarfa í framtíð- inni? Hvar ætlum við að fá orku til að framleiða vetni, sem við erum að gefa fyrirheit um að verði fram- leitt hér á landi, þegar við verðum búin að binda svo stórt hlutfall þess vatnsafls, sem ásættanlegt verður að virkja, í eina risaál- bræðslu? Hvaða möguleika höfum við þá til að verða fyrsta landið í heiminum til að nota eingöngu hreina orkugjafa? Umhverfissjónarmið eru sögð ráða við að reisa hér risaálver, því hér er notuð hrein orka í stað kola eða olíu. Sjálf búum við við þá þversögn að það er ódýrara að bræða loðnuna með olíu en raf- magni. Hvernig væri að taka til heima hjá sér fyrst áður en við tökum til við að bjarga heiminum? Það á að virkja á Austuriandi og nota orkuna til framleiðslu og upp- byggingar í fjórðungnum, en fyrst á að flokka þau vatnsföll og vatha- svæði, sem enn eru óvirkjuð, og raða eftir verndargildi, þ.e. hvaða fossa á að vernda til framtíðar og hvaða fossa eða vatnasvæði náum við sáttum um að virkja. í þessa verndar/virkjanaflokkun eiga foss- arnir í Norðurdal í Fljótsdal að fara, en þeir hafa enn ekki komist á blað. Umhverllssjónarmið Við eigum að vera þjóð meðal þjóða og skrifa undir Kýótó-bókun Ríósáttmálans og gera okkur ferlið auðveldara með því að staldra hér við og endurskoða stóriðjuáformin í Ijósi nýrrar hugsunar. Við björg- um ekki heiminum, en við getum lagt okkar af mörkum. Við eigum að snúa okkur að minni virkjunum og verkefnum, sem styrktu lands- byggðina til lengri tíma. Við eigum mikinn auð í hugviti, landbúnaði og sjávarútvegi og stóriðja okkar gæti allt eins verið fullvinnsla og útflutningur á okkar heilnæmu vörum sem og í vetnisorku í fram- tíðinni. Við getum styrkt ferða- þjónustu á Austurlandi með því að stofna Snæfellsþjóðgarð og afla tekna með margfeldisáhrifum af svo einstæðum þjóðgarði. „Þetta er heitasta svæðið í dag,“ sagði Einar Halldórsson, umdæmisstjóri Flugfélags Islands, í sjónvarpsvið- tali, vegna þess mikla fjölda ferða- manna, sem kemur með flugi til þess að skoða þessi umdeildu svæði. Umhverfisvernd og byggðasjón- armið fara saman þegar að er gáð. Höfundur er þingnmður. „Þetta er heitasta svæðið Þuríður Backman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.