Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verk Hjartar Hjartarsonar í IS Kunst í Ósló. Hjörtur Hjartarson sýnir í Osló NU stendur yfír sýning Hjartar Hjartarsonar í IS Kunst gallery & café í Ósló. Yfíi'skrift sýningarinnar er Fólk, nýjar teikningar og sækir Hjörtur hugmyndir sínar í atburði hversdagsins. Hjörtur útskrifaðist úr MHI árið 1996 og frá Granada á Spáni ári síðar. Hjörtur hélt sýn- ingu á Spáni í sumar og í Bílar og list í Reykjavík. IS Kunst galleiy & café er list- munasala sem leggur áherslu á list eftir íslenska listamenn og er með verk eftir tæplega 70 listamenn (þar af tvo norska). Orgeltón- leikar í Sel- fosskirkju TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju verður framhaldið í kvöld, þriðju- dagskvöld. Þá leikur Reynir Jónas- son, organisti við Neskirkju í Reykjavík, á orgelið kl. 20.30. Reynir hóf nám í orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni og var í einn vetur við nám í Danmörku. Hann stund- aði nám hjá dr. Róbert A. Ottóssyni í söngstjóm og tónfræði. Hann var organisti og stjórnandi lúðrarsveit- ar á Húsavík. Hann hefur ennfrem- ur stundað nám hjá Antonio Cor- veiras, Hauki Guðlaugssyni, Pavel Schmidt o.fl. Reynir lauk 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar. „List um list“ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Dæmi frá 17. öld um náið samband milli grunnmálunar, sjálfrar málunartækninnar og handbragðs listamannsins. MYNDLIST Listasafn Kópavoas FORVARSLA LISTAVERKA FARANDSÝNING FRÁ FLÓRENZ Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 10. október. Að- gangur 200 krónur. Skrá í formi hugleiðinga um nútíma forvörslu 200 kr. FORVARSLA er heitið á við- gerðum hvers konar handgerðra listaverka sem listíða, og telst mikið mál í heimi hér. Er dregið af latneska nafninu Konservator en svo nefnast sérmenntaðir menn í viðhaldi og viðgerðum listaverka, handíða og handrita, einnig muna á náttúrusögusöfn- um. Almennara og skilvirkara er hugtakið „Restaurator", einnig komið úr latínu, og er til á fjölda tungumála sbr. „restaurere“ þ.e. endurreisa, endurgera, og á allt í senn við lagfæringar og viðgerðir á listaverkum, antíkmunum og húsum. Forvörslu og viðgerðum hefur ekki verið gefinn tiltakanlegur gaumur á Islandi hvað myndlist- arverk snertir fyrr en á síðustu árum, helst fyrir tilkomu Morkin- skinnu og forvörsluverkstæðis Listasafns Islands. Hér áttu Is- lendingar til skamms tíma trú- lega enn eitt metið í vanrækslu og amlóðahætti og áður varð í flestum tilvikum að senda sködd- uð listaverk til útlanda, helst til Ríkislistasafnsins í Kaupmanna- höfn, og munu viðgerðirnar hafa kostað ærið fé, ósjaldan mun meira en myndirnar í innkaupi. Ennþá verr stendur málunar- tækni hvers konar og hefur aldrei verið sinnt á markvissan hátt í listaskólum frekar en almennri sjónmenntasögu í víðasta skiln- ingi, sem er nokkuð annað en hrein listasaga, og er af hvoru- tveggja mikill vansi. Að öllu sam- anlögðu er þetta þrennt þó grunnur listsræns uppeldis, sem æskilegt er að allir listnemar þekki meira eða minna til, þótt svo sjálf forvarslan sé að stórum hluta til hreint handverk. Erlend listasöfn eru farin að leggja meiri áherslu á milliliðalausa miðlun aðskiljanlegustu þátta málunar- tækni til safngesta, ásamt hvers konar fróðléik um tilorðningu myndlistarverka. Þannig varð á vegi mínum spánný deild í Lista- höll Hamborgar í október sl. sem hafði með bakgrunn, vinnsluferli og efni málverka að gera og þar festi ég mér stórfróðlega bók er ber heitið: „Ekki aðeins með pensli og olíu, 99 málarar í Lista- höll Hamborgar og málunar- tækni þeirra“. Tæpum tveim mánuðum seinna kom ég í tvö herbergi Kunstforum í Berlín, þar sem hægt var að fá allar upp- lýsingar um listaverk safnins á stórum og afar fullkomnum tölvuskjám. Hafi einhver mynd- listarmaður einhvern tímann sagt að söfnin væru besti skólinn, sem margur hefur x-aunar fullyrt í tímans rás, má það vissulega til sanns vegar færa og í n'kara mæli en nokkru sinni fyrr ... Það var eðlilega af drjúgri for- vitni sem rýnirinn nálgaðist framnínginn, List um List, í Listasafni Kópavogs fyrr í sum- ar. Um var að ræða farandsýn- ingu á forvörslu listaverka, sem sett er upp í samvinnu við l’Instuto per l’Arte e il Restauro vPallazzo Spinelli“ í Flórenz, ítalska sendiráðið á Islandi og Itölsu menningarmiðstöðina í Osló. Þar sem hún stóð einungis yfir eina helgi gafst skiljanlega ekki tóm til neinna skrifa í það sinnið, en nú er hún komin aftur á fyrri stað og verður þar til 10. október. Engum blöðum er um það að fletta að sýningin á afar mikið erindi til Islands, og þess vegna kom frumstæð fram- kvæmd hennar mér strax meira en lítið spánskt fyrir sjónir. Fyrir hið íyrsta voru allir textar á ensku og ítalskt tal á myndbandi sem í gangi er. Atti eðlilega von á að nægur tími hafi unnist til að bæta úr þessu er mig bar að garði á dögunum, enda naumast tiltakanlega mikið verk að þýða textana á spjöldunum og mynd- bandinu. Það hafði þó ekki verið gert en hins vegar var komin við- bót í formi ljósprentaðs texta sem er 9 heftaðar síður, þar sem til- greindar eru allar aðferðir sem notaðar eru við sjálfa forvörsl- una; „Hugleiðingar um nútíma forvörslu", sem virðist í raun frekar í formi skilaboða og al- mennra upplýsinga til nemenda á verkstæðum en hins tilfallandi sýningargests. Gæti einnig hafa verið upplýsandi fyrirlestur í fá- mennum hópi áhugamanna. Saknaði jafnt almenns fróðleiks um tildrög sem aðdraganda sýn- ingarinnar, sem kemur þó að hluta til fram í fréttatilkynningu (!), hver væri höfundur hugleið- inganna og þýðandi þeirra. Hins vegar er textinn gild viðbót sem gott er að hafa á milli handanna, þó svo að þýðingin virki á köflum innhverf og stofnanaleg. Það kemur gestinum og sýningunni í sjálfu sér þannig ekki hið minnsta við, að forvörðurinn njóti enn ekki þeirrar faglegu virðing- ar sem hann verðskuldar, og að ekki skuli vera fyiir hendi laga- leg viðurkenning á réttarstöðu hans og reglugerð um starfs- greinina, eins og þar stendur. Það er stéttarfélagsmál sem kemur sömuleiðis forvörslu í innsta eðli sínu lítið við. Hver upplýstur maður hlýtur hins veg- ar að vera því hjartanlega sam- mála, að þörf sé á heildrænni stefnumótun sem tekur til vernd- unar umhverfisins í víðasta skiln- ingi og varðveislu og verndunar handvei’kshefðanna. Það mun hins vegar mörgum nýr og afleit- ur fróðleikur, að hvergi séu fyrir hendi viðmiðunarreglur um sér- hæfða menntun í faginu og að hvorki menningarstofnanir né stjórnmálamenn hafi gefið til kynna hvemig þau sjái fyrir sér hlutverk forvöi’slu í framtíðinni. Á síðustu tímum myndfalsana í stórum stfl, er afar mikilvægt að menn geri sér nokkra grein fyrir eðli forvörslu og málunartækni. Það gæti aftrað stórslysum við uppsetningu fornminjasýninga og innkaup listaverka á söfn eins og hér hefur gerst, er alls ófróðir menn um þessa þætti hafa átt í hlut, þótt bóklegir fræðititlar væru í lagi. Hvernig sem á málið er litið, er forvarsla eitt hið mikilvægasta i starfsemi safna, allt í senn til að sjá um viðhald listaverka, að tryggilegast sé gengið frá þeim, fyrii-byggja slys og vei'a til ráðu- neytis við innkaup ef einhver vafi leikur á um höfund myndverka. Þá eykur það vægi foxvörslunn- ar að á þessum tímum hvers kon- ar tilrauna með efni og útfærslu myndverka, verða óhjákvæmilega einhver mistök og hendir jafnvel nafnkenndustu listamenn samtíð- arinnar, allt frá pop-listamönnum fram á daginn í dag og mætti nefna hér fjölda dæma. Jafnvel myndir Anselms Kiefers, enx þeg- ar farnar að láta á sjá og sumar í svo slæmu ástandi að eiginlega ættu þær að óbreyttu ekki að vera til sýnis almenningi. Ekkert lista- vei-k varðveitist að eilífu í upp- nxnalegri mynd, en hér hefði Ál- bi-echt Diirer væntanlega rifið í hár sér, því hann vildi að myndii' sínar héldu sér hreinar og ferskar í 500 ár! Að öllu samanlögðu nær sýn- ingin List um list ekki tilgangi sínum eins og frá henni er geng- ið, fer um margt fyrir ofan gai'ð og neðan, og er að auk alltof smá í sniðum, virkar tóm og innihalds- lítil þótt hún beri í sér ómældan fróðleik og myndbandið sé hið áhugaverðasta. En ef hún mark- ar upphaf stærri og skilvii'kari framníngs á sviðinu og verður til aukins og almennari skilnings á þýðingu forvörslu og málunai'- tækni mega menn meira en vel við una. Bragi Ásgeirsson í leit að lífi KVIKMYIVDIR lláskólabfó BRASILÍUSTÖÐIN „Central do Brasil" ★★★ Walter Salles/Brasilía 1998. UM aðaljárnbrautarstöðina í Ríó de Janeii'o fara þúsundir manna á dag. Mitt í þessum ys og þys, skít og hávaða situr hin fúla Dora, sem eitt sinn var kennari, en skrifar nú bréf fyrir fólk sem hún fyrirlítur. Ana kemur með níu ára son sinn, Josué, til Doru og lætur hana skrifa bréf til foður hans sem hann hefur aldrei þekkt. Þegar Ana deyr af slysförum tekur Dora, af ein- hverjum ástæðum, Josué með sér heim, og það á eftir að mýkja vexnx- lega gamalt og harðnað hjarta keriingar. Brasflíustöðin er saga af tveimur ólíkum manneskjum sem leggja af stað í leiðangur þvert yfir Brasilíu í leit að nýjum byrjunai-reit; Josué í leit að pabba sínum, en Dora í leit að sjálfri sér og nýrri og bjartari lífssýn. Handritið er ekki sérlega viðburðamikið, heldur lýsir á skemmtilegan og hugljúfan hátt samskiptum Josué og Doru. Strák- urinn er skemmtilegur, hreinskil- inn, næmur á umhverfið og fólk og grípur tækifærin sem gefast. Dora hefur í rauninni aldrei gefið lífinu í sjálfri sér, eða lífinu almennt, tæki- færi til að blómstra, heldur logið, komið sér létt frá hlutunum og reynir af vanmáttugri illkvittni að ráðskast með líf fólksins sem hún skrifar fyrir. Það verður ekki annað sagt en að Fernanda Montenegro og Vinícius de Oliveira séu stór- kostleg í hlutverkum sínum sem Dora og Josué. Samleikur þeirra er einstaklega áhrifaríkur; það er ótrúlegt hversu sannfærandi þessi tíu ára fyrrverandi skóburstari er, hvernig kellu tekst að leika á móti algjörlega óreyndum leikara og honum að hafa í fullu tré við hana. Myndin gefur áhorfendum einn- ig nýja og upplýsandi sýn á Brasil- íu og brasilísku þjóðarsálina, bæði gegnum fólkið sem Dora skrifar fyrir og fólkið sem þau skötuhjú kynnast á leiðinni. Höfuðbox-ginni er lýst sem grimmum og hörðum heimi þar sem einmana fólk hefur ekki tíma fyrir tillitssemi og þar sem eins dauði er annars brauð. Falleg myndataka sýnir stórkost- lega landsbyggðina, þar sem óupp- lýst og fátækt fólk býr. Það er smá landkynningarbragur á þessari vegamynd, en hún er skemmtilega laus við allar klisjur og örugglega mjög áreiðanleg. Saga stráksa og kerlingar er fal- leg saga af fólki í leit að betra lífí. Hún er skemmtileg og forvitnileg stundarvera í framandi heimi. Hildur Loftsdóttir J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.