Morgunblaðið - 07.09.1999, Side 26

Morgunblaðið - 07.09.1999, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fjórir myrtir í Frakk- landi MAÐUR á fertugsaldri, sem átt hefur við geðræn vanda- mál að stríða, skaut fjóra ætt- ingja sína til bana og særði einn mann í þorpinu Verger í vesturhluta Frakklands í gær. Að sögn lögreglu er mannsins nú leitað, en hann flúði af vettvangi eftir ódæðið. Fórn- arlömbin voru þrjár konur á aldrinum 50-75 ára og 78 ára gamall karlmaður. Harðir bar- dagar í Dagestan RÚSSNESKAR hersveitir háðu harða bardaga við tsjets- neska skæruliða í Dagestan í gær, og talið er að tugir manna hafí týnt lífi. Rússai’ sendu liðsauka á svæðið, og fregnir bái’ust einnig af straumi skæruliða yfir landa- mærin frá Tsjetsníu. Stjórn- völd i Tsjetsníu fullyrtu í gær að Rússar hefðu gert árásir á fimm þorp í austurhluta Tsjetsníu, með þeim afleiðing- um að 43 biðu bana, en rúss- neska varnarmálaráðuneytið vildi ekki staðfesta þetta í gær. Rússnesk stjórnvöld kenna skæruliðum um spreng- inu sem varð í íbúðablokk í borginni Buinaksk í Dagestan á sunnudag, þar sem að minnsta kosti 50 manns létust og yfir 50 særðust. Blair vill fækka barn- eignum táninga TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í viðtali við dagblaðið Observer á sunnudag að þörf væri á „nýj- um siðferðisviðmiðum", í kjöl- far fregna um að tvær 12 ára breskar stúlkur hefðu nýlega orðið barnshafandi. Talsmað- ur Blairs neitaði því í gær að forsætisráðherrann hyggðist hi'inda í framkvæmd eins kon- ar siðvæðingarherferð, eins og reyndist Ihaldsmönnum skeinuhætt á síðasta kjör- tímabili. Hann sagði hins veg- ar að stjórninni bæri skylda til að reyna að stemma stigu við fjölgun á bamaeignum táninga, en tíðni þeirra er hærri í Bretlandi en nokkurs staðar í Evrópu. Kasmírbúar sátu heima FJÓRÐUNGI kjósenda á Indlandi gafst kostur á að greiða atkvæði sitt í fyrstu umferð þingkosninga, sem fram fór á sunnudag. Kosn- ingaþátttaka var um 55%, sem er í meðallagi. Helst bar til tíðinda að 85% kjósenda í Ka- smír sátu heima til að mót- mæla yfirráðum Indverja í héraðinu. Kosningunum lýkur eftir mánuð. ERLENT Lögreglumenn kanna flak bifreiðarinnar sem sprakk í loft upp í Haifa. Flóð í Kína Meira en þús- und hafa farist Reuters Astandið þó skárra en í fyrra ÓTTAST er að meira en 220 hafi farist af völdum mikilla flóða í Zhejiang-héraði í Kína um helgina og hafa flóðin í Kína þá valdið dauða meira en þúsunds manna í ár. Astandið er þó talsvert betra en í fyrra þegar fjögur þúsund manns fómst í verstu flóðum í Kína í meira en fjörutíu ár, að sögn Sól- veigar Ólafsdóttur, sem starfar að upplýsingamálum fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Kína. Sólveig sagði í samtali við Morg- unblaðið að Alþjóða Rauði krossinn ynni nú að því að byggja upp flóð- varnir og þjálfa Kínadeild Rauða krossins í að takast á við hin gífur- legu flóðavandamál sem koma upp ár eftir ár. „Og kínversk yfirvöld og kínverski Rauði krossinn hafa látið þess getið að ástæða þess að afleiðingar flóðanna í ár hafa ekki verið jafnt slæmar og í fyrra sé sú að þeir hafi verið betur undirbúnir og betur getað virkjað sitt fólk í að tryggja að flóðvarnargarðar bresti ekki,“ sagði Sólveig. Sólveig er nýkomin frá flóða- svæðum í héraðinu Hunan og þótt ástand sé betra nú en í fyrra er engu að síður talið að tvær milljón- ir manna hafi verið fluttar frá heimilum sínum í Hunan, Anhui- héraði, Jiangxi og Hubiei og 1,8 milljónir manna hafa misst heimili sín. „Eitt þorp sem ég kom til var í raun alveg í kafi. Af 125 þúsund íbúum þorpsins hafa 75 þúsund misst heimili sín og 40 þúsund leit- að skjóls í tjaldbúðum á árbakkan- um,“ sagði Sólveig. „Þetta fólk hef- ur glatað öllum eigum sínum og getur hvergi hallað höfði sínu,“ er haft eftir Sólveigu í fréttaskeyti ft'á AFP. Mun Alþjóða Rauði krossinn hafa ákveðið að einbeita sér að því að aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir búsifjum vegna flóða ár eftir ár, „fólk sem er fast í vítahring fá- tæktar af því að það hefur ekki efni á að koma undir sig fótunum að nýju,“ sagði Sólveig við Morgun- blaðið. Bílsprengjur sprungu í ísrael skömmu eftir undirritun Wye-2 Arabískir Israelar grunaðir um aðild Jerúsalem, Gazaborg. Reuters. AFP. LÖGREGLA í Israel hefur grun um að ísraelskir ai'abar hafi verið í tveimur bifreiðum, sem hlaðnar voru sprengiefni og sprungu í norð- urhluta landsins á sunnudag, eftir að skrifað hafði verið undir sam- komulag milli ísraela og Palestínu- manna. Reynist grunurinn réttur er þetta í fyrsta sinn sem ísraelskir rík- isborgarar af arabískum uppruna eru viðriðnir bílsprengjutilræði, að því er haft er eftir öryggismálasér- fræðingum. Israelska útvarpið greindi frá því í gær að rannsókn málsins hefði þegar skilað nokkrum árangri. Hefði ísraelska lögreglan fært fimm manns til yfirheyrslu, en engar upp- lýsingar fengjust um málið frá lög- reglunni. Annar bflanna sprakk í bænum Tiberias við Galelíuvatn á sunnudag, og létust báðir mennirnir sem voru í honum. Nokkrum mínútum slðar sprakk sprengja í bfl í borginni Haifa, og lést maðui-inn sem var í honum. Fjórði maðurinn, sem talið er að hafi tengst sprengjutilræðun- um, er sagður í lífshættu. Sögðu ör- yggismálasérfræðingarnir að lög- regla teldi að tveir mannanna sem fórust hafi verið frá arabíska þorp- inu Daburiya í Israel. Ibúi í þorpinu sagði að foreldrar mannanna hefðu verið fluttir á brott í gær til erfðaefnagreiningar til að staðfesta að líkamsleifarnar væru af umræddum mönnum. Sagt var að þeir hafi báðir verið meðlimir í sam- tökum bókstafstrúaðra mú- hameðstrúarmanna í Israel. Áhrif á friðarumleitanir? Ekki var liðinn einn sólarhringur frá því Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, og Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palestínumanna, und- irrituðu breytta útgáfu af Wye-sam- komulaginu, svonefndan Wye-2 samn- ing, um landaafsal og öryggisgæslu. Arafat sagði að hann hefði rætt við Barak í síma eftir að sprengj- urnar sprungu og fordæmt það sem hann kallaði „skemmdarverkastarf- semi sem svara verður í sömu mynt“. Enginn hefur lýst sig ábyrg- an fyrir sprengjutilræðunum, sem þykja minna á tilræði sem framin hafa verið af samtökunum Hamas og Jihad, sarntökum sem berjast gegn því að Israelar og Palestínu- menn geri samkomulag sín í milli. A laugardaginn höfnuðu Hamas Wye-2 samningnum og sögðu hann til marks um sigur Israels yfir Pa- lestínumönnum. Andlegur leiðtogi samtakanna, Ahmed Yassin sheikh, var spurður hvort brugðist yrði við samningnum með hermdarverkum og sagði hann það komið undir hern- aðararmi samtakanna. Fréttaskýrendur segja stóru spurninguna vera þá, hvort tilræðin muni hafa áhrif á friðarumleitanirn- ar. Barak hefur áður lýst því yfir að hermdarverk gætu teflt þeim í tví- sýnu. Utanríkisráðherra Israels, Davíð Levy, sagði að Arafat vissi að „engin hryðjuverk verða liðin á með- an friðai'umleitanir standa". Hann sagði hins vegar að ísraelsk stjórn- völd vildu kynna sér allar stað- reyndir málsins áðui- en frekari yfir- lýsingar yrðu gefnar. Ekki ákveðið hvenær Austur- Evrópuríki fá inngöngu í ESB Saariselka. AFP. FLEST aðildarríki Evrópusam- bandsins (ESB) vilja ekki slá því föstu á leiðtogafundi í Helsinki í desember hvenær löndunum fimm í Mið- og Austur-Evrópu, sem auk Kýpur eiga nú í viðræðum um ESB- aðild, á að gefast kostur á því að hljóta inngöngu í sambandið. Þetta sagði Hubert Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, á blaðamann- fundi að loknum fundi utanríkisráð- herra ESB-ríkjanna 15 sem fram fór um helgina í norður-finnska bænum Saariselka. Vedrine sagði það ekki myndu vera skynsamlegt að slá fastri ein- hverri ákveðinni inngöngudagsetn- ingu. „Það á að ljúka aðildarviðræð- unum á þeim tíma sem þær þurfa,“ sagði hann. „Slík ákvörðun [um fasta dagsetningu] væri vond fyrir Evrópu og Evr- ópusambandið.11 J o s c h k a Fischer, utanrík- isráðherra Þýzka- lands, var hins vegar á öðru máli. Svo lengi sem fasta dagsetningu vantaði skorti umsóknarríkin - Pólland, Tékkland, Ungveijaland, Slóveníu, Eistland og Kýpur - raunverulega hvatningu til að gera þær efnahagslegu um- bætur sem nauðsynlegar væru fyrir ESB-aðild. Fischer sagði ennfremur, að til greina kæmi að á leiðtogafundinum í desember yrði Tyrkland viður- kennt sem ríki sem eigi kost á aðild að ESB. Ismail Cem, utanríkisráð- herra Tyrklands, yrði boðið til formlegs fundar ESB-utanríkis- ráðherranna í Brussel í næstu viku. Vedrine sagði að flest ESB-rík- in vildu stefna að því að á leiðtogafundinum í Helsinki í desember, sem marka mun há- punkt formennskumisseris Finn- lands í ráðherraráði ESB, yrði ákveðið að hefja fullgildar aðildar- viðræður einnig við hin austur-evr- ópsku ríkin sem sækjast eftir ESB- aðild, auk þeirra sem nú þegar hafa hafið viðræður. Lettland, Litháen, Slóvakía, Rúmenía og Búlgaría höfðu áður verið metin skemur á veg komin í undirbúningi aðildar og fengu því ekki að hefja aðildarvið- ræður á sama tíma og fyrmefndu ríkin. Ennfremur er talið, að Möltu verði einnig boðið að hefja aðildar- viðræður snemma á næsta ári. Pólsk stjórnvöld hafa ítrekað tek- ið fram að þau óski þess að landið fái inngöngu í ESB í ársbyrjun 2003. Olíusölu- og flugbanni aflétt Tilkynnt var um það í gær, að ráðherramir hefðu ennfremur tekið um það ákvörðun á fundinum á sunnudag, að Evrópusambandið aflétti banni við olíuverzlun við og flugi til Kosovo og Svartfjallalands, í því skyni að reyna að gera líf al- mennings bærilegra í þessum tveimur hémðum sambandsríkisins Júgóslavíu. jl- EVRÓPA*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.