Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Ferðamálaskóli Boðið verður upp á þriggja anna starfstengt ferðamálanám í Ferðamálaskólanum í Kópavogi eftir áramót. Með hinu nýja námi er komið til móts við þarfír og kröfur markaðarins, að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur forstöðumanns. Mikil ásókn er í skólann og áform um að taka við fjörutíu í nýja námið. Krafa um menntun í ferðaþjónustu • Nemendur geta farið í starfsþjálfun meðfram námi á annarri önn • Kennsla fer fram á kvöldin. Kennd verður löggjöf í ferðamálum Ferðamálaskólinn í Kópavogi hefur um nokk- urt skeið boðið upp á leið- sögunám, alþjóðlegt ferða- skrifstofunám og tveggja anna ferða- fræðinám. í janúar á næsta ári verð- ur skipulagi ferðafræðinámsins breytt. Tekið verður upp þriggja anna starfstengt ferðamálanám sem skiptist í tvær námsbrautir; ferða- fræðinám og hótel- og gestamót- tökunám sem er nýjung. Með hinu nýja námi er komið til móts við þarf- ir og kröfu markaðarins, að sögn Sigríðar Þrúðar Stefánsdóttur for- stöðumanns. Hún segir ferðaþjón- ustu hafa breyst mikið á tiltölulega skömmum tíma, kröfur hafí til að mynda aukist um fagleg vinnubrögð. Breytingarnar á ferðamálanáminu miði að því að tengja saman fræði- greinar ferðaþjónustu og hagnýta þekkingu. Sérstök áhersla er lögð á upp- byggingu og starfsemi ferðaþjónustu á Islandi og móttöku erlendra ferða- manna í hinu nýja starfstengda námi. „Stílað er inn á ísland sem ferðamannaland, inn á móttöku er- lendra ferðamanna og uppbyggingu ferðaþjónustu. Hvernig varan Island verður til og hvernig hún er seld. Hvaðan þessir erlendu ferðamenn koma og hvernig við eigum að með- höndla þá. Einnig er farið inn á starfsemi í ferðaþjónustu erlendis og sölu ferða frá Islandi til annarra landa og er þá sérstaklega miðað við framboð og starfsemi utanlands- deilda ferðaskrifstofa hér á íslandi," sagði Sigríður Þrúður. Faggreinar ferðaþjónustu Ferðamálanámið samanstendur af rúmlega 20 bóklegum áföngum og þriggja mánaða starfsþjálfun. Áhersla er lögð á kennslu faggreina ferðaþjónustu á borð við ferðalanda- fræði, rekstrarþætti íyrirtækja í ferðaþjónustu, samskipti í þjónustu, markaðsfræði, tungumál og bókunar- kerfi ferðaskrifstofa, flugfélaga og hótela. Kennsla í bókunarkerfum er heilmikið unnin í samstarfi við fyrir: tækin, að sögn _ Sigríðar Þrúðar. I ferðalandafræði íslands fræðast nem- endur meðal annars um áfangastaði, hvaða staðir eru ferðamannastaðir og hvers vegna. í hinu nýja námi verður í fyrsta sinn kennd löggjöf í ferðamál- um. Þá er áfangi um umhverfismál kenndur í ferðafræði, þar sem jákvæð og neikvæð áhrif ferðaþjónustu á um- hverfið eru skoðuð. Sigríður Þrúður segir að þar sé meðal annars leitað út fyrir landsteinana og könnuð neikvæð áhrif sem ferðaþjónustan hefur haft á samfélag, menningu og umhverfi í öðrum löndum. Kenndur er áfangi um menningu, þar er íslenskt samfé- lag skoðað og erlendir menningar- heimar. Tímabært að starfstengja námið „Ferðamál eru að fá aukið vægi sem fræðigrein um allan heim og við byggjum auðvitað á því. Við þurfum líka að horfa á að þetta sé hagnýtt, þess vegna finnst okkur svo mikilvægt að geta boðið upp á starfsþjálfun,“ sagði Sigríður Þrúð- ur um námið. „Við höfum sent nem- endur í stutta starfsþjálfun undan- farin ár og fengið mjög góðar mót- tökur og viðbrögð hjá fyrirtækjun- um. Við mátum það því þannig að tími væri kominn til þess núna að efla þessi tengsl enn frekar,“ sagði hún. Nemendur geta farið í starfsþjálf- un meðfram námi á annarri og þriðju önn, að sumri eða tekið starfsþjálfun sem fjórðu önn. Ætlast er til að þeir starfi allt starfsnámstímabilið hjá sama fyrirtæki. Nemendum er í sjálfsvald sett hvert þeir fara í starfsþjálfun, svo framarlega sem fyrirtækið sem verður fyrir valinu starfar á sviði ferðaþjónustu. „Það gæti verið upplýsingamiðstöð, það gæti verið safn. Hér náum við heild- arsýn yfir ferðaþjónustuna," sagði Sigríður Þrúður. Hún gerir ráð fyrir því að skólinn aðstoði nemendur fyrst í stað við að finna pláss hjá fyr- irtækjunum. Ferðamálanámið var þróað innan veggja Ferðamálaskólans og einnig að höfðu samráði við atvinnulífið. „Við höfum haft í hyggju í nokkur ár að breyta ferðafræðináminu og efla samstarfið við atvinnulífið. Við fór- um og töluðum við fyrirtæki í ferða- þjónustu og Samtök ferðaþjónust- unnar og undirbjuggum þetta á þann hátt mjög vel,“ sagði Sigríður Þrúður. Hún segir verknám lengi hafa verið stóran hluta af sambæri- legu námi erlendis, hér sé það hins vegar algjör nýjung. Hún segir alla sem rætt hefur verið við mjög já- kvæða gagnvart þessari þróun á ferðamálanámi og tilbúna að taka þátt í henni. Fer ðaþj ónustufyrirtæki vilja gott starfsfólk sem kann fagleg vinnubrögð „Við erum líka að þessu til að fyr- irtækin, atvinnugreinin, fái tæki- færi til að hafa áhrif á námið þannig að skólarnir séu ekki bara að búa eitthvað til sem hentar í rauninni ekki. Þess vegna finnst okkur þessi tenging skipta svo miklu máli. Við fáum þá líka að heyra hvort við sé- um að gera rétta hluti, því þótt við höfum öll reynslu og séum oft á tíð- um að vinna í atvinnugreininni er- um við ekki þar alla daga,“ sagði Sigríður Þrúður. Hún segist merkja mikla breytingu á því síðustu ár að fyrirtæki í ferðaþjónustu leitist eftir að ráða menntað starfsfólk. Hún segir mikla ásókn í nám við Ferða- málaskólann, 200 manns stundi að jafnaði nám við skólann og vísa þurfi umsækjendum um námsvist frá. Sigríður segir áformað að taka við um 40 nemendum í hið nýja nám sem hefst í janúar. Þegar er farið að taka við umsóknum og Sigríður ger- ir ráð fyrir að tekið verði við þeim fram í október. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða starfsreynsla. „Við höfum ekki hengt okkur í stúdents- prófið. Við viljum alveg eins meta fólk inn eftir reynslu," sagði Sigríð- ur. Þess er ekki krafist af nemendum að þeir séu í fullu námi. Nemendum er boðið upp á að taka áfanga og áfanga en í fullu námi er kennt u.þ.b. fjórar klukkustundir á dag. Kennsla fer fram á kvöldin, kennt er frá klukkan hálfsex til klukkan tíu öll kvöld nema á föstudögum. Þá lýkur kennslu fyrir klukkan átta. Skóla- gjöld í Ferðamálaskólanum eru að meðaltali 40 til 50 þúsund krónur á önn. „Ferðaþjónustan er eins og aðrar atvinnugreinar, gengur í gegnum ákveðið lífsskeið og þroskaferli," sagði Sigriður. „Frumkvöðlarnir sem byrjuðu hérna fyrir einhverjum 30 árum voru sjálfmenntaðir og ruddu brautina. Núna er sennilega þriðja eða fjórða kynslóð að taka við. Þær geta auðvitað nýtt sér þá miklu reynslu sem hefur safnast saman en vinnubrögðin hafa mikið breyst.“ Sigríður segir samkeppni hafa aukist í ferðaþjónustu og um leið séu ríkari kröfur gerðar um fagleg vinnubrögð og gott starfs- fólk. Þessum kröfum þurfi að standa undir og hið nýja nám sé skref í þá átt. Nýjar bækur 9MUNDOS 1 er kennsluefni í spænsku fyrir byrjendur í þýðingu Signrðnr Hjurtnrsoimr. Bókin skiptist í fjóra þætti: lesbók, vinnu- bók, þrjái- hljóðsnældur og kenn- arahandbók. í bókinni er þrjátíu og einn leskafli með samtölum og fræðslutextum. Auk þess eru í henni málshættir, söngvar og ljóð. í flestum lesköflunum er texti á ís- lensku um hinn spænska menning- arheim. Einnig er í lesbókinni mál- fræðiágrip. í vinnubókinni er aðaláhersla lögð á æfingar sem þjálfa sam- skipti; það að segja setningar, stinga upp á einhverju, vera ósam- mála o.sv.frv. Á fcveimur hljóðsnældum eru ail- ir textar og söngvar úr lesbókinni, en á þriðju snældunni eru þrettán hlustunaræfingar. I kennarahand- bók eru lausnir á.yerkefnum, til- lögur að prófum og texti hlusfun- aræfinganna. Utgefandi er Mál og menning. Mundos 1 lesbók er með fjölda lit- mynda, prentuð í Noregi og er 128 bls., vinnubókin er 148 bls., prent- uð hjá Steinholti hf. Anna Cynthia Leplar gerði kápur beggja bókanna. Verð lesbókar: 2.950 kr., verð vinnubókar: 2.280. Saman í pakka, verð: 4.480 kr. • GEITUNG URINN1 eftir Árna Árnason og Halldór Baldursson er verkefnabók handa börnum á for- skólaaldri, einkum ætluð börnum sem farin eru að sýna áhuga á stöf- um og tölum. í fréttatilkynningu segir að bók- in sé samin með það fyrir augum að veita undirbúning fyrir lestrar- nám barna. Haft hafi verið að leið- arljósi við samningu heftisins að foreldrar og barn geti átt skemmtilega stund saman yfir heftinu. Það sem tekið er fyrir í heftinu er m.a. foræfingar í skrift, tölurnar frá 1-9 og æfingai- í að telja, litir og form, allt stafrófið í stórum stöfum til að lita, skrifa, klippa og líma, þrautir, stafaleit og orðaleit, litað eftir 'númenim og verkefni í að klippa og líma. Árni Árnason «r kennari að * - mennt og hefur m.a. starfað i rúm- an áratug við ritstjórn í kennslu- bókaútgáfu. Hann hefur skrifað margar barnabækur, þ. á m. lestr- arkennslubók og lestrai’þjálfunar- efni. Halldór Baldursson teiknari hefur um árabil myndskreytt fjölda þekktra barnabóka auk kennslubóka sem notaðar eru í grunnskóla. Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 48 bls. í A4 broti. Umbrot og hönnun fór fram hjá Æskunni ehf. en Veröld ehf. annaðist prentun. Verð 690 kr. Morgunblaðið/Kristinn Ólafur, Stefán S., Guðmundur Ilauksson yfirsmiður og Öm í Fylkishöllinni. Tónlistarskóli í Fylkishöll TÓNLISTARSKÓLI Árþæjar hefst .13. september næstkomandi í nýju húsnæði sem hefur verið innréttað í Fylkishölliimi gegnt Árbæjarsund- laug. Stefán S. Stefánsson skóla- stjóri segir að í húsinu efli bömin þar með bæði líkama og sál. Stefán var áður með Nýja músík- skólann en gerði á liðnu ári þjón- ustusamning við Reykjavíkurborg og breytti nafni skólans í kjölfarið. Hann hefur einnig gert fimm ára samning við Fylki. Brýn þörf er fyr- ir tónlistarskóla í hverfinu líkt og í öði’um hverfum borgarinnar. Stefán segir að í fyrra hafi ýmsir foreldrar lagt töluvert á sig til að koma börn- unum í tónmenntir. „fjin móðir keyi’ði börnin sjn út-á Seltjamárnes í tólistarskóla allan síðasta vetur,“, nefnir Stefán sem dæmi., Fylkishöllin í Árbæ er rúmgóð og fara um 140 fermetrar á annarri hæð undir tónlistarskólann og verða í honum fjórar kennslustofur. Sér- stakar ráðstafanir eru gerðar til að hljóðeinangra þær. Skólinn er bæði fyrir börn og fullorðna. „Kennt verður á flest hljóðfæri, og kennarar verða um tíu,“ segir Stefán. Hann segir að í skólanum starfi nemenda- hljómsveit og einnig söngdeild, sem skiptist í söngleikjadeild og ein- söngsdeild. „Hér er kjörið tækifæri til að sarafcvinna hreyfingu og tón- Kst,“ segir hann og bendir á að í hus- inu sé starfandi líkamsræktarmið- stöð. Örn Hafsteinsson og Ólafur Loftsson hjá Fylki eru mjög ánægðir með tónlistina í húsinu. „Okkur líst mjög vel á þetta. Við vorum með ónotað húsnæði og þetta léttir leiðina að því að klára húsnæðið," segir Örn. Fylkir borg- ar framkvæmdina en í fyrstu var gert ráð fyrir félagsaðstöðu þar sem tónlistarskólinn verður. Ólafur segir að með þessum framkvæmd- um verði einnig til salur í rýminu sem henti þeim vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.