Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 31 LISTIR Belgurinn axlaður SAGNABELGUR, úr- val smásagna eftir Þórarin Eldjárn, kom út nýlega, en margar smásagna hans hafa lengi verið ófáanleg- ar á prenti. Bókin er m.a. gefin út í tilefni af 25 ára rithöfund- arafmæli Þórarins, en ljóðabókin Ydd (1984) var einnig end- urútgefin á árinu. Með útgáfu Ydds og Sagnabelgs er á vissan hátt litið yfír rithöfundarferil þinn. Þú óttast ekki, líkt og ein sögupersóna þín, að vera met- inn af verkum þínum? „Maðurinn sem var metinn sem það sem hann væri hafði aldrei gert neitt því hann hætti alltaf við að gera það sem hann ætlaði að gera. Mér fínnst hins vegar allt í lagi að vera metinn að einhveiju leyti sem það sem ég var. Með Sagnabelg er þó ekki fyrst og fremst litið um öxl, fremur er belgurinn axlaður og um leið staldrað við, skoðað í hverju er bitastætt og það skásta sett á vet- ur. En ferðin framundan skiptir þó auðvitað mestu máli.“ Nú semur þú jöfnum höndum ljóð, smásögur og skáldsögur. Á eitt betur við þig en annað? „Ég held að ég sjálfur hafí mesta ánægju af að fást við smásögur oghátt- bundin Ijóð. í báðum tilfellum þarf maður að vera dálítið knapp- ur og smeygir sér gjaman í spennit- reyju. Ég hef nefni- lega gaman af að setja mér forsendur sem em dálítið þröngar og reyna svo að vinna út frá þeim punkti. Það er mér þó ekki síður mikilvægt að birtast stundum úr nýrri átt - að stilla mér upp á nýjum stað, bæði fyrir mig og eins fyrir lesandann. Það er hressandi að geta stundum birst úr óvæntri átt og gaman að gera fólki bilt við.“ Smásögurnar í Sagnabelg ein- kennast bæði af frásagnargleði og fijóu ímyndunarafli. Hvernig verða sögumar til? „Þetta er hrærigrautur. Sumt byggist á persónulegri reynslu, sumt á einhveiju sem mér hefúr verið sagt og sumt á einhveiju sem ég hef lesið eða rekist á ann- ars staðar. Oft breytir maður hlutum eða bjagar þannig að ýmislegt sem lít- ur alls ekki út fyrir að vera per- sónuleg reynsla getur samt verið það. Persónur geta til dæmis verið á allt öðmm aldri en maður sjálfur eða skipt um kyn eða bara hvað sem er þannig að enginn hugsi um þær á persónulegum nótum. Smásagan í dag er orðin hálf- gerð amaba, þetta em oft stemm- ingar, hugleiðingar og jafnvel lýr- ík, enda margt sem eitt sinn hét prósaljóð nú kallað örsaga. Eng- inn þráður eða framvinda, um- skipti og óvæntur endir. Slíkir hlutir em hins vegar partur af ákveðinni íþrótt sem mér finnst að þurfí helst að vera í skáldskap. Iþróttin dugar auðvitað ekki ein út af fyrir sig, en asskoti má nú komast langt á henni.“ Að lokinni þessari ræðu fór Skúli heitinn að rekja fyrir mér öll verkin sem hann hafði skapað á ýmsum skeiðum ævi sinnar eftir innri baráttu og þrotlaust starf, en svo látið vera að skrifa. Þessum verkum verður ekki með orðum lýst, enda væri ég hér að bregðast trúnaði höfundarins ef ég reyndi slíkt. Þó fullyrði ég hér að öll verk Skúla W. Skíðdal hafa orðið ís- lenskum bókmenntum sá hvati og sú lyftistöng í senn sem raun ber vitni einmitt vegna þess að hann lét þau órituð. Ur Maðurinn sem er það sem hann væri. Þórarinn Eldjárn Jazzhátíð Reykjavíkur haldin í níunda sinn NÍUNDA Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett 8. september í Tjamar- sal RáðhússReykjavíkur. Dixiland- hljómsveit Ama Isleifs ríður á vað- ið, síðan leikur hljómsveitin The Immigrants frá Svíþjóð og loks tríó Agnars Más Magnússonar. Um kvöldið leika The Immi- grants í Súlnasal Hótels Sögu og Hilmar Jensson heldur útgáfutón- leika með sextetti sínum í Kaffileik- húsinu, en þar leika m.a. bandaríski saxófónleikarinn Andrew D’Angelo og íslenski sellistinn Bryndís Halla Gylfadóttur. Grammið gefur disk þeirra, Kerfíl, út. Á fimmtudagskvöld verður boðið upp á þrenna tónleika; Agnar Már Magnússon leikur með þýskum fé- lögum sínum á Sóloni íslandusi, kvartett Tómasar R. Einarssonar ásamt Einari Má Guðmundssyni kemur fram í Kaffileikhúsinu og les Einar upp ljóð eftir sig sem Tómas hefur tónsett. I Tjarnarbíó ræður Tilraunaeldhúsið ríkjum undir yfir- skriftinni: Framtíðarjazz. Þar koma fram m.a. Jóel Pálsson og Jónsi í „Sigur-Rós“. Á föstudagskvöld verður boðið uppá ókeypis jazz á átta veitinga- húsum í miðbæ Rpykjavíkur, en dixílandhljómsveit Áma ísleifsson- ar startar á Ingólfstorgi klukkan níu. Aðaltónleikar laugardagsins hefjast klukkan níu á Hótel Sögu þar sem söngkonan Etta Cameron syngur með Stórsveit Reykjavíkur undir stjóm Sæbjöms Jónssonar. Þetta er í fjórða skipti sem Etta heimsækir Island. Eftir tónleikana verður boðið upp á ball með Mill- jónamæringunum. Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur sunnudaginn 11. september með stórtónleikum í Islensku ópemnni. Þar leikur kvartett gítarleikarans John Abercrombies, sem hefur einu sinni heimsótt ísland áður - það var árið 1980. Nú leika með honum fiðlarinn Mark Feldman, hammondorgel- leikarinn Dan Wall og trommarinn Adam Nussbaum, en hann lék í ís- lensku óperanni 1985 með tríói gítaristans Johns Scofields. í Hallgrímskirkju verða haldnir tónleikar klukkan tvö þenna sunnu- dag. Þar blæs Sigurður Flosason í saxófón og Gunnar Gunnarsson leikur á orgel og er viðfangsefnið sálmar íslensku þjóðkirkjunnar í jazzbúningi. Slóðin á vefsíðu Jazzhátíðarinnar er http://go.to/ReykjavikJazz. Breytingar til bóta en léttvægir leikendur KVIKMYJVPIR Bfóborgin, Laugarásbfó THETHOMASCROWN AFFAIR ★ ★% Leikstjóri John McTiernan. Handritshöfundar Leslie Dixon, Kurt Wimmer. Kvikmyndatökustjóri Tom Priestley, jr. Tónskáld Bill Conti. Aðalleikendur Pierce Brosnan, Rene Russo, David O’Leary, Faye Dunaway, Ben Gazzara. 110 mín. Bandarísk. MGM, 1999. TÖKUVÉLARNAR koma of- anúr skýjunum og nálgast Metr- opolitan-safnið í Miðgarði. Súmma að lokum á armbandsúr Tómasar Crown (Pierce Brosn- an). Margmilljarðamærings og ofurhuga sem orðinn er hundleið- ur á takmarkaleysinu sem auð- æfin veita. Á allt sem peningar geta veitt og fær sína einu lífs- gleði út úr fífldjörfum listaverk- aránum. Er einmitt að undirbúa eitt slíkt, á 100 milljón dala Mon- et-verki í safninu þegar tökuvélin dregur hann fram á sjónarsviðið. Ránið tekst með ágætum, lög- reglan og Katarína (Rene Russo) harðsnúinn sérfræðingur í trygg- ingasvikum, em þegar komin á vettvang. Ránið er hinn full- komni glæpur. Eftir að hafa sett sig inn í máhð er Katarína þess hins vegar fullviss að þrjóturinn sé enginn annar en hinn flugháli auðkýfingur. Reynir að sanna það, en endar í bólinu hans. Það breytir engu um ásetning hennar og hjúin verða ástfangin. Reyna í sameiningu að finna út- gönguleið með einhverri reisn, dularfull kvenpersóna og afbrýði Kötu spilla fyrir, en Tómas er út- smoginn. Byggð á frægri, samnefndri kvikmynd frá sjöunda áratugn- um, með Steve McQueen og Faye Duanway. Þar skilur á milli með kvikmyndagerðunum. McTiem- an og handritshöfundamir hafa breytt ýmsu, m.a. vettvangi ráns- ins úr banka í listasafn, og þær breytingar em til bóta. Gallinn er sá að Pierce Brosnan og einkum Rene Russo era gjörsamlega vigtarlaus bæði. Brosnan er eig- inlega lítið meira en gömlu, glansandi leikaramyndirnar sem héngu uppi um alla veggi hjá heimasætunum í den og sættir sig við það. Russo, sem ekkert hefur gert að undanförnu fyrir myndir sterkra karlstjarna á borð við Gibson og Costner ann- að en að skemma fyrir þeim, er hins vegar hálfgerður skaðræðis- gripur. Murkar alla tilfinningu úr nokkmm lykilatriðum með píku- skrækjum og hugmyndirnar um hvemig á að vera eggjandi virðist hún hafa numið frá nautabönum. Vantar klassann og kynþokkann. Hann hafði Faye Dunaway í rík- um mæli (hefur reyndar enn, eins og sjá má í litlu hlutverki sálfræð- ings) og Steve McQueen var Stjama með stóm essi. Þeim veittist ekki erfitt að bera hlutina uppi. The Thomas Crown Affair minnir að mörgu leyti á the En- trapment, sem enn gengur í kvik- myndahúsunum. Báðar fjalla þær um bíræfin rán, framkvæmd af ofursvölu atvinnufólki. Með Bond-leikurum og stæðilegum leikkonum. Brosnan tO hug- hreystingar er rétt að minnast þess að lengi vel var Connery lít- ill bógur eftir að hann sneri baki við leyniþjónustumanninum. En alltaf einhver fylling og útgeislun fyrir hendi, sem hann náði að magna á undraverðan hátt með aldri og þroska. Það er ekki að sjá að Brosnan lumi á einhverju slíku, hætt við hann gleymast eft- ir Bond. Catherine Zeta-Jones er flest það sem Russo reynir að vera. Kyntröll, drottning hvíta tjaldsins. Russo nær kannske með tæmar þar sem ilmurinn af Zetu-Jones liggur í loftinu. Tón- listin hans Michaels Legrand var styrkur þáttur í myndinni frá ’68, ekki síst melódían góða, Wind- mills Of Your Mind (sem notuð er smekklega í endurgerðinni) og meistari Haskell Wexler stýrði tökunni af kunnu listfengi. Þeima bekkur er hins vegar viðunandi skipaður af Bill Conti og Tom Priestley, jr. Sem ber hugann aft- ur að aðalleikurunum sem skapa holarúm í kjarna fagmannlegrar, stundum ágætrar skemmtunar. En þau myndast vel. Sæbjörn Valdimarsson RÍHIHGAR Vegna flutnings í Kringluna í lok september rýmum við verslunina og því sjást nú tilboð sem aldrei hafa sést áður á útivistarfatnaði. Allt að 70% afsláttur! Rýmingarsalan stendur yfir í stuttan tíma, fyrstir koma fyrstir fá. SKATABOÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.