Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 33

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 33 Góð aðstaða er til námskeiðahalds á Varmalandi. Námskeið styrkt af Comeníusi SAMTALS 39 þátttakendur frá 19 löndum tóku nýlega þátt í nám- skeiði á Varmalandi um notkun Netsins í námi og kennslu. Símenntunarstofnun Kennarahá- skóla íslands fékk Sókrates/Comen- íusar-styrk til að halda námskeið fyrir kennara hvaðanæva úr Evr- ópu. Samstarfsaðilar Símenntunar- stofnunar KHÍ eru University of Stratclyde í Glasgow og Padagog- ische Akademie des Bundes í Salz- burg. Námskeið var haldið í byrjun ágúst í fyrra að Varmalandi í Borg- arfirði og það þótti takast svo vel að óskað var eftir því að það yrði end- urtekið tvisvar þetta ár. Fyrra námskeiðið í ár var haldið vikuna 16.-20. ágúst og sóttu það 19 þátt- takendur frá 17 löndum. Síðara námskeiðið stóð vikuna 23.-27. ágúst og sóttu það 20 þátttakendur frá 16 löndum. Námskeiðunum verður síðan fylgt eftir á Netinu í október/nóvember. Viðfangsefnið er notkun Netsins, sérstaklega vefsins, í námi og kennslu. Velt er upp spumingum um Netið, samfé- lagsáhrif þess og hvemig er hægt að fella þennan nýja miðil inn í skólastarfið. Þátttakendur komu frá eftirtöld- um löndum: Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, írlandi, Italíu, Norður-írlandi, Nor- egi, Portúgal, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Upplýsingar um námskeiðið má finna á vefnum: http://si- mennt.khi.is/webinclass/ Góð aðstaða er til námskeiða- halds á Varmalandi af þessu tagi. Á námskeiðinu tók Símenntunarstofn- un í notkun nýtt og fullkomið far- tölvuver með nettengingu og búnaði til myndsamskipta ásamt grunn- búnaði til myndvinnslu. Nemendur í 8.-10. bekk Húsaskóla sem fengu viðurkenningu frá skól- anum fyrir framúrskarandi skólasókn og stundvísi. Viðurkenning fyrir mætingu STJÓRNENDUR Húsaskóla í Reykjavík ákváðu á liðnum vetri að veita nemendum í 8.-10. bekkj- ar sérstaka viðurkennningu ef þeim tækist að fá 10 í mætingu á vorönn. Viðurkenningin fólst í óvissuferð en farið var í Hvammsvík í Hval- firði, siglt á kajak og slegið upp grillveislu á eftir. Ferðin tókst afar vel og komu ferðalangar þreyttir en ánægðir heim. Foreldrar voru ánægðir með þetta framtak í Húsaskóla og telja það stuðla að betri mætingu og auka ábyrgðarkennd nemenda. skólar/námskeið __________nudd ■ www.nudd.is ýmislegt ■ Frá Heimspekiskólanum Fjölbreytt námskeið fyrir 5—14 ára nem- endur. Upplýsingar og innritun í símum 562 8283 og 899 2283. www.islandia.is/~hskoli/ |________myndmennt______________ ■ MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun. Undirstöðuatriði og tækni. Byijendur og ftamhaldsfólk. Upplýsingar og innritun kl. 15—21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir, listrnálari. tungumál ■ Þýskunámskeið Germaniu hefjast 13. september. Boðið er upp á byrjendahóp, framhalds hópa og talhópa. Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 17.00-19.00. Frábær skemmtun í vetur IÐNO leikárið 1999 - 2000 Frankie ££Johnny £ FRANKIE OG JOHNNY eftir Terrence McNally - Fmmsýning 24. september Þegar ástin knýr óvænt dyra, ertu þá tilbúinn til að taka á móti henni? Tvær einmana sálir finna hinn hreina tón i ástinni þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Óviðjafnanleg ástarsaga sem gerð var heimsfræg i samnefndri kvikmynd með Michelle Pfeiffer og Al Pacino i titilhlutverkum. Myndin var góð en leikritið er enn betra. Leikendur eru Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guðjónsson undir leikstjórn Viðars Eggertssonar. k- STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI eftir Alexander Galin - Frumsýning 28. desember Atakanlegt og fallegt leikrit. Sögusviðið er Moskva árið 1980. Um leið og ólympiueldurinn er borinn til borgarinnar húkir hópur undirmálsfólks i köldum kumbalda svo það særi ekki ímynd Moskvuborgar. Á einni nóttu kynnumst við vonum, ástum og þrám þessa fólks sem hefur verið svikið um þátttöku i ólympíugteðinni. Eftir þessa nótt verður ekkert eins og það var... Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sjö manna leikhópi sem skipaður er nokkrum fremstu leikurum landsins. Sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. SJEIKSPIR EINS OG HANN LEGGURSIG SJEIKSPIR EINS OG HANN LEGGUR SIG (fluttur Ú 97 mínútum) - Fmmsýning t lok febrúar Rússíbanaferð á hljóðhraða gegnum öll verk William Shakespeare í þýðingu Gísta Rúnars Jónssonar. Frábært verk sem farið hefur sigurför um Bretland og Bandarikin og tekur nú ísland með trukki. Varúð! Sýningin er ekki fyrir hjartveika, bakveika, taugaveiklaða og fólk sem tekur sig of hátíðlega. Iðnó tekur enga ábyrgð á afleiðingum. Þijár stórstjörnur af yngri kynslóðinni leika undir leikstjórn Mariu Sigurðardóttur. ROMMl eftir D.L. Coburn - Tektí upp frá fyrra leikári Ekkert lát er á vinsældum Rommí sem hefur nú gengið sleitulaust fyrir fullu húsi í heilt ár. „...áminnig um hvað leikhús er" C.S. Dagur „Bráðskemmtílegt, tragikómík af bestu gerð"S.A.B. Mbl „Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomnu valdi á persónunni aö hún sendi hroll niður bakið á manni." S.A. DV „Erlingur Gíslason áttí sannkallaðan stórleik í hlutverki Wellers." G.S. Dagur Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gíslason leika undir leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. ÞJONN i súpunni ÞJONN ISUPUNNI - Tekið upp frá fyrra leikári Sprellfjörug leiksýning sem kemur ætíð á óvart. Leikurinn berst um víðan völl og alla leið út í Tjörn. Enginn er óhultur og ekkert er heilagt. Sýning sem er að verða sígild. „stórkostleg" A.E. DV „bráðskemmtileg" S.H. Mbl „afbragðs skemmtun" G.S.H. Dagur Leikendur eru Edda Björgvinsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Kjartan Guðjónsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Maria Sigurðardóttir. MEDEA eftir Evripídes - Fmmsýnt um páskana Sígilt verk um blinda ást, botnlaust hatur, svik, hefrid og morð. í nýrri leikgerð ÞóreMar Sigþórsdóttur og Ingu Lísu Middleton. Sýning þar sem tístamenn úrýmsum áttum nýta möguleika ólíkra miðla á spennandi hátL Leikstjóri: Hilmar Oddsson Hönnun myndbandsatriða: Inga Lísa Middleton Leikmynd: Steve Christer Sett upp í samstarp viö Fljúgandi fiska og er á dagskrá Reykjavikur, menningarborgar Evrópu árið 2000. teikir HAÐEGISLEIKHUS LEIKIR eftir Bjarna Bjarnason - Fmmsýning 6. oktðber Verðlaunaleikrit sem fjallar um leikina sem verða til þegar karlar eru í konuleit og konur eru í karlaleit. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. HADEGISLEIKHU5 LEITUM AÐ UNGRI STULKU eftir Kristján ÞÓrð Hrafnsson - Tekið upp frá fyrra leikári Eldljörugt gamanleikrit um ótíkt fólk. Sýningin var sýnd fyrir fuLLu húsi siðasta vetur. Linda Ásgeirsdóttir og Gunnar Hansson leika undir leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. V'lTvnC) ?r- '— HADEGISLEIKHUS 1000 EYJA SOSA eftir Haltgrim Hetgason - Tekið upp frá fyrra leikári Leikrit um yndislega óþolandi náunga. Kjörið fyrir alla sem hafa einhvem tímann stigið upp i flugvél. Leikari er Stefán Karl Stefánsson og Leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. HADEGISLEIKHUS II* KONAN MEÐ HUNDINN eftir Anton Tsjekhov - Frumsýning i lok janúar Tsjekhov-aðdáendur geta nú gtaðst, þvi i vetur verður þekktasta smásaga Tsjekhov sviðsett i fyrsta sinn hérlendis. Leikstjóri er Guðjón Pedersen en fyrri uppsetningar hans á verkum Tsjekhov hafa vakið verðskuldaða athygli. mm 3.sýning FRIÐINDA KLÚBBURINN *ef greitt er með VISA kreditkorti Þú velur Sex leiksýningar og tvær gómsætar máltíðir ð 7500kr.‘ Þú velur þér fjórar kvöldsýningar og tvær hádegissýningar úr spennandi vetrardagskrá IÐNÓ og færð að auki tvær gómsætar máltíðir. Kortið veitir þér einnig 20% afslátt af allri annarri starfsemi í Iðnó. IÐNÓ - sími 5 30 30 30 - fax 5 30 30 31 netfang idno@idno.is - veffang www.idno.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.