Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 46

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 46
. 46 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórarinn Ingi Signrðsson, skipstjóri fæddist í Brunnholti við Brekkustíg í Reykjavík 4. apríl 1923. Hann lést á Landspitalanum 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sig- urðsson, skipstjóri á togaranum Geir í v* Reykjavík, f. 20. júní 1891, d. 19._júní 1943 og Olína Ágústa Jónsdóttir, húsfrú, f. 19. febrúar 1893, d. 27. ágúst 1991. Systkini Þórar- ins Inga eru: Sigríður, f. 30. aprfl 1920; Jón Gunnar, f. 14. júlí 1924; Vilborg, f. 21. aprfl 1926, d. 22. nóvember 1974; Sig- urður, f. 27. mars 1929 og Ás- geir, f. 27. mars 1929. Þórarinn Ingi var þríkvæntur. Árið 1946 kvæntist hann Esther Sigurðar- dóttur, þau skildu. Árið 1959 kvæntist hann Onnu Þóru Thoroddsen, sonur þeirra er Þorvaldur, f. 14. mars 1960, starfsmaður á Landspitalanum, þau skildu. Hinn 3. janúar 1965 kvæntist hann Sjöfn Guðmunds- dóttur, f. 22. ágúst 1935. For- eldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson, f. 27. september 1906, d. 31. mars 1971, húsa- smíðameistari og Guðný Theo- dóra Guðnadóttir, f. 3. maí 1908, d. 8. mars 1999. Fóstur- faðir Sjafnar var Hermann _ Kveðja frá eiginkonu. r ■ Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér ný fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sjöfn. Égséþig sé þig þó ekki veit samt að þú ert til handan hafsins sem skilur að sérhvem mann frá sjálfúm sér og mig frá þér á mörkum alls sem er og var við sameinumst á ný. Því lífið er í sjálfu sér haflð sem á milli skildi. (J.G.J.) Elskulegur faðir minn hefur farið í sína hinstu siglingu. Ég veit að hann mun nema land á ókunnugum slóð- um þar sem hann mun fylgjast með mér, styðja og styrkja líkt og hann hefur ætíð gert. Pabbi minn var stórbrotinn mað- Mr; hann hafði sterkan persónuleika, vitur, ákveðinn, stóð ávallt fast á sínu og hafði verulega gott skop- skyn. Hann hafði upplifað margt á sínu æviskeiði. Sjómaður var hann í nærri fjörutíu ár enda byrjaði hann ungur á sjó með föður sínum á togar- anum Geir, en réðst svo til Eimskips og sigldi á fossunum. Ég á margar minningar frá skipstjóratíð föður míns en alloft fórum við fjölskyldan með honum í siglingar um heimsins höf. Einnig á ég dýrmætar minning- ar frá ferðalögum okkar um landið. .Foreldrar mínir kenndu mér að ferð- tót, sja fegurðina og bera virðingu fyrir landinu. I tvo áratugi starfaði faðir minn fyrir Vamarliðið á Keflavíkurflug- velli, réðst þar til starfa á lyftara en vann sig upp í deildarstjórastöðu, eðlilega því honum fórst vel að stjóma. Síðastliðin tvö ár var hann jj^fimavinnandi eins og hann stund- um kallaði það. Hann naut þess að Jónsson, f. 21. sept- ember 1899, d. 31. desember 1994, járnsmiður. Börn Þórarins Inga og Sjafnar eru 1) Sig- urður, f. 20 júní 1965, viðskipta- fræðingur, maki Elín María Hilmars- dóttir, f. 22. janúar 1965, hjúkrunar- nemi. Þeirra börn eru Unnar Elí, f. 30. nóvember 1983, Sara Sjöfn, f. 13. nóvember 1990 og Ingi Hilmar, f. 31. ágúst 1992. 2) Theódóra, f. 24. maí 1968, uppeldisfræðingur, maki Árni Jóhannsson, f. 20. júlí 1956, við- skiptafræðingur og á hann tvö börn. Þórarinn Ingi lauk námi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1937 og farmannaprófi frá Sjómannaskólanum 1946. Haustið 1938, þá 15 ára byijaði hann á sjó með föður sínum á togaranum Geir. Hóf síðan störf hjá Eimskipi 14. maf 1941, starfaði þar nær óslitið til árs- ins 1977 og þar af sem fastráð- inn skipsljóri frá árinu 1963. Árið 1977 hóf hann störf hjá Flutninga- og birgðadeild Varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í 20 ár, lengst af sem deildarstjóri deildarinnar. Þórarinn Ingi verður jarð- sunginn frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. geta slakað á eftir meira en sextíu ára starfsferil. Sjúkrahúslega föður míns var ekki löng, en vikurnar þrjár voru honum erfiðar. Þessar óumflýjanlegu vikur voru mér um margt dýrmætar. Ég gat verið með honum, hlúð að hon- um, veitt honum stuðning og styrk líkt og hann hafði ávallt veitt mér. Sárþjáður bað hann mig í síðasta sinn að kaupa afmælisgjöf fyrir móð- ur mína, en að kaupa jóla- og afinæl- isgjafir fyrir hana var eitt af því sem við höfum gert í sameiningu í mörg ár. Hann gat ekki tjáð sig með orð- um en við skildum hvort annað. Ég veit í hjarta mínu að ég valdi rétta gjöf. Sérstakar þakkir vil ég færa starfsfólki deildar 14E á Landspítal- anum fyrir umhyggjuna og þann stuðning sem þau sýndu okkur öll- um. Að geta brosað í gegnum tárin gaf mér, föður mínum og fjölskyldu minni mikinn styrk á þessum erfiðu tímum. Ég var, er og verð alltaf pabba- stelpan, stelpan sem pabbi gaf gælu- nafnið Teddý. Ég vildi óska þess að við hefðum átt fleiri stundir saman en þegar fram líða stundir munu fal- legar minningar koma í stað sárs- aukans. Allt sem hann kenndi mér mun vera mér ríkulegt veganesti um allt mitt líf. Elsku besta mamma mín, megi algóður Guð gefa þér og okkur öllum styrk. Ég kveð þig nú, elsku pabbi minn, þar til við sameinumst á ný. Þín dóttir, Theódóra. Mig langar í nokkrum orðum að minnast pabba míns, sem lést nýver- ið eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Hlutirnir gerðust svo snöggt eftir að pabbi veiktist og mér finnst enn óraunverulegt að hann skuli nú vera dáinn. Ég er þó þakklátur fyrir að hann skuli ekki hafa þurft að þjást lengi sem sjúklingur, úr því sem komið var. Þegar pabba er minnst kemur margt fram í hugann. Það sem ein- kennir þó minninguna er hversu úr- ræðagóður, hjálplegur og umhyggju- samur pabbi alltaf var gagnvart okk- ur systkinunum og öðrum. Honum og mömmu var mjög umhugað um að mig skorti ekki neitt og kenndi pabbi mér að rétta leiðin væri að vinna fyr- ir mér. Fyrir pabba tilstuðlan fékk ég góða sumarvinnu strax frá 12 ára aldri og lærði að fara með peningana mína. Einnig þótti honum mikilvægt að ég gengi menntaveginn og hjálp- aði mér ómælt við þýðingar úr ensku, þýsku og sérstaklega dönsku á sínum tíma, enda mjög góður mála- maður. Þó hann hefði reykt mikið og lengi, þá gerði hann við mig samning um að hann greiddi fyrir mig bflpróf- ið ef ég léti reykingar eiga sig. Við stóðum báðir við okkar hluta þess samnings. Pabbi starfaði lengst af sem stýri- maður og skipstjóri hjá Eimskip og var því mikið fjarverandi mín fyrstu ár. Ég minnist þess hversu stoltur ég var sem lítill strákur að taka á móti pabba þegar hann kom í land í einkennisbúningi skipstjórans. Oft fór ég með pabba í siglingar, bæði þegar farið var ströndina og einnig þegar siglt var utan, og fékk ég jafn- an höfðinglegar móttökur skipverja, enda sonur skipstjórans. Ég hef því verið svo lánsamur að ferðast víða með pabba þótt minningarnar séu stundum gloppóttar vegna ungs ald- urs. Pabbi var alltaf boðinn og búinn að aðstoða fjölskyldu og vini þegar einhver verk þurfti að vinna. Hann var bæði duglegur og einstaklega vandvirkur við allt sem hann gerði. Mér er minnisstætt þegar ágætur stýrimaður hjá Eimskip, sem flutti fiskinn frá pabba til okkar í Dan- mörku, hafði orð á því að honum væri svo vel pakkað hjá Inga að ætla mætti að sendingin ætti að fara til Japans. Segja má að pabbi hafi verið þúsundþjalasmiður sem leit á hin margvíslegu verkefni sem við blöstu sem áskorun en ekki vandamál. Pabbi hafði líka tamið sér aga og stundvísi og var maður sem stóð við orð sín. Pabbi kynntist ýmsu á langri starfsævi og hafði margar skemmti- legar reynslusögur að segja af sér og öðrum. Þessar sögur lifa nú með okkur í minningunni og verða vafa- laust sagðar bömunum okkar og komandi kynslóðum. Pabbi var mjög stoltur af því að eignast barnabörn og vildi allt fyrir þau gera. Hann duldi ekki ánægju sína með að eignast fyrsta barna- barnið tæplega sex ára gamalt, enda hafði hann orð á því hversu Unnar væri einstaklega góður drengur. Með honum hófst nýtt tímabil flug- eldakaupa á gamlársdag og naut pabbi þess hvað pökkunum fjölgaði undir trénu á jólunum. Pabbi átti mjög auðvelt með að nálgast börn og lék gjarna trúð, ýmist með látbragði eða með að klæðast furðulegum hlut- um. Hann reisti kofa fyrir Söra Sjöfn og Inga Hilmar í garðinum heima á Egilsstöðum sem þau leika sér í ásamt vinum sínum. Án þess að gera á nokkum hátt upp á milli þeirra þriggja, þá var hann sérstak- lega upp með sér að fá lítinn nafna sem hann hélt undir skírn. Bömin syrgja nú afa sinn í þeirri trú að hann komi nú til með að hitta Hilmar afa sem bíður hans hjá Guði. Að lokum vil ég og fjölskylda mín þakka starfsfólki á deild 14-E á Landspítalanum fyrir umönnunina og góðan stuðning. Elsku mamma, Guð styrki þig í sorginni og megi fjölskyldan standa sameinuð og sterk eftir og ylja sér við góðar minningar á komandi ár- um. Guð blessi minningu föður míns. Sigurður. Sem unglingur las ég margar ævi- sögur, sagnaþætti og alls kyns frá- sagnir sem'faðir minn safnaði. Upp- haflega var það leiði á námsbókun- um eða námsleti sem leiddi mig í þennan heim bókmenntanna, en engu síður heillaðist ég, óharðnaður unglingurinn, af dulúðlegum frá- sögnum ævintýramanna sem siglt höfðu um fjarlæg höf. Skemmtileg- astar þóttu mér frásagnir farmanna sem sigldu á áranum um og eftir stríð. Sögurnar voru á einhvern hátt svo óraunverulegar og áttu enga samsvöran í mínum uppvexti og mínu umhverfi. Lifði ég mig inn í þennan undraheim siglinga, ferða- laga og ævintýra og drakk frásagn- irnar í mig enda era þær mér marg- ar enn í fersku minni. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að kynnast manni sem tók þátt í þessu öllu sam- an og kunni aukinheldur að segja frá. En tengdafaðir minn hann Þór- arinn Ingi Sigurðsson tók þátt í þessu ævintýri og sigldi um heimsins höf allt frá fjórða áratug aldarinnar. Hann var ekki einasta þátttakandi, hann var líka mikill og góður sögu- maður. Það voru mikil forréttindi að fá að hlusta á frásagnir hans. Það var með hreinum ólíkindum hvað hann mundi glöggt atburði og uppá- komur. Hann var alltaf tilbúinn í sögu og minnstu smáartiði gátu minnt hann á atburð sem hent hafði hann á sjónum.) Fyrir mér var hann alltaf skipstjóri, þótt hann væri bú- inn að vera í landi í yfir 20 ár. Hann var hreinn og beinn, tók afstöðu og þoldi ekkert miðjumoð eða málamiðl- anir. Hann var maður hinna einföldu lausna og endaði æði oft mál sitt á „einfalt og gott“. Hvar sem hann fór bar hann með sér yfirbragð og þokka heimsmannsins sem víða hafði farið og margt séð. Hann var vel les- inn og afbragðs tungumálamaður og einmuna töluglöggur, en mér hefur alltaf einhvern veginn fundist að þessir tveir síðarnefndu eiginleikar prýði sjaldan sama manninn. Hann tók tengdasyninum afar vel og varð okkur vel til vina. Hann var tilbúinn að miðla og fræða og gat þá sýnt þolimæði sem maður hafði ekki ann- ars vænst. I sumar varð ég fyrir þeirri óþægilegu reynslu að villast á Mývatnsöræfum og þótti mér illt að geta ekki staðsett mig á korti, þótt ég hefði bæði kompás og staðsetn- ingartæki. Var ég staðráðinn að bæta siglingafræðikunnáttuna þegar heim kæmi og láta þetta ekki henda aftur. Leitaði ég á náðir tengdapabba og bar erindi mitt upp. Hann tók mér vel og lét mig sækja kort og kompás, lagði það á eldhús- borðið og hlustaði á mig rekja vand- ræðin og sagði mér síðan til. Af full- kominni ró og yfirvegun hins reynda sæfaranda, upplýsti hann mig á inn- an við hálfri mínútu, um það sem hefur allengi hefur verið vitað, að jörðin væri hnöttótt en ekki flöt og að kortið sem ég notaði væri handó- nýtt og ég gæti aldrei notað það til staðsetningar. Jamm, svo var nú það, hugsaði ég hálfaumingjalegur, pakkaði dótinu saman og ætlaði að mæta betur undirbúinn í næstu kennslustund. En hún kom ekki því hann var kallaður til annarra verka. Mikill þersónuleiki er fallinn frá en minningin mun lifa og veita okkur huggun í sorginni. Árni Jóhannsson. Það er komið haust. Haustið hefur í mínum huga alltaf haft vissan sjarma sem tengist rökkvuðum kvöldum, haustilmi, fögram haustlit- um og skólabyrjun. Það er komið haust. Það voru gráir rigningardag- ar og nætumar vora dimmar þessa viku sem ég sat við sjúkrabeð tengdaföður míns. Það dimmdi líka í hjörtum okkar fjölskyldunnar þegar ljóst var að skyndilega hafði haustað í lífi Inga, og að ekki var um að ræða að í hans lífsgöngu myndi vora á ný. Það varð mín gæfa fyrir 11 áram að við Ingi unnum hjá sama atvinnu- veitanda. Þegar bráðvantaði sumar- afleysingamann á skrifstofuna mína þá var Ingi fljótur að bregðast við og falaðist eftir vinnunni fyrir „strák- inn“. Ingi renndi líklega ekki í gran þá hvern þátt hann átti í því að móta framtíð mína. „Strákurinn", eins og Ingi kaus að kalla hann, varð síðar eiginmaður minn og þar með eignað- ist ég yndislega tengdaforeldra. Ingi og Sjöfn tóku mér og Unnari syni mínum opnum örmum frá fyrsta degi, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim báðum umhyggjuna og kærleikann sem alltaf hefur ein- kennt fas þeirra og viðmót. Alltaf hefur heimili tengdaforeldra minna staðið okkur opið og varð það að venju að þau ár sem við bjuggum er- lendis þá eyddum við alltaf jólunum á Melabrautinni. Það má því segja að ég kynntist tengdaforeldram mínum nánar en margir aðrir sem búa nær. Þegar ég hugsa til Inga þá dettur mér í hug maðurinn sem bar dótið hans Sigga heim til mín, hægi mað- urinn sem tók fast utan um mig og gaf mér með því sína traustsyfirlýs- ingu. Mér dettur í hug maðurinn sem stóð við hlið Sigga uppi við alt- arið og bauð honum brjóstsykur því annað hafði hann ekki taugastyrkj- ÞORARINNINGI SIGURÐSSON andi. Mér dettur í hug maðurinn sem keypti tvöfaldan skammt af blandi í poka handa Unnari og mað- urinn sem safnaði flöskum í hjól- reiðasjóð fyrir Unnar og síðar hin börnin tvö. Mér dettur í hug maður- inn sem hélt syni mínum undir skím og var þeirri stundu fegnast- ur þegar hann gat skilað þeim stutta aftur í fang móður sinnar, því að ekki var litli nafninn sérlega ánægður með að láta ausa sig vatni. Mér dettur í hug maðurinn sem lakkaði neglurnar á litlu dóttur minni og maðurinn sem málaði bfl- inn hennar Teddýjar. Mér dettur í hug eocoa puffs og cheerios handa bömunum og það hve hann naut þess að vera alltaf vaknaður fyrstur og þess að færa börnunum morgun- korn og annað gott þegar þau vora búin að koma sér vel fyrir við morg- unsjónvarpið. Mér dettur í hug maðurinn sem alltaf sagði mér í barnaafmælunum að hann hefði aldrei verið gefínn fyrir sætar kök- ur. Mér dettur í hug maðurinn sem reglulega kom pakka með íslensk- um fiski í skip til okkar þegar við bjuggum erlendis. Mér dettur í hug maðurinn sem hélt uppteknum hætti og átti alltaf nóg af snæri til þess að pakka fyrir okkur matvöru eftir að við fluttum tfl Egilsstaða. Mér dettur í hug afi með rauða hattinn hennar Söra Sjafnar á jól- unum og það hversu auðvelt hann átti með að fiflast og vera fyndinn. Mér dettur í hug maðurinn sem var byrjaður að kenna nafna sínum að flagga. Ingi Hilmar gat því aðstoðað við að flagga fyrir afa hinn 28. ágúst sl. þegar stuttri en erfiðri sjúkdóms- legu Inga lauk. Þrátt fyrir að veru- lega hallaði á tengdapabba alveg frá fyrsta degi veikindanna var bar- áttuviljinn alltaf til staðar. Þar sem ég var mikið hjá Inga um nætur síðustu vikuna hans gafst mér næg- ur tími til að hugsa. Á slíkum stund- um verður maður fullkomlega auð- mjúkui- og þakkar almættinu fyrir líf Inga sem lifir áfram í Sigga og bömunum okkar. Elsku Ingi, á stundum óskaði ég þess að baráttu þinni fengi að Ijúka en á nóttunni þegar ekkert heyrðist nema andardráttur þinn og taktföst hljóð í tækjum varð mér ljóst að ég gæti ekki óskað einhvers fyrir þig nema að vita vilja þinn. Eftir það bað ég fyrir hugarró og sálarfriði þér til handa. Ég trúi því að ég hafi verið bænheyrð og að vel hafi verið tekið á móti þér á áfangastað þegar þú að endingu slepptir landfestum og fórst í siglinguna löngu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Grátnir til grafar, göngumvérnúhéðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðirvérmegum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku tengdamamma, megi al- mættið umvefja þig og veita þér styrk. Elsku Siggi, Teddý og Árni, Valli, Unnar, Sara Sjöfn og Ingi Hilmar, Guð blessi ykkur öll. Elín. Elsku afi, mér finnst svo leiðinlegt að þú hafir dáið. Stundum óska ég að ég gæti galdrað þá myndi ég galdra að þú hefðir aldrei orðið veikur. Ég man þegar þú lést mig fá bjöliu og ef mig vantaði eitthvað átti ég að hringja bjöllunni. En ég vildi að þú værir á lífi. Sara Sjöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.