Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Óánægja meðal lögreglumanna í Reykjavík Mótmæli gegn Fljótsdalsvirkjun við Eyjabakka um helgina FÓLK á öllum aldri og úr ólíkum hópum þjóðfélagsins tók þátt í gjömingnum. Þar mátti sjá leikara, skáld, þingmenn, myndlistarmenn, fræðimenn, leiðsögumenn og kenn- ara, svo eitthvað sé nefnt. Að auki voru þar á ferð erlendir fræðimenn og fulltrúar World Wildlife Fund frá Noregi og Bretlandi sem voru hérlendis til að kynna sér málefnið. Þátttakendur komu jafnframt frá ólíkum stöðum af landinu, einna helst frá höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi. Fólkið sem þama var tók þátt á ólíkum forsendum. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagðist taka þátt vegna þess að hann vildi mynda sér skoðun um svæðið og fyrirhugaðar framkvæmdir. Það hafði hann ekki gert enn að lokinni ferðinni og sagð- ist þurfa tíma til að mynda sér skoð- un. Annar viðmælandi sagðist hafa komið til þess að sýna hug sinn í verki og mótmæla framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun. Allflestir viðstaddir tóku þátt í gjörningnum sem skipt var í sjö liði og tók um klukkustund. Fram- kvæmdin var í upphafi útskýrð fyrir þátttakendum sem þó gengu til verks án þess að vita nokkuð um inntak eða útlit verksins. Gjörning- urinn hófst við þann enda fyrirhug- aðs stíflustæðis Eyjabakkalóns sem stendur við rætur Snæfells. Stein- um sem raðað hafði verið í nokkrar mislangar línur, var snúið við. Kom þá í ljós að orð voru grafin á þá hlið steinanna sem birtist og þegar nán- ar var að gáð sáu viðstaddir að sam- an mynduðu orðin textann í fyrsta versi þjóðsöngs íslendinga. Lofsöngtirinn á þremur kílómetrum Eftir birtingu Lofsöngsins var flutt yfirlýsing sem var á þessa leið: „Með gjörningi þessum helgum við þetta land hugsjón vemdunar.“ Að því búnu gengu þátttakendur hver á eftir öðrum með sinn steininn í fanginu stikaða leið í átt að Jökulsá f Fljótsdal. Lagði svo hver sinn stein við rétta stiku og gekk sína leið. Alls eru steinamir 68. Nú má lesa þjóðsöng Islendinga af steinum sem liggja með jöfnu stíflustæði fyrirhugaðs Eyjabakkalóns á laugardag til þess að mótmæla fyrirhuguð- Ijósmyndari fylgdust með framkvæmd táknræns gjörnings á hálendinu. Síðan gekk hver og einn með sinn stein / fanginu eftir stikaðri leið frá öðrum enda fyrirhugaðrar stíflu til annars. Efri myndin sýnir steinana sem á voru grafin orðin í fyrsta versi þjóðsöngs íslendinga og var hann sunginn af þátttakendum í lok gjörningsins. millibili ef gengið er eftir fyrirhug- uðu stíílustæði, fi’á Jökulsá í Fljóts- dal að Snæfelli, um 3 km leið, en fyrirhuguð stífla er rúmir 4 km að lengd. Hópur listamanna stóð að fram- kvæmd gjörningsins en hópurinn hefur frá síðastliðnu hausti staðið fyrir táknrænum mótmælum af ýmsu tagi. Að sögn Hörpu Arnar- dóttur leikkonu, einni þeirra sem stóð að gjörningnum, felst boðskap- ur gjömingsins í yfirlýsingunni sem flutt var. „Við viljum að Eyjabakkar séu hluti af vemduðu svæði á íslandi og vildum með gjörningnum sýna hugsun okkar í verki,“ sagði Harpa. Hún sagðist vera mjög sátt við hvernig tókst til enda hafi þau rennt blint í sjóinn með þátttöku. „Stein- amii’ voru 68 og við höfðum allt eins undirbúið okkur undir það að hver þyrfti að bera nokkra steina. En svo vai’ð ekki, einn til tveir þurftu að vera um hvern stein.“ Vægi orða aldrei verið meira Hópurinn vonast til þess að mót- mæli af þessu tagi hafi áhrif í samfé- laginu. „Ég trúi því að þessi mjúka leið til að koma mótmælum á fram- færí hafi áhrif. Einlægur vilji er góð orka sem magnast þegar margii’ stefna að sama marki,“ sagði Páll Steingrímsson kvikmyndatökumað- ur, en hann hefur dvalist langdvölum á Eyjabökkum við kvikmyndatöku fyrir gerð heimildamyndar um heiðagæsirnar sem þai’ dvelja. Andri Snær Magnason skáld sagðist hafa orðið fyrir miklum áhrifum þar sem hann þrammaði með 10 kg þungan stein og í var grafið orðið „heilaga", um 3 km leið í gegnum mýrina. „Orð hafa aldrei fyrr haft jafn mikið vægi fyrir mér. Himininn var blár, steinninn seig í og ég varð blautur í fæturna," sagði Andri Snær og bætti við: „Það má líkja þessari göngu við það að í lýðræðislegu samfélagi þurfa menn að leggja eitthvað á sig, það gerist ekkert sjálfkrafa nema þeir leggi sitt af mörkum. Enginn sem er undir fertugu í dag hafði með þessa ákvörðun um Fljótsdals- virkjun frá 1981 að gera. Þess vegna verðum við að leggja eitthvað á okkur til þess að krefjast þess að ríkisstjórnin og Alþingi sýni í verki að hér ríki lýðræði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 68 steinum hafði verið raðað á jörðina við rætur Snæfells, við annan enda fyrirhugaðrar stíflu Eyjabakka- lóns. Harpa Arnardóttir leikkona snýr fyrsta steininum við, og kom í ljós að í hann var grafið orðið „Ó“, upphafsorðið í þjóðsöngi Islendinga. Þjóðsöngurinn til verndar hálendinu Milli 120 og 140 manns komu saman við um virkjunarframkvæmdum. Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Arni Sæberg ScSToVö simann al'a*!fMau&afd Erum smw . 16 6 ftb W-9'21 ii ■l«aH 4 27. november Tæland er einstaklega litrikt land með heillandi menningu sem lætur engan ósnortinn. Láttu drauminn verða að veruleika og upplifðu töfra Austurlanda. Samvinnuferðir Landsýn Á veröi fyrir þigl Margir leita nýrra starfa Aðhaldsaðgerðir nauðsynlegar segir lögreglustjóri UM 75 lögreglumenn leita nú starfa á hinum almenna vinnumarkaði að Íví er Oskai’ Bjartmarz, formaður .ögreglufélags Reykjavíkur, segir. En stjórn Lögreglufélagsins telur að við núverandi aðstæður sé hagsmun- um lögreglumanna best borgið í öðr- um störfum. í auglýsingu sem birtist í Morgun- blaðinu á sunnudag fer stjórn Lög- reglufélagsins þess á leit við atvinnu- rekendur að þeir ráði félagsmenn sína til starfa. Að mati Óskars á aug- lýsingin við um 30% þeirra 250 lög- reglumanna sem starfa í Reykjavík. Hann segir að óánægju lögreglu- mannanna megi m.a. rekja til niður- skurðar á yfirvinnu, fækkun mann- afla og þess almenna óvissuástands sem nú ríki um starfsemi lögregl- unnar í Reykjavík á árinu vegna fjárskorts. Ekki skortur á verkefnum Kjarasamningar lögreglumanna eru frá 1997 og era föst laun að mati Óskars um 95-130.000 kr. Hann seg- ir lögreglumenn hins vegar hafa í mörg ár bætt tekjur sínar með auka- vinnu, sem var að meðaltali um 62 tímar á mánuði. En lögreglumenn þurfa lögum samkvæmt að vinna alla þá aukavinnu sem þörf er talin á að mati yfirmanna. Þessi yfirvinna ræðst þó, að því er Óskar segir, ekki í öllum tilfellum af nauðyn heldur ekki síður af fjárhagsstöðu lögregl- unnar hverju sinni. Þörf og fjármagn haldist ekki alltaf í hendur. Síðastliðna mánuði hefur yfir- vinnukvóti lögi’eglumanna hins veg- ar dregist saman um 20% á sama tíma og mannafli hefur minnkað. En sá niðurskurður kemur að mati Óskars niður á einhverju, því ekki sé skortur á verkefnum. „Verkefnin eru fyrir hendi og þau hrannast upp hérna í húsinu," segir hann og bætir við að í ofanálag hafi verkefnum sem lögreglan þurfi að sinna fjölgað. Aukið óöryggi Núverandi aðstæður skapa að mati Óskars óöryggi fyrir lögreglumenn, bæði við störf þar sem öryggi þeirra geti undir vissum kringumstæðum verið teflt í tvísýnu og eins fjárhags- lega, því fjárhagsáætlanir lögreglu- manna standist nú ekki lengur. ,Aukavinriuskylda lögreglumanna er ótakmörkuð. Menn hljóta hins vegar engin réttindi út á þetta og hægt að skera á aukavinnuna með einu penna- striki. Þetta skapar ekki síður óör- yggi fyrir lögreglumennina á götunni því nú fer það ekki eftir þörf heldur fjármagni hversu margir eru á vakt.“ Óskar segir lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík komið að fótum fram. Það hafi einfaldlega ekki fjár- magn til að halda uppi eðlilegri starf- semi. Lögreglustjóra beri sam- kvæmt lögum skylda til _að halda sig innan ramma fjárlaga. Utlit sé hins vegar fyrh að núverandi niðurskurð- ur dugi ekki til og að 30 milljóna króna halli verði í árslok. Það sé því óvíst til hvaða aðgerða verði gripið næst og hvernig árinu muni ljúka. „Hlutirnir eiga kannski eftir að versna enn frekar, ef ekki verður gripið í taumana," segir Óskar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, segir embættið hafa farið lítillega fram úr fjárhagsá- ætlun á fyrri hluta árs. Hann kveðst ekki tjá sig um auglýsingu Lögreglu- félags Reykjavíkur að öðru leyti en því að mannabreytingar á slíkum skala kæmu sér óneitanlega illa fyrir embættið. Hlutur Lögreglunnar í Reykjavík af fjárlögum ríkisins 1999 voru 1.437 milljónir kr. Eyðsla er nú komin um 2% fram úr fjárhagsáætlun, eða um 30 milljónir kr., og hefur embættið því staðið fyrir aðhaldsaðgerðum til að rétta við fjárhagsstöðuna. Böðvar kveðst vonast til að núverandi að- gerðir dugi til að rétta rekstur Lög- reglustjóraembættisins við, þannig að ekki verði halli í árslok. „Við erum að þessu til að reyna að tryggja eftir fremsta megni að reksturinn verði í jafnvægi. Ef þetta gengur eftir þá tekst okkur vonandi að halda þessu innan réttra marka.“ Sparnaður kemur niður á launum Böðvar viðurkennir að sparnaðui’- inn komi óneitanlega niður á launum lögreglumanna. Launakostnaður sé um 90% af útgjöldum embættisins. „Þannig að það er ljóst að sé sam- dráttur komi hann fram í launum og yfirvinnu sem er mikil hér hjá emb- ættinu." Þetta þýðir þó ekki síður samdrátt á þeim verkefnafjölda sem sinnt er. En draga þarf hlutfallslega úr verk- efnum, miðað við þann fjölda sem sinnt hefur verið á árinu, eigi emb- ættið að ná að halda sig innan fjár- lagarammans. Böðvar segir lögregl- una hins vegar stöðugt forgangsraða verkefnum eftir því hvar þörfin sé mest hverju sinni. Sveiflan muni því ekki koma niður á framlagi lögregl- unnai’ í baráttunni gegn fíkniefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.