Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Söguleg skáldsaga frá írska rithöfundinum Roddy Doyle Tekur á umbrotatímum í sögu írskrar þjóðar BAKSVIÐ sögunnar „A Star Cal- led Henry“ er nefnilega sjálf páska- uppreisnin í Dublin 1916, sem með réttu má kalla mikilvægasta atburð írskrar tuttugustu aldar sögu, en hefur um leið verið endalaust bit- bein ekki aðeins í deilum fræði- manna, heldur einnig stríðandi fylkinga á Norður-írlandi. Doyle fetar með bók sinni í fótspor ekki ómerkari manna en Nóbelsskálds- ins W.B. Yeats, sem gerði hinum svokölluðu frelsishetjum ógleym- anleg skil í frægu ljóði „Easter 1916“, og raunar hefur páskaupp- reisnin orðið fjölda annarra rithöf- unda, ljóðskálda og kvikmynda- gerðarmanna tilefni til að stinga niður penna. Goðsagnir um atburð- inn mótuðu írskt samfélag framan af öldinni svo um munar en á síðari árum hafa þessar goðsagnir verið endurskoðaðar, tættar í sundur og endurmetnar, með þeim afleiðing- um að öll umfjöllun um atburðinn vekur enn sterk viðbrögð í því við- kvæma pólitíska andrúmslofti sem ríkir á eyjunni grænu. Segir í um- fjöllun breska dagblaðsins The Gu- ardian að Doyle hljóti því að teljast harla bjartsýnn að halda að hann geti sent frá sér slíka bók án þess að það veki talsvert umtal. I ritdómi í The Irísh Times hefur nýrri bók Doyles þegar verið hampað sem meistaraverki, og aðr- ir dómar hafa einnig verið afar já- kvæðir. Hér er á ferðinni fyi-sti hluti trílógíu um Henry Smart, sem Doyle lætur fæðast árið 1901, og er árunum sem hann var uppreisnar- maður lýst í þessum fyrsta hluta, en síðan haldið áfram að rekja ævi- feril Smarts í næstu tveimur bók- unum. „Eg er hrifinn af þessari gömlu hugmynd að fylgja einni persónu eftir frá vöggu til grafar,“ segir Doyle í viðtali í The Guardian. Söguhetjan Henry Smart er Nýjasta bók írska ríthöfundarins Roddys Doyles er söguleg skáldsaga og óhætt er að segja að Doyle hafí ekki skort metnað eða hugrekki er hann ákvað viðfangsefni bókar- innar, segir Davíð Logi Sigurðssonsem hef- ur kynnt sér skrif um bókina fjórtán ára gamall staddur meðal upp- reisnarmanna í bæki- stöðvum þeirra í póst- húsinu í Dublin 1916 en því veldur fremur tilvOjun en hugmynda- fræðilegur ahugi á því að frelsa Irland úr höndum Breta. Virðist reyndar sem Doyle telji að uppreisnin sjálf hafi frá upphafi til enda verið mis- heppnaður farsi af- vegaleiddra manna og hefur sú kenning .. , , „ . reyndar áður verið 0 ^ °^e borin á borð af svokölluðum endur- skoðunarsagnfræðingum. Að vísu er það vel þekkt stað- reynd að almenningur leit í upphafi á uppreisnarmenn sem kjána og hafði ímugust á aðgerðum þeirra, en þessar tilfinningar breyttust í samúð og síðan eldheitan stuðning þegar bresk stjórnvöld hófu aftök- ur á forystusauðunum. Þeir sem eftir lifðu, og Henry Smart er þeirra á meðal í bók Doyles, var hampað sem hetjum fyrir aðild að uppreisninni, söngvar eru samdir söguhetjunni Smart til heiðurs og konur falla í unnvörpum fyrir hon- um. Hann verður síðan einn af byssumönnum þjóðhetjunnar Michaels Collins, sem var viðfangsefni samnefndrar kvik- myndar árið 1996, eins konar fótgönguliði í blóðugu frelsisstríði íra 1919-1921. Doyle lagðist í um- fangsmiklar rann- sóknir áður en hann settist niður við skrift- ir og þótt bókin sé þar af leiðandi kölluð söguleg skáldsaga á aðalsöguhetjan sér enga stoð í raunveru- leikanum. Aðspurður hvort ekki megi búast við að þeir, sem þekkja sögu þessa tímabils, muni gagnrýna bókina segir hann að skáldskapur sé alltaf slæm sagnfræði. „Það er ekki mitt hlutverk að koma „réttri" sögu á framfæri. Eg ætlaði sannarlega ekki að hlaða til- visunum í bókina; ég er ekki sagn- fræðingur og mig langar ekkert til þess,“ segir Doyle í The Irísh Tim- es, þótt reyndar hafi hann sett heimildaskrá aftast í bókina. Miklu heldur segir Doyle að hér sé á ferðinni tilraun hans til að lýsa lífi tilbúinnar manneskju með sögu- lega atburði í bakgrunni, auk þess sem Dublin er nánast eins og sög- upersóna í bókinni. Raunai’ er það einkenni allra böka Doyles hversu vel hann þekkir borgina og öll hennar skúmaskot. Minna verk hans að því leytinu til á bækur ann- ars írsks höfundar, sjálfs James Joyce. Stígandi í verkum Doyles „A Star Called Henry“ er sjötta skáldsaga Doyles og flestir eru sammála um að stígandi hafi verið í verkum hans sem beri vott um auk- inn þroska hans sem höfundar. Fyrstu þrjár bækurnar, „The Commitments", „The Snapper“ og „The Van“, fjalla allar um sama hóp fólks í einu úthverfa Dublin og þótt þær séu allar mjög skemmtilegar og vel skrifaðar var það ekki fyrr en með fjórðu bókinni „Paddy Clar- ke ha ha ha“ sem Doyle sýndi að hann gat einnig kafað djúpt ofan í sálarlíf persóna sinna og sent frá sér „alvörú* ritverk. Fyrir „Paddy Clarke“, sem kom út í íslenskri þýðingu i fyrra, fékk Doyle Booker-verðlaunin eftirsóttu árið 1993 og þessu meistaraverki fylgdi hann eftir með „Konan sem gekk á hurðir", en hún hefur einnig verið þýdd á íslensku. Þótt þar sé áfram að finna þá leiftrandi kímni- gáfu, sem einkenndi fyrstu bækur Doyles, er viðfangsefnið alvarlegt; kona sem beitt er harðræði af eigin- manni sínum. Fyrstu þrjár bækur Doyles hafa allar verið kvikmyndaðar og hann skrifaði árið 1994 handrit að sjón- varpsþáttunum „Fjölskyldan“, sem sýndir voru á sínum tima í sjón- varpi á Islandi. Hann er án efa frægasti núlifandi rithöfundur Ira og með nýrri bók sinni þykir hann sýna og sanna að sú frægð er engin tilviljun og jafnframt að hann hafí ekki endilega náð hátindi sínum sem rithöfundur. Freud hefði skilið hann KVIKMYJVÐIR Kringlubíó, lí í ó li ii 11 i n, Nýja Bíó Akureyri „ANALYZE THIS“ ★ ★★ Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Billy Crystal, Lisa Kudrow og Chazz Palmiteri. Warner Bros. 1999. ÞAÐ er erfitt að ímynda sér nokkurn annan en Robert De Niro í öðru aðalhlutverkinu í bandarísku gamanmyndinni „Analyze This“, sem frumsýnd var um helgina. Engir leikarar af hans stærðargráðu hafa leik- ið eins marga mafíuforingja í bíómyndunum og hann, en hér er enn einn í safnið nema þessi er ekki sá ógurlegi harðhaus sem De Niro hefur áður leikið. Hann er hálfgerð væluskjóða, hættur að geta murkað lífið úr mönnum, hættur að gagnast hjákonunni, fær kvíðaköst, grætur framan við væmnustu auglýsingar sjónvarpsins. De Niro er að gera grín að sjálfum sér að einhverju leyti í glæpa- foringjahlutverkinu en mest er hann að gera það sem hann ger- ir alltaf, leika fantavel og leyfa manni að njóta þess. Hann er frábær í myndinni. Bara geifl- umar í andlitinu nægja til þess að láta mann skella uppúr. Mótleikari hans er grínistinn Billy Crystal en hann fer með hlutverk sálfræðingsins sem gangsterinn leitar til. Þótt Crystal hafi ekki eins safamikla rullu stendur hann sig mjög vel sem mótleikari De Niros, dauð- skelkaður en líka rekinn áfram af forvitni fagmannsins. Myndin er dæmigerð félagamynd þar sem lýst er sambandi tveggja gerólíkra einstaklinga og af því sprettur allra handa gaman og hún er mjög vel heppnuð skemmtun sem slík, byggð á fyndnu handriti og spaugsamri leikstjóm Harold Ramis. Honum hefur tekist að skapa saklausu gríninu hæfilega um- gjörð stórbófanna í New York þar sem takast á fylkingar og mafíuskapurinn ólgar í blóðinu; Chazz Palminteri á dulitla inn- komu sem áréttar sambland af græðgi og ofsóknarkennd bóf- anna. En fyrst og fremst er þetta mynd Robert De Niros. Það besta við hann er kannski það að hann gefur aldrei upp hvort hann er að sýna gamanleik eða ekki. í því er fólginn galdur sem lýsir upp fína gamanmynd. Arnaldur Indriðason Tímarit • ÍSLENSKT mál og al- menn málfræði 19.-20. ár- gangur er komið út. Ut- gefandi er Islenska málfræðifélagið og er þetta nokkurs konar afmælishefti þar sem nú eru liðin 20 ár frá stofnun félagsins. Fremst í heftinu eru fáein minningarorð um prófessor Bmno Kress, sem lést haustið 1997, níræður að aldri. Hann var lengi prófes- sor í Greifswald í Þýskalandi en starfaði um skeið á Isl- andi. Hann stundaði rann- sóknir í íslenskum málvís- indum en fékkst líka við þýðingar úr íslensku. Jó- hannes Gísli Jónsson fjallar um sagnir með aukafalls- fmmlagi og merkingarleg einkenni þeirra. Helge San- dpy fjallar um ákveðna teg- und dæma um tvíhljóðun í íslenskri málsögu. Sten Vikner og Þórhallur Ey- þórsson skrifa um orðaröð í germönskum málum. Þór- hallur Óskarsson tekur sögnina ske til athugunar. I heftinu em einnig þrjár smágreinar eða flugur eins og þær era kallaðar. Tvær þeirra em eftir Höskuld Þráinsson og ein eftir Margréti Jónsdóttur. Þrír ritdómar em í heftinu: Mar- grét Jónsdóttir fjallar um bækurnar Mergur málsins og Rætur málsins eftir Jón G. Friðjónsson; Helgi Har- aldsson og Valerij P. Berkov fjalla um Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar og Þór- hallur Eyþórsson fjallar um rit Helga Guðmundssonar, Um haf innan. Ritstjórinn, Höskuldur Þráinsson, skrif- ar ritfregnir af málfræði- bókum, doktorsritgerðum og safnritum þar sem vikið er að íslensku máli og málf- ræði. Ritinu lýkur á skýrslu formanns Islenska málf- ræðifélagsins og nokkrum orðum frá ritstjóra. Heftið er 291 bls. Að yfirgefa... BÆKIIR Skáldsögur NÁIN KYNNI eftir Hanif Kureishi, þýðandi Jðn Karl Helgason, Bjartur, Reykjavík, 1999,111 bls. Hanif Kureishi SÖGUHETJA og sögumaður Náinna kynna hyggst yfirgefa konu og tvo syni að morgni. Frásögnin á sér öll stað um kvöld. „Þetta er hið dapurlegasta kvöld því ég er á föram og kem ekki aftur“ (5); þannig hefst bókin. Sögu- maður heitir Jay og hann hefur orðið alla bókina: verkið er ein- ræða, upprifjun og uppgjör á hjóna- bandi sögumanns, full af angist og óvissu, kvíða, stundum þótta, stundum er hún á jaðri sturlunar. Þetta er verk um skilnað áður en hann á sér stað. Sögumaður veltir fyrir sér hvernig hlutirnir verði þegar hann er farinn, rennir augun- um yfir helstu svið einkalífs síns. Jay ber saman sig og vini sína, ann- arsvegar Victor, sem er skilinn, hinsvegar Asif, sem er holdgerv- ingur fjölskyldugilda. Jay hyggst flytja inn til Victors, sér fyrir sér dapurlegt piparsveinalíf en hefur hinsvegar ástkonu sína Ninu í huga. Náin kynni sló í gegn þegar hún kom út í Bretlandi árið 1998 en höf- undurinn er ensk-pakistanskur og kunnur í kvikmyndaheiminum; þekktasta verk hans þar nefnist My Beautiful Laundrette og hlaut til- nefningu til Óskarsverðlauna. Um- ræða um Náin kynni í Bretlandi hefur snúist upp í hálfgerð réttar- höld yfir höfundinum sem hefur verið lagður að jöfnu við sögu- manninn Jay þar sem ýmislegt þykir tengja þá: Kureishi yfirgaf konu og tvo syni fyrir nokkrum ár- um, Jay er rithöfundur sem fæst við kvikmyndahandrit, hefur jafn- vel fengið tilnefningu til Óskars- verðlauna. En auðvitað er ekkert nýtt að rithöfundar vinni uppúr dagbókarskrifum allskonar texta einsog sennilega hefur verið gert hér. Viðbrögð almennings hafa ver- ið sterk, mjög sterk. Fjölmiðlar gengu svo langt að hafa samband við fyrrverandi konu Kureishi svo að hún gæti varið sig fyrir Jay - var- ið sig fyrir söguhetju í bók. Höfund- urinn, Kureishi, hefur verið ásakað- ur um hverkyns fólsku, eigingirni, karlmennskuhroka, klám. Lesandi skrifar á internetið: „Söguhetjan, sem því miður er einnig sögumað- ur, er mjálmandi og sífrandi sjálf- selskupúki sem hefði átt að íhuga og læra af gagnrýni eiginkonu sinn- ar í stað þess að hugsa um að yfir- gefa hana.“ Á hinn bóginn eru mjög jákvæð viðbrögð, bæði karlar og konur líkja lestrinum við hugljó- mun og segja verkið kanna ónumin lönd og birta hliðar karlmenn- skunnar sem hefur verið þagað um. Semsé hneyksli. En öfugt við nýlega bylgju breskra skáldsagna gera Náin kynni ekki út á hneyksli, ekki er lagt upp með það gagngert að ganga fram af lesandanum. Ber- orðri sjálfsfróunarsenu í verkinu er ekki ætlað að hneyksla. Enda hafa hneykslunarviðbrögðin ekki verið köld og fjarlæg vanþóknun heldur funheit reiði. Það sem gerir Náin kynni að svo áhrifaríkum texta er hreinskilni, undanbragðalaus sjálf- skoðun, krafning hjónabandsins. Og þetta er góður texti: það sem er ef til vill óvenjulegast er hversu mikil nánd er í honum (sem skýrir hvers vegna fólk ruglar saman sögumanni og höfundi af holdi og blóði). Verkið er ókaflaskipt en í því era hálfafmarkaðir textar með tvö- földu línubili á milli, hver þanki fær allt frá einni setningu upp í nokkrar blaðsíður til að klárast. Sögumaður er stundum kaldhæðinn og fyndinn og stundum grimmur, ekki síst í lýsingum á eiginkonunni Susan. Það er gott flæði í þessum texta og afbragðs þýðing Jóns Karls gerir hann einkar læsilegan, einsog sagt er, gerir textann giápandi. Verkið smellpassar í kynjaumræðuna og kynjafræðina, ekki síst könnun á karlmennskunni en sú rannsókn hefur á síðustu ái*um tekið á sig ýmsar myndir: fyrir nokkram áram var samruni við frumkarlmanninn lausn kennimanna í Evrópu og Bandaríkjunum, að æða fáklæddur um skóga, slá saman steinum og öskra. Sem auðvitað gæti leitt til ýmislegs; en ég mæli frekar með Nánum kynnum - og ekki síður fyr- ir konur. Hermann Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.