Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Amma segir að þegar maður vaknar á morgnana Kins og t.d. að þá eigi að þakka fyrir nýjan dag og síðan að leggja gefa hundinum drög að því að gera eitthvað gott og jákvætt... að éta.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Á jafnréttisdegi Frá Viðari Hörgdal: ÖRYRKJUM í Reykjavík er eins og öðrum skylt að skila sinni skatt- skýrslu tO Skattstjórans í Reykja- vík, Tryggvagötu 19. Þegar þangað er komið er há brún af gangstétt að inngangi, engum í hjólastól er mögulegt að komast þetta án að- stoðar. Því er ekki sett skábraut fyrir fatlaða tO að auðvelda aðgengi tO að skila skattskýrslu eða leita skýringa? I Hafnarfirði er hvergi skáað úr gangstétt að götu í námunda við samskonar skrifstofu í Suðurgötu 14. Merki er tákna bflastæði aðeins fyrir fatlaða eru fyrir framan flestar stærri verslanir og fyrirtæki. Kringlan hefur rutt brautina með breiðum vel merktum bflastæðum fyrir fatlaða. Bónus, Austurver og fjöldi ann- arra fyrirtækja eru með merkt stæði en þau eru jafn mjó og al- mennu stæðin, þannig að einstak- lingur í hjólastól kemst hvorki í eða úr bifreið. Hvaða tilgangi þjóna þá merkin? I Danmörku er skylt að breidd stæðanna sé 450 sm eins og tekið er fram í DS Handbok 105. Hugurinn hvarflaði aftur tfl árs- ins 1978 er jafnréttisganga fatlaðra í Reykjavík var farið undir merki sem á stóð JAFNRÉTTI. A Kjarvalsstöðum endaði gangan og ráðamenn þjóðarinnar mættu tO að heyra kröfur fatlaðra. Mai’gt hef- ur áunnist síðan en þó ekki nærri nóg. í minningu um þessa göngu orti ég þetta ljóð. Ajafnréttisdegi Við mætumst hér á mildum haustsins degi og minnum á þann rétt er okkur ber, að þjóðfélagið hömlum víki af vegi svo velferð þegna jöfn sé hvar sem er. I skólamálum margt skal betrum bæta brautir smíða, handrið traust má fá, þó hreyfihömlun margur verði að mæta menntaveginn hugur leitar á. Fólki reynist erfitt yfirferðar upp af götu gangstígum að ná miklar brúnir margar illa gerðar mein er þeim sem hjólastólinn á. Þér ráðamenn nú sýnið vilja í verki og vandið betur húsasmið og lag. Þvi styrk við stöndum undir einu merki og áfram viljum bættan þjóðarhag. VIÐAR HÖRGDAL, öryrki. R-listinn ekkert án Framsóknar Frá Hróbjarti Lúðvíkssyni: REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR verður ekki fluttur suður eftir nema utanríkisráðuneytið afsali sér nú- verandi yfirráðum yfir Keflavíkur- flugvelli. Þetta skilja bæði sam- gönguráðherra og flugmálastjóri. Því ætti samgönguráðherra að af- sala sér yfirráðum yfir innanlands- og mOlilandaflugi Reykjavíkurflug- vallar í hendur R-listavininum Hall- dóri Asgrímssyni? Ef Reykjavíkur- flugvöllur yrði fluttur á varnar- svæði, KeflavíkurflugvöO, er Fram- sóknarflokkurinn kominn með mikil völd í flugmálum þjóðarinnar. Því ætti Sturla samgönguráðherra að stuðla að því? Þorgeir flugmála- stjóri yrði varla áhrifamikill í flug- málum eftir það. Ingibjörg Sóh-ún borgarstjóri þarf auðvitað áfram framsóknar- gervifótinn undir R-listann og því er henni ósárt um að leggja af flug- völlinn í borginni og flytja undir Halldór utanríkisráðherra. An framsóknar er R-listinn ekkert! HRÓBJARTUR LÚÐYÍKSSON, útgerðarmaður Sólbakka, Mjóafirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Tölvupústur: sala@hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.