Morgunblaðið - 07.09.1999, Side 68

Morgunblaðið - 07.09.1999, Side 68
9 ...tannlæknar mæla með því 1 Wrlgleu's USSSl fmll fíavoumd augartree g MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5601100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Kona auglýsir eftir eggi vegna tæknifrjóvgunar Lög takmarka ekki leit að eggjagjafa EKKERT í lögum takmarkar aug- lýsingu eftir gjafa að eggjum fyrir tæknifrjóvgun en um síðustu helgi auglýsti kona eftir gjafa í Morgun- blaðinu. Hins vegar er það talið varhugavert ef fólk fer að greiða hugsanlegum gjöfum eins og tíðkast sums staðai’ erlendis, að mati þeirra sem leitað var álits hjá. Að sögn Þórðar Óskarssonar, yf- irlæknis á tæknifrjóvgunardeild kvennadeildar Landspítalans, hefur ( ^hann tvívegis áður rekist á sam- svarandi auglýsingu. Þórður sagði að um viðkvæmt mál sé að ræða og komi einhver sem auglýsir með hugsanlegan gjafa ræði læknar við viðkomandi og meti hvort hann sé samþykkur sem slíkur. Hann sagði að auglýsingin væri ekki í samráði við tæknifrjóvgunardeildina en að hann skilji vel að fólk grípi til ráða af þessu tagi í leit að gjafa. Erfitt sé að finna gjafa og fólki væri for- gangsraðað eftir ákveðnum reglum. „Þær meðferðir sem hafa verið framkvæmdar hingað til hafa verið með þekktum gjöfum, þ.e. um er að ræða fólk að hjálpa ættingjum eða vinum. En þegar fólk hefur beðið lengi reynir það auðvitað að bjarga sér,“ sagði Þórður. Sigurður Guðmundsson land- læknir telur auglýsinguna óvenju- lega þar sem gjafar finnist að jafn- aði með öðrum hætti en líta verði á hana í því ljósi að óskin um að eignast barn sé gríðarlega sterk. Hann segir engar lagalegar for- sendur mæla á móti auglýsingu af þessu tagi og í raun sé erfitt að sjá að siðferðileg rök mæli henni í mót. ■ Læknar/10 Tæki sem grein- ir heilablóðfall HJÁ Taugagreiningu hf. er í þró- un nýtt tæki sem greinir heila- blóðfall hraðar en nú þekkist. Að sögn Egils Mássonar fram- kvæmdastjóra getur tækið greint heilablóðfall innan tíu mínútna. Tækið byggist á aðferð sem þróuð var af læknum við há- skólasjúkrahúsið í Diisseldorf, og hefur Taugagreining hf. einka- rétt á hagnýtingu þessarar að- ferðar. Heilablóðfall er þriðja al- gengasta dánarorsök hér á Iandi og ein algengasta ástæðan fyrir varanlegri fötlun. Miklu skiptir að heilablóðfall greinist sem fyrst svo að hægt sé að koma í veg fyrir frekari áföll. Ný lyf eru komin á markað sem geta komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar heilablóðfalls en þau verður að gefa strax eigi þau að virka. Að sögn dr. Siebler, tauga- læknis og yfirmanns heilablóð- fallsdeildar á Háskólasjúkrahús- inu í Diisseldorf, eru heilaritar sem nú eru í notkun flóknir og sérfræðingur þarf að vera á staðnum til að lesa úr niðurstöð- unum. Ár er síðan Taugagrein- ing fékk einkarétt á að hagnýta sér þessa nýju aðferð og hefur fyrirtækið fengið styrk frá Iðn- tæknistofnun og Nýsköpunar- sjóði til frekari þróunar. Tækið verður reynt á tveimur sjúkra- húsum í Þýskalandi og einu á Norðurlöndum á næstunni. ■ Þróa/12 Forsætisráðherra segir sölu á hlut rfkisins í FBA í undirbúningi Höfða mál > gegn Isa- fjarðarbæ ÞRÍR húseigendur í Hnífsdal, sem áttu eignir á yfirlýstu snjóflóða- hættusvæði þar, hafa ákveðið að höfða mál gegn Isafjarðarbæ vegna kaupa bæjarins á húseignum þeirra með tilstyrk Ofanflóðasjóðs, en upp- gjör vegna kaupanna fór fram í hitteðfyrra. Þeir telja kaupverðið ekki viðunandi sem Isafjarðarbær bauð þar sem ekki var lagt sama verðmætamat til grundvallar við uppkaupin og gert var í uppkaupum bæjarins á húseignum í Súðavík. Það sem lagt var til grundvallar við uppkaup Isafjarðarbæjar á sín- um tíma í Hnífsdal var aftur á móti markaðsverð umræddra húseigna en ekki tekið tillit til þátta eins og t.d. endurmatsverðs eignanna eða brunabótamats. Að sögn lögmanns málshöfðendanna munar hér nokkr- um milljónum. Unnið er að því að móta stefnuna gegn Isafjarðarbæ og er búist við að málið verði þing- fest í haust fyrir Héraðsdómi Vest- fjarða. ----------- Verður seldur dreifðum hópi að loknu forvali UNNIÐ er að undirbúningi forvals þar sem væntanlegir kaupendur að hlut ríkisins í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins verða valdir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær- kvöldi að ákveðið væri að hlutur rík- isins í FBA yrði seldur í einu lagi en dreifðum hópi. Forval vegna söl- unnar fari væntanlega fram eftir Jeina til tvær vikur og salan nokkr- um vikum síðar. „Ráðherranefnd um einkavæð- ingu komst að niðurstöðu fyrir nokkrum dögum um það efni og nú er einkavæðingamefndin, sem starfar undir forsjá þessarar ráð- herranefndar, að útfæra þær tillög- 'Wfcr og hugmyndir sem þar varð sam- ^comulag um,“ sagði Davíð. „Það má segja að meginniður- staðan sé í samræmi við það sem hefur komið fram frá mér og utan- ríkisráðherra að það væri rétt að tryggja að það verð fengist fyrir hlut ríkisins sem best væri þannig að þær aðgerðir, sem hafa farið fram áður og hefðu getað skaðað ríkið, mundu ekki skaða ríkið,“ sagði Davíð og sagði að meginhugs- unin væri að selja hlutinn í einu lagi en þó dreifðum hópi. Forsætisráðherra sagðist eiga von á að forval færi fram eftir eina til tvær vikur og síðan verði salan nokkrum vikum síðar. „Það ætti að verða tilkynnt um fyrirkomulagið innan fárra daga, vona ég,“ sagði Davíð og sagði að verið væri að hugsa um forval með svipuðum hætti og við einkavæðingu SKÝRR. Hreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að einkavæðingamefnd væri að vinna að máiinu en taka þyrfti ákvarðanir um mörg útfærsluatriði. „Við erum að reyna að ná fram þeim markmið- um að fá sem mest verðmæti fyrir eignina en jafnframt að standa þannig að málum að dreifð eignar- aðild náist með því að setja reglur í sambandi við útboðið, sem taka á því máli,“ sagði Hreinn. Þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði Hann sagði að hugsunin með for- valinu væri fyrst og fremst sú að áð- ur en tilboð koma fram gefi hópar sem hafa áhuga á að bjóða í hlutinn í sameiningu sig fram. „Þeir þurfa að uppíylla ákveðin skilyrði sem sett verða um skyldleika og tengsl sín á milli. Forvalið lýtur að því að menn gangi úr skugga um að svo sé áður en menn bjóða í bréfin. Ef skýringamar uppfylla ekki þær reglur sem settar verða, verður gef- inn stuttur frestur til að kippa því í liðinn áður en útboðið sjálft fer fram,“ sagði Hreinn og sagði að til- boð frá öðrum en þeim sem tækju þátt í forvalinu yrðu ekki tekin gild. Hreinn sagði að í fjárlögunum væri gengið út frá sölu á hlut ríkis- ins á þessu ári. Sölunni hefði verið frestað fram yfir kosningar en nú væri unnið að því að salan gæti farið fram í október eða nóvember. Sjávarútvegssýningin 45% um- fangsmeiri en síðast ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin var 45% umfangsmeiri en sú síð- asta, sýnendum fjölgaði og gestir hafa aldrei verið fleiri. Sýningunni lauk síðastliðinn laugardag. 16.993 gestir komu á sýninguna, þar af 960 erlendir gestir frá 41 landi. Nánast allt gistirými á höfuð- borgarsvæðinu var upppantað með- an á sýningunni stóð. John Legate, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segist ánægður með fjölda gesta. „í fyrsta lagi varð mik- 0 aukning miðað við fyrir þremur árum og svo er salan á staðnum mjög ánægjuleg. Mikil viðskipti fóru fram og sambönd komust á. Erlendum gestum fjölgaði um nær 50% og sama er hvert litið er, alls staðar er um aukningu að ræða.“ ■ Besta sýningin/23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.