Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.1999, Page 1
201. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vargöld ríkir í A-Tímor eftir úrslit atkvæðagreiðslu Þrýst á um komu friðargæsluliðs ta, Genf, Lissabon, SÞ. AFP, AP, Reuters. ERLEND ríki þrýstu í gær á stjórn- völd í Indónesíu um að leyfa komu alþjóðlegs gæsluliðs til að freista þess að stilla til friðar í vargöld þeirri er geisar í A-Tímor. Ofstækis- fullir stuðningsmenn stjórnvalda í Jakarta hafa gengið berserksgang í höfuðborginni Dili og víðar eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð A-Tímor urðu ljós á laugar- dag, með þeim afleiðingum að þús- undir manna neyddust eða voru neyddir til að flýja. Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagði í gærkvöldi að Habibie, forseti Indónesíu, myndi setja á herlög í Austur-Tímor vegna ástandsins. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gærkvöldi að Habibie hefði samþykkt að grípa til „frekari ráð- stafana", og aðspurður svaraði hann því að til greina kæmi að setja her- lög. Sérleg sendinefnd öiyggisráðs Sameinuðu þjóðanna lagði af stað til Indónesíu í gærkvöldi til að þrýsta á stjórnvöld um að grípa í taumana. Astralir hafa hersveitir í viðbragðs- stöðu og Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að annaðhvort stillti Indónesíustjórn til friðar í A-Tímor eða umheimurinn gripi til sinna ráða. Erlendir fréttamenn sem eru í A- Tímor og sjónarvottar að óhæfu- verkum þeim er framin voru í Dili í gær fullyrða að hersveitir indó- nesíska hersins aðstoði ofstækis- menn við að hrekja íbúa A-Tímor úr landi. Jose Ramos Horta, friðarverð- launahafi Nóbels og annar tveggja helstu baráttumanna fyrir sjálfstæði A-Tímor, sagði í viðtali við CNN í gær að ofbeldisverkin í Dili væru runnin undan rifjum afla innan hers- ins er enn væru hliðholl Suharto for- seta er sagði af sér á liðnu ári. Fólk streymir frá A-Tímor þúsundum saman Þúsundir manna leituðu skjóls í gær og sunnudag á lóðum skrifstofa eriendra hjálparstofnana, SÞ og í kirkjum og klaustrum. Var fólkið flæmt frá stöðum þessum og stefnt út úr landinu. Greindu talsmenn Al- þjóðaráðs Rauða krossins frá því að fólk streymdi þúsundum saman yfir til Vestur-Tímor. I yfirlýsingu Rauða krossins sagði að „svo virðist sem lög og regla hafi verið algerlega brotin niður“. Flest erlent starfsfólk í A-Tímor hafi flúið landið. Sameinuðu þjóðirnar voru í gær undir miklum þrýstingi um að grípa til aðgerða en öryggisráð SÞ virtist vera klofið í afstöðu sinni um að senda friðargæslusveitir inn í A- Tímor. Vilja menn ekki senda gæslu- lið án samþykkis Indónesíustjórnar sem þverskallast hefur við að veita það. Hafa þarlend stjórnvöld enn- fremur verið sökuð um að tefja fyrir því að senda aukaherlið til A-Tímor og stilla til friðar. Telja menn að Bandaríkin, Bretar og Frakkar, þrjú af fimm fastaríkj- um öryggisráðsins, séu reiðubúin til að samþykkja för friðargæsluliðs til A-Tímor en Kína, auk Bahreins og Reuters Austur-Tímorbúar flýja til Vestur-Tímor í gær. Malasíu, séu hins vegar mótfallin beinni íhlutun með umboði SÞ. Heimildamenn AFP innan SÞ telja að unnt væri að senda herlið til landsins innan skamms, „í samvinnu við sjálfboðaríki“ og Jorge Sampaio, forseti Portúgals, sagði í gær að það yrði ekki erfitt að setja _ saman gæslulið hersveita frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Portúgal, með að- stoð t.d. Breta og Frakka. Mary Robinson, yfirmaður Mann- réttindaskrifstofu SÞ, hvatti ríki heims til að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir ógnir og fjöldamorð. ■ Vopnaðir/24 Tilræði við Hosni Mubarak Egyptalandsforseta Arásarmaðurinn var skotinn til bana Reuters Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, heilsar Kosovo-Albönum í borginni Prizren í suðurhluta Kosovo í gær, en hann var í eins dags heimsókn í héraðinu. Rússar skutu á Serba í Pristina. Reuters. RÚSSNESKIR friðargæsluliðar í Kosovo skutu þrjá Serba til bana í gær, eftir að Serbamir höfðu ráðist á fimm óvopnaða Kosovo-Albana við bæinn Ranilug í suðausturhluta hér- aðsins. í tilkynningu frá friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í Kosovo, KFOR, segir að nokkrir Serbar hafi gert árás á bíl Kosovo-Albana í dög- un í gær. Serbarnir höfðu skotið einn Albananna til bana og voru að berja á tveimur særðum mönnum er frið- argæsluliðarnir komu á vettvang og reyndu að skakka leikinn. Hófu Serbarnir þá skothríð að Rússunum, sem svöruðu í sömu mynt. Þrír Serb- ar lágu í valnum, en friðargæslulið- ana sakaði ekki. Kosovo Spenna milli Serba og Kosovo-Al- bana hefur farið vaxandi á þessu svæði undanfama daga, og vom átta manns myrtir þar um síðustu helgi. Ranilug er á friðargæslusvæði Rússa í Kosovo. Serbum hefur líkað vera rússneska friðargæsluliðsins vel, en Kosovo-Albanar hafa haft hom í síðu þess, og talið hættu á að það dragi taum Serba. Rússamir hafa þó hlotið lof yfirmanna NATO fyrir fag- mennsku og hlutleysi í störfum sín- um, og lét Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, ummæli falla á þá leið í gær, er hann heimsótti Kosovo-hérað. Sagði hann atvikið í gærmorgun sýna að rússnesku frið- argæsluliðarnir sinntu störfum sínum á sama hátt og aðrir liðsmenn KFOR. Kaíró, Port Said. AFP, AP, Reuters. LÍFVERÐIR Hosni Mubaraks, for- seta Egyptalands, skutu mann til bana sem ógnaði forsetanum með eggvopni í gær. Mubarak sakaði ekki. Forsetinn var á ferð í bifreið í borginni Port Said við Súes-skurðinn í Egyptalandi og veifaði mannfjölda úr bílglugganum er maður kom að- vífandi og ógnaði honum með egg- vopni. Lífverðir Mubaraks skutu manninn umsvifalaust til bana. I op- inberri yfirlýsingu sem lesin var upp í egypska sjónvarpinu sagði að Mu- barak hefði hlotið „skrámu á hendi“, en ekki sakað. Einn lífvarða forset- ans hlaut einnig minniháttar áverka. Árásarmaðurinn fertugur götusali Samkvæmt upplýsingum frá egypska innanríkisráðuneytinu hét árásannaðurinn El-Sayed Seliman og var hann fertugur götusali. í yfir- lýsingu ráðuneytisins segir að ekki sé vitað til þess að Seliman hafi verið í tengslum við neinn hóp hryðju- verkamanna, en að hann væri „þekktur fyrir fávíslegt athæfi". Heimildamenn innan öryggislögregl- unnar sögðu að hann hefði áður verið handtekinn fyrir líkamsárásir og þjófnað. Haft var eftir ónafngreindum ná- grönnum Selimans í gær að hann hefði ávallt borið á sér hníf, og að þeir teldu að hann hefði verið öfga- fullur bókstafstrúarmaður. Vitni að atburðinum sögðu að Seliman hafi ekki haldið á vopni í hendi, heldur rituðu bænaskjali, er hann kom aðvífandi að forsetanum. Egypska sjónvarpið sýhdi beint frá for forsetans í Port Said, en mynda- vélunum var beint frá bifreið hans að mannfjöldanum rétt áður en atvikið átti sér stað. Heyra mátti hleypt af þremur skotum. Er árásin var gerð var Mubarak á leið til stjórnsýslubyggingarinnai- í Port Said, þar sem hann átti að halda ræðu. Var gert að sárum for- setans, sem hélt svo áfram för sinni. Sjónvarpað var beint frá ræðu Mu- baraks, sem var rólegur og virtist ekki brugðið. Hefur áður sloppið naumlega Mubarak hefur verið við völd í Egyptalandi í 18 ár, og gefur kost á sér fjórða kjörtímabilið í röð í kosn- ingum sem fram fara í næsta mán- uði. Forveri hans, Anwar Sadat, var ráðinn af dögum af múslímskum öfgamönnum árið 1981, til að hefna fyrir friðarsamninga sem hann gerði við Israel árið 1979. Árásin á Mubarak var gerð rúmum sólar- hring eftir að hann var viðstaddur undirritun friðarsamkomulags Isra- ela og Palestínumanna í Sharm el- Sheik í Egyptalandi, en hann hafði átt þátt í að miðla málum milli þjóð- anna tveggja. Forsetinn hefur áður slogpið naumlega frá banatilræðum. Árið 1994 voru foringjar úr egypska flug- hernum dæmdir til dauða fyrir að skipuleggja sprengjutilræði gegn Mubai'ak, og ári síðar réðust múslímskir öfgamenn að bifreið hans með vélbyssuskothríð í Addis Ababa í Eþíópíu, þar sem hann sótti ráð- stefnu Einingarsamtaka Afríkuríkja. Kartöflubyssa gerð upptæk Ósló. Reuters. LÖGREGLAN í Kristiansand í Noregi hefur gert upptæka heimagerða fallbyssu, sem getur skotið kartöflum eða líkum hlut- um allt að 50 metra, og sögð er lífshættuleg. Sex unglingar í Kristiansand settu byssuna saman eftir leið- beiningum sem þeir fundu á Net- inu. Settu þeir kartöflur í plaströr, sem tengt var við kveikibúnað á gasgrilli. Þeir úðuðu svo eldfimu gasi inn í rörið og settu lok fyrir opna endann, og gátu þannig skot- ið kartöflunum með því að þrýsta á kveikihnappinn á gasgrillinu. „Þetta heimagerða vopn er gíf- urlega hættulegt, bæði fyrir þá sem nota það og fyrir þá sem skotið er á,“ sagði talsmaður lög- reglunnar við dagblaðið Fædre- landsvennen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.