Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuters
Akishige Okada, yfirmaður Sakura-banka, og Yoshifumi Nishikawa,
yfirmaður Sumitomo-banka, er þeir skýrðu frá því, að stefnt væri að
sameiningu bankanna ekki síðar en í apríl árið 2002.
Bankar 1 Japan
ræða risasamruna
Tókýó. Reueters.
JAPÖNSKU bankarnir Sumitomo
og Sakura hafa skýrt frá fyrirætlr
unum um samruna, sem mun leiða
til stofnunar næststærsta banka
heims.
Aðeins tveir mánuðir eru síðan
þríi- aðrir japanskir stórbankar
skýrðu frá ráðagerðum um sam-
runa í því skyni að koma á fót öðr-
um stærsta banka heims.
Jafnvel áður en samruninn var
opinberlega kunngerður fögnuðu
japanskir embættismenn fréttinni
ákaft og sagði Kiichi Miayasawa
fjármálaráðherra að samruninn yrði
góður fyrir japanska hagkerfið.
Sumitomo og Sakura eru um
þessar mundir annar og sjötti
stærsti banki Japans. Fulltrúar
bankanna segjast eiga í viðræðum
um stofnun banka með eignir upp á
rúmlega 900 milljónir dollara.
Nýi bankinn verður væntanlega
eignarhaldsfélag er mun leiða til al-
gers samruna. Samningurinn er síð-
astur í röð margra fyrri samninga í
japanska bankageiranum.
I ágúst boðuðu Sai-Ichi-Kangyo-
banki, Fuji-banki og japanski iðnað-
arbankinn samruna, sem myndi
leiða til stofnunar stærsta banka
heims með eignir upp á rúmlega 1,3
billjónir dollara.
Asahi-banki og Tokai-banki, tveir
af stærstu svæðabönkum Japans,
gerðu með sér samning í síðasta
mánuði um sameiningu í banka með
signir upp á 550 milljónir dollara.
Rambað á barmi hruns
Japanski bankageirinn hefur
rambað á barmi hruns í þrjú ár,
eignir hafa hríðfallið í verði og óinn-
heimtanlegar skuldir hafa valdið
japönskum bönkum sífellt meiri erf-
iðleikum. Stjómvöld hafa neyðzt til
að bjarga nokkrum fjármálastofn-
unum, öðrum hefur verið lokað og
ríkið hefur tekið við rekstri nokk-
urra banka.
Kreppan hefur orðið til þess að
bankar í Þýzkalandi og Bandaríkj-
unum eins og Deutsche Bank og
Citigroup hafa tekið við hlutverki
japanskra banka sem helztu lánar-
drottnar heims.
Litið er á samrunahrinuna sem
tilraun til sð gera japönskum bönk-
um kleift að endurheimta forystu-
hlutverk sitt í bankageiranum þeg-
ar fjármálum þehTa hefur verið
kippt í liðinn.
Oskar Lafontame stígur fram á sjónarsviðið á ný
Boðskapur óbugaðs
vinstrimanns
Frankfurt am Main. Reuters.
OSKAR Lafontaine, fyrrverandi
leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, sem
gula pressan í Bretlandi kallaði
„hættulegasta mann Evrópu“ í tíð
hans sem fjármálaráðherra fyrr á
árinu, steig fram í sviðsljósið á ný á
bókakaupstefnunni í Frankfurt í
fyrradag. Gestir þar mættu „Rauða
Óskari" með blöndu af velviljuðu
klappi, púi og hreinni forvitni vegna
vægðarlausrar gagnrýni hans á
Gerhard Schröder kanzlara, sem
fram kemur í bók hans, „Hjartað
slær vinstra megin“, sem Lafont-
aine var kominn til að kynna í
Frankfurt.
Þótt Lafontaine segði fátt um
framtíðaráform sín, búast fáir við að
von sé á því að hann reyni að hasla
sér völl í stjórnmálunum á ný.
Brokkgengi jafnaðarmanna í kosn-
ingum til héraðsþinga að undan-
fömu, sem hafa veikt stöðu Schröd-
ers kanzlara, breyta þar engu um,
að sögn stjórnmálaskýrenda. Kaflar
úr bók Lafontaines birtust í þýzkum
blöðum í síðustu viku og ollu upp-
námi meðal flokksfélaga hans; fóru
skrifin í taugamar á flestum þeirra,
einnig fyrrverandi bandamönnum
Lafontaines á vinstri væng SPD.
Þessi neikvæðu viðbrögð við því
sem Lafontaine hefur fram að færa
í bók sinni hefur þó ekki haft nein
áhrif á sölu bókarinnar - hún er nú
þegar komin á topp metsölulistans
yfir nýútgefnar þýzkar bækur.
Upplagið, sem dreift var til bóksala
út um allt Þýzkaland, var uppselt
hjá þeim flestum, og pöntunum
rignir inn hjá netbóksölum, að sögn
talsmanna þýzkra bóksala. Astrid
von Willmann, talsmaður Econ-for-
lagsins sem gefur bókina út, segh-
Oskar Lafontaine
að ákveðið hafi verið að hækka upp-
lagið úr 50.000 í 145.000.
Saga svika
I þessari endurminningabók
Lafontaines er rakin saga svika;
svika Schröders gegn Lafontaine og
jafnaðarmanna Evrópu gegn hefð-
bundnum hugsjónum sínum, í skipt-
um fyrir brezk-bandarískar hug-
myndir um taumlaust markaðshag-
kerfi.
A blaðamannafundi í tilefni af út-
komu bókarinnar á bókasýningunni
í Frankfurt kom Lafontaine í fyrsta
sinn opinberlega fram frá því hann
sagði skyndilega af sér öllum emb-
ættum hinn 11. marz sl. Viðstaddir
hrópuðu ýmist stuðningsorð til hans
eða skömmuðust vegna meintra
svika hans við flokkinn sem hann
væri nú að gera sér að féþúfu með
bókinni. Sumum lék einfaldlega for-
vitni á að vita hvers vegna hann
hefði - á hátindi ferils síns sem
stjómmálamanns, loks kominn í
annað valdamesta embætti öflug-
asta ríkis Evrópu eftir 16 ár í
stjómarandstöðu - sagt af sér með
svo skyndilegum hætti, eftir aðeins
fjóra mánuði á fjármálaráðherra-
stólnum.
„Ég vildi ekki lengur tilheyra rík-
isstjóm sem ekki bjó yfir nauðsyn-
legri samheldni og þar sem í-íkis-
stjórnarleiðtoginn brást því hlut-
verki sínu að verja ráðherra í stjórn
sinni á opinberum vettvangi.“ Þetta
er skýrasta svarið sem gefið er í
bókinni við þessari spurningu.
Lafontaine vísaði því á bug að
bókin væri „æfing í sjálfsréttlæt-
ingu og í að jafna sakirnar við
Schröder". A blaðamannafundinum
sagði hann Schröder hafa svikið lof-
orð, bæði gagnvart sér og gagnvart
kjósendum sem studdu hann til
valda sl.'haust.
Sagði Lafontaine meginmarkmið-
ið með bókinni að hrista upp í um-
ræðunni meðal evrópskra vinstri-
manna; bókin ætti að verka á þá
sem hvatning til að verjast þeirri
hægrisveigju sem mai’gir - einkum
og sér í lagi brezki Verkamann-
flokkurinn undh- forystu Tony Bla-
irs - hefðu tekið í kjölfar hmns Sov-
étríkjanna.
„Þriðja leiðin er röng leið,“ sagði
Lafontaine með þungri áherzlu,
með tilvísun til þess mhlivegar milli
markaðshyggju og sósíalisma sem
Blair hefði gert að sinni stefnu og
Schröder hefur lýst sig hlynntan.
Rússar halda
áfram harðri sókn
Goragorskí, Grosní, Moskva. Reuters, AP.
RÚSSNESKAR stórskotaliðssveitir héldu í
gær áfram hörðum árásum á tsjetsjneska her-
inn og sveitir skæruliða í kringum þorpið
Goragorskí, en það stendur í mikilvægum hæð-
um vestur af höfuðborginni Grosní. Skæmliðar
hafa flúið þorpið, en þeir ráða enn helsta vegin-
um til Grosní, sem liggur um þetta svæði, og er
meginmarkmiðið með árásum Rússa að ná veg-
inum á sitt vald.
Tass-fréttastofan skýrði frá því í gær að rúss-
neskar herþotur hefðu farið 12 árásarferðir síð-
asta sólarhringinn. Meðal annars vom gerðar
árásir á bækistöð íslamskra skæmliða í bænum
Uras Martan og á þorpið Bamut, sem hefur
mikið hernaðarlegt mikilvægi. Háttsettir menn
innan rússneska hersins sögðu í gær að nokkrir
tugir skæruliða hefðu komið sér fyrir í vel vörð-
um virkjum við landamærin að Ingúsetíu.
Um 12 þúsund stuðningsmenn Alans Mask-
hadovs, forseta Tsjetsjníu, komu saman í
Grosní í gær og mótmæltu innrás Rússa.
Skammt frá fundarstað þeirra mótmæltu um 3
þúsund manns stefnu Maskhadovs. Fyrir þeim
fór skæmliðaforinginn Salman Raduyev og
sagði hann forsetann eiga sök á átökunum. Að
öðm leyti var allt með kyrmm kjöram í borg-
inni í gær.
Flóttamönnum fjölgar
Borís Jeltsín Rússlandsforseti ræddi í gær í
síma við æðsta embættismanninn í Dagestan,
nágrannahéraði Tsjetsjníu. Forsetinn hefur
haldið marga fundi undanfama daga og telja
margir að hann vilji þannig sýna að hann hafi
fulla stjóm á landsmálum, þrátt fyrir að hann
hafi dvalið á sjúkrahúsi vegna inflúensu um síð-
ustu helgi.
Rússneska vamarmálaráðuneytið skýrði frá
því í gær að fjöldi flóttamanna frá Tsjetsjníu
hefði aukist í 170 þúsund. Embættismenn sögðu
að reynt væri að útvega þeim fæði og húsaskjól.
Reuters
Rússneskur hermaður ekur í brynvörðum bíl framhjá skilti
með myndum af Borís Jeltsín Rússlandsforseta og Júrí
Lúzjkov, borgarstjóra í Moskvu, á sýningu fyrir nýliða í
hernum í gær.
Julius Nyerere, fyrrverandi
forseti Tansaníu, látinn
Heiðarlegur
og vildi vel
Sósíalismi hans skildi hins vegar
við efnahagslífið í rúst
Julius
Nyerere
Fyrir ári kom í
ljós, að Nyerere
þjáðist af hvítblæði
og var hann lagður
inn á St. Thomas-
sjúkrahúsið í Lon-
don í síðasta mán-
uði. Hafði hann ver-
ið í gjörgæslu frá
fyrsta þessa mánað-
ar og fékk mikla
heilablæðingu í síð-
ustu viku. Hafa
þjóðarleiðtogar víða
um heim minnst
hans með virðingu.
Einráður en
óspilltur
Dar es Salaam. Reuters.
JULIUS Nyerere,
fyrrverandi forseti
Tansaníu og einn af
merkustu leiðtogum
Afríku á sínum tíma,
lést í gær á sjúkra-
húsi í London. Var
hann 77 ára að aldri.
Nyerere lét af
völdum fyrir 14 ár-
um en var alla tíð
mikilsvirtur, jafnt
heima sem erlendis.
Benjamin Mkapa,
forseti Tansaníu,
sagði í gær, að frá-
fall hans væri mikill
missir fyrir þjóðina
og Frederick
Chiluba, forseti Zambíu, sagði,
að Afríka hefði misst einn af sín-
um bestu sonum.
Nyerere var í fararbroddi fyr-
ir löndum sínum er þeir fengu
sjálfstæði frá Bretum 1961 og
var forseti landsins frá 1962 til
1985 er hann varð einn af fyrstu
leiðtogum Afríkuríkjanna til að
láta af völdum sjálfviljugur. Hef-
ur verið fyrirskipuð 30 daga
þjóðarsorg í Tansaníu þar sem
hans er minnst með margvísleg-
um hætti.
Nyerere var mjög einráður um
sína daga og sá sósíalismi, sem
hann fylgdi, olli efnahagslegu
öngþveiti í Tansaníu. Honum
tókst þó að bæta mjög menntun
og heilsugæslu og hann var ávallt
talinn heiðarlegur.
„Hann skildi við efnahagslífið í
skelfílegri rúst en samt verður
hans minnst með vh'ðingu vegna
þess, að hann vildi vel og var ekki
spilltur stjórnandi," sagði landi
hans, Alphonse Bandiho, 39 ára
gamall verkfræðingur.