Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 34

Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tvíeðli ástarinnar Falleg og vel flutt sýning Konunglega leikhússins á Tannháuser er enn eitt dæmi um vel heppnaðar Wagner-upp- setningar hússins, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Kaupmannahöfn. Stephen Milling og Tina Kiberg í Tannhauser. HVORT nútíminn hefur fallist á að ástin sé fléttuð úr holdlegum og andlegum hrifum skal ósagt látið, en víst er að þessi togstreita hefur verið uppistaðan í bókmenntum, myndlist og tónlist um aldir. Tannháuser, sagan um hinn ásthrifna farandsöngvara, varð Richard Wagner (1813-1883) yrkisefni, sem hann vann við um árabil og skilaði frá sér í fleiri en einni útgáfu. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn hefur að markmiði að setja upp allar óperur Wagners að Hringnum undanskildum og Tannhauser er hluti af því verk- efni. Ástæðan fyrir þvi að Hring- urinn var undanskilinn var að hann hefur verið settur upp í óp- erunni í Árósum, en það er von- andi aðeins spurning um tíma hvenær óperan við Kóngsins nýja torg taki til við Hringinn og hafl þá öll helstu verk Wagners á takt- einunum. Sókn eftir heildar- listaverkinu Ævintýraefnið í óperum Wagn- ers bliknar í samanburði við ævi mannsins sjálfs. Hann varð hold- gerving þýskrar rómantíkur og kom henni á framfæri í verkum sínum. í huga hans voru verk hans samruni tónlistar og leiklist- ar, „Gesamtkunstwerk", heildar- listaverk. Og hann fylgdi hug- myndum sínum eftir af óbilandi sannfæringu eins og óperuhúsið í Bayreuth er hið endanlega dæmi um. Einkalífið var stormasamt. Wagner giftist Minnu 1834, en hjónabandið var óhamingjusamt þó það entist þar til hún lést 1866. Hann átti í ástarsambandi við Mathilde Wesendonk, eiginkonu auðmanns, sem studdi Wagner, en hin endanlega kona í lífí hans varð Cosima von Bulow, dóttir tónskáldsins Liszts. Hún yfirgaf eiginmann sinn og fór að búa með Wagner 1868, en lést í Bayreuth 1930. Dagbækur Cosimu gefa skemmtilega mynd af sambúðinni og lífinu í kringum tónskáldið og fjölskyldu hans. Eftir tónsmíðatilraunir, sem ekki hafa náð inn á fasta efnisskrá óperuhúsa samdi Wagner Hol- lendinginn fljúgandi, sem var frumfluttur 1841, og síðan fylgdi Tannháuser á eftir, frumfluttur í Dresden 1845. Áður en óperan var flutt í Parísaróperunni 1861 breytti Wagner henni, setti meðal annars ballett inn, sem var algjört skilyrði í Parísaróperunni á þeim tíma. I dönsku uppsetningunni nú eru notuð atriði úr báðum þessi útgáfum. A árunum á milli Hollendings- ins og Tannháusers var Wagner að flytja sig frá París tO Þýska- lands. Tannháuser þykir bera ein- kenni bæði franskrar og þýskrar tónhefðar samtímans, en eins og gjaman var um verk Wagners komst hann á annað og meira flug en sést hefur bæði fyrr og síðar. Tannháuser er ekki eins þétt og samanrekið verk og mörg önnur verk hans, dalar ögn á stundum, en áhrifamáttur Wagners bregst ekki. Á sínum tíma skiptust sam- tímamenn hans í Wagnerista og andstöðumenn hans og það er enn svo að menn annað hvort hrífast af honum eða þola hann ekki. Munaður og dyggð Tannháuser laðast að tveimur konum, annars vegar gyðjunni Venus, sem hann hefur sungið sig inn tO og þar er hann í góðu yfír- læti í upphafi óperunnar. En það er hægt að fá of mikið af því góða og þá líka blíðuhótum, svo Tann- háuser er orðinn þreyttur á stöð- ugu sætlífi inni í Venusarfjallinu og þráir dagsljósið og mannfélag- ið. Um leið og hann kemur út undir bert loft eftir að hafa nefnt Maríu mey hittir hann félaga sína, sem minna hann á Elísabetu, frænku greifans. Þangað halda þeir félag- ar til að taka upp fyrri skemmtan við söng og veislugleði og um leið sér áhorfandinn þær tvær konur, sem Tannháuser flöktir á milli. Tannháuser í meðferð Stig Fogh Andersen er hinn sveim- huga söngvari, sem virðist eiga erfitt með að sætta sig við það sem hann hefur og leitar áfram. Hvorki Venus né Elísabet fá ham- ið hann. Það má líta á ástargyðj- una og hina flekklausu Elísabetu sem tvær hliðar kveneðlisins en þar velja leikstjórinn Francesca Zambello og Bruno Schwengl heldur vafasama leið, þegar Ven- us í flutningi Irene Theorin er lát- in líta út eins og mellumamma. Það er ljóst að Venus er tákn munúðar og losta, en hér eru láta- lætin svo ýkt í þessa átt, ekki síst búningur Venusar, flegin blússa og pils með háum klaufum að það verður nánast skoplegt. Elísabet í flutningi Tinu Kiberg er hin feimna, hlédræga og flekk- lausa stúlka, algjör andstæða Venusar. En persóna hennar er ekki eins skýr og ýmsar aðrar kvenpersónur Wagners. Dauði hennar er Tannháuser reyndar syndaaflausn, en það er ekki sama fórnarkrafan sem liggur á henni og til dæmis Sentu í Hollending- num fljúgandi. Ást hennar kemur fremur eins og óvænt lausn og þó ást hennar á Tannháuser sé ljós eru tilfinningar hans óljósari. Sagan er því ekki eins markviss og tOfinningaheit og ýmsar aðrar óperusögur Wagners. Af öðrum söngvurum má nefna Stephen Milling sem Hermann greifa og Per Hpyer sem söngvarinn Wolfr- am, sem báðir skOa sínu af næmi og innblæstri. En þó deila megi um túlkun á Venus er allur heildarbragur sýn- ingarinnar algjör nautn og þá ekki síst hin sjónræna hedd. Lokasen- an með pflagrímakórnum, böðuð- um hvítu ljósi í hvítum fötum lifir lengi á sjónhimnunni. Þessi og fleiri senur eru mjög eftirminni- legar. Með þessari sýningu minnir Konunglega enn einu sinni á að það hefur á að skipa söngvurum, sem ekki eiga í vandræðum með að ná wagnerskum hæðum. Bæði Kiberg og Fogh Andersen hafa sungið í Bayreuth og Michael Schönwandt hefur stjórnað þar. Það er traustan hóp Wagner-flytj- enda að finna við Kóngsins nýja torg. Utgáfubækur Forlagsins ELLEFU íslensk skáld- verk koma út hjá For- laginu. Mannveiði- handbókin er fyrsta skáldsaga ísaks Harðarsonar. Stúlka með fingur er eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Hér segir af Unni Jónsdóttur, ungri alþýðustúlku úr höfuðstað ís- lands. Sannar sögur er eftir Guðberg Bergsson. Þetta eru þrjár sögur sem voru fyrst útgefnar á ár- unum 1973-1976 og mynda eitt samfellt verk. Þær birtast nú í endurskoðaðri gerð höfundar. Burðargjald greitt eru tíu smásögur eftir Pál Kristin Páls- son. Vetrarferðin eftir Ólaf Gunn- arsson er þriðji hluti þríleiksins sem hófst með Tröllakirkju. Eftir Diddu kemur út bókin Gullið í höfðinu. Sagan er um Kötlu sem er vistmaður á geð- deild í Reykjavík. Fyrsta skáldsaga Hrafns Jökulssonar heitir Miklu meira en mest. Sagt er frá Jóni S. Jónaz III, efnispilti á fyrsta ári í Iögfræði og hvernig hann villist í undirheimum Reykjavíkur. Ljóðabækur Ljóðtímaskyn er eftir Sigurð Pálsson. „Sá sem nálgast þessi þ'óð mun sannreyna hvernig hægt er að komast burt frá svart-hvítum stundum, inn í ver- öld söngsins, inn í ljóðtímann,“ segir í kynningu. Vasadiskó er finunta ljóðabók Jónasar Þorbjarnarsonar. Önnur ljóðabók Sindra Freyssonar heitir Harði kjarninn (njósnir um eigið líf). Þar koma við sögu Ja- mes Bond og Stefán frá Möðrudal og staðir á borð við Stalíngrad og útvarpshús. Blálogaland er ljóðabók eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Þýðingar og bækur almenns efnis Heimur kvikmyndanna eru hartnær 90 ritgerðir eftir 70 höfunda um kvikmyndasögu og kvikmyndalist, í ritsljórn Guðna Elíssonar. Sjálfshjálparbókin Leggðu rækt við sjálfan þig er eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræð- ing. Ritgerðarsafn Svövu Jakobs- dóttur, Skyggnst á bak við ský, hefur að geyma íjórar rit- gerðir sem allar fjalla um grund- vallarrit íslenskra bók- mennta. Island, landið hlýja í norðri hef- ur að geyma ljós- myndir eftir Sigurgeir Sigur- jónsson með texta Torfa Tulin- ius. Bókin hefur komið út á ellefu tungumálum. „Where Nature Shines, The World of Moving Water“ og „Reykjavík, a City for AIl Sea- sons“ eru ljósmyndabækur Sig- urgeirs Siguijónssonar. Ari Trausti Guðmundsson ritar texta á ensku, frönsku og þýsku. „Iceland - Reflections at Dawn,“ hefur að geyma Ijós- myndir spænska ljósmyndarans Inaki Relanson, en Hólmfríður Matthíasdóttir ritar textann. Bókin er fáanleg á þýsku og spænsku auk ensku. Minningar geisju eftir Arthur Golden er í þýðingu Sverris Hólmarssonar. „Japanska geisj- an, Nitta Sayuri, lítur yfir farinn veg og rifjar upp ástir sínar, sælu og sorgir,“ segir í kynn- ingu. Á fjalli lífs og dauða, eftir Jon Krakauer, er sönn frásögn um harmleik á Everest. Bókina þýddi Isak Harðarson. Guð hins smáa eftir Arundhati Roy er í þýðingu Ólafar Eldjárn. Barnabækur Teitur í heimi gulu dýranna er eftir Sigrún Eldjárn. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar Teitur tfmaflakkari og er prýdd fjölda mynda eftir höfundinn. Fallegi flughvalurinn og litla stjörnkerfið er eftir Ólaf Gunn- arsson í myndskreytingu Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Eina kann ég vísu - Skrýtinn kveðskapur frá ýmsum tímum hefur að geyma sjaldséðar vísur sem lengi hafa lifað með þjóð- inni. Guðrún Hannesdóttir tók saman og myndskreytti. Dísa Ijósálfur, Dvergunrinn Rauðgrani, Alfinnur álfakóngur eru sögur Hollendingsins G. Th. Rothman. Bækurnar eru endur- útgefnar. Einnig er bókin Gleymérei, Stafrófskver, eftir systkinin Sigrúnu og Þórarin Eldjárn end- urútgefin. Sigrún myndskreytir en Þórarinn Ijóðskreytir bæk- urnar. Ljósmyndir myndhöggvara DRÖFN Guðmundsdóttir opnar sýninguna „Á ferð“ í Galleríi Lista- koti í dag, föstudag, kl. 18. Dröfn er myndhöggvari að mennt, útskrífað- ist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar Aðalefniv- iður hennar hefur verið gler hin síð- ari ár en nú brýtur hún upp og sýn- ir ljósmyndir. Aðalviðfangsefni hennar er vatn og fossar en Dröfn var leiðsögumaður í sumar og eru myndirnar á sýningunni teknar í ferðunum. Sýningin er opin frá kl. 12-18 virka daga og laugardaga kl. 11-16 og lýkur henni 7. nóvember. ------------ Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoli SÝNINGU Jónínu Guðnadóttir, Hringrás, lýkur á sunnudag. Á sýn- ingunni eru ýmis verk unnin í leir, málm, gler og plast. Listasetrið er opið daglega fá kl. 15-18. Gerðuberg Sjónþingi Þorvaldar Þorsteins- sonar lýkur á sunndag. Gerðuberg er opið mánudaga til fimmtudag 9-21, föstudaga kl. 9- 19, laugardagar og sunnudaga kl. 12-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.