Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 36

Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Hugvísindaþing Fyrsta stóra verkefni nýrrar Hugvísindastofnunar er Hugvísindaþing sem stendur yfir í aðalbyggingu HI í dag og á morgun. Gunnar Hersveinn skoðaði nokkra liði í fjölbreyttri dagskránni og spurði tvo fræðimenn um efni fyrirlestra þeirra: Gen og dýranöfn. Heimasíða þingsins er www.hi.is/stofn/hugvis/ NÖFN íslenskra húsdýra teljast til hluta orðaforðans eins og önnur sérnöfn. Þau geyma oft orð sem annars eru horfin úr mæltu máli þannig að þau geta rennt stoðum undir merkingarlýs- ingar og upprunaskýring- ar,“ segir Guðrún Kvaran um efni sitt á Hugvísinda- þingi klukkan 11:30 í mál- stofunni Hvað er nafnfræði? á laugardaginn. „Dýraheiti koma víða fyr- ir í fornum bókmenntum og hafa landnámsmenn án efa flutt þann sið með sér til íslands frá Noregi að gefa skepnum nöfn. I báðum Eddunum má finna talsvert af Málstofur til að dýpka skilninginn • Verður kortlagning genamengisins manneskjunni til góðs eða ills? # Rásgjörn, skapmikil á gæti heitið Frenja, Stygg, Flenna eða Skessa HUGVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands, sem tók til starfa í sumar og er ætlað að styrkja og efla rannsóknarstarf í Heimspekideild, stendur fyrir Hugvísindaþingi 99, en það er yfirskrift ráðstefnu í aðalbygg- ingu HÍ í dag og á morgun. 64 fræði- menn úr hópi fastra kennara Heim- spekideildar, félaga í Reykjavíkur- akademíunni og fleiri halda fyrir- lestra á ráðstefnunni. Jón Ólafsson er framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Þingið er sett kl. 9 í dag og hefjast málþingin kl. 9:30 báða dagana og standa til 17:30. Tuttugu og ein mál- stofa er á dagskrá og ráðrúm gefið til að hlusta á nokkra stutta fyrir- lestra í hvem þeirra og vera með í umræðum á eftir. Hver málstofa hefur þema, t.d. Vestur-íslendingar og íslensk menn- ing, kl. 9:30 í dag, og rekur Stenþór Heiðarsson þar nokkrar fullyrðingar vesturfara um áhrif vesturferða á ís- lenskt þjóðlíf, og segir frá skoðana- skiptum sem af þeim spruttu, eink- um á tímabili vesturferða (1870- 1914). Hann segir að skipta megi efninu í þrennt, áhrif á verkmenn- ingu og atvinnulíf, áhrif á framfara- trú og framfaraviðleitni og áhrif á þjóðernisvitund og ættjarðarást. „Einkum hef ég áhuga á að ræða þá hugmynd að vesturferðirnar og Vestur-íslendingar hafí kveikt í brjóstum Austur-íslendinga þann neista sem varð að brennandi þjóð- ernishyggju í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld,“ segir hann. Hrollvekjur og heimspeki með börnum Hrollvekjur nefnist önnur mál- stofa kl. 16:00 í dag og verða Guðni Elísson, Matthías Viðar Sæmunds- son og Úlfhildur Dagsdóttir með er- indi. Matthías flytur lesturinn Guð- spjall tómhyggjunnar um kvikmynd George Romeros Nótt kvikra náa (Night of the Living Dead) en hún er fyrsti hluti sombíuþríleiks sem fjall- ar um hrun vestrænnar menningar. Heimspeki með börnum er ein þriggja málstofa sem hefst á morg- un klukkan 9:30, en það er nýleg grein heimspekinnar sem hefur vak- ið áhuga út fyrir raðir heimspekinga og er víða beitt í kennslu og uppeld- isstarfi. Sigurður Bjömsson flytur t.d. erindi um hlutverk kennarans í samræðunni, og spyr: Hverskonar hæfni þarf heimspekikennari barna að búa yfir? Módemismi og þjóðemi Nútímaljóðlist og afdrif módern- ismans eru meðal þess sem er til um- ræðu klukkan 11:30 á morgun undir stjóm Matthíasar Johannessen. Fjallað verður um módernisma og hugmyndafræði hans. Einnig hugað að því hvernig fortíð og framtíð teng- ist í skáldskap. Kristján Árnason, Eysteinn Þorvaldsson og Andri Snær Magnason flytja erindi og Þorsteinn frá Hamri les úr eigin verkum. Klukkan 14 á Iaugardaginn ætla Páll Skúlason, Svava Jakobsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson að fjalla um merkingu hugvísinda og gildi fræð- anna í samtímanum til umræðu, bæði fyrir bókmenntirnar og raunvísindin. Meðal þess sem verður undir lok Hugvísindaþings eða kl. 16:00 á morgun er málstofa um bókmenntir og þjóðernisstefnu undir stjórn Arthúrs Björgvins Bollasonar og flytur Margrét Jónsdóttir erindið Samkeppni um þjóðararfinn, Jón Karl Helgason erindið Macbeth á Hlíðarenda, og Sveinn Yngvi Egils- son erindið Rómantík og þjóðerni. Hugvísindaþing ‘99 er fyrsta stóra verkefni Hugvísindastofnunar. Ást- ráður Eysteinsson er formaður stjórnar hennar og segir í bréfi í til- efni þingsins að vonast sé til að þetta verði lífleg ráðstefna og að hún höfði til allra áhugamanna um fræðin sem stunduð eru í heimspekideild og utan hennar. „Þingið markar einnig opn- un Hugvísindastofnunar sem verður vettvangur rannsókna og rannsókn- arnáms í heimspekideild og samein- ar undir einum hatti verkefni sem fímm stofnanir hafa áður glímt við hver í sínu lagi. Það eru Bókmennta- fræðistofnun, Heimspekistofnun, Málvísindastofnun, Sagnfræðistofn- un og Stofnun í erlendum tungumál- um,“ ritar hann. Námskeið í skólafærni NÁMSKEIÐ, undir yfírskriftinni „Skólafærni", var nýlega haldið í Lækjarskóla í Hafnaifirði. Þátttak- endur voru foreldrar 6 ára barna og var námskeiðið samstarfsverkefni Lækjarskóla, Foreldra- og kennara- félagsins, foreldraráðs og Skóla- skrifstofu Hafnaríjarðar. Skóla- nefnd veitti styrk til mámskeiðsins, sem stóð í tvö kvöld og var vel sótt. Námskeiðið var byggt upp á kynningu á skólanum, sem og kennslunni, markvissri málörvun, samstarfl foreldra og skóla og kynn- ingu á starfsemi Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Foreldrar hittu þá kennara og starfsmenn skólans sem sinna 6 ára börnum, hvern á sínum stað í skólanum í formi ratleiks. Seinna kvöldið voru fyrirlestrar og samvera með umsjónarkennurum og námsefniskynning. Að sögn Jóhanns Guðna Reynis- sonar, upplýsingastjóra Hafnar- fjarðarbæjar, er þetta í annað sinn sem skólafæmisnámskeið er haldið í Lækjarskóla, en slíkt námskeið hef- ur einnig verið haldið í Setbergs- skóla. „Góð þátttaka foreldra í nám- skeiðinu sýnir að mikill áhugi er á þessari þjónustu skólanna í Hafnar- firði enda má segja að með slíku starfi verði foreldrar mun virkari og meðvitaðri þátttakendur í skóla- göngu, námi og þroska barna sinna,“ sagði Jóhann Guðni. Foreldrar 6 ára barna í Lækjarskóla fjölmcnntu á námskeiðið. Morgunblaðið/Kristinn „Er barnaheimspeki heimspeki?“ spyr Hreinn Pálsson í málstofu á morgun. Hér er hann að spyija börn í Heimspekiskólanum. Nöfn íslenskra húsdýra gen og kapítalismi nöfnum og sömuleiðis í íslendingasögmm. ís- lenskar þjóðsögur geyma einnig nöfn sem og ýmiss konar þulur, kvæði og vísur," segir hún. Guðrún segir að í fyr- irlestrinum verði þessi nöfn rakin en siðan rætt um nafngiftir samtimans og hvert nöfnin eru helst sótt. Það er sameiginlegt nöfnun hrossa, kúa, áa og ís- lenskra hunda að algengast er annars vegar að útlit ráði nafni en hins vegar að það sé sótt til skapferlis skepnunnar. „Sem dæmi um hið fyrra mætti nefna ærheitin Hvít, Hvítkolla, Velhvít, Fölhvít, Álft, Snjóka, Fönn eða Drífa sem allar eru hvítar en afar algengt er að sækja nafn áa til þess litar sem ullin hefur. Hornalag ræður einnig oft nafni: Skeifa er t.d. skeifhyrnd, Kúpa kúphyrnd, Kúða kúðkyrnd, Geitla geit- hyrnd, Úthyrna úthyrnd svo einhver séu nefnd. Til skap- lyndis má rekja nöfn eins og Frenja, Stygg, Flenna og Skessa sem öll lýsa rásgjörnum, skap- miklum ám en einnig Ljúfa, Blíða og Geðgóð sem skýra sig sjálf," segir hún. Guðrún Kvaran Torfí Tulinius laugardaginn. „Annar þeirra er eðlis- fræðingur og uppgötvar að hrörnun og dauði mannskepnunnar og ann- arra lífvera býr í óstöð- ugleika öreindanna sem allt efni samanstendur af, þ.á m. erfðaefnið. Hann hannar nýtt erfða- efni sem ekki er þessum annmörkum háð. Fyrir bragðið verður til nýtt, eilíft og kynlaust mannkyn, og er sagan sögð af fulltrúa hins nýja mann- kyns sem hefur tekið við af hinu gamla.“ Torfí segir að þessi fremur ólíklega framt i'ðarsýn skapi ramma utan um raun- verulegt viðfangsefni sögunnar sem er staða manneskjunnar í mark- aðsþjóðfélagi nútímans. Þrátt fyrir ótvíræða kosti, hefur kapítalism- inn sterka tilhneigingu til að umbreyta öllu í verslunarvöru (t.d. kyn- lífí, æsku, langlífi). „Enn fremur er það markaðn- um í hag að öllum félagslegum heildum sé sundrað: þjóðflokk- um, ættflokkum, stjórfjölskyld- unni og nú síðast kjarnaljölskyld- unni. Ein af hugmyndum Hou- ellebecq sem vakið hafa hörð við- brögð er að kynlífsbyltingin sem hefur verið að ganga yfir heim- inn síðan á sjöunda áratugnum þjóni í raun hagsmunum kapítal- ismans m.a. vegna þess að hún hefur sundrað fjölskyldum og skapað þannig fleiri neysluein- ingar. Hvort sem þetta er satt eð- ur ei, dregur hann fram á athygl- isverðan hátt að eðli markaðar- ins er að spila á óseðjandi þrá manneskjunnar. Fyrir bragðið missir hún sjónar á því sem skiptir máli í lífinu, en það er væntumþykja, tryggð, hamingja augnablikanna; hún fyllist sjálfs- hatri,“ segir hann. Spurningin sem bókin vekur, að mati Torfa, er því m.a. hvort þeir miklu Ijármunir sem lagðir hafa verið í að kortleggja gena- mengið að undanförnu þjóni rnanneskjunni eða e.t.v. öðrum öflum sem eru henni óvinsamleg. Kynlíf, „I ERINDI minu mun ég íjalla um umdeilda skáld- sögu, „Les particules élé- mentaires" („Öreindirnar") eftir Michel Houellebecq, sem kom út fyrir rúmu ári í Frakklandi og vakti sterk- ari viðbrögð en menn hafa átt að venjast á undanförn- um áratugum í bókmennta- lífi þessa lands. Bókin segir frá tveimur hálfbræðrum sem uppi eru í dag. Þeir eru fæddir í lok sjötta áratugarins og eru því um fertugt,“ segir Torfí H. Tul- inus, dósent við Háskóla íslands en hann verður í Málstofunni Erfðir og mannskilningur á Hug- vísindaþingi klukkan 11:30 á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.