Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 39 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OVISSA í PAKISTAN MIKIL óvissa ríkir um þróun mála í Pakistan eftir að her landsins steypti stjórn Nawaz Sharifs á þriðjudag. Ekkert er vitað um hvaða skref yfirmenn hersins hyggjast taka næst, en sú ákvörðun þeirra að nema stjórnarskrá landsins úr gildi lofar ekki góðu. Viðbrögðin í Pakistan við stjórnarbyltingunni sýna greinilega að stjórn Sharifs naut vægast sagt takmarkaðra vinsælda. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyr- ir einræðislega tilburði og spillingu. Hann kallaði jafnframt yfir sig reiði hersins vegna þess hvernig hann hélt á málum í tengslum við Kasmírdeiluna fyrr á árinu. Þetta breytir hins vegar engu um það að stjórn Sharifs hafði náð völdum í lýðræðislegum kosningum og naut ör- uggs þingmeirihluta. Óstjórn réttlætir ekki að ráðamönn- um sé steypt af stóli með hervaldi. Það ber að gera á hinum lýðræðislega vettvangi. Sú pólitíska óvissa sem nú einkennir ástandið í Pakistan bætist við efnahagslegt öngþveiti sem þar ríkir. Fyrstu við- brögð á alþjóðavettvangi benda til að landið verði af veru- legri efnahagslegri aðstoð vegna stjórnarbyltingarinnar. Það eykur enn á óstöðugleikann í þessu fátæka kjarnorku- veldi, sem upp á síðkastið hefur átt í erjum við nágranna- ríkið Indland og verið sakað um að styðja við bakið á múslimskum skæruliðum frá Mið-Asíu. Brýnustu vandamál Pakistana eru gífurleg fátækt og ólæsi. Þau verða ekki leyst án utanaðkomandi aðstoðar. Jafnvel þótt herinn skipi innan tíðar borgaralega stjórn er hætt við að erlendir fjárfestar verði hikandi gagnvart Pakistan eftir að ljóst er að yfirmenn hersins, sem um langt skeið fóru með völd í landinu, telja sig geta vikið lýðræðis- lega kjörinni stjórn frá er það hentar hagsmunum þeirra. AUKAAFURÐIR FYRIR MILLJARÐA NÝTING og vinnsla aukaafurða úr þorski er orðinn mikilvægur þáttur í íslenzkum sjávarútvegi. Verðmæti þeirra námu 2,5 milljörðum króna á síðasta ári og hefur farið vaxandi. Ljóst er, að enn er unnt að auka verðmæta- sköpun í sjávarútveginum með vinnslu aukaafurða úr þorski, sem eru svonefnd fiskfés, kinnar, gellur og klumbur úr hausum og lundir og sundmaga úr hryggstykkjum. Það er fyrst og fremst landvinnslan, sem nýtir þessar aukaaf- urðir, en þeim er hent fyrir borð á frystiskipaflotanum að því er Jón Asbjörnsson fiskverkandi og Arni M. Sigurðs- son, framleiðandi vinnsluvéla fyrir aukaafurðir, fullyrða í viðtali við Úr verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarút- veg, sl. miðvikudag. Jón Asbjörnsson, sem er einn af frumkvöðlum í nýtingu aukaafurðanna, segir gríðarleg verðmæti liggja í þeim og sala hafi verið auðveld. Þó séu gæði misjöfn og verkun geti verið vandasöm. Hausinn skemmist sé hann ekki unninn fljótt. Jón telur það þjóðarskömm, að þessum afurðum sé hent fyrir borð í vinnsluskipunum og bendir á að í landi sé fískimjöl unnið úr því, sem vinnslan nýti ekki. Nýting þess- ara afurða í vinnsluskipunum er ekki talin borga sig og tel- ur Jón ástæðuna vafalaust vera plássleysi og að vinnukraft- ur sé dýr. Árni M. Sigurðsson tekur undir þetta, en hann hefur framleitt vinnsluvélar fyrir aukaafurðir um 12 ára skeið og selt saltfískvinnslum víðsvegar við Norður-Atl- antshaf. Hann fullyrðir, að nýting aukaafurða auki afurða- verðmæti um 5,5% hjá landvinnslunni. „Það er hins vegar ekkert íslenzkt vinnsluskip, sem nýtir þessar afurðir, þrátt fyrir að kveðið sé á um slíkt í lögum. Eg tel, að auðveldlega megi nýta þessar- afurðir úti á sjó með góðri skipulagn- ingu,“ segir Arni. Auðlindir sjávar eru takmarkaðar og þess vegna skiptir höfuðmáli fyrir þjóðarbúið, að sem mest verðmæti fáist fyr- ir afurðirnar. Með engum hætti er hægt að fallast á, að verðmætum sé fleygt í sjónn. Hversu mikið er í húfí má marka af 2,5 milljarða verðmæti aukaafurða þess hluta þorskaflans, sem nýttur var til þeirrar vinnslu. Sjávarút- vegurinn getur ljóslega aukið verðmætasköpun með bættri nýtingu aflans. Meðferðarstofnanir fyrir vímuefnasjúklinga anna ekki eftirspurn eftir rými og hafa biðlistar aldrei verið lengri Flestir unglinganna vilja hjálp Sífellt fleiri íslensk ungmenni dragast út í neyslu ólöglegra vímuefna. Trausti Hafliðason heimsótti Sjúkrahúsið Vog til að kynna sér málin og ræddi við þrjú ungmenni sem glímt hafa við vímuefna- fíknina frá fermingaraldri Meðferðarúrræði fyrir unglinga hafa lengi verið í ólestri á íslandi, en samkvæmt nýjustu upp- lýsingum frá Vogi hafa biðlistar aldrei verið lengri þar en einmitt nú. Að sögn Þóru Björnsdóttur, hjúkrun- arforstjóra á Vogi, mun hin nýja ung- lingadeild, sem stefnt er að því að opna á nýársdag árið 2000, bæta mjög aðstöðuna fyrir unglinga. Að- staðan mun gera starfsfólki kleift að kljást betur við vanda unglinganna. Þegar blaðamaður heimsótti Vog á miðvikudaginn voru 11 ungmenni í meðferð. Ungmennin, sem tilbúin voru að spjalla svolítið um sína eigin reynslu og hinn harða heim vímuefn- anna, voru öll u.þ.b. að útskrifast af Vogi. Þau höfðu öll ákveðið að fara í eftirmeðferð, sem að sögn Þóru sýnir vilja þeirra til að vinna bug á vímu- efnavandanum, þar sem þeim er það algerlega í sjálfsvald sett hvort þau fara í hana. Eftirmeðferðin tekur einn mánuð og fara strákamir á Staðarfell en stelpurnar til Víkur. Þar sem viðmælendurnir eru ungir og eiga framtíðina fyrir sér var ákveðið að gefa þeim dulnefni og því verða þau í greininni kölluð Ari, Bára og Daði. Ari er 17 ára, Bára 19 ára og Daði 20 ára. Drapst á fyrsta fylleríinu Þegar ungmennin voru spurð að því hvemig þau hefðu lent í vímu- efnaneyslu voru svörin öll mjög keim- lík. _ „Eg byrjaði að fikta með áfengi tólf ára gamall og drapst strax á fyrsta fylleríinu," sagði Ari, sem nú er 17 ára. „Satt að segja fannst mér þetta ekki vera neitt fyrir mig og ég ætlaði ekki að gera þetta aftur, en prófaði nú samt aftur og þegar ég var þrett- án ára var ég kominn út í hass. Fyrir einu og hálfu ári byrjaði ég að neyta amfetamíns og síðustu tvo mánuði hef ég verið að nota e-töflur. Eg var rekinn úr skóla þegar ég var í tíunda bekk og hef ekki verið í skóla síðan. Ég hef einu sinni áður farið í meðferð, en þá var mér bara hent inn og ég byrjaði fljótlega aftur í neyslu þegar ég var kominn út. Nú finnst mér ég hins vegar hafa breyst svo mikið, ég var alltaf mikið fyrir að vera innan um fólk en nú vill ég bara vera einn og ég er oft mjög þung- lyndur. Því ákvað ég að fara í með- ferð.“ Að sögn Þóra er saga Ara mjög dæmigerð og sagði hún að það væri fullt af unglingum sem lifðu svona lífi. Fór að taka inn alls konar pillur Bára, sem er 18 ára, sagðist hafa byrjað að drekka á 13 ára afmælinu sínu; „Ég fór í „blackout" (mundi ekkert daginn eftir) strax á fyrsta fylliríinu og drapst einhvers staðar niðri í bæ og mamma þurfti að sækja mig og allt varð brjálað,“ sagði Bára. „Ég byrjaði samt fljótlega að drekka um hverja helgi. Síðan fór ég að laumast í lyfjaskáp- inn hans pabba og fór að taka inn alls konai' pillur, allt sem ég komst í. Ég fór í apótek og keypti mér sjóveikis- Söfnunarátak hefst 28. október Morgunblaðið/Árni Sæberg Þóra Bjömsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsinu Vogi, ásamt þremur ungmennum sem eru í meðferð. lyf og gekk á milli húsa og þóttist vera læst úti og fékk síðan að fara á klósettið bara til þess að athuga hvort eitthvað væri í lyfjaskápunum. Þegar ég var eitthvað um sextán ára gömul byrjaði ég að reykja hass og varð strax „húkt“ (ánetjaðist) og mjög fijótlega var ég fai'in að reykja á hverjum degi. Mamma vissi alltaf að ég væri að reykja hass, alltaf veit hún allt sem ég geri. Hún sendi mig hingað í meðferð fyrir tveimur árum en mánuði eftir að ég útskrifaðist byrjaði ég aftur að drekka og reykja daglega. Óábyrg, laug og stal og eiginlega ekki húsum hæf Síðan varð ég ófrísk og þá hætti ég strax, en það var alveg rosalega erfitt fyrstu tvo mánuðina. Ég eignaðist síðan bai'nið mitt þegar ég var átján ára og þegar það varð þriggja mán- aða datt ég í það aftur og allt varð mjög svipað nema ég byi'jaði ekki að reykja aftur. Ég drakk hins vegar rosalega mikið, drakk um hverja helgi og á kvöldin áður en ég fór að sofa. Þetta var því mjög svipað og áð- ur, ég var mjög óábyrg, laug og stal og eiginlega ekki húsum hæf.“ Daði, sem er 20 ára, sagðist hafa byrjað að drekka á skólaballi þegar hann var 12 ára. „Ég var sá eini sem var að drekka og það sá þetta enginn kennaranna, ég sagði hins vegar öllum krökkunum frá þessu,“ sagði Daði. „Síðan fór ég bara heim að sofa. Nokkrum vikum seinna gerði ég þetta aftur með vin- um mínum og það vai' allt í lagi. Ætlaði aldrei að verða hasshaus Síðan þegar ég var þrettán ára fór ég á Coca Cola-tónleikana og drakk mig dauðan á 25 mínútum. Foreldrar mínir höfðu sagt að ég ætti að vera kominn heim klukkan 11. Ég ákvað því að flýta mér að verða fullur, þannig að það myndi fljótt renna af mér. Ég var búinn með vínið áður en ég kom á tónleikana og á leiðinni þangað hafði ég líka farið í ruslagámana hjá Egils og náð í þrjár malt og fjóra pilsnera sem ég drakk á leiðinni. Ég prafaði að reykja hass 14 ára gamall og alsælu prófaði ég þegar ég var 15 ára. Ég ætlaði aldrei að verða neinn hasshaus. Bræður vina minna voru mjög illa farnir og ég ætlaði ekki að verða eins og þeir en þegar ég var 18 ára var ég farinn að reykja hass á hverjum degi. Mamma og pabþi vissu aldrei neitt af þessu. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum er ég komst í kast við lögin að ég ákvað að segja þeim frá því hvað ég hefði verið að bralla síðustu átta ár. Eyddi 300 þúsund í spilakassa Ég var líka spilafíkill og sumarið efth' að ég útskrifaðist úr tíunda bekk eyddi ég allri sumarhýranni í spila- kassa. Ég keypti mér reyndar eina hettupeysu en restin, svona rúmlega 300 þúsund kall, fór í spilakassa. Þetta fór rosalega í skapið á mér og ég varð mjög þunglyndur. Þetta byrjaði eiginlega þegar ég var á leiðinni I skíðaferðalag. Það var stoppað í öllum sjoppum á leiðinni og ég byrjaði að spila í spilakössum og vann alltaf og kom út úr ferðinni í gróða. Þetta var náttúrlega bara heppni, en varð þess valdandi að ég hélt áfram að spila og síðan fór að sígaa á ógæfuhliðina og ég fór að tapa. Það var oft erfitt að útskýra fyrir mömmu og pappa hvað hefði orðið um 10 þúsund kallinn eða 15 þúsund kallinn. Síðan fór maður að reyna að vinna þetta allt til baka og það er náttúrlega bara bull.“ Alltaf freðin í vinnunni Ungmennin sögðust öll hafa annað- hvort verið að vinna eða í skóla á meðan þau voru í neyslu. „Ég var um tíma að keyra út píts- ur,“ sagði Daði. „Ég var með pípuna í munninum, aðra höndina á stýrinu og hina á handbremsunni og ók síðan eins og vitleysingur." Bára sagðist hafa verið að vinna á leikskóla. „Ég var alltaf freðin í vinnunni,“ sagði Bára. „Það vora alltaf allir að dást að því hvað ég væri róleg og yf- irveguð og þolinmóð við krakkana." Auðveldara að ná sér í eiturlyf en að panta pítsu Öll vora ungmennin sammála um að mjög auðvelt væri að verða sér úti um ólögleg vímuefni á íslandi. „Það er auðveldara en að panta sér pítsu,“ sagði Daði. Þau sögðu að yfirleitt þyrfti fólk að borga fíkniefnasölum strax fyrir fíkniefnin, en samt væra undantekn- ingar á því, sérstaklega ef fólk þekkti vel fíkniefnasalann. „Hægt er að semja um greiðsluna og setja hluti í pant eins og gemsa (GSM-síma) úr og annað verðmætt,“ sagði Bára. „Þörfin er slík að maður er jafnvel tilbúinn að brjóta af sér til að komast í vímu.“ Ut frá þessu spruttu upp umræður um það þvort þörfin væri líkamlegs eða andlegs eðlis og var niðurstaðan sú að líklega væri hún bæði. SÖFNUNARÁTAK vegna fram- kvæmda á Vogi, þar sem verið er að reisa unglingadeild og göngu- deild, hefst formlega fímmtudag- inn 28. október, en að sögn Theó- dórs Skúla Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra SÁÁ, er ætlunin að safna um 100 milljónum króna. „Við erum að byggja hús fyrir 200 milljónir króna og ætlum að reyna að safna um 100 milljón- um, en það verður gert í nokkrum söfnunarátökum,“ sagði Theódór. I átakinu sem hefst eftir tæpar tvær vikur verða seld sérstök SÁÁ-kort, en þau voru einnig seld í fyrra og sagði Theódór að fólk hefði tekið þeim vel þá og vonaðist til að svo yrði einnig nú. Hann sagði að reynt yrði að hafa kortið til sölu á sem flestum stöð- um, en hann gerði ráð fyrir því „Þetta er sjúkdómur," sagði Þóra. „Ef fólk fær ekki sinn skammt lætur eitthvað undan, bæði í líkama og sál.“ Daði sagði að hann hefði þurft að neyta hass til að sofna. Fékk sér „næturskalla" á hveiju kvöldi „Maður fékk sér „næturskalla" á hverju kvöldi, reykti svona þrjá til fjóra pípuhausa út um gluggann inni í herbergi bara til að sofna,“ sagði Daði. „Auðvitað er þetta sóun á efn- inu en maður steinsofnaði um leið og maður lagðist á koddann." Bára sagði: „Ég geymdi fötuna (tæki til hassneyslu) undh’ rúmi, því ég gat ekki hugsað mér að fara fram úr án þess að draga einn smók.“ Öll vora ungmennin sammála um að meðferðin á Vogi væri góð og fannst þeim ekkert að því að um- gangast eldra fólk, reyndar fannst þeim frekai' eins og unga fólkið hefði truflandi áhrif á hina eldri. Þóra sagði að þegar unglingadeild- in yrði tekin í notkun myndu ungling- arnir vera saman í hópastarfi, en þeir myndu samt sem áður hafa mikil samskipti við eldra fólkið, meðal annars sitja fyrirlestra með því. Hún sagði að inni á unglingadeildinni yrði öflugra frístundastarf fyi-ir ungling- ana. að það yrði örugglega selt í mat- vöruverslunum, bensínstöðvum og bönkum. „Kortið er enn ekki alveg til- búið en hugsunin er sú að á annarri hlið kortsins verði mynd af þeirri aldamótakynslóð sem við þekkjum og þeirri sem mun móta næstu öld. Á hinni hliðinni verða síðan ýmiss konar upplýs- ingar og spurningar sem fólk getur svarað og sent okkur end- urgjaldslaust því á kortinu verð- ur frímerki. Ætlunin er að vinna eitthvað skemmtilegt úr þeim svörum sem við fáum, en þetta er meira til gamans gert. Til dæmis er líklegt að fólk verði spurt að því í hvernig skapi það hafí verið þegar það keypti kortið og síðan reiknum við út meðaltalsskap þeirra sem hafa styrkt okkur.“ Þegar ungmennin vora spurð að því hvað þau myndu ráðleggja for- eldram, sem ættu ungling sem ætti við vímuefnavanda að stríða, sögðu þau mikilvægt að foreldrarnir væra ekki meðvh-kir eða sættu sig við ástandið. Þau sögðu að flestir ung- linganna vildu hjálp. „Það þarf að setja hnefann í borð- ið,“ sagði Bára. „Það þarf að setja þeim ákveðna úrslitakosti." Þóra sagðist alls ekki mæla með því að foreldrar hentu unglingunum út úr húsi. „Það væri miklu nær að gefa þeim ákveðna kosti,“ sagði Þóra. „Ef þeir segjast ætla að hætta er það allt í lagi, en ef þeir falla skulu þeir líka fara í meðferð.“ Þóra sagði að ef unglingarnir vildu ekkert gera í sínum málum gætu for- eldrarnh- leitað sér aðstoðar hjá SÁÁ, farið á fjölskyldunámskeið eða rætt við ráðgjafa. Það eina sem þeir þyrftu að gera er að hringja í síma 530 7600 og panta viðtal. Að sögn Þóru heldur SÁA úti mjög öflugu stai’fi fyrir ungt fóik sem hef- ur lokið meðferð. Þetta fólk gerir mai'gt saman og styður hvað annað þannig. Bára sagði að reyndar vant- aði alveg vímulaust kaffihús í borg- ina, ekki bara fyt’ir unglingana, held- ur alla. Fjöldi stórneytenda ólöglegra vímuefna 19 ára og yngri á Sjúkrahúsinu Vogi 1991 -'98 Hlutfall stórneytenda ólöglegra % vímuefna 24 ára og yngri ol-------1-------1------1-------1-------1------1------ 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Fjöldi sjúklinga 20 ára og yngri fjórfaldast Neysla harðari efna eykst FJÖLDI sjúklinga í yngsta aldurs- flokki eykst stöðugt á Sjúkrahúsinu Vogi, en samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ hefur fjöldi sjúklinga 20 ára og yngri næstum fjórfaldast frá 1993. Samkvæmt tölum sem byggjast á fjölda einstaklinga á Vogi fyrstu sex mánuði hvers árs, þá höfðu 33 ein- staklingar 20 ára og yngri komið í meðferð árið 1993 en árið 1999 hafði þeim fjölgað í 143. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ, endurspeglar þessi fjölgun annarsvegar gríðarlega mikið framboð af ólöglegum vímuefnum og hinsvegar mikinn áhuga ungmenna á því að prófa þessi efni. „Þetta endurspeglar eflaust líka einhverja mikla þjóðfélagsbreytingu sem maður kann bara ekki alveg skil á,“ sagði Þórarinn. „Kannski er þetta líka að hluta knúið áfram af tísku- sveiflum og í dag virðist sem það sé í tísku að prófa efnin.“ Nýjar upplýsingar um neysluhætti sjúklinga sem byggðar era á tölum frá fyrri hluta hvers árs gefa til kynna að neysla kannabisefna sé jafnt og þétt að aukast. Nú flokkast rúmlega 60% sjúklinga á Vogi, sem era 24 ára og yngri, sem stórneyt- endur kannabisefna og hefur hlutfall þeirra aukist um rúmlega 10% frá því í fyrra og tæplega 40% frá árinu 1993. Að sögn Þórarins flokkast ung- menni, 19 ára og yngri, sem stómeyt- endur ef þau hafa notað vímuefni vikulega í hálft ár. Þeir sem eru eldri flokkast sem stórneytendur ef þeir nota vímuefni vikulega í heilt ár. Neysla „harðari efna“ eins og am- fetamíns er einnig að aukast á meðal ungmenna, en rúmlega 50% sjúklinga í aldurshópnum 24 ára og yngri flokkast sem stórneytendur am- fetamíns og hefur hlutfallið aukist um 30% frá árinu 1993. / / SAA hyggst opna hina nýju unglingadeild félagsins 1. janúar árið 2000 Safnað fyrir 200 milljóna kostnaði SÁA hyggst opna unglingadeild á nýársdag árið 2000 en um er að ræða viðbótarálmu við sjúkra- húsið Vog sem verið hefur í byggingu að undan- förnu. Um svipað leyti á að opna nýja göngudeild. Framkvæmdirnar kosta um 200 milljónir króna og hyggst SÁÁ efna til söfnunarátaks vegna þeirra, auk þess að leita á náðir ríkisvaldsins, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ. Hann segir að framkvæmdir hafi dregist vegna þenslu á byggingarmarkaði og skorts á iðnaðar- mönnum, en menn séu sáttir við að taka viðbygg- inguna í notkun í upphafi nýs árs og aldar. Aukin þjónusta í boði „Við höfum lengi áformað að reisa unglinga- deild í tengslum við Vog, enda er vaxandi fjöldi ungmenna, 19 ára og yngri, vistaður á sjúkrahúsið vegna vímuefnavanda. Það hefur oft verið talað um að búa þurfi að þeim með öðrum hætti en að fullorðnum sjúklingum hér, þannig að eitt aðal- markmiðið með viðbyggingunni var að búa til sér- staka deild fyrii' þau. Þar getum við boðið upp á aukna þjónustu fyrir unglinga og einnig meiri stuðning, bæði á næturnar og ó öðram tímum, auk þess sem þau verða meira út af fyrir sig,“ segir Þórarinn. Deildin er hugsuð fyrir ellefu einstaklinga og segir Þórarinn að á meðal þess sem lögð verður áhersla á varðandi rekstur hennar, er að huga að líkamlegum veikindum þessara unglinga. „Við þurfum að athuga og ganga úr skugga um að þau séu ekki með kynsjúkdóma eða smitsjúk- dóma eftir neyslu sína, gera geðgreiningu á þeim, enda stór hluti með kvíðaraskanir og þunglyndi sem þarf að meðhöndla með lyfjum og sálfræðiað- stoð. Einnig munum við reyna að byggja upp i framhaldi af þessu meðferðarúrræði fyrir þessa ungu einstaklinga á öðram stöðum á vegum SÁÁ, sérstaklega fyrir ungai' konur,“ segir hann. Onnur meðferð fyrir ungar konur Þórarinn bendir á að ungar konur hafa lítt verið í umræðunni í tengslum við þessi mál, en stað- reyndin sé sú að stúlkur séu um 30% af þessum hópi undir tvítugu sem kemur til kasta SÁÁ. „Umræðan er oft á þá leið að strákar séu einir með vímuefnavanda, en það er alls ekki rétt. Þær þurfa önnur úrræði en strákarnir, þar sem vímu- mynstrið er annað hjá þeim og önnur tilfinninga- leg og geðræn vandamál sem þær þurfa að glíma við og sömuleiðis líffræðileg vandamál. Þær hafa líka allt önnur áhugamál, þannig að byggja þarf upp annars konar meðferð fyrir þær en strákana, einnig hvað forvamir varðar. Það er sjaldnast hægt að bjóða stelpunum upp á mótorhjólavið- gerðir,“ segir Þórarinn. Fjöldi ungmenna á aldrinum 15-19 ára, sem farið hafa í meðferð hjá SÁÁ, hefur tvöfaldast á seinustu fimm árum og á meirihluti þeirra að sögn Þórarins við mjög alvarleg vandamál að stríða vegna hass- og amfetamínneyslu. Flest hafi þau flosnað upp frá námi eða vinnu, þau þjáist af van- líðan og séu óvirk í þjóðfélaginu. Hann segir að ungar stúlkur hafi verið virkir þátttakendur í auk- inni vímuefnaneyslu ungmenna og þó svo að þær noti ekki eins mikið af kannabisefnum og strákar séu þær hlutfallslega duglegri við neyslu am- fetamíns. „Þetta eru oft stúlkur sem verða snemma kynþroska og eru þá oft með sér eldra fólki og lenda fyrir vikið í aðstæðum sem þær ráða illa við. Margar þeirra era komnar langt inn í félagsskap sem er mjög erfiður,“ segir hann. Sveitarfélögin liafa brugðist SÁA hefui' gert ákveðnar áætlanir um hvemig safna eigi fjármunum til byggingarinnar og fela þær m.a. í sér að leita til sveitarfélaga og ríkis, auk þess sem leitað verður til almennings um framlög. „Almenningur hefur staðið við sitt fram til þessa, sveitarfélögin hafa alveg bragðist, fyrirtækin að mestu og ríkisstjórnin er að hugsa sinn gang. Þannig standa málin. Við geram ekki ráð fyrir að okkur takist að safna 200 milljónum króna, heldur þurfum við að greiða hluta af þeirri fjárhæð af al- mennum rekstrai’tekjum okkar. Við ætlum okkur samt að safna að minnsta kosti 120 milljónum króna upp í þessa byggingu og það vantar mikið upp á að það mark náist,“ segir Þórarinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.