Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 47
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 4?
'
W
MINNINGAR
+ Halldóra Sig-
ríður Ingimund-
ardóttir fæddist á
Isafirði 22. septem-
ber 1930. Hún lést á
heimili sínu í Hafn-
arfirði 7. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jóhanna S.
Jónsdóttir, f. 14.
júlí 1892, d. 15.
ágúst 1980, og Ingi-
mundur Ogmunds-
son, f. 16. apríl
1881, d. 28. maí
1968. Halldóra átti
tvær alsystur, Magdalenu Soff-
íu, deildarfulltrúa í Reykjavík,
f. 30. des. 1932, maki Hermann
G. Jónsson, lögfræðingur, f. 25.
maí 1921, d. 14. sept. 1997, og
Auðbjörgu, skrifstofumann, f.
27. jan. 1934, maki Guðmundur
Þorbjörnsson, útgerðarmaður,
f. 2. júni 1934. Hálfbróðir Hall-
dóru er Halldór Ingimar, f. 19.
ágúst 1917, d. 3. febr. 1926,
sonur Jóhönnu og fyrri manns
hennar, Sigurðar Jónssonar, f.
8. okt. 1889, d. 16. des. 1918.
Halldóra bar nafn þeirra feðga.
Hálfsystkin Halldóru, Börn
Ingimundar og fyrri konu hans,
Auðbjargar Árnadóttur, f.
22.10. 1889, d. 25.6. 1926, eru
Árni, klæðskeri og
húsasmiður, f. 26.7.
1911, d. 9.6. 1994,
Sigurbjörg, f. 21.6.
1913, d. 29.5. 1923,
Erlingur, ketil- og
plötusmiður, f. 13.8.
1914, d. 5.1. 1993,
Ingvi Jens , vélstjóri,
f. 21.6. 1917, d. 12.8.
1948, Oddgeir, f. 9.4.
1919, d. 19.5. 1923,
Haukur, klæðskeri, f.
9.1. 1921, Sigurgeir,
verkstjóri, f. 12.6.
1924, og tvíburasyst-
urnar, f. 24.6. 1926,
Auðbjörg, d. 8.9. 1997, og Þór-
unn, d. 30.5. 1999.
Maki Halldóru var Páll Einars-
son, f. í Hafnarfirði 16. ágúst
1917, d. 21. sept. 1984, sonur
hjónanna Ingibjargar Guðjóns-
dóttur, f. 5.4. 1888, d. 28.8. 1955,
og Einars Dagfinnssonar, f.
12.10. 1885, d.31.5. 1970. Börn
Halldóru og Páls eru: l)Ingi-
mundur, f. 1. apríl 1952 í Reykja-
vík, lyfsali í Stykkishólmi, maki
Ástríður Karlsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, f. 12. mars 1946. Dæt-
ur hennar frá fyrra hjónabandi
eru Hrefna Tynes, læknanemi, f.
9. des. 1968. Hennar maki er Ro-
berto di’Rienzo, hótelstjóri í
Róm, f. 15. nóv. 1965. Börn: Dario
Ingij f. í Reykjavík 1. júní 1994,
og Áróra María Sif, f. í Róm 2.
maí 1998. Dóra Sif Tynes.lög-
fræðingur, f.16. apríl 1972, við
framhaldsnám á Italíu. 2) Erna
Ingibjörg Pálsdóttir, f. 27. okt.
1955 í Hafnarfirði, kennari við
Oldutúnskóla, maki Daníel
Hálfdanarson, f. 2. ágúst 1954 í
Hafnarfirði, röntgentæknir.
Þau eiga þijá syni: Jóhann, f.
20. maí 1980, framhaldskóla-
nemi, Páll, f. 20. jan. 1984, og
Hálfdan, f. 10. jan. 1989, nemar
í Oldutúnskóla.
Halldóra lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskólanum á Isa-
firði vorið 1948. Haustið 1948
hóf hún störf hjá Alþýðubrauð-
gerðinni á Akranesi og var þá
til heimilis hjá elsta bróður sín-
um, Árna, og eiginkonu hans,
Lilju Ingimarsdóttur. Síðan
starfaði hún í Olíustöðinni í
Hvalfirði þar til hún eignaðist
fyrra barn sitt. Þau Halldóra og
Páll stofnuðu heimili í
Bröttukinn 10 í Hafnarfírði og
þar bjó hún nokkur ár eftir lát
hans árið 1984, en hefur átt
heimili í Háahvammi 2 í Hafn-
arfírði í sama húsj og dóttur-
fjölskylda hennar. I rúman ára-
tug ráku þau hjónin fyrirtækið
Prentstofan. Þá starfaði hún
um nokkurra ára skeið hjá Bæj-
arútgerð Hafnaríjarðar og við
Flensborgarskólann í Hafnar-
firði.
Útför Halldóru fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
HALLDÓRA SIGRÍÐUR
INGIMUNDARDÓTTIR
Sorgin er gríma gleðinnar. Og
lindin, sem er uppspretta gleðinn-
ar, var oft full af tárum. Og hvernig
ætti það öðruvísi að vera?
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.
(K. Gibran.)
I dag kveðjum við hana Dóru
systur eða Dóru frænku, eins og
börnin mín kölluðu hana ávallt.
Hún fæddist í faðmi blárra fjalla á
Ísalírði árið 1930, rétt þegar
kreppan var að skella á, elst okkar
þriggja systranna, seinni hjóna-
bandsbarna beggja foreldra okkar.
Vorum kallaðar Dóra, Magga og
Bubba, þegar við vorum litlar.
Ávallt þrjár saman. Okkur finnst
veikindi hennar og andlát bera
alltof hratt að. Við erum varla far-
in að gera okkur grein fyrir því að
hún sé farin, hvað þá að sætta okk-
ur við svo snögg umskipti. Eftir að
hún greindist með krabbamein í
ágúst sl. dvaldi hún á heimili sínu,
en síðustu vikuna á heimili dóttur
sinnar í herbergi eins ömmu-
stráksins og þar lést hún. Hún
gerði sér glögga grein fyrir því
hversu alvarleg veikindi hennar
voru og ræddi þau hispurslaust við
mig. Við í fjölskyldunni heimsótt-
um hana eins oft og við varð kom-
ið, en Erna og Daníel og dóttur-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Simi 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
synirnir hugsuðu um hana fram á
síðasta dag, svo og Ingimundur
sonur hennar sem átti þó erfitt um
vik þar sem hann er búsettur í
Stykkishólmi. Hún var ákaflega
þakklát fyrir allt sem fyrir hana
var gert og sagði mér frá því
hversu frábær heimahjúkrun
Krabbameinsfélagsins var.
En við vorum ekki alltaf að tala
um veikindi þegar við ræddum
saman, bæði í síma svo til daglega,
eða þegar ég leit inn. Við fórum
aftur í tímann, ræddum um for-
eldra okkar, árin okkar á ísafirði,
skólann, skólasystkin.
Hún var glögg á menn og
mannanöfn, fylgdist ávallt vel með
og var hafsjór af fróðleik um ættir
okkar og oft á tíðum var hringt í
hana ef vantaði upplýsingar um
eitt og annað.
Hún var aðeins 17 ára gömul
þegar hún yfirgaf heimahagana og
fluttist til Akraness. Foreldrar
okkar bjuggu léngst af á Hlíðar-
veginum á ísafírði. Faðir okkar
andaðist á ísafirði árið 1968, en
móðir okkar fluttist til Akraness
árið 1972. Ég stofnaði mitt fyrsta
heimili á ísafirði. Tengslin héldust
ávallt, því að Dóra kom á hverju
ári vestur. Mér er minnisstætt
þegar þau Páll komu í fyrsta sinn í
heimsókn saman til Isafjarðar. Þá
var sú ákvörðun tekin að faðir okk-
ar byggði fyrir þau hús í Hafnar-
firði, en hann byggði fjölda húsa á
ísafirði á sínum tíma. Hugmyndin
að Bröttukinnarhúsinu varð til yfír
kaffibolla í stofunni hjá foreldrum
okkar. Það hús átti eftir að verða
eins og annað heimili okkar Her-
manns og barna okkar þegar höf-
uðborgin var heimsótt. Anna
yngsta dóttir okkar talaði ævin-
lega um að fara í heimsókn í Dóru-
hús.
Síðast þegar við töluðum saman
rifjuðum við upp þegar hún kom
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÁRMANN BJARNASON,
Laufholti,
Vestmannaeyjum,
andaðist í Hraunbúðum mánudaginn 11. októ-
ber.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugar-
daginn 16. október kl. 10.30.
Halldóra Ármannsdóttir, Snorri Snorrason,
Herbert Ármannsson,
María Ármannsdóttir, Grímur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 59,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa-
vogi, þriðjudaginn 12. október.
Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Guðmundur Ólafsson.
með drenginn sinn eins og hálfs
mánaðar gamlan til ísafjarðar og
ég eignaðist mitt fyrsta barn
mánuði síðar á Isafirði og börnin
okkar voru skírð á 60 ára afmæli
móður okkar og hlutu foreldra-
nöfnin okkar; Jóhanna og Ingi-
mundur. Það var mikil birta yfir
þeim degi og það var mikil birta
yfír henni systur minni við minn-
inguna um þennan dag. Já, það er
svo margs að minnast. Eftir að við
Hermann fluttumst til Akureyrar
kom Dóra með bæði börnin, Ernu
og Ingimund, í heimsókn. Þá var
Auður líka komin í heiminn. Eins
og áður dvaldist hún minnst einn
mánuð á sumri hverju og svo kom
Páll og sótti hana. Síðar áttum við
heimili hjá henni og Páli í Hafnar-
firði áður en við fluttumst á Öldu-
slóðina. Þegar Birgir sonur minn
fæddist var engu líkara en Dóra
og hennar fjölskylda hefði eignast
annan son, þvílíkt var eftirlætið á
honum. Ekki slitnuðu heldur
tengslin þegar við fluttumst á
Akranes. Þar var Dóra öllu kunn-
ug frá þeim árum sem hún vann
þar. Nokkur jólin hélt fjölskyldan
hennar hjá okkur, bæði á Vestur-
götunni og eftir að flust var í
Heiðarbrautarhúsið. Þar var nóg
plássið og móðir okkar hafði
einnig flust á Skagann.
Til marks um hversu sterk fjöl-
skyldutengslin voru minntumst við
þess að nokkru fyrir fyrstu jólin
okkar á Akranesi grét Erna mín og
sagði: Það verða engin jól hér,
fyrst enginn Birgir er. Nú auðvitað
gekk það ekki að barnið gréti á jól-
unum og því kom öll fjölskyldan og
hélt með okkur jólin!
Þær eru svo margar gleðistund-
irnar sem við höfum átt saman,
sagði systir mín við mig þegar ég
talaði við hana síðast.
Dóra helgaði sig heimilinu, börn-
unum og síðar barnabörnunum.
Hún annaðist með miklum kær-
leika alla drengina hennar Ernu,
því að Erna hefur stundað fulla
kennslu allt frá því að hún lauk
Kennaraháskólanum. Hún sagði
við mig að ólíkt hefði það nú verið
skemmtilegra líf hjá sér að annast
drengina eins og hún gerði, heldur
en að stunda skrifstofustörf eins og
ég hef gert mestalla mína
starfsævi.
Nú þegar við kveðjum Dóru er
okkur efst í huga það ótrúlega
æðruleysi sem hún sýndi í veikind-
um sínum. Hún var sannkölluð
hetja. Ég og fjölskylda mín vottum
þeim Ingimundi og Ernu og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu sam-
úð og þökkum fyrir allt og allt.
Þegar sál þín vegur gull sitt og
silfur á metaskálum, hlýtur gleðin
og sorgin að koma og fara.
(K. Gibran.) t
Magdalena Ingimundardóttir.
Amma Dóra. Það er skrýtið að
vera að kveðja þig nú, því þú hefur
verið svo stór þáttur í lífi okkar.
Minningarnar eru svo margar. Við
munum alltaf muna eftir þér í
Bröttukinninni þar sem við fengum
oft að gista. Manni fannst alltaf
gott að geta skriðið upp í til þín á
morgnana og yljað sér. Þolinmæði
þín gagnvart okkur var ótrúleg,
þrátt fyrir öll okkar strákapör.
Við eigum eftir að sakna jólanna
með þér og undirbúnings þeirra
með þér.
Það var alltaf spennandi að fá að
koma þegar jólabaksturinn stóð yf-
ir og fá að smakka á deiginu, búa
til piparkökudýr eða bara að fá
smákökur og mjólk í eldhúsinu.
Jólaísinn þinn með möndlunni var
hefð sem alltaf þótti mest spenn-
andi á jólunum.
Við gerðum svo margt saman
með þér. Þú söngst með okkur og
við gleymum aldrei þegar þú
kenndir okkur að valhoppa í sveit-
inni. Við lásum oft fyrir þig þegar
við vorum að læra að lesa. Sá
yngsti okkar skreið upp í rúm tií
þín og las meðan þú varst veik, al-
veg þangað til að þú kvaddir.
Elsku amma, við gerðum okkur
ekki alveg grein fyrir þegar við
komum úr sveitinni í ágúst að þú
ættir svona stutt eftir með okkur.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur þegar við þurftum á þér að
halda. Það var svo notalegt að
hlaupa heim úr skólanum í hádeg-
inu á veturna og fá heitan mat hjá
þér.
Við reyndum eftir bestu getu að
hjálpa þér í veikindum þínum. Þú
varst svo sterk og óskaðir að við
þyrftum ekki að hjálpa þér. Þú
varst alltaf að hugsa um okkur og
vernda okkur.
Þennan stutta tíma varstu svo
róleg og æðrulaus þótt þú vissir að
hverju stefndi. Að hafa þig hjá okk-
ur síðustu dagana, liggjandi í rúm-
inu þar sem þú gast fylgst með
heimilislífinu og okkur, var okkur
ómetanlegt.
Líf okkar mun ekki verða það
sama án þín en þú lifir í minningu
okkar og því veganesti sem þú
gafst okkur.
Vertu sæl, amma. Hvfl í friði.
Strákarnir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HERMANN PÁLSSON,
Vallargötu 16,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar-
daginn 16. október kl. 14.00.
Margrét Ólafsdóttir,
Ólafur Hermannsson, María J. Ammendrup,
Ingveldur Hermannsdóttir, Sigurður M. Jónsson,
Guðbjörg Hermannsdóttir, Bela von Hoffmann
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, sonur og
bróðir,
SIGURÐUR KARLSSON,
Fífumóa 5d,
Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
laugardaginn 16. október kl. 13.00.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Lára Jóna Helgadóttir,
Andri Guðmundsson,
Sigríður Jónsdóttir, Karl E. Karlsson
og systkini hins látna.