Morgunblaðið - 15.10.1999, Page 52
70)2 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Imynd og raunveruleiki
NÚ stendur yfir al-
þjóðleg herferð
Amnesty Internation-
al vegna mannrétt-
indabrota í Banda-
ríkjunum. Skýrslur
samtakanna greina
frá alvarlegum og við-
varandi mannrétt-
indabrotum þar í
landi, þ.á m. lög-
regluofbeldi, slæmri
meðferð á föngum,
dauðarefsingum, sem
eru heimilaðar í 38
ríkjum, og niðurlægj-
andi meðferð á flótta- Jóhanna K.
fólki sem sækir um Eyjólfsdóttir
hæli. Samtökin hafa
fjallað um alþjóðlega mannrétt-
indasáttmála og hvemig Bandarík-
in hafa komið sér undan að fram-
fylgja þeim. Félagar í Amnesty
International hafa á síðustu mán-
uðum skrifað þúsundir bréfa til
bandarískra yfírvalda og farið
fram á úrbætur í mannréttinda-
málum og afnám dauðarefsinga.
Það sem af er þessu ári hafa 76 ein-
staklingar verið teknir af lífi í
Bandaríkjunum.
Alþjóðlegir
mannréttindasáttmálar
Við stofnun Sameinuðu þjóð-
anna fyrir rúmri hálfri öld gegndu
Bandaríkin forystuhlutverki í að
koma á alþjóðlegu eftirlitskerfi
með mannréttindum. Líklegt er að
flestir Islendingar telji að Banda-
ríkin séu aðilar að alþjóðasaming-
um um mannréttindi, svo er þó
ekki. Það eru fjölmargir samingar,
þ.á m. Kvennasáttmálinn, sem
—^Bandaríkin hafa ekki gerst aðilar
að. Alþjóðasamningur um borgar-
aleg og stjórnmálaleg réttindi er
einn helsti alþjóðasamningur sem
tryggir mannréttindi fólks. Banda-
ríkin hafa staðfest þennan samn-
ing, þó með fyrirvörum, sem þýðir
að gerð er undanþága frá ákvæð-
um samningsins. Dæmi um fyrir-
vara sem Bandaríkin gera við
þennan samning er ákvæði í 6. gr.
samningsins þar sem kveðið er á
um að dauðadómi skuli ekki beitt
fyrir glæpi sem menn undir átján
ára aldri hafa framið. I andstöðu
við alþjóðalög leyfa 24 ríki í Banda-
ríkjunum aftökur ungra brota-
manna, þ.e. unglinga sem dæmdir
^ hafa verið fyrir glæpi framda undir
" '*T8 ára aldri. Tvær valfrjálsar bók-
anir fylgja umræddum samningi.
Önnur felur í sér skuldbindingu
um afnám dauðarefsinga og hin
viðurkenningu aðildarríkis á rétti
Mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna
til að veita móttöku
kærum frá einstakl-
ingum. Bandaríkin
hafa ekki samþykkt
þessar bókanir og tak-
marka þannig mögu-
leika á eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna með
framfylgd samnings-
ins. Annar mikilvæg-
ur alþjóðlegur samn-
ingur til vamar
mannréttindum er al-
þjóðasamningur um
efnahagsleg, félagsleg
og menningarleg rétt-
indi. Bandaríkin hafa
ekki staðfest þann samning.
Aftur á móti eru Bandaríkin að-
ilar að alþjóðasamningi gegn pynd-
ingum. Staðfesting Bandaríkjanna
á samningnum er þó háð takmörk-
unum. Eftirlitsnefnd Sameinuðu
þjóðanna með framfylgd samn-
ingsins hefur ekki fengið heimild
til að taka á móti kærum frá ein-
staklingum. Nýleg skýrsla Amne-
sty International ber vitni um að
líkamleg og kynferðisleg misbeit-
ing af hendi fangavarða, grimmd-
arlegar þvinganir og einangrun í
lengri tíma ásamt skorti á læknis-
aðstoð fyrir sjúka fanga séu mjög
Mannréttindi
íslandsdeild Amnesty
International, segir Jó-
hanna K. Eyjólfsdóttir,
hvetur bandarísk yfir-
völd til að staðfesta án
fyrirvara alþjóðlega
mannréttindasáttmála.
útbreidd vandamál í bandarískum
fangelsum. Alþjóðasamningar
banna að hlekkir séu notaðir á
fanga, þ.á m. notkun fótjáma. í
trássi við alþjóðasamninga eru
járnhlekkir víða notaðir í banda-
rískum fangelsum og dæmi eru um
að óléttar konur hafi fætt börn sín
hlekkjaðar við rúm.
Ekki aðilar að
Kvennasáttmálanum
Mikilvægur árangur í baráttu
kvenna um heim allan fyrir jafn-
rétti náðist árið 1979, þegar Sam-
einuðu þjóðirnar samþykktu
samning um afnám allrar mismun-
unar gagnvart konum. í dag hafa
meira en 160 ríki gerst aðilar að
samningnum. Bandaríkjamenn
hafa ekki enn staðfest samninginn.
I 11. gr. hans er kveðið á um
skyldu yfirvalda til að tryggja kon-
um sérstaka vernd á meðgöngu-
tíma. Annette Romo, sem sat í
fangelsi í Arizona, kallaði eftir
hjálp nótt eina. Hún var ólétt og
komin með blæðingar en fékk ekki
þá aðstoð sem hún þurfti. I bréfi til
Amnesty International skrifar
hún: „Þetta var skelfilegasta lífs-
reynsla sem ég hef lent í. Ef þeir
hefðu aðeins hjálpað mér um leið
og ég bað um aðstoð þá hefði þetta
ekki þurft að gerast og ég ekki
misst barnið.“ Alls eru 138 þúsund
konur í bandarískum fangelsum. I
alþjóðlegum mannréttindalögum
er kveðið á um að kvenkyns starfs-
menn skuli sinna kvenföngum.
Bandaríkin eru hins vegar ekki að-
ilar að þessum alþjóðalögum. Þar í
landi eru karlar 41% fangavarða í
kvennafangelsum. Amnesty Int-
ernational telur að slæmt ástand í
bandarískum fangelsum sýni
hversu mikilvægt það er að farið sé
að alþjóðalögum. Tilraunir yfir-
valda til að koma í veg fyrir kyn-
ferðislegt ofbeldi af hendi starfs-
manna hafa ekki borið tilætlaðan
árangur. Fangaverðir hafa misnot-
að kvenfanga í trausti þess að þeir
verði aldrei látnir svara til saka.
Listaháskólinn til
Hafnarfí ar ðar
Menntamálaráð-
herra, Bjöm Bjama-
son, hefur í ræðu og
riti fært rök fyrir
þeirri skoðun sinni að
Hafnarfjörður sé
ákjósanlegur staður
fyrir Listaháskóla Is-
lands. í sama streng
tekur bæjarstjórinn í
Hafnarfirði, Magnús
Gunnarsson.
Sjálfsagt dylst eng-
um að slíkar ákvarð-
anir era ávallt tengd-
ar pólitískum viðhorf-
um að einhverju leyti.
Pólitísk viðhorf í stór-
um málum era jú bæði
eðlileg og sjálfsögð innan eðlilegra
marka lýðræðislegs stjórnskipu-
Sverrir
Ólafsson
Hættu%
aö hrjóta
„Stop Snoring“ Hættu að
hrjóta tryggir hljóðlátan
angurværan svefn
wmmZ mm
s
100%
náttúruleaU
Fæst í stórmörkuðum, apótekum
og bensínstöðvum Esso
0
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavík
Sími: 587 2222
Fax: 587 2223
Gerið verðsamanburð
Tölvupdstur: sala@hellusteypa.js
lags. Það er því í
þessu máli innantómt
þvaður að um ein-
hverskonar and-R-
lista samsæri sé að
ræða. Það sem skiptir
öllu máli hér, era
hvorki pólitísk né
persónuleg viðhorf,
heldur að slíkri stofn-
un séu tryggð starfs-
skilyrði og starfsum-
hverfi við hæfi.
Því miður er það
staðreynd að Reykja-
víkurborg hefur aldrei
sýnt listmenntun al-
mennt, hvað þá hinum
nýja Listaháskóla þá
virðingu og velvild sem slík starf-
semi á skilið.
Sem nemandi og síðar kennari
við Myndlista- og handíðaskólann
fór umrætt skdlningsleysi ekki
fram hjá mér frekar en öðram sem
sambærileg tengsl hafa haft við
skólann. Eg hef frá upphafi fylgst
af áhuga með hugmyndum um
Listaháskólann og allri framvindu
þess máls. Fæðingarhríðimar hafa
svo sannarlega ekki verið sár-
saukalausar. Flestir virtustu lista-
menn þjóðarinnar hafa tjáð sig af
mikilli reynslu og þekkingu um
nauðsyn Listaháskólans sem stofn-
unar og lengi talað fyrir daufum
eyrum. Má í því sambandi nefna
fjölda frábærra greina eftir Braga
Asgeirsson um þessi mál. Það hlýt-
ur því að vera ánægjuefni öllum
þeim sem láta sig einhverju varða
menningu þjóðarinnar, að nú skuli
& Jólagjöfin
sem
gleymist
seint
húsa- og sumarbiístaðaskllti
úr tré
Axel Björnsson
S: 897 3550
565 3553
Pantið
tímanlega
fyrir
iól
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Staðarval
Hugmyndir menntamál-
aráðherra um að velja
--------------7-------
Listaháskóla Islands
heimili í Hafnarfirði,
segir Sverrir Ólafsson,
eru bæði stórmannleg-
ar, skiljanlegar og vel-
komnar.
Listaháskóli íslands loksins vera
orðinn að veraleika. Því verður
hinsvegar ekki á móti mælt að við-
brögð ýmissa stjómmálamanna,
ekki síst í höfuðborginni, hafa sem
fyrr valdið vonbrigðum. Ekki
vegna þess að Listaháskólinn yrði
betur settur í Reykjavík en annars
staðar, heldur vegna menningar-
legs skilningsleysis. Slíkt skiln-
ingsleysi er ekkert minna en fyrir-
boði hnignunar og andleysis sem
engin þjóð með metnað og sjálf-
svirðingu getur verið þekkt fyrir.
Því verður vart á móti mælt, að
Hafnarfjörður, hefur á undanförn-
um árum verið að taka stærri og
myndarlegri skref í menningar-
málum en önnur byggðarlög á Isl-
andi. Eg er t.d. sannfærður um
það, að þverpólitískur vilji sé fyrir
þessum hugmyndum í Hafnarfirði,
þrátt fyrir frumkvæði Sjálfstæðis-
flokksins í málinu. Hafnarfjörður
er vaxandi bær, þar sem mannlíf
blómstrar og allt umhverfi til list-
sköpunar er bæði jákvætt frá nátt-
úrunnar hendi og velviljað af
mannanna völdum. Það er því gott
að vera listamaður í Hafnarfirði.
Sú staðreynd þýðir alls ekki að
með því skuli listamenn fá alla hluti
á silfurfati frekar en aðrir þegnar.
Enda era einhverskonar ölmus-
ugjafir til listamanna bæði niður-
lægjandi og síður en svo listrænt
hvetjandi og í hróplegu ósamræmi
við það sem öðram þegnum samfé-
lagsins er boðið uppá. Það era allt
önnur og fágætari verðmæti sem
skapa listamönnum auð í Hafnar-
Ekki aðilar að
Barnasáttmálanum
Ái'ið 1989 var samningur um
réttindi barna samþykktur, í dag
eru öll aðildaríki Sameinuðu þjóð-
anna aðilar að samningnum utan
tvö en þau eru Sómalía og Banda-
ríkin. I 37. gr. Barnasáttmálans er
kveðið á um að ekki skuli leggja
dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi
án möguleika á lausn við afbrotum
sem yngri menn en 18 ára hafa
framið. Auk þess er í Barnasátt-
málanum kveðið á um að frelsis-
sviptum börnum skuli haldið að-
skildum frá fullorðnum föngum.
Nýleg skýrsla Amnesty Interna-
tional greinir frá stöðu barna inn-
an bandaríska réttarkerfisins. Þar
kemur m.a. fram að æ algengara er
að börn séu sótt til saka eins og um
fullorðna einstaklinga sé að ræða.
Mörg börn sitja í fangelsum mán-
uðum saman áður en réttað er í
málum þeirra. Þúsundir barna eru
í fangelsum þar sem fullorðnir
fangar eru einnig í haldi. A dauða-
deildum víða um landið bíða ein-
staklingar aftöku fyrir brot sem
framin voru áður en þeir náðu 18
ára aldri.
íslandsdeild Amnesty Interna-
tional hvetur bandarísk yfirvöld til
að staðfesta án fyrirvara alþjóð-
lega mannréttindasáttmála og laga
lands- og fylkislög að ákvæðum
þeirra.
Höfundur er framkvæmdastjóri Isl-
andsdeildar Amnesty International.
firði. Velvilji samborgaranna, fag-
urt og ómengað umhverfi ásamt
einstaklega hvetjandi andrúmslofti
bæjarfélagsins.
Hugmyndir menntamálaráð-
herra um að velja Listaháskóla ís-
lands heimili í Hafnarfirði, eru
bæði stórmannlegar, skiljanlegar
og velkomnar. Hér er nákvæmlega
það starfsumhverfi sem slík stofn-
un þarf öðra fremur á að halda.
Það er ekkert sem mælir með því
að slík stofnun eigi heimili í
Reykjavík. Öðra nær. Ys og þys
Reykjavíkur, miðstýrðar menning-
arstofnanir, pólitísk, andleg og
landfræðileg þröng, skapa slíkri
stofnun einmitt mjög erfið starfs-
skilyrði. Því miður hefm' menning-
armiðstýringin hvergi náð öðra
eins flugi og í höfuðborginni. Hvað
veldur þessari ánauð, hefur lengi
vafist fyrir listamönnum. Allar
silkihúfurnar, sjálfskipaðir
„smekkmenn“ þjóðarinnar, eru
hvergi fleiri né fávísari en einmitt í
Reykjavík. Þar virðist jarðvegur-
inn réttur! Listafólk hefur lengi af
veikum mætti tjáð sig um þessa af-
mán, án árangurs. Ekki þarf lengi
að leita dæma um slíka umræðu.
Viðtökur bæjaryfirvalda við hug-
myndum ráðherra um Listaháskól-
ann eru ekki aðeins áhugaverðar,
heldur era þessi viðbrögð merki
um menningarlegan metnað og
stórhug og líklegar til að verða eitt
merkasta, stefnumarkandi innlegg
í alla umræðu um málefni stofnun-
arinnar sem hingað til hafa farið
fram. Sama er hvar á þetta mál er
litið, þá mælir allt með Listahá-
skólanum í Hafnarfirði. Við Hafn-
firðingar fögnum þessum hug-
myndum. Hér er viðhorfið til
stofnunarinnar hlýtt og jákvætt,
hér er húsnæði og hér er landrými.
Það sem meira er, hér er andrými.
Fjöldi hafnfirskra menningarstofn-
ana sem býður uppá fjölþætt sam-
starf og samnýtingu ásamt með-
fylgjandi fjölbreyttu menningar-
landslagi. Menningarlegt mótvægi
við Reykjavík er ekki aðeins sjálf-
sagt, heldur bráðnauðsynlegt.
Listaháskólinn í Hafnarfirði
styrkir enn frekar slíkt mótvægi.
Sein listamaður, f.v. kennari við
MHI og stjórnandi menningar-
stofnunar í Hafnarfirði, er það mín
von, að tillögur ráðherra og bæjar-
stjóra fái rétta lendingu. Eg skora
á alla viðkomandi að leggjast á eitt
um að Listaháskóla íslands verði
valinn staður í Hafnarfirði.
Höfundur er forstöðumaður
Alþjóðlegu Listamiðstöðvarinnar
í Straumi.