Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 9ÍP
Sjálfstætt fólk
eft ir Halldór Laxness / Leikeerð: Kiartan Raanarsson oít Sieríður Marerét Guðmundsdóttir
eftir Halldór Laxness / Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Kvótaraunir
Halldór
Halldórsson
Halldórsson, að kvóta-
lögin þjóna ekki lengur
þeim tilgangi, sem til
var ætlast í upphafi.
ur íslendingum tekist afar slysa-
lega til frá áiinu 1984 fram til dags-
ins í dag. Á þessum árum hafa
stofnar botnfisks minnkað gífurlega
og eru þeir komnir í sögulegt lágm-
ark.
Veiðarfærin skipta verulegu
máli. Þegar veitt er með togveiðar-
færum er ungviðinu mikil hætta
búin, sérstaklega ef möskvastærðin
er mjög lítil eins og er í rækju- og
humartrollum. Með notkun þessara
veiðarfæra á grunnsævi innan við
80 faðma dýpi er mikil hætta á að
drepið sé mikið magn af seiðum og
srnáfiski.
fslendingar byrja innfjarðar-
rækjuveiðar upp úr 1955 og humar-
veiðar upp úr 1958 og almennt 1960.
Þessar veiðar eiga stóran þátt í nið-
ursveiflu í ýsuveiðum upp úr 1966-
1967, en þá hrapaði veiðin á ýsu úr
rúmum 100 þúsund tonnum í 50-60
þúsund tonn og var á því róli þar til
úthafsveiðar á rækju jukust gífur-
lega 1992-1994. Árið 1998 var svo
komið að ýsuveiðin var 31 þúsund
tonn og náðist kvótinn ekki. Ufsa-
kvótinn náðist ekki heldur og veidd-
ust aðeins 27 þúsund tonn, en við
vorum á árum áður að veiða 95 þús-
und niður í 65 þúsund tonn til ársins
1995, en þá dalar veiðin svona. Ættu
nú menn, sem ráða og stjórna veið-
unum, að líta til þess hve afli á þess-
um tegundum hefur minnkað gífur-
lega síðan 1984 og hafa veiðar á
flestum botnfisktegundum dregist
mikið saman frá þeim tíma. Þessi
„góða“ stjórnun er orðin heimsfræg
enda halda útgerðarmenn varla
vatni yfir hagkvæmni veiðanna.
Ef ég man rétt, þá hefur frá því
að seiðarannsóknir hófust upp úr
1970 tvisvar komið fram stór þor-
skárgangur, sem hélt uppi þorska-
flanum í 4-5 ár hvor þeirra. Þetta
kom í ljós með kvarnatöku úr afla
vertíðarbáta. Þessir tveir sterku ár-
gangar komu á óvart því þeir mæld-
ust báðir tveir litlir árgangar í
seiðarannsóknum og
kom þetta vísinda-
mönnum í opna
skjöldu.
Frá árinu 1984 hef-
ur olíueyðsla fiskiflot-
ans rúmlega tvöfaldast
við veiðamar og skuld-
ir útgerðarinnar fjór-
faldast, svo eitthvað al-
varlegt er í gangi í
útgerðinni, sem
stemmir ekki við hina
miklu hagkvæmni,
sem útvegsmenn og
löggjafinn telja að
kerfið skili. Ekki er
seinna vænna að höfða
mál til að hnekkja
kvótalögunum og þeim mannrétt-
indabrotum, sem framin eru í skjóli
þeirra. Vemdun og viðhald fiskist-
ofnanna er búið að vera algert grín
síðan kvótalögin tóku gildi árið
1984.
Þingmenn gáfu nokkrum mönn-
um í þjóðfélaginu 300 milljarða með
kvótaframsalinu sí svona. Til hvers?
Til að koma á hlutabréfamarkaði á
íslandi. Á dögunum bauð forseti vor
til landsins forstjóra Kauphallar-
innar í New York til að sýna hvað
við værum klárir á Fróni. Það hefur
líklega ekki vafist íyrir forsetanum
að útskýra hvaða töfrabrögðum var
beitt til þess að koma hér á verð-
bréfaviðskiptum á mettíma!
Mesti þensluvaldur í hagkerfi
okkar er hin gríðarlega skuldasöfn-
un sjávarútvegsins á síðustu þrem-
ur árum en skuldimar jukust um 50
milljarða og flæða þessir fjármunir
inn í þjóðfélagið og ekkert á bak við
þá nema syndandi fiskurinn í sjón-
um og flótti af landsbyggðinni á
suðvesturhornið, sem sprengir upp
fasteignaverð og veldur þenslunni.
Þennan snjóbolta bjó ríkisstjórnin
til og stækkar hann glatt í skjóli
hennar.
Höfundur er skipstjóri.
Þekkingarleysi fisk-
ifræðinga og ráðgjafa
ráðamanna á hegðun
fiska gagnvart veiðar-
færum og áhrif veiðar-
færa á stofnstærð er
aðalvandamálið við
stjómun fískveiða.
Markmið kvótalag-
anna og grunnur
þeirra byggist á
verndun og viðhaldi
fiskistofnanna og er
því deginum ljósara að
lögin þjóna ekki leng-
ur þeim tilgangi, sem
til var ætlast í upphafi.
Gífurlegt brottkast
afla og margra ára-
tuga reynsla fiskimanna og aldar-
löng skráning afla á íslandsmiðum
og skipting hans á milli veiðarfæra
eru borin fyrir borð. Þar hefur okk-
Ljóst er, segir Halldór
BIODROGA
snyrtivörur
*Q-10*
húðkremið
Bankastræti 3, sími 551 3635.
Póstkröfusendum
Kvóti