Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.10.1999, Blaðsíða 62
^ 62 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Ljóska AF HVERJU SITURÐU ÞARNA?! ÞETTA ER BÓK! ÞÚ VEIST HVAÐ Ekkert, mamma. Ég er bara BÓK ER, ER ÞAÐ EKKI? að hvetja hann til að lesa. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Jörðin er hnöttótt! Frá Bjarna Ásbjörnssyni: SR. RAGNAR Fjalar virðist hafa lagt eld að stórri púðurtunnu er hann skrifaði grein í Morgunbiaðið hinn 14. september síðastliðinn. Viðbrögðin hafa verið sterk enda málefnið eldfimt. Nokkrar blaða- greinar fylgdu í kjölfarið og hafa bæði sr. Ragnar Fjalar og þjóð- kirkja okkar Islendinga fengið væn- an skammt af óvæginni gagngrýni. Þjóðkirkjunni hefur verið lýst sem harðri, kaldri, gamaldags stofnun í engum takti við nútímamanninn, nánast að syngja sitt síðasta, rétt eins og síðasta risaeðlan. Og prest- urinn fyrrverandi fékk langan lista yfir lesti guðfræðiiegra raka sinna, en þó með reglulegum samúðar- kveðjum. Eftir að hafa lesið eina greinina sem vakti athygli mína og bar nafn- ið „Jörðin flöt“ fannst mér vert að staldra við og íhuga málið. Er okkar lúterska þjóðkirkja svona langt frá sannleikanum? Hefur hún staðið gegn vísindum? Hefur hún staðið gegn réttindum kvenna? Hefur hún kúgað blámanninn? Nei, það er varla hægt að segja að það hafi ver- ið á stefnuskrá hennar. En hvað um kirkjumennina harðsvíruðu? Jú, vissulega hefur verið margur mis- jafn sauðurinn þar, og ekki hafa þeir allir farið eftir þeim beitta kær- leiksboðskap sem er í bókinni sem þeir ættu að boða sem fulltrúar kristinnar kirkju. Margir hafa látið bókina lönd og leið, en stýrst af stundlegum gróða, eigin hagsmun- um og almenningsáliti. En hvað um sr. Ragnar Fjalar sem er sagður í ofannefndri grein „hafa tjáð brenglaðar skoðanir sín- ar opinberlega". Hann sagðist nú bara vera að benda á orð biblíunnar og Jesú Krists en á þeim á víst að byggja kristna kirkju, segir hann. Eg fór þá að velta fyrir mér hvað þessi stórmerkilega bók segði um lögun jarðar. Er hún bein eða bog- in? Það sem ég fann á nokkuð mörgum stöðum varðandi þetta at- riði var að þar er talað um jarð- kringluna. Sem þýðir jarðhnöttur samkvæmt þeim íslensku orðabók- um sem til eru. Og eftir að ég kann- aði málið nánar að þá komst ég að því að það er ekkert á frummáli biblíunnar sem segir að jörðin sé flöt. Hún er merkileg þessi bók sem stenst tímans tönn svo fyllilega. Það virðist því vera svo að kennimenn kirkjunnar hafa gert sín stærstu mistök þegar þeir hafa gleymt að nýta sér þessa stórmerkilegu heim- Od eða hreinlega ekki haft mikla trú á henni. sr. Ragnar heldur því hins vegar statt og stöðug fram að blessuð bókin hafi rétt fyrir sér, en fær að launum nánast daglega krossfestingu í fjölmiðlum landsins. Eg bið lesendur vel að lifa. BJARNIÁSBJÖRNSSON, Vallarás 4, Reykjavík. Smábátar og línu- bátar eiga að róa Frá Gísla Holgerssyni: HRAÐBRAUTIR milli helstu þétt- býlisstaða á landsbyggðinni og Reykjavíkur tengja best saman fólkið í landinu. Það er ömurlegt til þess að hugsa að sveitir þessa heilaga lands hér í hánorðri skuli vera að riðlast af vinnuleysi og skorti á djörfung tO góðra verka vegna þess að búið er að færa alla vinnu frá vinnandi fólki í sjávarþorpum tO rekstraraðila sem finna sínum hag best borgið á öðrum stöðum en í heimabyggð. Vel byggðir firðir og fallegar sveitir eru að fara í auðn vegna vinnuleysis og svaðOfara í atvinnu- vegum víðs vegar um landið. Það er illt að heyra, að um 2.000 lands- byggðarmenn skuli flytja tO Reykjavíkur á hverju ári. Það hlýtur að vera flestum ljóst að það verður að leyfa mönnum við sjávarsíðuna aUt í kringum landið að veiða óheft og óáreitt án kvóta svo framarlega sem þeir veiða á færi eða línu. Það gengur ekki leng- ur að hefta menn frá vinnu sem búa við hafið og færa okkur besta aflann og langbesta hráefnið. Smábátar á færa- og línuveiðum breyta ekki hafsbotninum og umturna veiði- svæðum. Þessir bátar eiga að róa. Það skiptir ekki neinu máli fyrir mig hvort bátarnir umhverfis landið eru eitt þúsund eða fimm þúsund. Regluruglið er of margbrotið. Þess- 0’ veiðimenn eiga að vera kvótalaus- ir og veiða af guðsnáð eftir veðri og vindum. Það fólk sem fæðist í návist við hafið á ekki að vera í nagi við yf- irvöld um það hvort það megi sækja sjó á sínum smábátum sem veiða með færi og línu. I þessari grein á enginn kvóti að vera til og þess vegna engin óregla að myndast. Gefum þessum mönnum veiði- leyfin að nýju því þeir munu stoppa landflóttann hingað suður tO Reykjavíkur og verða sjálfum sér og allri heimabyggð tO mestra bóta. Látum stórútgerðina um kvót- ann, hún er að sumra sögn á heims- mælikvarða. Við eigum að sýna því fólki hvar sem er á landsbyggðinni þann manndóm að þakka því og lofa fyrir að vinna við okkar aðalatvinnuveg og telja því að minnsta kosti trú um að það sé fínt og ég endurtek mjög fínt að vinna við fisk. Forráðamenn þessarar þjóðar eiga að vera í fararbroddi við að telja okkur trú um að okkar fiskur sé sá besti og langbesta afurð á öl- um heimsmarkaðnum. Þess vegna er það stolt hvers og eins að vinna við fiskframleiðslu okkar og aðalat- vinnuveg. GÍSLI HOLGERSSON kaupmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.