Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 67

Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ I FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó, Regnboginn, Sambíóin Álfabakka og Borgar- bíó Akureyri frumsýna sálfræðilega tryllinn Sjötta skilningarvitið um hélg- ina með Bruce Willis í aðalhlutverki Shyamalan og Sjötta skilning- arvitið Frumsýning HINN átta ára gamli Cole Se- ar (Haley Joel Osment) á sér óskemmtilegt leyndar- mál. Hann sér drauga allt í kringum sig. Hann skelfíst mjög sýnimar en er of ungur til þess að skilja hvað er á seyði og of skelfdur tO þess að deila leyndarmálinu með nokki-um manni þar til hann kynnist bama- sálfræðingnum Malcolm Crowe (Bmce Willis). Sá fær hann smám saman til þess að opna sig og segja sér frá reynslu sinni og í samein- ingu reyna þeir að komast að því hvað fyrir draugunum vakir. Þetta er í stuttu máli söguþráður- inn í Sjötta skilningarvitinu eða ,,The Sixth Sense“ eftir M. Night Shyamalan en myndinni hefur verið lýst sem sálfræðilegum trylli. Hún er aðeins þriðja mynd leikstjórans og hann segist hafa fengið hugboð um að hann ætti eftir að gera hana nokkm áður en til þess kom. Hann var þá að vinna í sinni heimaborg, Fíladelfíu, við lokaklippingu á mynd númer tvö og sagði við klippara sinn: „Veistu, ég á eftir að skrifa kvikmyndahandrit sem heitir Sjötta skilningarvitið og Brace Willis á eft- ir að fara með aðalhlutverkið í henni.“ Sjálfsagt, vinur, sagði klipp- arinn. Ari síðar hafði hann lokið við handrit myndarinnar og sent það kvikmyndaframleiðendum í Hollywood. Þeir vom ekki seinir til. „Ég var í Los Angeles þegar ég Bruce Willis og Haley Joel Osment í hlutverki barnasálfræðingsins og drengsins. fékk boð um að Hollywood Pictures hefði mikinn áhuga á handriti mínu.“ Nokkru síðar samþykkti stórstjarnan Bruce Willis að fara með aðalhlutverkið í myndinni og Shyamalan hringdi í klipparann og sagði honum fréttimar: Enga vit- leysu, sagði klipparinn en sann- færðist loks og samfagnaði Shyamalan. „Sjötta skilningarvitið er skelfí- leg, spennandi og hrollvekjandi á sama hátt og myndir eins og „Ros- emary’s Baby“, „Repulsion“ og „The Omen“,“ er haft eftir Shyamalan. „Óttinn sem hún fjallar um er byggður á raunvemleikan- um. Hún lýsir ótta raunvemlegs fólks, raunvemlegra bama; hún lýs- ir óttanum sem tengist missi og hinu óþekkta og því að búa yfir sjötta skilningarviti án þess að skilja tilgang þess.“ Shyamalan er Bandaríkjamaður af indverskum ættum og vissi hverjum hann vildi vinna með við gerð Sjötta skilningarvitsins. „Ég vildi Brace Willis og Haley Joel Osment og Olivia Williams og Toni Cloette og Donnie Wahlberg vegna þess að þeir eru bestu leikararnir í hlutverkin. Ég vildi Frank Mars- hall og Kathleen Kennedy og Haley Joel Osment leikur drenginn sem sér drauga. Barry Mendel og Sam Mercer til þess að framleiða því ég treysti skoðunum þeima og reynslu. Ég vildí Tak Fujimoto fyrir tökumann ... ég vildi að myndin yrði tekin í Fíladelfíu. Stundum veistu hvað er rétt að gera og gefur ekkert eftir. Ég fékk það sem ég bað um og það sýnir sig allt þarna uppi á hvíta tjaldinu.“ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 6Í zturgaíinn Dans- og skemmtistaður — alltaf lifandi tónlist í kvöld leika Galabandió . Opid frá kl. 22—3 — sími 587 6080 . SÖHGVARAR Prufusöngur verður á vegum íslensku óperunnar laugardaginn 6. nóvember. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu íslensku óperunnar í síma 551 7033. IIIS Tniiii ISLENSKA ÓPERAN fl/im/iifyp Sérverslun með & óilkiblcm Laugavegi 63, Vitaitígámegin Aími 551 2040 leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurqeislandi einanarun i rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminium—lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. í hóaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, ó rör, ó veggi, tjaldhotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skærí. heftibyssa og límband einu verkfærin. PP &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8540 8 568 6100 Stórdansleikur .. með hljómsveitinni UppiyTTingU o • _í Ásgarði, Glæsibæ, laugardaginn 16. október.^ Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir. Jiimi A'' ' ' HnHB| Norðurlandanieistaramótið i Karate T, r E3(3 The Nordic Open Karate Championship 1999 16. október 1999 Laugardalshollinni KARATESAMBAND ÍSLANDS YFIRHAFNIR %Létt GREIÐSLUI5 idétella SKÓR LAUGAVEGI 32 • SlMi S52 3636 líkt-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.