Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 15.10.1999, Síða 68
<>8 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Nr. var vikur Diskur Flytjandi Útgefandi 1. i 4 Pottþétt 17 Ýmsir Pottþétt 2. 4 4 Human Clay Creed Sony 3. 2 18 Ágætis byrjun Sigurrós Smekkleyso 4. 3 10 A Little Bit of Mambo Lou Bega BMG 5. Nf 2 Supergross Supergross EMI 6. NÝ 2 Hours David Bowie EMI 7. 5 6 Live Aus Berlin Rammstein Universol 8. NÝ 2 Sælustundir Sælustundir Pottþétt 9. NÝ 2 Brond New Doy Sting Universol 10. NÝ 2 Fragile NIN Universol 11. 6 10 Notting Hill Úr kvikmynd Universol 12. 118 2 Slipknot Slipknot Roadrunner 13. 7 12 Kondí fíling Tvíhöfði Eínn miðill 14. 10 16 Significnnt Other Limp Bizkit Universal 15. 22 32 Fanmnil TLC BMG 16. NÝ 2 Relood Tom Jones V2 17. 8 18 Pottþétt 16 Ýmsir Pottþétt 18. 25 4 Euthorio Morning Chris Cornell Universal 19. 17 14 Britney Spenrs Britney Speors EMI 20. 9 37 My Love is Your Love Whitney Houston BMG 21. 13 16 Matrix Úr kvikmynd Warner 22. 26 4 Rhythm & Stealth Leftfield Sony 23. 18 18 Litla hryllingsbúðin Úr söngleik Skífon 24. NÝ 2 Distance To Here Uve Universol 25. 14 18 Coiifornication Red Hot Chili Peppers Worner 26. 11 16 Ricky Martin Ricky Mortin Sony Music 27. 19 14 Svono er Sumarið 99 Ýmsir Skífan 28. 30 12 On the 6 Jennifer Lopez Sony 29. 36 2 Liquid Skin Gomez EMI 30. 23 44 Miseducotion of Louryn Hill Louryn Hill Sony Unnið of PricewoterhouseCoopers í somstorfi við Sombond hljómplötufromleiSendo og Morgunbloðið. Creed er í öðru sæti listans með mannlega leirinn sinn. Vinsældapopp á toppnum SAFNDISKURINN Pottþétt 17 situr sem fastast í fyrsta sæti tón- listans þessa vikuna en á honum er að fmna ýmis lög sem eru heit og vinsæl í dag. Bandarísku drengirnh- í Creed eru í öðru sæti listans með sína aðra breiðskífu sem kallast Human Clay en platan sú trónir nú á toppi bandaríska vinsældalistans. Textar þeirra þykja sérstaklega djúpir og boðskapur þeirra fagur og finn og söngvarinn Scott veltir þar upp ýmsum spurningum um lífið og tilveruna. Textar Sigur Rósar sem er í þriðja sæti listans með plötu sína Agætis byrjun eru ekki síður frum- legir og athyglisverðir. Sigur Rós er átjándu viku á lista og hefur allan tímann haldið sig nálægt eða í topp- sætinu. Lou Bega er að gera allt vit- laust með lagi sínu Mambo nr. 5 og er plata hans A Little Bit of Mambo í fjórða sætinu þessa vikuna. í fimmta sæti er hins vegar ný plata, Supergrass með samnefndri hljóm- sveit. I því sjötta er einnig ný plata, Hours með meistara Bowie en alls eru fimm nýjar plötur meðal þeirra tíu vinsælustu. Það sem ekki má! skemmtidagskrá í Leikhúskjallaranum með glæsilegum kvöldverði. Sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum. Tilvalið fyrir hópa, stóra sem smáa. Fjöllistahópurinn Hey, blönduð dagskrá með leik, söng og dansi, þar sem mörk siðgaeðisins á ýmsum tímum verða skoðuð. Okkar vinsæla jólahlaðborð hefst 26. nóvember. Sum kvöld að seljast uppl Leikhúskjallarinn / Hverfisgötu 19 / Sími 551 9636 Bjargræðistríóið Oskalög landans leikin í kvöld í KAFFILEIKHtíSINU er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í vetur og stendur það m.a. fyrir tónleika- röð sem heitir og inniheldur Óska- lög landans. Þema tónleikanna verður íslenskir höfundar og í kvöld verða flutt lög við söngtexta Jónasar Árnasonar. Mörg þessara laga voru geysivinsæl í flutningi sönghópsins Þrjú á palli en í kvöld er það hópur sem kallar sig Bjarg- ræðistríóið sem flytur lögin. Hóp- inn skipa Aðalheiður Þorsteins- dóttir pianóleikari, Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Örn Arnarsson gítarleikari. Fæst í apótekum og stórmörkuðum. Hættu að raka á þér fótleggina! Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á íslandi í 12 ár. Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Reuters Stríðsöxin grafín GÖMLU kempurnar David Crospy, Stephen Stills, Graham Nash og Neil Young sem skipa hljómsveitina CSN&Y eru komn- ar saman á ný og stefna á tón- leikaferðalag og nýja plötu á næstunni. Það eru tuttugu og fimm ár liðin siðan þeir félagar fóru síðast saman í tónleika- ferðalag en þá var mikið ósætti innan sveitarinnar og Neil Young ferðaðist ekki með hinum hljóm- sveitarmeðlimunum. Á blaða- mannafundi í New York á dögun- um sögðust þeir ætla að nota þá orku sem þeir ættu eftir en óvíst væri hversu lengi hún myndi endast. Þeir áttu nokkra smelli á árum áður á borð við Woodstock, Teach Your Children og Ohio sem Young skrifaði eftir að fjórir námsmenn við Háskólanum í Kent voru skotnir til bana er þeir voru að mótmæla Víetnamstríð- inu. Siðan árið 1986 hafa Stills, Crosby og Nash stöku sinnum unnið saman en það ár var Cros- by Iátinn laus úr fangelsi þar sem hann afplánaði fíkniefnadóm. Young hóf hins vegar sólóferil. Ice Cube hvetur krakka RAPPARINN og kvikmyndastjarn- an Ice Cube hvetur unglinga til að halda áfram í skóla því að til að geta samið tónlist verður maður að geta lesið og skrifað. Hann hvatti nemend- ur í Albemarle Roade-gagn- fræðaskólan- um til að slökkva á sjón- varpinu og út- varpinu og gera heima- vinnuna fyrst. Síðan er óhætt að æfa rapp og dans að vild. „Hvað sem sagt er þá getur sjónvarpið aldrei satt hungur ykkai’. Ekki heldur útvarpið en kennarinn getur það. Skólinn er ykkar framabraut núna og ykkar starf.“ Rapparinn er um þessar mundir að kynna nýjustu smáskífu sína You Can Do It sem verður á næstu breiðskífu hans War & Peace Vol. 2: The Peace Disc sem kemur út í janúar. Einu sinni enn HLJÓMSVEITIN The Who ætlar að koma saman á ný en aðeins í eitt skipti. Sveitin mun spila á iBash ‘99-tónleikunum ásamt öðrum tónlistarmönnum hinn 29. október á MGM-hótelinu í Las Vegas. Tónleikarnir eru haldnir til að kynna pixelon.com sem fyrirtækið Pizelon Inc. stendur að baki. Það á að vera fyrsta net- kerfið sem hægt er að nota til að horfa á kvikmyndir í sjónvarps- gæðum á Netinu. Tónleikunum verður einmitt sjónvarpað beint í gegnum Netið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.