Morgunblaðið - 15.10.1999, Qupperneq 70
70 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999
MGRGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Bennu Gerede í Baráttunni um börnin
Mynd sem verður
hötuð eða elskuð
Tyrkneska leikkonan Bennu Gerede fer með hlutverk móður
dætranna tveggja í íslensku myndinni Baráttan um börnin.
Pétur Blöndal talaði m.a. við hana um hlutverkið og
forræðisdeilu Sophiu Hansen og Halims Al.
BARÁTTAN um börnin
nefnist kvikmynd tyrk-
neska leikstjórans og
handritshöfundarins
Canan Gerede sem að „nokkru
leyti er innblásin“ af for-
ræðisdeilu Sophiu Hansen og
Halims AI. Má búast við að
myndin eigi eftir að vekja sterk
viðbrögð, jafnt hérlendis sem í
Tyrklandi.
Leikkonan Bennu Gerede,
dóttir leikstjórans, fer með hlut-
verk móður dætranna, Sólar.
Hún segir að hlutverkið hafí
verið krefjandi. „Það reyndi
mikið á mig enda dramatískt,
átakamikið og tilfinningasveifl-
urnar miklar,“ segir hún.
Aðspurð hvernig það sé að
vinna svo náið með móður sinni
svarar hún: „Þetta er í annað
skipti sem við vinnum saman og
það heppnaðist mun betur en
hið fyrra. Ætli það sé ekki
vegna þess að ég hef þroskast
meira. Það getur verið erfítt að
gera greinarmun á móður sinni
og leikstjóranum
en það tókst í þetta sinn.“
Hvernig heldurðu
að viðbrögðin við myndinni
verði í Tyrklandi?
„Ég held að hún verði ekki
sýnd hér fyrr en um áramótin
þar sem öll kvikmyndahús eru
yfirfull en þegar að því kemur
má búast við að myndin verði
mjög umdeild, enda er þetta
eldfímt og viðkvæmt pólitískt
mál. Þarna koma allar öfgarnar
fram í dagsijósið og Tyrkir eiga
eftir að hata eða elska myndina.
Það verður enginn millivegur.
Ég hallast að því að þeir eigi
ekki eftir að hafa gaman af
henni; ég held raunar að enginn
eigi eftir að hafa gaman af
henni. Þetta er mjög svört
mynd.“
Hvort finnst þér myndin taka
Tilbúinn á rjúpuna?
Rjúpnavesti
kr. 13.250,-
Gore-Tex jakki
kr. 29.980,-
Rjúpnaskot 32 gr. 25 stk.
frá kr. 550,-
Skotbelti
frá kr. 1.650,-
Vettlingar, grifflur
frá kr. 720,-
Rjúpnakippur, leður
frá kr. 720,-
Utanyfirbuxur.
Mikið úrval.
Gore-Tex legghlífar,
frá kr. 4.580,-
Göngusokkar
frá kr. 990,-
Sjúkrapúðar
frá kr. 3.380,'
Neyðarblys
frá kr. 1.490,'
Fleece peysur
frá kr. 3.990,-
GPS staðsetningartæki
frá kr. 11.900,-
Sjónaukar
frá kr. 2.290,
Áttaviti
kr. 1
Haglabyssur
frá kr.
Margargerðir.
Gönguskór,
Meindl Island
kr. 16.900,-
Nærfatnaður,
bolur og buxur
frá kr. 6.270,-
Skotveiðimenn, sýnum aðgát við meðferð skotvopna og látum vita af ferðum okkar. Göngum
vel um landið og tínum upp tóm skothylki. Berum virðingu fyrir bráðinni og afkomu stofnsins.
Njóttu útilífsins meó búnaði frá okkur.
jt jr
UTILIF
Munið eftir
fríkortinu!
GLÆSIBÆ
Sími 581 2922 • www.utilif.is
Sól reynir að flýja með dæturnar.
Hlutverk móðurinnar var mjög
kreljandi, að sögn Bennu.
málstað Halims A1 eða
Sophiu Hansen?
„Canan reyndi að taka
ekki afstöðu,“ svarar
Bennu. „En mér fínnst hún
lýsa Halim sem betri
manni en Sophiu. Hún
blandar ekki skoðunum
sínum í myndina en mér
líkar ekki konan sem ég
leik; ég finn ekki til sam-
úðar með henni. Annað
gildir um
Sophiu Hansen.“
Hefurðu hitt hana?
„Ég hitti hana og Halim
A1 fyrir tveimur árum.
Hann var nyög opinn og
hlýr og varði miklum tíma
í að útskýra málstað sinn
fyrir okkur. Sophia var
fjarlægari. Ég skil það vel
því forræðisdeilan hlýtur
að hafa höggvið mjög
nærri henni og verið sár-
saukafull fyrir hana; að
geta ekki hitt börnin og
verið með þeim. Hún var
ekki mjög hjálpleg en ég
hef fullan skilning á því.“
Afslappaðra
á íslandi
Hvenær heyrðirðu fyrst af
þessu máli?
„Fyrir þremur árum í Ham-
borg þegar Friðrik Þór lagði til
við Canan að hún gerði mynd-
ina. Þá hafði handritið verið í
undirbúningi í nokkurn tíma.“
Hver heldurðu að afstaða
Tyrkja sé almennt gagnvart
þessari forræðisdeilu?
„Meirihluti strangtrúaðra
múslima stendur bak við Halim
AI og þess vegna hefúr hann
komist upp með að taka börnin
frá móður sinni. Nú þegar þau
hafa vanist þessum menningar-
heimi og verið heilaþvegin veit
ég ekki hvort þau eiga eftir að
rífa sig upp frá föður sinurn."
Hvernig kunnirðu við þig á
íslandi?
„Alveg frábærlega," svarar
hún. „Tökurnar á Islandi heppn-
uðust vel og andrúmsloftið var
afslappað; ekki eins taugaveikl-
að og í Tyrklandi. Það voru
meiri fagmenn sem stóðu að
tökunum."
Að hveiju ertu að vinna núna?
„Ég kom á fót tímariti með
vini mínum og fjallar það um
tísku og menningu. Það er
nokkuð stórt blað, hið fyrsta
sinnar tegundar í Tyrklandi og
við erum að reyna að móta tíða-
randann.“
Ertu þá líka blaðamaður?
_„Nei,“ svarar hún og hlær.
„Ég tek myndirnar fyrir tíma-
ritið.“
Og hvað um leiklistina?
„Ég á ýmislegt eftir ógert á
því sviði; vonandi fæ ég bráðum
tækifæri til að leikstýra.“
dLife
Nýi dömuilmurinn
G
oo