Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jarðfræðingar segja að vakta verði Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul
Hreyfing á jarðskorpunni
undir Fimmvörðuhálsi
FREYSTEINN Sigmundsson forstöðumaður
Norrænu eldfjallastöðvarinnar, telur mjög brýnt
að fylgst verði vel með bæði Eyjafjallajökli og
Mýrdalsjökli eftir að mælingar leiddu í ljós
hreyfingu á jarðskorpunni undir Fimmvörðu-
hálsi.
Afgerandi breytingar
Freysteinn sagði að sl. laugardag hafi menn á
vegum Norrænu eldfjallastöðvarinnar endurtek-
ið hallamælingar frá því í júlí sl. á ákveðnum
punktum á stuttri mælingarlínu á Fimmvörðu-
hálsi. „Þær mælingar sýna að það hefur orðið
höggun á landinu frá því í júlí í sumar,“ sagði
hann. „Þessi höggun stafar af kvikuhreyfingum
annaðhvort undir Mýrdalsjökli eða Eyjafjalla-
jökli en Fimmvörðuháls er mitt á miili jöklanna.“
Sagði hann að mælingin sl. laugardag sýndi af-
gerandi breytingar. „Við höfum verið að endur-
taka mælingar á fleiri stöðum við Mýrdalsjökul en
þetta er fyrsta afgerandi breytingin, sem við sjá-
um,“ sagði Freysteinn. „Þessi hallabreyting sem
mælist nú er mjög áþekk þeirri sem varð árið 1994
á Fimmvörðuhálsi og við vitum að sú hreyfing
stafaði af kvikuinnskoti undir Eyjafjallajökul. Því
tel ég mjög brýnt að fylgjast vel með Eyjafjalla-
jökli líkt og Mýrdalsjökli."
Freysteinn sagði að breytingarnar gætu þó
einnig stafað af landsigi undir vestanverðum
Mýrdalsjökli og því ekki alveg ljóst hvaða þýð-
ingu þessar breytingar hefðu en að þarna væri
örugglega um kvikuhreyfingu að ræða og full
ástæða til að sýna fyllstu aðgát og fylgjast vel
með jöklunum.
Tvisvar gosið úr Eyjafjallajökli
á sögulegum tíma
Tvisvar hefur gosið úr Eyjafjallajökli á söguleg-
um tíma og hófst síðasta gos árið 1821 og skömmu
síðar eða árið 1823 varð eldgos í Kötlu. „Þannig að
virkni var í báðum eldstöðvunum á svipuðum
tíma,“ sagði Freysteinn. Talsvert gjóskufall var í
næsta nágrenni Eyjafjallajökuls árið 1821 en auk
gjóskunnar má búast við að hlaup geti komið und-
an Gígjökli og Steinsholtsjökli.
Ekki tekið mið
af steypugæð-
um við hönnun
Unnið að því að gera
togarann Odinkova kláran
Morgunblaðið/Kristinn
Unnið er að krafti við að sandblása skipið, en síðan verður það málað.
Fer brátt
á veiðar á ný
SAMKVÆMT niðurstöðum rann-
sóknar sem Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins gerði fyrir
steinsteypunefnd hefur vatns-
skarðsmöl, sem er eitt af þeim þrem
steypuefnum sem er notað á
Reykjavíkursvæðinu, mun lægri
fjaðurstuðul en íslenski ÍST-14
staðallinn leyfir að sé notaður við
niðurbeygjur. Þetta kemur fram í
fréttabréfi frá stofnuninni. ÍST-14
staðallinn er einn af þeim stuðlum
sem eru notaðir til þess að reikna út
formbreytingar á steypu eins og til
að mynda sig á plötum. Astæðan
fyrir að vatnsskarðsmölin er með
svona lágan fjaðurstuðul er sú að
Jarðskjálfti
við
Kleifarvatn
JARÐSKJÁLFTA varð vart í
Reykjavík á níunda tímanum í
gærkvöldi og mældist hann um
3 stig á Richter-kvarða, sam-
kvæmt upplýsingum jarð-
skjálftadeildar Veðurstofu ís-
lands.
Skjálftinn átti upptök sín
um 3-4 kílómetra vestur af
norðurenda Kleifarvatns, vest-
an við Sveifluháls. Samkvæmt
upplýsingum Veðurstofunnar
er þetta svæði þekkt fyrir
sjálftavirkni og mjög algengt
að þama séu skjálftar af þessu
tagi. Undanfamar vikur og
mánuði hafa verið þama
skjálftar af og til, en ekki síð-
ustu dagana fyrr en í gær-
kvöldi.
mölin er úr gljúpara efni en hin
fylliefnin. Niðurstaðan úr rannsókn-
inni er í samræmi við mælingar sem
vora gerðar árið 1988 með svoköll-
uðum ASTM-staðli.
Þýðir 10-15% meiri
niðurbeygjur en ella
Hákon Ólafsson, forstjóri Rann-
sóknarstofnunar byggingariðnaðar-
ins, segir að þrátt fyrir að þessi vit-
neskja hafi legið fyrir í þó nokkurn
tíma virðist vera að hönnuðir hafi
ekki tekið tillit til hennar. „Fjaður-
stuðullinn skiptir ekki máli þegar er
verið að hanna venjulegar bygging-
ar sem nota litlar og þykkar plötur.
En í byggingum sem nota stærri
plötur og bita hefur komið í ijós að
niðurbeygjur hafa verið allt að
10-15% meiri þegar gljúp efni hafa
verið notuð. Þetta er svo sem ekki
neitt stórmál og uppfyllir þær kröf-
ur sem eru í byggingarreglugerð en
það er sjálfsagt að hönnuðir noti
réttar forsendur við útreikninga."
Hákon segir að stærri byggingar
sem reistar hafa verið á undanföm-
um áratugum hafi verið skoðaðar í
einhverjum mæli með hliðsjón af
þessum niðurstöðum. Hann segir að
það hafi komið upp dæmi þar sem
miklar niðurbeygjur hafi komið
mönnum á óvart en þær hafi ekki
verið undir þeim kröfum sem eru
settar í byggingarreglugerð. „í
flestum málum sem hafa komið inn
á borð til okkar hefur vandamálið
verið að menn hafi ekki reiknað nið-
urbeygjur, aðeins burðarþol, og því
um hönnunargalla að ræða. Eg veit
ekki til þess að þetta hafi verið
vandamál þar sem niðurbeygjur
hafa verið reiknaðar þótt menn hafi
stuðst við aðrar forsendur en þær
sem eru heppilegastar."
TOGARINN Odinkova fer að lík-
indum aftur á veiðar í Flæmska
hattinum þar sem hann hefur veiði-
leyfi, eða um leið og búið er að
mála hann og setja í hann vélar.
Unnið er að því að standsetja skipið
en nýir eigendur hyggjast þó ekki
leggjast í útgerð til langframa.
Nýir eigendur Odinkova, Vil-
hjálmur Oskarsson og Helgi Eiríks-
son, eigendur vélaverkstæðisins
Gjörva, sem stofnuðu hlutafélag um
kaup á skipinu, náðu sem kunnugt
er samningi við rússneska áhöfn
skipsins um fullnaðaruppgjör á
launakröfum. Hélt áhöfnin úr landi
í lok siðustu viku og fær 19 manna
áhöfnin alls 16 milljónir greiddar.
„Þeir voru allir í skýjunum, yfir sig
ánægðir og vildu helst koma aftur
sem fyrst,“ segir Vilhjálmur.
Að sögn Vilhjálms er unnið að
því að gera skipið klárt. „Það er
verið að blása af henni ryðskófirn-
ar og mála hana. Við setjum svo í
skipið vélar en vitum ekki um fram-
haldið. Skipið fer á veiðar á þessu
veiðileyfi sem það hefur á Flæmska
hattinum. Við vonum að það gangi
betur núna.“
Það var Gjörvi ehf. sem fjarlægði
vélarnar úr skipinu síðastliðið vor
en skipið hafði komið til þeirra í
viðgerð. Til stóð að Gjörvi ynni
verkið fyrir nýtt útgerðarfélag um
skipið, sem átti að taka við því, en
úr því varð ekki. „Það endaði með
því að við keyptum skipið. Það voru
margir sem ætluðu að koma að
þessu með okkur en við erum einir í
þessu sem stendur," segir Vilhjálni-
ur. En er þá fyrirtækið komið í út-
gerð? „Nei, ætli við losnum ekki út
úr þessu þegar fram líða stundir."
Mettúr hjá
Berki NK í
kolmunnanum
BÖRKUR NK kom með fullfermi,
1.700 tonn, af kolmunna til Nes-
kaupstaðar í gær. Hann var tíu daga
í túrnum og landaði 400 tonnum að
auki í Færeyjum en þetta er mesti
kolmunnaafli sem íslenskt skip hef-
ur komið með að landi eftir einn túr.
Aflaverðmæti þess sem landað
var í Neskaupstað er átta til níu
milljónir, að sögn Freysteins
Bjarnasonar, útgerðarstjóra Síldar-
vinnslunnar hf. „og þetta er mjög
gott fyrir framtíðina því við erum að
skapa okkur veiðiheimildir," segir
hann.
Börkur var að veiðum norður og
norðaustur af Færeyjum og fékk
fyrrnefnd 400 tonn í tveimur hölum.
„Svo brældi og því fórum við til
Færeyja og lönduðum þar,“ segir
Sturla Þórðarson skipstjóri. Hann
togaði í tvo og hálfan tíma í síðasta
togi og var með um 300 tonn en gat
ekki tekið meira. „Þetta er það lang-
besta hingað til en við vorum fimm
daga að fylla,“ segir Sturla. „Það
gerði mjög góða veiði þegar við fór-
um í land. Við höfum farið einn túr
þarna áður en þetta er kaflaskipt.
Það er gott einn daginn og lélegt
þann næsta, ekki alveg á vísan að
róa.“
Kolmunninn fer allur í bræðslu og
stefnt var að því að Börkur færi
áleiðis á sömu mið í nótt en veiði var
góð þar í gær.
------++-•-----
Bæjarstjórn
Hveragerðis
vill selja rafveituna
Orkuveita
Reykjavíkur
vill kaupa
BÆJARSTJÓRN Hveragerðis
samþykkti með sex atkvæðum, en
einn sat hjá, að kanna möguleika á
sölu rafveitu bæjarins til annarra
orkufyrirtækja. Á fundinum kom
fram að Orkuveita Reykjavíkur
hefði sýnt áhuga á viðræðum um
kaup eða leigu á rafveitunni.
Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar-
stjórnar, sagði að upphaflega tillag-
an hefði hljóðað upp á að athuga
áhuga Rafmagnsveitna ríkisins á að
kaupa dreifikerfið, en komið hefði
fram breytingartillaga frá fulltrúa
Framsóknarflokksins um að það
yrði rætt við fleiri orkufyrirtæki og
hún hefði verið samþykkt.
Gísli Páll sagði að Orkuveita
Reylgavíkur hefði lýst yfir áhuga á
því að leigja eða kaupa rafveituna.
Næstu skref yrðu að ræða við þá
sem áhuga hefðu á kaupum á veit-
unni og hann vænti þess að það
væru a.m.k. RARIK og Orkuveita
Reykjavíkur. Það yrði gengið til við-
ræðna við þá í beinu framhaldi af af-
greiðslu málsins nú.
Gísli Páll sagði aðspurður að það
væri mjög ánægjulegt að fleiri en
einn aðili skyldu hafa áhuga á kaup-
um á veitunni.
Sérblöð í dag
^sfouv*
►í Verinu í dag er sagt frá túnfiskróðri með Byr VE,
greint frá fiskaflanum það sem af er ári og sameiningu
tveggja útgerða í Vestmannaeyjum. Auk þess eru
fréttir og fastir þættir í blaðinu að vanda.