Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 23 Samruni Telia og Telenor Lá við sundr- ungu á síð- ustu stundu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „LANGUR og erfiður aðdragandi að samruna er ekki nýja fyrirtæk- inu til framdráttar," viðurkenndi Tormod Hermansen, forstjóri nýja fyrirtækisins sem verður til við samruna Telia og Telenor, eftir að það dróst um næstum sólarhring að Dag Jostein Fjærvoll, sam- gönguráðherra Norðmanna, undir- ritaði samninginn formlega í Stokkhólmi í gær. I Aftenposten í gær var því hald- ið fram að nú fyrst byrjaði barátta Norðmanna og Svía innan nýja fyr- irtækisins. Bo Lundgren, leiðtogi sænska Hægriflokksins, sagði í viðtali við sænska útvarpið að rétt- ast hefði verið að hætta við allt saman og einkavæða Telia fyrst, áður en farið var út í samrunann. I sama streng er tekið í Financial Times í gær þar sem farið er nei- kvæðum vantrúarorðum um sam- runann og efast um samlegðará- hrifin. Víst er að upphlaupið í kringum samningsundirritunina hefur ekki eflt trúna á nýja fyrir- tækið sem mun fá nafn í nóvember. Velta nýja fyrirtækisins verður 68 milljarðar sænskra króna og starfsmenn 51 þúsund. Samruninn er stærsti fyrirtækjasamruni á Norðurlöndum og um leið fyrsti samruni tveggja ríkissímafyrir- tækja. Rökin hafa verið að fyrir- tækið muni nú standa traustum fótum utan ásælni evrópskra og bandarískra símafyrirtækja, en miðað við hraðvaxandi símafyrir- tæki kann að vera of snemmt að fullyrða slíkt. Hlutverk stjórnar- formannsins deiluefni Kransakökurnar voru þegar komnar á borðið í sænska atvinnu- ráðuneytinu á mánudagsmorgun- inn, þegar Fjærvoll tilkynnti að hann kæmi ekki til Stokkhólms til undirritunar samningsins því hann væri óánægður með „eignaupp- byggingu" fyrirtækisins. Svíamir áttuðu sig ekki á vandan- um en fljótlega kom í ljós að auk þess sem Fjærvoll var óánægður með mat á fyrirtækinu og stjómar- setu starfsmanna var það hlutverk hins sænska Jan-Ákes Karks, stjómarformanns nýja fyrirtækisins, sem stóð í Norðmönnum. Norska stjómin stóð að baki Fjærvoll. Svo virðist vera að norska stjórnin hafi ekki verið með í ráð- um þegar tilkynnt var á föstudag- inn í Svíþjóð að Kark yrði ekki að- eins stjórnarformaður, heldur einnig sérlegur ráðgjafi og að árs- laun hans yrðu 5,4 milljónir sænskra króna, sem er langt fyrir ofan sambærileg norsk laun. Stjórnarformaður Telenor hefur 150 þúsund á ári. Launin ollu al- mennri reiði í Noregi, en stjórnin var einnig sannfærð um að með þessu væri því slegið föstu að Kark ætti að draga úr vægi hins norska Tormod Hermansen forstjóra. Spenna fram á síðustu stundu Þegar Fjærvoll kom til Svíþjóð- ar seint og um síðir á mánudag hófust samræður ráðherra og emb- ættismanna. Hvað eftir annað virt- ist allt klappað og klárt en alltaf dróst undirritunin. Klukkan 4.25 um nóttina voru ráðherrarnir sest- ir niður fyrir framan blaðamenn til að undirrita samninginn en þá kom Hermansen askvaðandi og sagði Fjærvoll að bíða. Það var svo ekki fyrr en í morg- unsárið, kl. 6.14, að ráðherrarnir gátu loksins undirritað samninginn. Sameinast vai- um að meta fyrir- tækið á 150 milljarða sænskra króna, að norskir og sænskir starfsmenn fengju hvorir um sig tvo fulltrúa í stjóm og að Kark yrði ekki í fullu starfi. „Nú eru allir áfram um að vinna gott starf,“ sagði Fjærvoll að lokinni undirrit- un. I sænskum og norskum fjöl- miðlum var talað um norskan sigur. Reuters Mótmæli í París FRANSKIR lögrelgumenn bera burt einn þeirra framhaldsskóla- nemenda, sem efndu í gær til mótmæla í París. Kröfðust þeir bctri tækjabúnaðar í skólunum og fleiri kennara. Reuters Jan Áke Kark, stjórnarformaður nýja fyrirtækisins, og- Jon Frederik Baksaas, aðstoðarforstjdri Telenor, binda táknrænan hnút á fréttamannafundinum í Genf í gær. Þessu var lýst á blaðamanna- fundi í Stokkhólmi um hádegi í gær. Kark sagði þar ekkert óeðli- legt við hlutverk sitt sem ráðgjafa, þótt hann væri einnig stjórnarfor- maður. Hann mun fá 275 þúsund fyrir stjórnarformennskuna og 5,4 milljónir fyrir ráðgjöfina. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Norðmanna, lýsti á þriðjudag ánægju sinni með sam- inginn, sem færi bil beggja milli hagsmuna landanna. I gær var svo fyrsti stjómarfundur fyrirtækisins haldinn. Það var samdóma álit norskra og sænskra fjölmiðla að þó samnings- undirritunin væri mikilvægur áfangi væri baráttan ekki búin. Bú- ast mætti við að einstakar deildir fyrirtækisins í Noregi og Svíþjóð myndu áfram takast á um norsk og sænsk áhrif. Samrunaferlið er af mörgum álitið sýna hve erfitt það er fyrir tvö ríkisfyrirtæki af tveim- ur þjóðernum að renna saman. í stað hreinna viðskiptahagsmuna komi pólitískir og þjóðernislegir hagsmunir til sögunnar og flækja málin. I sænska útvarpinu var uppá- koman kölluð sápuópera, sem hefði opinberað öllum, líka fjárfestum, hve sambandið væri stirt. Deilurn- ar væm barnalegur, því það gleymdist að fyrirtækið stefndi á alþjóðleg umsvif, ekki aðeins á heimamarkaðinn. í Financial Times er lýst mikilli vantrú á að samlegðaráhrif náist með samrunanum. Hvort fyrirtæki um sig ætti auðveldara með að ná meiri hagkvæmni í rekstrinum. Að mati blaðsins er hætta á að átökin um samrunann dragi úr krafti nýja fyrirtækisins, sem sé skaðlegt í svo hraðfara geira. Réttast hefði verið að hætta við allt saman. „Það er nógu mikið illt blóð í þessu hjóna- bandi til að fylla heilan blóðbanka," ályktar blaðið. , Léttir og bjartir skjávarpar Einstaklega meðfærilegir varpar sem sýna bæði tölvu- og videómerki. Þeir gerast ekki hljóðlátari eða þægilegri í notkun. C5 skjávarpinn hentar einkar vel með nýjustu fartölvum. Varparnir eru með byltingakenndri peru sem endist í 4000 klukkustundir og er gríðarlega björt. ASKC1 ASKC5 Birta 700 Ansi Lumen Birta 800 Ansi Lumen Upplausn C1 800 x 600 SVGA Upplausn C1 1024x768 XGA Þyngd 3,7 kg Þyngd 3,7 kg Ending peru 4000 klst. Ending peru 4000 klst. Hljóð 38 dB Hl|0ð 38 dB Sýningardrægni 1,1 -10 m Sýningardrægni 1,1 -10 m Tilboðsverð Verð áður kr. 349.000.- kr. 454.400.- Tilboðsverð Verð áður kr. 449.000.- kr. 525.000.- NÝHERJI Skipholt 37 • S:569 7700 http://www.nyherji.is Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og Rafeindaþjónustan Selfossi og Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland: Martölvan Höfn í Hornafirði og Tölvusmiðjan Egilsstöðum/Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki og Ráðbarður Hvammstanga. Vestfirðir:Tölvuþjónusta Helga Bolungavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.