Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ í DAG BRIDS Um.sjóii (■iióiniiniliii' Páll Arnarson ÁRIÐ 1969 skrifaði Svíinn Erik Jannersten um þetta spil í bók sinn Enda chan- sen: Vestur ♦ DG109 V4 ♦ G95 ♦ D10863 Norður ♦ ÁK53 ¥ DG ♦ K102 ♦ K742 Austur ♦ 872 V K1086 ♦ 863 ♦ G95 Suður * 64 ¥ Á97532 ♦ ÁD74 *Á Samningurinn er sex hjörtu í suður og vestur spilar út spaðadrottningu. Eins og Jannersten leggur þrautina upp, þá drepur sagnhafi í blindum og spil- ar strax hjartadrottningu. Hún á slaginn, en síðan leggur austur á gosann og legan kemur í ljós. Austur á 108 í trompinu og við- fangsefnið er að komast hjá því að gefa tvo slagi á lit- inn. Það verður að hugsa já- kvætt og reyna að teikna- upp“eina möguleikann". Suður þarf að stytta sig tvisvar í trompinu, taka alla hliðarslagina og spila úr blindum í Iokin. En þar eð innkomur blinds eru af skornum skammti verður sagnhafi að svína tígul- tíunni. Leiðin sem Jann- ersten mælir með er þessi: Laufás er tekinn, síðan er spaða spilað á kóng og lauf trompað. Þá kemur tígulás og tígull á tíuna. Þegar það gengur er lauf enn tromp- að, og loks er tígli spilað á kóng: Vcstur ♦ G10 V- ♦ - * D Norður * 53 ¥ - ♦ - * K Austur * 8 ¥ 108 ♦ - *- Suður *- ¥97 ♦ D *- Laufkóng er spilað og það er sama hvað austur gerir, hann fær aðeins einn trompslag. Þetta er allt hárrétt hjá Jannersten, en það má velta fyrir sér hvort ekki sé betri byrjun að spila laufí á ás í öðrum slag og síðan smáu hjarta að DG blinds. A þennan hátt er hægt að skapa innkomu á tromp til að stinga eitt lauf, en þá verður ekki nauðsynlegt að svína tígultíunni. SKÁK Uinsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í und- anrásum í Evrópukeppni taflfélaga í haust. Serbinn Pavlovic (2500) hafði hvítt og átti leik gegn Jim Steed- man, Noregi. 23. Bxg7! - Kxg7 24. Df5 - Rf6 25. g5 - Hh8 26. Hdel og svartur gafst upp. 'mx.m\ ..... 11 4Í111 A A JL & é. m HVÍTUR leikur og vinnur Árnað heilla Hlutavelta n /A ÁRA afmæli. í dag, I Umiðvikudaginn 20. október, verður sjötug Ragna Sigríður Gunnars- dóttir, Fífuhvammi 11, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Sveinbjörn H. Jó- hannsson. Þau verða að heiman og eyða deginum með fjölskyldu sinni. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 22. ágúst sl. í Hrepp- hólakirkju af sr. Eiríki Jó- hannssyni Jóhanna Sveins- dóttir og Jón Ingi Jónsson. Heimili þeirra er að Smára- hlíð II, Hrunamannahreppi. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú ert í varnarstöðu án þess að vita nákvæmlega gegn hverju. Skoðaðu mál þín á raunsæjan hátt og þá skil- urðu betur viðbrögð þín og getur breytt þeim. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver atburður sem gerist í nágrenni þínu snertir þig dýpra en flesta aðra. Leggðu þitt af mörkum en gættu þess að það taki ekki frá þér alla orku. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Fötin skapa manninn segir máltækið og þótt þú leggir meira upp úr gáfnafari manna en útliti er það nú staðreynd að útlitið getur skipt máli. Krabbi (21. júnl - 22. júli) Þótt þú vitir oft ekki af eigin líðan ertu afar næmur á aðra og getur miðlað málum þeg- ar þú fínnur að eitthvað er í uppsiglingu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Einhver talar í óráðnum gát- um svo þú skalt ganga hreint til verks og segja viðkomandi að hann sé bæði að eyða þín- um tíma og sínum eigin. Meyja (23. ágúst - 22. september) (Dfi. Vertu varkár og settu þig ekki í neinar skuldbindingar því þótt samningurinn hljómi vel núna geta aðstæður breyst fyrr en varir. (23. sept. - 22. október) m Þú hefur ekki haldið þá skil- mála sem þú settir þér í fjár- málum og þarft því að halda að þér höndum meðan þú nærð þér á strik aftur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þrátt fyrir miklar annir skaltu gefa þér tíma til að njóta sam- skipta við vini og ættingja þvi það þaiT ekki mikið til að gleðja sjálfan sig og aðra. Bogmaður # ^ (22. nóv. - 21. desember) ÁF") Hvort sem þér líkar það bet- ur eða verr þarf heimilið að sitja í fyrirrúmi þessa dag- ana því að mörgu er að hyggja sem krefst allrar at- hygli þinnar. Steingeit (22. des. -19. janúar) mtt Nú er rétti tíminn til að brjóta niður þá veggi sem hindrað hafa mannleg samskipti og hefjast handa við að byggja upp jákvæðara lífsviðhorf. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú ert ekki eins og þú átt að þér og þarft að komast að því af hverju það stafar og snúa svo dæminu við. Vertu ákveðinn við sjálfan þig. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) M»«> Þú ert traustur og setur trúnaðinn ofar öllu og því er eðlilegt að fólk leiti skjóls hjá þér í erfiðleikum sínum. Taktu því vel og sinntu því. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum gninni vísindalegra staðreynda. Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 2.615 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Marta Sigrún Jóhannsdótt- ir, Danfel Freyr Jóhannsson, Guðrún Elín Jóhannsdóttir og Daníel Þór Jónsson. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 6.164 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Karen, Eva, Ásthildur og Björk. í ÁRNASAFNI Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti. Hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum. Hvai' sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum, yfírtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgai' ómuðu sætlega strengleikai' himneskrar borgar. Oftsinnis, meðan ég þreytti hin fornlegu fræði, fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér stæði. Hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur, sem foi'ðum var stjórnað af lifandi taugum. Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð, sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur, sem traustast vér bindum. Jón Helgason. STJÖRIVUSPl eftir Frances Drake VOG Aímælisbarn dagsins: Þér er mikilvægt að sinna öllum þáttum lífs þíns og ert meðvitaður um að ham- ingjan felst ekki í verald- legum gæðum. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1999 53, ÁRMÚLfl 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • S(MI 568 7222 • FAX 568 7295 Ég þakka innilega öllum vinum mínum og vandamönnum fyrir einstaka umhyggju og kœrleika mér sýndan vegna 90 ára afrnœlis míns 7. október sl. Friðgeir Grímsson. Daman auglýsir Fallegur náttfatnaður úr satíni með bómull og „microfiber" að innan. Fyrir konur á öllum aldri. Sloppar úr „microfiber" Sendum f póstkröfu Laugavegi 32 - Sími 551 6477 VASAÚR MEÐ LOKI Falleg úr við íslenska hátíðarbúninginn Tilvalin útskriftargjöf Vönduð vasaúr með loki. Verðmæt tímamótagjöf. Úrin eru fáanleg úr 18 karata gulli, 18 karata gullhúð eða úr silfri. Sjáum um áletrun. Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.