Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 238. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrsta heimsókn þjóðarleiðtoga Kína til Bretlands Þingmenn í Indónesíu ganga til atkvæða og kjósa næsta forseta landsins í dag Bresk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að einblína á viðskiptatengsl Lumlúnum. Reuters, AP. OPINBER heimsókn Jiangs Zemins, forseta Kína, til Bretlands hófst í gær með móttökuathöfn í miðborg Lundúna að viðstaddri Elísabetu II drottningu, Tony Blair forsætisráðherra, Robin Cook utanríkisráðherra og fleiri ráðamönnum. Þetta er í fyrsta sinn sem kínverskur þjóðarleið- togi sækir Bretland heim og var við því búizt fyrirfram að heimsóknin yrði umdeild. Þrátt fyrir mikla öryggisgæzlu tókst einum mótmælanda, veifandi tíb- etskum fána, að komast nærri alveg upp að hestvagni sem Jiang og Bretadrottning var ekið í til Buckingham-hallar, áður en hann var hand- tekinn. Megawati vongóð um sigur Jakarta. Reuters. LITLAR líkur voru taldar á því í gær að B.J. Ha- bibie, forseta Indónesíu, tækist að halda embætt- inu, eftir að þing landsins hafnaði með naumum meirihluta skýringum hans á embættisfærslu sinni sem hann lagði fram í ræðu síðastliðinn fimmtudag. Með því að hafna skýringum forset- ans getur þingið farið fram á að flokkur hans, Golkar-flokkurinn, útnefni nýjan frambjóðanda tO embættisins. Megawati Sukarnoputri, dóttir fyrsta forseta landsins, kvaðst vongóð um að bera sigur úr býtum í forsetakjörinu. Megawati nýtur mikilla vinsælda meðal Indónesa og hún skoraði á þingmennina að virða vilja þjóðarinnar og greiða sér atkvæði. Flokkur Megawatis fékk flesta þingmenn kjörna í kosningunum í júní en náði þó ekki meirihluta á þinginu, sem er skipað 500 kjörnurn þingmönnum auk 200 embættis- manna sem eru skipaðh' án kosn- inga. Herinn hefur 38 fulltrúa á þinginu og talið er að hann styðji nú Megawati. Habibie varð fyrir miklu áfalli í fyrradag þegar Wiranto hershöfð- ingi, yfirmaður hersins, tilkynnti að hann hefði hafnað því að verða vara- forsetaefni hans. Óttast óeirðir verði forsetinn endurkjörinn Habibie kvaðst ekki ætla að gef- ast upp þrátt fyrir mótbyr síðustu daga. „Eg verð að halda baráttunni áfram fram á síðustu mínútu," sagði forsetinn þegar hann ávarpaði her- menn í forsetahöllinni í Jakarta. Margir Indónesar vilja þó að for- setinn dragi sig í hlé og sérfræðing- ar í stjórnmálum landsins vara við því að miklar óeirðir geti blossað upp verði hann endurkjörinn. Þúsundir stuðningsmanna Megawatis gengu að þinghúsinu í Jakarta í gær og hundruð verð- bréfasala og ungi-a fjármálamanna efndu tO mótmæla gegn Habibie í kauphöllinni. Reuters Herinn og lögreglan hafa sent Habibie felur andlit 40.000 manna liðsauka á göturnar í greipum sér í tO að halda uppi lögum og reglu í þinginu í gær. Jakarta. Reuters Flugræningi gafst upp AP. Hamborg. FLUGRÆNINGI vopnaður hnífi, sem rændi vél egypska flugfélagsins Egyptair í gær, gafst upp fyrir þýsk- um lögreglumönnum á flugvellinum í Hamborg í gærkvöldi. Fai'þega og áhöfn, samtals 55 manns, sakaði ekki. Maðurinn var handtekinn þegar hann sté út úr vélinni og gekk út á flugbrautina. Ekki er vitað hvað hon- um gekk til með ráninu en hermt er að hann sé Tyrki í leit að pólitísku hæli. Maðurinn rændi vélinni skömmu eftir að hún hóf sig til flugs frá flug- veUinum í Istanbul í Tyrklandi. Flugvélin var í áætlunarflugi til Ka- író en raeninginn sneri henni í átt til Evrópu og krafðist þess að hún lenti í London. Flugstjórinn mun hafa sagt honum að ekki væri nóg elds- neyti á vélinni til að komast þangað og því var förinni heitið til Hamborg- ar. Til átaka kom í flugstjórnarklef- anum þegar áhöfn reyndi að afvopna manninn og hlaut aðstoðarflugstjóri minniháttar meiðsli á hálsi. Allt gert til að hindra mótmælaaðgerðir Þetta atvik var nákvæmlega af því tagi sem brezk stjórnvöld höfðu fyrir alla muni viljað hindra að kæmi fyr- ir, þar sem þeim er mjög í mun að styggja ekki kínverska forsetann meðan á dvöl hans í Bretlandi stend- ur, einkum með tOliti til þess hve mikilvæg góð samskipti við Kína eru vegna Hong Kong, nýlendunnar fyrrverandi sem Kína fékk yfirráð yfir í fyrra. Tveir aðrir mótmælendm- héldu fána Tíbet á loft í mannfjöldanum sem fylgdist með hátíðlegri móttöku- athöfninni á The Mall-breiðstrætinu sem liggur að Buckingham-höll. En lögregla hindraði annan hóp mót- mælenda í að hefja mótmælaborða á loft, þai- sem staða mannréttinda- mála í Kína var gagnrýnd. Um- kringdi lögregla hópinn, sem í voru um 100 manns, og færði hann lengra frá Buckingham-höll. Talið skipta miklu að heimsóknin takist vel Heimsóknin til Bretlands er upphaf hálfs mánaðar ferðalags Jiangs til Evrópu, Norður-Afríku og Sádí-Ara- bíu. Er Jiang heimsótti Sviss fyrr á ár- inu lét hann gestgjafa sína heyra það, að þeir hefðu „misst góðan vin“ vegna þess að mótmæla varð vart þar sem leið hans lá í heimsókninni. Gripið var tO allra hugsanlegra ör- yggisráðstafana í Lundúnum, þar á meðal með útkalli lífvarðasveitar konungsfjölskyldunnar. Miklu skiptir að heimsóknin takist vel. Á síðasta ári fluttu Bretar vörur fyrir um einn milljarð sterl- ingspunda, andvirði 120 milljarða króna, tfl Kína og fluttu inn kín- verska framleiðslu fyrir nærri þre- falda þá upphæð. Talsmenn mannréttindasamtaka saka brezka ráðamenn um að einblína um of á viðskiptatengsl í samskiptum við Kína og vanrækja að tala máli þeiira sem hlíta pólitískum ofsóknum af hendi stjómvalda þar í landi. Pútín forsætis- ráðherra Rússlands Aðgerðir gegn pen- ingaþvætti VLADIMIR Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lofaði í gær að Rússar skyldu stemma stigu við útstreymi illa fengins fjár frá landinu til Vest- urlanda, þar sem gert er ókleift að rekja það til upprana síns. Dóms- mála- og innanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims, auk Rúss- lands, eru nú staddir í Moskvu á ráð- stefnu um leiðir til að uppræta al- þjóðlega glæpastarfsemi. I ræðu á ráðstefnunni beindi Pútín hins vegar athyglinni að alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og hvatti til al- þjóðlegrar samvinnu svo takast mætti að vinna á henni. Pútín sagði einnig að það þjónaði hagsmunum Rússa að takast mætti að binda enda á flæði „óhreinna" íjármuna út úr landinu. Síðar í gær hitti hann Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, að máli og lýsti Reno ánægju með fundinn að honum loknum. Pútín sagði að í undirbúningi væru ný lög í Rússlandi til að stemma stigu við peningaþvætti. Reuters Maður sem vildi mótmæla yfirráðum Kr'nverja yfir Tíbet er hér handtekinn á hlaupum í átt að hestvagni sem Jiang Zemin Kínaforseti og Elísabet II Bretadrottning sátu í. 2001-„Ar tungumála“ Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) til- kynnti í gær, að hún legði til að árið 2001 yrði lýst ,Ár tungu- mála“ til þess að hvetja fólk til að læra erlend tungumál og nýta sér þá möguleika sem hin opnu landamæri innan sam- bandsins bjóða upp á. „Að hafa eitt eða fleiri erlend tungumál á valdi sínu opnar Evrópumönnum ný tækifæri," sagði Viviane Reding, sem fer með mennta- og menningarmál í framkvæmdastjórninni, á blaðamannafundi í Brussel. I skriflegri yfirlýsingu segir framkvæmdastjórnin að hún hyggist verja átta milljónum evra, andvirði 608 milljóna króna, í að styrkja tungumála- nám, þar á meðal nám í evr- ópskum tungumálum sem minna eru töluð en önnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.