Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 8

Morgunblaðið - 20.10.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýbyg-ging Váá, bara 15 metra há súla, hvað heldurðu að biskupinn segi nú Sigurður Gísli. Ferðamálaráð Islands færir út kvíarnar Ný skrifstofa opnuð í París FERÐAMÁLARÁÐ íslands hefur auglýst stöðu forstöðumanns skrif- stofu í Frakklandi. Að sögn Magn- úsar Oddssonar ferðamálastjóra, var á síðasta ári samþykkt í Ferða- málaráði, að næsta skrifstofa ráðs- ins yrði opnuð á latnesku svæði. „Það er ljóst að veruleg aukning ferðamanna hefur orðið frá þessu svæði, þ.e. Frakklandi, Ítalíu og Spáni,“ sagði hann. „Við höfum ekki verið með neina starfsemi á þessu svæði en aftur á mót verið með skrifstofu í Þýska- landi í 14 ár og lengur í Bandaríkj- unum,“ sagði hann. Á siðasta ári var ráðinn tímabundið starfsmaður í Frakklandi en án sérstakrar skrif- stofu, sem sinnt hefur svæðinu auk þess sem gerður var samningur við fyrirtæki, sem dreift hefur efni og svarað fyrirspumum, að sögn Magnúsar. „En núna stígum við skrefið til fulls eins og samþykkt var, að opna skrifstofu á svæðinu, sem verður í París,“ sagði Magnús. Stefnt er að því að skrifstofan verði opnuð ekki síðar en um áramótin. Meðal verkefna forstöðumanns er stjómun, vinna við almenn land- kynningarverkefni og umsjón með markaðsmálum í tengslum við söluaðila. Dýnustærð 135x190 cm þykkt 15cm SUÐURLANDSBRAUT 22 SI'MI: 553 6011 • 553 7100 ehf. Kirkjukór Grensássóknar í Skálholti Kirkjuleg verk frá ýmsum tímum Árni Arinbjarnarson Kirkjukór Grensás- kirkju heimsækir Skálholtsdóm- kirkju sunnudaginn 24. október og syngur þar við guðsþjónustu sem hefst klukkan 14.00. Prestur verður séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur Grensás- kirkju. Kórinn heldur síðan tónleika í kirkjunni klukkan 17.00. Árni Ar- inbjarnarson er orgel- leikari og stjórnandi Kirkjukórs Grensás- kirkju. „Á tónleikunm í Skál- holtskirkju ætlum við að flytja bæði innlend og erlend lög. Af innlend- um lögum má nefna Lof- söng eftir Sigfús Ein- arsson við texta úr Davíðssálm- um, en Sigfús var fæddur á Eyrarbakka 1877 og dómorganisti í Reykjavík frá 1913 til 1939, er dr. Páll ísólfs- son tók við því starfi. Þá er á efnisskránni lag eftir Jakob Hallgrímsson; Ó undur lífs, við texta eftir Þorstein Valdimars- son, og einnig er útsetning Jak- obs á lagi úr Hólabók; Ein lítil söngvísa. Jakob Hallgrímsson var tónlistarkennari, fiðluleik- ari og orgelleikari, m.a. var hann aðstoðarorgelleikari við Grensáskirkju um tíma. Hann stjórnaði ýmsum kórum og samdi tónverk og raddsetti ís- lensk þjóðlög. Hann lést í júní á þessu ári aðeins 56 ára gamall. Ingimar Sigurðsson bassa- söngvari, sem er félagi í kórn- um, mun syngja lag eftir afa sinn, Isólf Pálsson, en Isólfur var orgelleikari við Stokkseyr- arkirkju og hann var faðir Páls ísólfssonar og Sigurðar, sem var orgelleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík. Af erlendum lög- um má nefna; Laude Dominum eftir Mozart, sem Ingibjörg Ólafsdóttir syngur einsöng í með kórnum, og Libera me Domine úr Reqiem eftir Fauré, en Ingimar Sigurðsson syngur einsöng í því. Þá eru lög eftir Bach, Bruckner, Beethoven, Niels Gade og lag eftir norskt tónskáld; í návist Guðs, en text- inn er eftir Heimi Steinsson. Inn á milli kórlaganna syngja þær Ingibjörg Ólafsdóttir, Hellen Helgadóttir og Matt- hildur Matthíasdóttir þrísöng en það er Agnus Dei eftir Gluck. I upphafi tónleikanna leik ég á orgelið verk eftir Buxtehude og sálm- forleik eftir Bach.“ - Hvenær var Kirkjukór Grensás- kirkju stofnaður? „Kirkjukór Grens- áskirkju hefur starfað í Grens- ássöfnuði síðan söfnuðurinn var stofnaður 1964. Fyrst var hann til húsa í Breiðagerðisskóla, þar sem söfnuðurinn fékk iýrst inni, en prestur safnaðarins þá var séra Felix Ólafsson. Organisti var þá Gústaf Jó- hannesson. Síðan flutti söfnuð- urinn með guðsþjónustur sínar í húsnæði í Miðbæ við Háaleit- isbraut. En 1972 var safnaðar- heimili Grensáskirkju vígt og voru guðsþjónustur haldnar þar til ársins 1996 en í desember það ár var núverandi kirkja vígð þar sem guðsþjónustur eru nú haldnar. Aðrir prestar sem þjónað hafa í söfnuðinum eru séra Jónas Gíslason og séra ► Árni Arinbjarnarson fædd- ist í Hafnarfirði 1934. Hann ólst upp í Reykjavík og stundaði nám þar við Tónlist- arskólann, lauk burtfarar- prófi í fiðluleik 1956 og burt- fararprófi í orgelleik árið 1960. Kennari hans í fiðluleik var Björn Ólafsson og í org- elleik dr. Páll ísólfsson. Árni stundaði framhaldsnám í London 1957-’58. Hann var fastráðinn fiðluleikari í Sin- fóníuhljómsveit íslands frá 1960-’96. Árni kennir nú fiðluleik við Nýja tónlistar- skólann og er organisti við Grensáskirkju í Reykjavík. Hann er kvæntur Dóru Lydíu Haraldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Halldór S. Gröndal. Núverandi prestur er eins og fyrr sagði séra Ólafur Jóhannsson." - Eru margir félagar í kirkjukórnum? „Kirkjukórinn samanstendur af tuttugu söngvurum og hefur að sjálfsögðu tekið miklum breytingum og endurnýjun frá fyrstu árunum. Hlutverk hans hefur alla tíð verið að leiða hinn almenna kirkjusöng og einnig að leggja til kórverk eða annað innlegg í guðsþjónustuna, því hið talaða orð og svo lofsöngur- inn til Guðs þurfa að haldast í hendur í guðsþjónustunni. Hlut- verk kirkjukórsins er fyrst og fremst að hafa forgöngu safnað- arins í lofgjörð og tilbeiðslu, en kórinn hefur einnig brugðið út af hinu hefðbundna starfi við guðsþjónustuna og haldið sína sjálfstæðu tónleika eins og til stendur að gera næsta sunnu- dag.“ -Hefur kórinn farið í söngferðalög? „Kórinn hefur farið í ferðalög innanlands, þar á meðal fórum við í ferð til Hvammstanga á síð- astliðnu ári þar sem kórinn söng við guðsþjónustu og hélt sjálf- stæða tónleika í Hvammstanga- kirkju. Á síðasta ári hélt kórinn aðventutónleika þar sem m.a. var flutt kantata eftir Bach með aðstoð kammersveitar. Þrátt fyrir fjórraddaðan kirkjusöng í sálmalögum hefur kórinn einnig lagt sitt af mörkum til að örva kirkjusönginn og sungið ein- raddað þar sem lögin hafa verið lækkuð í tónhæð fyrir hinn al- menna kirkjugest til þess að hvetja til þátttöku kirkjugesta í safnaðarsöng við guðsþjónust- ur.“ Forgangaí lofgjörð og tilbeiðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.