Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.10.1999, Blaðsíða 64
Drögum næst 26. okt. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimav'órn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Hlutafjáraukning hjá Islenska sjónvarpsféiaginu hf. Hagkaups- bræður meðal fjár- festa í Skjá einum FJÁRFESTINGARFÉ LAGIÐ 3P fjár-hús ehf., sem er í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar, og Jón L. Amalds hæstaréttarlögmanns hafa gerst hluthafar í íslenska sjón- varpsfélaginu hf. sem rekur sjón- varpsrásina Skjá einn, en hún mun Hiefja útsendingar að nýju í kvöld. Fjárfestingin er, að sögn Arna Þórs Vigfússonar, framkvæmdastjóra ís- lenska sjónvarpsfélagsins hf., í tengslum við breytt skipulag Is- lenska sjónvarpsfélagsins og tengist hlutafjáraukningu í félaginu. Nýtt fé kemur inn í félagið með fjárfest- ingunni. Eftir fjárfestinguna eiga nýir fjárfestar 50% í félaginu og eldri fjárfestar 50%. Hin nýja fjárfesting skiptist svo að 3P eiga tæp 30% og 1 Í»Jón Amalds rúm 20%. Áður áttu þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson 90% og Guðmund- ur Kristjánsson og Guðbergur Davíðsson áttu 10%. Ami segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hver upp- hæð fjárfestingarinnar sé, né held- ur hver hlutafjáraukningin hafi ver- ið. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri 3P fjár-húss ehf., segir í sam- tali við Morgunblaðið að fjárfesting- in í Skjá einum sé að þeirra mati spennandi verkefni. „Við teljum þarna vera mikil sóknarfæri með áhugaverðum tengimöguleikum við ýmsa aðra < . A/jölmiðla á markaðnum," segir Páll. ■ Nýir hluthafar/22 Áður óþekkt gögn fimdin í Vatíkaninu og Portúgal Sanna að íslendingar komu fyrstir til Ameríku Morgunblaðið/Sverrir S A myndlistasýningu HORFA má á myndlist frá ýms- ungi maður reyndi á sýningu um sjónarhornum eins og þessi Arnar Inga í Gerðubergi. NORSKI fræðimaðurinn Thor Heyerdahl hefur undir höndum gögn sem hann segir sanna að Islendingar hafi fyrstir komið til Ameríku. Ræðir hér annars vegar um gögn frá 1070, sem Heyerdahl fann nýverið í skjalasafni Vatíkansins, þar sem rætt er um landafundi Islendinga í Ameríku, hálfri annarri öld áður en Grænlendingasaga og Eiríks saga rauða voru skrifaðar. Hins vegar hefur Heyerdahl í sínum fórum afrit af portúgölskum gögnum sem þykja sýna fram á að Kólumbus hafi haft vitneskjuna um Ameríku frá norrænum mönnum og af þeim gögnum dregur hann þessa ályktun. „Það var ótrúlegt að heyra Heyer- dahl fullyrða þetta. Hér eru stórtíð- indi á ferðinni," segir Svavar Gests- son, sendiherra íslands í Kanada, sem hlýddi á fræðimanninn lýsa þessu yfir á norskri hausthátíð í Minot í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum á dögunum. Um málið fjallar Heyerdahl í bók sem hann sendir frá sér í félagi við sænska kortasérfræð- inginn Per Lillieström. I samtali við Aftenposten í Noregi, sem birtist í dag, er Heyerdahl á því að siðaskiptunum megi að mörgu leyti kenna um hve elsta saga nor- rænna manna sé óljós. Með þeim hafi Norðurlöndin fallið í ónáð hjá páfa- stól og um leið verið dregið úr vægi þeirra í mannkynssögunni. Ymsar heimildir séu þó enn varðveittar í skjalasafni páfagarðs og einnig séu til margar mikilvægar arabískar heimildir um norrænar miðaldir. „Þar hef ég skoðað mikið efni sem flestum er ókunnugt," segir hann. Svavar segir Heyerdahi hafa skýrt frá gögnunum úr páfagarði í ræðu sem hann hélt þegar tekin var skóflustunga fyrir norskri stafkirkju á hátíðinni en portúgölsku gögnin hafi hann rætt um á öðnim vett- vangi. Segir sendiherrann Heyer- dahl tala um ferðir íslendinga til Vesturheims, eins og frá þeim er greint í Grænlendingasögu og Eiríks sögu rauða, eins og hverja aðra stað- reynd eftir að hafa kynnt sér þessi gögn. Svavar kveðst hafa gengið á Heyerdahl í þeirri von að afla ítar- legri upplýsinga en fræðimaðurinn varist allra frétta enda bókin ekki komin út ennþá. „Ég var svo heppinn að sitja við hliðina á honum í veislum sem þarna voru haldnar og náði að ræða heilmikið við hann. Hann vildi lítið segja mér um þessi gögn í Portúgal, nema hvað þau væru mikil vöxtum og hann hefði fengið að taka afrit af þeim. Hvað gögnin í Vatíkan- inu varðar skildist mér á honum að hann hefði bara bankað þama upp á og fengið að leita uns hann fann það sem hann hafði grun um að væri til. Lét Heyerdahl mikinn yfir þessum gögnum og sagði þetta vera allt meira og minna í bókinni.“ Svavar segir Heyerdahl jafnframt hafa hnykkt á þeirri skoðun sinni á hátíðinni að Leifur Eiríksson hafi ekki komið til Ameríku sem víkingur í landaleit, heldur trúboði. Sendiherra segist við þetta tæki- færi hafa rætt þá hugmynd við Heyerdahl að hann tæki með ein- hverjum hætti þátt í hátíðarhöldun- um sem fyrirhuguð eru í tilefni af landafundaafmælinu og árþúsunda- mótunum í Kanada á næstu misser- um. Mun hann hafa tekið þeirri málaleitan vel. „Það er of snemmt að fullyrða hvort af þessu getur orðið. En ég vona það svo sannarlega,“ segir Svavar. ■ Leifur heppni/32 Andlát AUÐUR AUÐUNS AUÐUR Auðuns, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra, lést í fyrrinótt á átt- ugasta og níunda aldursári. Auður var fædd á Isafirði 18. febrúar 1911, dóttir hjón- anna Jóns Auðuns Jónssonar alþingis- manns og konu hans Margrétar Guðrún- ar Jónsdóttur. Auður lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1929 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands árið 1935. Auður stundaði málflutning á ísafirði 1935-36 og var lögfræð- ingur Mæðrastyrksnefndar 1940-60. Hún varð bæjar- og síð- ar borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1946-70 og forseti bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar 1954-59 og 1960-70. Hún sat í fræðsluráði, framfærslunefnd og heilbrigðis- nefnd borgarinnar og var kjörin borgarstjóri í Reykjavík ásamt Geir Hallgrímssyni 1959-60. Hún var skipuð í nefnd til að vera stjórnarskrárnefnd til aðstoðar 1945 og 1946 í endurskoðun- amefnd framfærslu- laga og laga um af- stöðu foreldra til óskilgetinna barna. Hún var í endur- skoðunarnefnd al- mannatrygginga- laga 1954 og átti sæti í sifjalaganefnd 1961-78 og í út- varpsráði 1975-78. Hún sat á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 1967 og var formaður sendinefndar ís- lands á Kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Mexíkóborg 1975. Auður var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1959-74 og var dóms- og kirkjumálaráð- herra 1970-71. Hún lauk fyrst kvenna lögfræðiprófi frá Há- skóla Islands og var einnig fyrsta konan til að vera borgar- stjóri í Reykjavík og ráðherra í ríkisstjórn Islands. Auður var gift Hermanni Jóns- syni hæstaréttarlögmanni og eignuðust þau fjögur börn. Tvær breiðþotur bætast í flugflota Atlanta upp úr áramótum Pflagrímaflug með 11 breiðþotum UMFANGSMESTA pílagrímaflug Atlanta frá upphafí mun standa yfir frá febrúarbyrjun á næsta ári og fram í miðjan apríl og verður flugfé- lagið þá með 11 breiðþotur í flugi fyrir þrjú flugfélög, Saudia, Air Áfrique og Air India. Alls munu um 1.400 manns starfa hjá félaginu þeg- ar mest verður umleikis vegna þessa. I lok janúar bætast tvær B747-300-breiðþotur í flota Atlanta og leigir félagið þær til 14 mánaða. AIls verður Atlanta með 15 breiðþot- ur í rekstri frá næstu áramótum og taka þær samanlagt 6.530 farþega. Sú breyting er að verða á flugflota Atlanta að félagið er að hætta rekstri á B737-þotum og segir Haf- þór Hafsteinsson, flugrekstrarstjóri Atlanta, að stefna félagsins sé að reka eingöngu breiðþotur hér eftir enda séu tekjumöguleikar slíkra véla margfalt meiri en minni vélanna. Undanfarin ár hefur Atlanta annast fraktflug fyrir Lufthansa með tveim- ur B737-200-vélum. Þær verða seld- ar fraktflugfélagi í Texas og afhent- ar í febrúar. „Þrátt fyrir að þoturnar séu búnar hljóðdeyfum þrengir enn að þessum vélum á mörgum flugvöll- um í Evrópu og því verða þær seldar nú þegar verð er enn hátt því það kemur til með að lækka eftir því sem meira verður um slíkar takmarkan- ir,“ segir Hafþór. Þá hefur félagið annast farþegaflug með B737-300- þotu fyrir Novair. Því verkefni lýkur í þessum mánuði og verður vélinni þá skilað til eiganda. Meðalaldur flugflotans lækkar um 10 ár Þrjár B747-200-þotur verða í verk- efnum hjá Saudia frá nóvember og fram í miðjan apríl og í lok janúar bætast við tvær áðumefndu B747- 300-þotumar. Em þær mun yngri en þær 747-þotur sem félagið hefur þeg- ar í rekstri og segir Hafþór meðalald- ur flotans hafa lækkað á þessu ári um 10 ár. Tvær B747-200-þotur em í verkefni hjá Iberia sem standa mun næstu tvö til þrjú ár. Þá verða ein til tvær 747-þotur notaðar í leiguflug fyrir Samvinnuferðir-Landsýn og Ur- val-Utsýn í nóvember og desember og aftur eftir miðjan apríl. Atlanta hefur auk þess fimm Lockheed Tristar-þotur í rekstri. Fjórar fljúga nú fyrir Caledonian Airways en því verkefni lýkur í lok október og sú fimmta er í verkefni hjá Monarch sem standa mun út næsta ár. Á næsta ári verða þessar vélar meðal annai-s í verkefnum í nokkra mánuði fyrir Air India og flugfélag í Bretlandi sem Hafþór vildi ekki nafngreina að svo stöddu. Á þessu ári hefur Atlanta flutt 1,8 milljónir farþega en flutti allt síðasta ár 1,4 milljónir farþega. Fjöldi starfsmanna á Islandi er 170 og er- lendis starfa um 650 manns fyrir fé- lagið. Alls verður starfsmannafjöld- inn um 1.400 manns þegar mest verður umleikis á tímabilinu febrúar til apríl þegar pílagrímaflugið stend- ur sem hæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.